Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 15
Nemendur í starfsdaganefnd, fr.v.: Erlendur V. Indriðason, Edda Rós Karlsdóttir, Viktor Kjartansson og Ágúst Ásgeirsson. Ljósm.: Atli. Starfsdagar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Starfsdagar Fjölbrautaskóla Suðurnesja hófust í gær. Er þar margt sem starfsliðið og nem- endur skólans geta gert sér ti I gagns og gamans. A staðnum eru t.d. vídeó, leiktæki, kynning á mat, listaskemma þar sem listamenn skólans fá að spreytasig. Ljósmyndasýning, kassabílasmíði og út verður gefið blað í öllum dögum starfs- daganna.og héráeftirverður dagskráin skráð í grófum drátt- um. Alla dagana mun koma út blað þar sem fjallað verður um hvað er á seyði og hvað hefur verið að gerast um dagana. Einnig verður ýmislegt skemmtiefni sem fylgir með. Vídeósýningar verða á hverjum degi sendar út á þrem rásum og verður það bæði léttmeti og lær- dómsríkt efni í sambandi við skólann. Leiktækjasalur verður starfræktur á staðnum og verður ókeypis aðgangur svo spilasjúkir ættu að geta gert sér glaðan dag. Nokkuð skemmtileg hugmynd var að setja kynningu á matargerðar- list fjarlægra þjóða en það er án efa sjaldgæft hér á landi. Kynntur verður matur frá Kína og Italíu en einnig verður öllum leyft í lokin að bragða á alþjóðlegu hnossgæti. í listaskemmunni svokölluðu, sem er matsalur nemenda, verður skreyttur veggur og geta þeir sem halda sig ótvíræða óuppgötvaða listamenn spreyta sig. Hver veit nema þarna komi fram einhver sem mun láta mikið að sér kveða í listamannastéttinni seinna meir? Ljósmyndasýning verður á staðnum og þar ættu nemendur og kennarar að geta rifjað upp skemmtileg atvik frá á síðustu misserum. Að lokum segjum við (blm) frá kassabílasmíði og verða þeirHéðinn Skarðhéðinsson, Stur- laugur Björnsson og Jón Vald- imarsson leiðbeinendur. Hefst smíðin eins fljótt og unnt er á Iða- völlum. í starfsdaganefnd eru þau Edda R. Karlsdóttir, Erlendur V. Ind- riðason, Ágúst Ásgeirsson og Vikt- or Kjartansson og má hér þakka þeim fyrir vel unnin störf. Lýkur hér þessum stutta pistli um starfsdagana. Við minnum á að opið er fyrir alla í bænum og hvetjum við fólk eindregið til þess að mæta. Hálf, Han, Har. Ný ritröð um öryggis- og alþjóðamál frá Oryggismálanefnd NATO og notkun kj arnorkuv opna Aðfangaskrá Öryggismála- nefndar einnig komin út Öryggismálanefnd hefur hafið útgáfu á nýrri ritröð um öryggis- og alþjóðamál. Er hér um að ræða rit- gerðir í fjölriti og verða þær gefnar út samhliða prentuðum og viða- meiri verkum en þrjú rit af þeirri tegund hafa þegír verið gefin út af nefndinni. Markmiðið með hinni nýju ritröð er að gefa yfirlit um einstaka þæti öryggismála og jafn- framt að kynna mál sem eru ofar- lega í umræðu á alþjóðavettvangi. Fyrsta ritgerðin í hinni nýju rit- röð ber heitið „Atlantshafsbanda- lagið og umræðan um fyrstu not- kun kjarnorkuvopna" og er höfundur hennar Gunnar Gunn- arsson. f ritgerðinni er gerð grein fyrir tillögu sem verið hefur mikið til umræðu allt frá miðju ári 1982 en þá hvöttu fjórir þekktir Band- ríkjamenn til að horfið verði frá þeirri yfirlýstu stefnu Atlantshafs- bandalagsins að það geti orðið fyrra til að beita kjarnorkuvopnum í hugsanlegum átökum við Varsjár- bandalagið. f rauninni er hér um að ræða þá spurningu hvaða hlutverki kjarnorkuvopnum er ætlað að gegna í öryggiskerfi Atlantshafs- bandalagsins og þá um leið hvert skuli vera vægi þeirra miðað við hefðbundin vopn. Þá hefur einnig verið gefin út „Aðfangaskrá Öryggismálanefn- dar“. Þegar Öryggismálanefnd hóf störf varð fljótlega ljóst að gögn til rannsókna á sviði utanríkis- og ör- yggismála voru ekki til hér á landi nema að mjög takmörkuðu leyti og hefur það verið liður í starfsemi nefnarinnar frá upphafi að koma upp safni gagna á þessu sviði. Að- fangaskráin sem nú er gefin út telur samtals 750 titla og einnig koma fram í henni þau tímarit sem nefnd- inni berast reglulega en þau eru 20 talsins. Ritgerðir og aðfangaskráin eru fáanlegar á skrifstofu Öryggis- málanefndar að Laugavegi 170- 172. Þriðjudagur 28. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi Einar Pálsson Baldursgötu 1, andaðist 24. febrúar. Sigríður Guðmundsdóttir Mjöll Einarsdóttir Ásmundur Daníelsson Guðmundur H. Einarsson Vilborg Runólfsdóttir Maria, Beta og Heiðrún. DJÚDVHJ/NN Fréttimar semtólk talar um

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.