Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 28. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Þessi súla eða tjakkur var uppháflega settur undir Ingimar Eydal. Þegar hann gekk um gólf uppi vildi nálin hoppa á fóninum. Jónasi og félögum hans finnst súlan svo sjarmerandi að þeir eru að hugsa um að fara með hana í nýja húsið. Ljósm.: Atli. tekur því orðið eins og sjálfsögðum hlut. - Hefur þú frjálsar hendur um það hverju er útvarpað héðan? -Ég er náttúrulega háður heildarkökunni en reyni að fá eins stóra bita af henni og ég get, og gæti raunar fengið þá stærri. Ég vel dagskrárgerðarmennina og hef hönd í bagga með þeim þáttum sem veljast en þetta byggist samt númer eitt á óskaplega góðri samvinnu við þá fyrir sunnan. Ég bý ekki til þætti sem þeir eru ekki búnir að sam- þykkja. En daglegar þjáningar eru hér. Ég hef alltaf verið talsmaður þess að frelsi eigi að ríkja í útvarps- rekstri - en þá innan útvarpsins. - Verðurðu var við að t.d. Vestfirðingar og Austfirðingar vilji fá sams konar stöð? - Já, já, fólk er að hringja í mig að vestan og austan og spyrja hvernig það geti komið upp stöð og hvenær. En þó að Rúvak sé fyrst og fremst fyrir Norðurland finnst þeim að okkar rödd sé um leið þeirra rödd. Ég veit að það er fullur áhugi hjá yfirvöldum útvarpsins að koma upp fleiri landshlutaútvarps- stöðvum - en það stendur á fjár- veitingum. Nú kemur einn af útvarpsmönn- unum fyrir norðan askvaðandi inn. Það er Örn Ingi og hann segir að bragði: Rúvak er gleðilegasti vaxt- arbroddurinn í menningarlífi norðan lands á síðari árum. Það var og. Við göngum nú upp á loftið og spjöllum fram og aftur um að- stöðuna og spyrjum m.a. um plötu- safnið. Örn Ingi: Við fáum hér allar ís- lenskar plötur en í safninu eru eng- ar erlendar plötur. Við verðum því að koma með þær að heiman og eins höfum við notið velvildar plötuverslana og einstaklinga sem eiga stór söfn. Finnur Eydal á t.d. líklega 10-15 þúsund plötur. Stúdíóið í risinu er afskaplega notalegt og þeir segja að fólk sem kemur til viðtals hingað geri sér ekki grein fyrir hættunni af hljóð- nemanum og sé eins og heima hjá sér. Hins vegar er svo hljóðbært í húsinu að ekki má flugvél fljúga yfir eða hurð vera skellt án þess að það komi inn á. En þetta stendur nú allt til bóta með nýja húsinu - Örn Ingi dagskrárgerðarmaður: Gleðilegasti vaxtarbroddurinn í menningarlífi norðanlands. Ljósm.: Atli. nema e.t.v. notalegt andrúmsloft- ið. Það á eftir að koma í ljós. Við truflum Ingimar Eydal og Jónas segir okkur að hann hafi ver- ið eini Akureyringurinn sem kom að fyrra bragði og bauðst til að starfa fyrir útvarpið á sínum tíma. Ingimar: Ég hélt að ég yrði síð- astur á biðlistanum en reyndist svo vera fyrstur. Og enn er spj allað í rólegheitum. Hér er engin stofnanabragur. Er við komum niður aftur rekum við augun í járnsúlu mikla sem slegið er undir einn bitann eins og tjakk. - Hvaða súla er þetta? Jónas: Hún var sett undir Ingi- mar Eydal á sínum ríma. Við vor- um með gamla plötuspilara og þeg- ar Ingimar gekk um dúaði gólfið svo að nálin vildi hoppa á fóninum. Svo fengum við ný tæki sem gerðu súluna óþarfa en okkur fannst hún svo sjarmerandi að við ákváðum að láta hana standa áfram. Hver veit nema við tökum hana með í nýja húsið. Þegar við kveðjum segir Jónas: Hér er mikill samhugur ríkjandi og okkur er ekki enn sama um hvað við gerum. Við ræðum það og reynum að bæta það. Flestir skynja þetta sem ævintýri. - GFr AKUREYRI itA Íl. iil NÁGRENNI Alhliöa heimilistækjaþjónusta Raftœkjaverkstœdi Kæliskápar — frystikistur þvottavélar þurrkarar — eldavélar - örbylgjuofnar og öll smærri heimilistæki. Síminn er 96-22232 Radíóverkstœði Útvörp — sjónvörp videotæki — segulbönd vasatölvur — heimilistölvur o.fl. o.fl. Síminn er 96-22232 Það borgar sig að koma hlutunum í lag. Glerárgötu 20 — Akureyri — Sími 96-22233. ÞJÓÐVILJINN er þitt blað Laugaveg 178 — P.O. Box 338 — 105 Reykjavík — Iceland HYDRIX fyrir þurra húð Hydrix er létt dagkrem sem virkar og gefur húðinni nauðsynlegan raka. Húðin verður mjúk og eftirgefanleg. Það er notaleg tilfinn- ing og mjög góð vörn gegn okkar veðráttu. Hydrix rakakrem fást bæði lituð, ólituð og mött'. LANCÖME^ PARIS "V I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.