Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 28. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Ályktun Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins um samningana Smánarlegir samningar „Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins lýsir megnri fyrirlitn- ingu á þeirri aðför sem gerð hefur verið að réttindum og kjörum ungs fólks í samningum ASI og VSÍ. Það er ÆFAB undrunarefni að ákveðnum aldurshópi (16-18 ára) í stað hátekjufólks sé fórnað til hagsbóta fyrir hina lægst launuðu. Það sem hér um ræðir er að verka- lýðsforystan hefur flokkað ungt fólk sem annars flokks vinnuafl. Enn meiri undrun vekur sú staðreynd að samningar þessir eru í raun engin kjarabót. í samningun- um er gert ráð fyrir því að verð- bólga verði ekki meiri en 10% á árinu en það eru, að mati ÆFAB tálvonir einar. ÆFAB vekur at- hygli á því að barnabætur þær sem samið hefur verið um eru ekki greiddar af atvinnurekendum held- ur af alþýðu manna í hækkandi verði á landbúnaðarvörum. Það að verkalýðsforystan skuli hafa fallið átakalaust frá þeim tveim meginkröfum, annars vegar að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi af dagvinnutekjum og hinsvegar að full atvinna sé tryggð, getur verka- fólk ekki sætt sig við og verður því að grípa til aðgerða. Þessir samningar eru að mati ÆFAB skref afturábak. í samning- unum hefur varanlegum samnings- bundnum réttindum verið fórnað fyrir tímabundin félagsleg réttindi, réttindi sem alfarið eru komin undir ríkisstjórn sem reynslan hef- ur sýnt að ekki er treystandi fyrir grundvallar mannréttindum. For- ysta ASI hefur sætt sig við svívirði- lega kjaraskerðingu (65% frá 1979) og verður það ekki túlkað á annan veg en að forystan hafi brugðist láglaunafólki þessa lands. Að lokum skorar ÆFAB á fé- laga í verkalýðshreyfingunni að beita sér gegn þeim smánarlegu samningum sem forysta ASÍ hefur samþykkt." Samþykkt einróma á félagsfundi í Æskulýðsfylkingunni þ. 23/2 1984. Uppgjöf eða aðgerðir - þitt er vaiið % F Úr dreifiriti sem félagar í Æsku- lýðsfylkingunni hafa farið með á vinnustaði að undanförnu. Verkamenn í Straumsvík: Styðjum Dagsbrún „Fundur haldinn hjá Verka- mannafélaginu Hlíf með verka- mönnum frá ÍSAL, föstudaginn 24. febrúar 1984 sendir Dags- brúnarverkamönnum baráttu- kveðjur og óskar þeim allra heilla í skeleggri baráttu þeirra fyrir bættum kjörum launa- fólks.“ Samhljóða ályktun var sam- þykkt af öllum fundarmönnum á báðum Straumsvíkurfundunum á föstudaginn. -óg Frá hinum sögufræga Dagsbrúnarfundi. Ljósmynd - Atli. Steingrímur Sig- fússon á alþingi um samningana Fyrirtækjum hyglað á kostnað unglinganna - I fjölmörgum sjávarþorpum úti um land er verulegur hluti þess fólks, sem vinnur í frystihúsunum yfir sumartímann, unglingar á aldrinum 14-16 ára. Það má beinlínis segja að sumsstaðar standi og falli fiskvinnslan á þessum tíma með þessu fólki. Yfirleitt eru þessir unglingar harðduglegir og vinna á við hvern þann, sem eldri er. Ályktun Kjaramálanefndar Iðnnemasambandsins um samningana: Lúsarlaun unglinga skert „Kjaramálanefnd Iðnnemas- ambands íslands fordæmir þá kjarasamninga sem undirritaðir hafa verið af ASÍ og VSÍ. Sú útfærsla sem þar fer fram á vinnu verkafólks er til háborinnar skammar fyrir verkalýðshreyfing- una alla. Nefndin lýsir yfir efa sín- um um vilja og getu ASÍ til að halda á lofti kröfum launafólks um mannsæmandi kjör, og þá sér í lagi ungs fólks. Telur nefndin að öllum tiltækum ráðum verði að beita til að rétta hlut þess. Einnig vill nefndin lýsa yfir skömm sinni á Sighvatur Björgvinsson um samningana: Á atvinnureksturinn að miðast við þetta? - Verður aðstaða verkafólks til þess að ná hagstæðari samningum betri nú en eftir eitt ár enn í fátækt? Mér sýnist komið svo, að fólk þori ekki lengur að bera hönd fyrir höfuð sér. Það hefur verið brotið niður, sagði Sighvatur Björgvins- son í umræðum á Alþingi. - Það er sagt, að atvinnurekstur- inn rísi ekki undir því að greiða fólki lífvænleg laun. Á atvinnu- rekstur á íslandi að miðast við það, Allsherjaratkvœðagreiðsla hjá Einingu á Akureyri Kosið í dag og á morgun í dag og á morgun, miðvikudag verður allsherjaratkvæðagreiðsla um samninga ASÍ og VSÍ hjá Ein- ingu á Akureyri og deildum félags- ins á Ólafsfirði, Dalvík, Hrísey og Grenivík. Á Akureyri verður kosið andspænis skrifstofu Einingar að Skipagötu 13, í Grenivík í gamla barnaskólanum, en á öðrum stöð- um á skrifstofum Einingar. Kosn- ing hefst kl. 11.00 árdegis bæði i dag og á morgun og henni lýkur kl. 20.00 báða dagana. Jón Helgason sagði í viðtali við Þjóðviljann að hann hefði haldið kynningafundi á öllum stöðunum undanfarna daga en ákveðið var á þeim aðilum sem telja það rétt- lætanlegt að skerða þau íúsarlaun sem lágmarkslaunin eru hjá ung- lingum með þrepaskiptingu lág- markslauna. Einnig telur nefndin að fyrst það er stetna rikisstjórnarinnar að setja til jafns sjálfstæðan atvinnurekst- ur, haganð af eignum og töku námslána, þá sé sjálfsagt að náms- lán verði ekki endurkræf, heldur breytt í form styrkja". Nú á að fara að knepra kaupið við þetta fólk. Það er óréttlátt af öllum ástæðum. Margir þessir ung- lingar eru að vinna sér fyrir skóla- kostnaði og hafa aðeins til þess þennan stutta tíma af árinu. Þeim veitir engan veginn af að fá það fyrir vinnu sfna sem þeir verð- skulda. Hér er beinlínis verið að hygla fyrirtækjunum á kostnað unglinganna. Svo mælti Steingrímur J. Sigfús- son í umræðum á Alþingi ný fyrir skemmstu. —mhg að hann geti ekki greitt því fólki, sem við hann vinnur og undir hon- um stendur nema 11-12 þús. kr. á mánuði? Hverskonar atvinnu- rekstur er það, sem stendur og fell- ur með því, að fólki sé haldið undir fátæktarmörkunum? Við höfum ekkert með þann atvinnurekstur að gera sem byggist á því, að fátækt viðgangist og sé viðhaldið á ís- landi. -mhg Attu við eða stjórnar- og trúnaðarráðsfundi að halda allsherjaratkvæðagreiðslu um samningana. Jón Helgason for- maður Einingar kvaðst ekkert yfir sig hrifinn af samkomulaginu: „Ljósa hliðin er án efa sú að trú- lega hefur enginn kjarasamningur tryggt allra lægst launaða fólkinu eins miklar kjarabætur í hlutfalli við aðra. Dökku hliðarnar eru þær m.a. að unga fólkið fær ekki sömu lágmarkslaun og aðrir og svo hitt að ekki hefur tekist í þessari lotu að hækka eftirvinnukaupið til sam- ræmis við dagvinnutekjutrygg- inguna", sagði Jón Helgason for- maður Einingar. -v. GOLF ÞAKVANDAMÁL að stríða? Engin samskeyti Betokem SUM gólfílögn Betokem gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur verið í þróun i Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru í upphafi og síðar hafa komið fram. Það hef ur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjör bylting í gólfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. FILLC0AT l V' 't. i Élll EP0XY - G0LF gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Údýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÚTRÚLEGA VEL: Við erum með f jölmargar gerðir af gólf- ílagningarefnum sem þola ótrúlegt álag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið í sturtuklefanum, matsalnum eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. HAFNARFIRBI SÍMI 50538

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.