Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 28. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Af myrkum
músíkdögum
Hér fást tryggingarnar sem
þérþurfið á að haida.
Gerið svo velað ieita
upplýsinga
llfalll
TRYGGINGAR
Ráöhústorgi 1, Akureyri
Símar 23600 og 23601.
SEXTIU OG SEX
NORÐUR
VINYL GLÓFINN
• MEÐ HRJÚFU VFIRBORÐI
• ÖRUGG HANDFESTA
• FÖÐRAÐIR MEÐ<100% ÝFÐU
BÖMULLAREFNI
• ROTVARÐIR (SANITIZED)
• STERKIR EN MJÚKIR
(SLENSK FRAMLEIÐSLA
ÖRUGG HANDTÖK MEÐ(°á
S4XTHJ CO SIX NOMHIR
VINYL GLÓFUM
SJÓKLÆÐAGERÐIN HF
Skúlagötu 51 - Reykjavík - Sími 1-15-20
TRAUSTIR HLEKKIR I
SVEIGJANLEGRI KEÐJU
Þaö er margs að gæta í sambandi
við tónlistarmálin í þessu landi og
seint mun hætt að gera þau að á-
steytingarsteini eða deila um þá
forgangsröð sem tónlistartegund-
um er skipað í samkvæmt ríkjandi
menningarpólitík. Þannig verður
sjálfsagt haldið áfram að deila um
það hvort við höfum efni á að hafa
sinfóníuhljómsveit sem ekki stend-
ur undir sér og það hvort hún eigi
að bjóða landsbyggðinni uppá
menningarlegt prógram eða bara
létt dægurlög síðustu hundrað ára.
Eða um vægi dægurtónlistar
annars vegar og svokallaðrar sí-
gildrar tónlistar hinsvegar í
útvarpsdagskránni, en þær deilur
hafa reyndar hjaðnað verulega frá
því að sú ákvörðun var tekin að
þessar tónlistartegundir yrðu
skildar að borði og sæng og fluttar í
sundur. En jafnvel þótt útvarpsrá-
simar séu nú orðnar tvær og önnur
þeirra meira að segja hrein tónlist-
arrás virðist það þó ekki hafa
skapað meira pláss eða svigrúm
fyrir aðrar og minna kynntar teg-
undir tónlistar. Né að aðskilnaður-
inn hafi losað rás 1 algjörlega
undan upptuggu breska og amer-
íska vinsældarlistans, þó að dag-
skrá rásar 2 byggist að verulegu
leyti á því efni.
Nei, nýjungar í tónlist eiga ekki
upp á pallborðið í þjóðfélagi þar
sem tónlist er orðin fyrst og fremst
söluvara og þjónar því hlutverki að
dreifa hugum fólks frá
tilbreytingarleysi vinnunnar, auka
vinnuafköstin og vera fólki auð-
melt afþreying í frítímanum. Það er
heldur ekki hægt að búast við mikl-
um stuðningi við nýsköpun í tónlist
meðan stefnan í menningarpólitík-
inni markast af greiðasemi við þá
sem framleiða og selja tónlist sam-
kvæmt lögmálinu um sókn í hám-
arksgróða. Og þá er sama hvort
nýsköpunin á sér stað á sviði lærð-
rar „kompóneraðrar" tónlistar eða
á sviði óháðrar rokktónlistar.
En þrátt fyrir að tilvist þessara
tegunda tónlistar fari ekki hátt er
þó óhætt að segja að þar sé lífsmark
og vaxtarbrodd íslenskrar tón-
listarmenningar að finna. En það
er lýsandi fyrir áhugann að á með-
an t.d. ríkisútvarpið stendur harð-
lokað fyrir flestum hræringum í
tónlistarlífinu, liggur hingað
straumur blaðamanna frá er-
lendum blöðum og tímaritum sem
sendir eru til að skrifa langar grein-
ar um þetta gósenland framsækinn-
ar rokktónlistar.
Snorri, Nora, Óskar
En hér var meiningin að fjalla
um nýafstaðna tónlistarhátíð ís-
lenskrar tónlistar, Myrka músík-
daga, sem haldin var að Kjarvals-
stöðum 11.-13. febrúar síð-
astliðinnn. Myrkir músíkdagar
ásamt blómlegu starfi Musica Nova
færa okkur heim sanninn um að
það er mikill gróska á þessu sviði
og framlag íslenskra tónskálda og
tónlistarfólks til nýrrar tónlistar
verðskuldar meiri athygli en það
hefur fengið.
Á Myrkum músíkdögum þetta
árið voru haldnir þrennir tónleikar
en því miður tókst mér ekki að
komast á nema þá 2 síðari, þ.e.
tríótónleika þeirra Snorra S.
Birgissonar, Noru Kornblueh og
Óskars Ingólfssonar og svo tón-
leika Hamrahlíðarkórsins.
Þau Snorri, Nora og Óskar fluttu
5 verk, þar af 4 íslensk, en þrjú
þeirra eru samin á síðustu tveimur
árum. Tónleikarnir hófust á frum-
flutningi nýs verks fyrir klarinett,
selló og píanó eftir Hjálmar H.
Ragnarsson. Verkið er samið fyrir
milligöngu Rikskonserter í Svíþjóð
fyrir þau Oskar, Noru og Snorra.
Höfundi var greinilega mikið niðri
fyrir í þessu verki. Það byggðist á
frumum fárra tóna sem ítrekaðar
voru með vaxandi ákafa og
spennu.
Hápunktur verksins var svo
mjög expressívt og dramatískt
sellósóló í lokin sem Nora Korn-
blueh spilaði af mikilli snilld.
Aagot V. Óskarsdóttir
skrifar um
tónlist
Næst var dans fyrir selló eftir
Snorra S. Birgisson. Þar var um
gjörólíkan framsögumáta að ræða
því verkið minnti á kyrrlátt eintal,
þar sem sumir kaflarnir voru sem
örstuttar setningar eða hvísl. Þetta
var verk litlu athugasemdanna.
Þriðja verkið var svo tríóið
Brunnu beggja kinna björt ljós
eftir Guðmund Hafsteinsson sem
hann samdi árið 1982. Verk þetta
er ótrúlega efnismikið og fyrst og
fremst mjög vel samið sem heyrist
m.a. á því hve raddirnar eru frá-
bærlega samofnar og samspil
þeirra lipurt. Að öðrum verkum
ólöstuðum fannst mér þetta það
áhugaverðasta á tónleikunum. Það
er ótæmandi í fjölbreytninni, allt
frá hröðum, mjög rytmískum
köflum yfir í hæga kafla með undir-
tón íslenska þjóðlagsins. Það miss-
ir hvergi spennuna enda naut það
sín vel í frábærum flutningi.
Eftir hlé voru svo flutt tríó Karl-
Birger Blomdahls frá 1955 og svo
Plutöt blanche quaázurée fyrir
klarinett, selló og píanó eftir Atla
Heimi Sveinsson frá 1976. Verk
Atla er eiginlega hermitónlist og
lýsir sumardegi á Langalandi í
Danmörku þar sem það er samið.
Þetta er fallegt verk og fannst mér
það hafa impressionistískt yfir-
bragð, eins og sumarmynd sem er
séð gegnum hitamistur. Verkið
endar á afar langri kadensu sem
leiddi hugann að sumarkvöldunum
löngu sem virðast óendanlega fjar-
læg núna í miðju skammmdeginu.
Þau Óskar, Nora og Snorri hafa
verið meðal ötulustu flytjenda
nýrrar tónlistar hér á landi og hafa
safnað sér mikilli reynslu á þeim
árum sem þau hafa starfað hér.
Mér er óhætt að fullyrða að þau séu
líka meðal allrabestu flytjenda
nýrrar tónlistar hér á landi. Sam-
spil þeirra er afburða gott og lifandi
og túlkun þeirra á tónlistinni slík að
hún hlýtur að hrífa fólk með sér.
Því skal svo skilað til þeirra fjöl-
mörgu sem létu sig vanta á þessa
tónleika að þið misstuð af miklu.
Hamrahlíðarkórinn og
Þorgerður
Þriðju tónleikar Myrkra músík-
daga voru tónleikar Hamrahlíð-
arkórsins undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur. í heildina fannst
mér efnisskrá tónleikanna fremur
litlaus og ekki gefa mjög spennandi
mynd af íslenskri kórtónlist þessar-
ar aldar. Hefði verið skemmtilegra
að heyra kórinn flytja fleiri af þeim
nýju verkum sem samin hafa verið
sérstaklega fyrir hann. Reyndar ku ;
tónleikarnir að hluta hafa verið j
afmælistónleikar tveggja tón-
skálda, þeirra Hallgríms Helga-
sonar og Skúla Halldórssonar, sem
verða sjötugir á árinu.
Tónleikarnir hófust á lagi Hall-
gríms, Hér sat fugl í gær á greinum, j
og á eftir fylgdu 3 lög Skúla, Amma
kvað, Glugginn minn og Smala-
stúlkan. Því næst söng kórinn Óráð
sem Jón Ásgeirsson hefur samið
við ljóð Jóhanns Gunnar Sigurðs-
sonar. Ljóðið, sem margir þekkja
og mörgum er hugleikið slær á
sömu dimmu nótur þunglyndis og |
dulúðar sem einkennir ljóð Jó-
hanns. Ég er ekki ein um það að
finnast lag Jóns Ásgeirssonar í
hrópandi ósamræmi við j
stemmningu ljóðsins og alls ekki !
túlka það á sannfærandi hátt.
Að loknum þremur lögum Páls t
ísólfssonar úr Gullna hliðinu frum-
flutti kórinn verkið Haustvísur til
Maríu eftir Atla Heimi Sveinsson I
við ljóð Einars Ólafs Sveinssonar.
Þetta er ákaflega hugljúft og fallegt
lag og fallega flutt af kórnum.
Það eru fáir kórar á þessu landi j
sem geta sungið Requiem Jóns |
Leifs, eitt fallegasta verk íslenskra
tónbókmennta og sjálfsagt enginn
beturen Hamrahlíðarkórinn. Req-
uiemið er fjarskalega viðkvæmt og
brotthætt í flutningi og má lítið útaf
bregða. Ég hef nú heyrt kórnum
takast það betur en í þetta sinn, því
það var eins og verkið dytti í sund-
ur með of miklu hiki í byrjun hend-
inga.
Athyglisverðasta verkið á tón-
leikunum var Scissors Mistar Þor-
kelsdóttur, en þetta var frumflutn-
ingur verksins sem var samið fyrir
Hamrahlíðarkórinn á síðasta ári.
Scissors er samið við enska þýð-
ingu á ljóði Knuts Ödegárd, Saks-
ene. Það var margt vel gert og
spennandi í verki Mistar, það er
heilsteypt og áheyrilegt og verður
gaman að heyra meira frá henni í
framtíðinni.
f lokin hljóp kærkominn hressi-
leiki í kórinn er hann flutti útsetn-
ingu Ríkarð Pálssonar á þjóðlaginu
Vera mátt góður, og vóg sá hressi-
leiki það vel upp að hljóðfæra-
leikarar og kór voru kannski ekki
alltaf alveg samtaka.
Ég held að fólk verði sjaldnast
fyrir vonbrigðum með Hamrahlíð-
arkórinn, og samt eru gerðar meiri
kröfur til hans en flestra annarra
kóra hérlendis. Mér fannst kórnum
takast best upp í nýju verkunum,
Scissors og Haustvísum til Máríu
og vona að kórinn og Þorgerður
haldi áfram að stuðla að því að ís-
lenskar tónbókmenntir verði
auðgaðar með nýjum kórverkum.
Afgreiðslur okkar og umboðs-
menn eru sem hlekkir i keðju.
Samband við einn þeirra gefur
möguleika á tengingu við alla
hina og þar með geturðu notfært
þér sveigjanlega þjónustu, bæði
hér á landi og erlendis.
S. 91-31*15/31816/88*16.
Borgame*.
Sigurður Björnsaon, Hrafnakletti 8.
S. 93-7818.
Blönduós.
Hjólmar Eyþórsson, Brekkubyggð
12.
S. 96-4138.
Sauðórkrók'ur.
Ámi Blöndal, Viðihlíð 2.
S. 9S-S337/5223/5176.
Siglufjörður.
Matthias Jóhannsson, Aöalgötu 5.
S. 96-71489.
Við bjóðum bílaleigubila til lengri
eða skemmri tíma og fjöldi
afgreíðslustaða gerir viðskipta-
vinum mögulegt að fá bíl
afhentan á einum stað og skila
honum á öðrum.
Húsavík.
Þorvaldur Hauksson, Garöarsbr. 18.
S. 96-41940/41229.
Vopnafjöröur.
Bragi Dýrfjörð, Kolbeinsgötu 15.
S. 97-3145/3121.
Egilsstaðir.
Sigurður Ananiasson, Koltröð 4.
S. 97-1550.
Seyðisfjöröur.
LeHur Haraldsson, Botnahlið 16.
S. 97-2312/2204.
Höfn i Hornafirði.
TÉPPRLRND
AKUREYRINGAR -
NORÐLENDINGAR
ÚTSALAN hefst
laugardaginn 3. mars.
Komið og gerið góð kaup.
1ÉPPRLRND
Sími 25055 • Tryggvabraut 22 • Akureyri
Jón Ingi Björnsson, Hóiabraut 14.
S. 97-6303.
interRent
imum interRent :
CXXLAR I
Reykjavik: Skeifan 9 91-86915/31615
Akureyrr Tryggvabraut 14 96-23515/21715
IR útibú á Islandi
Reykjavtk.
Höldur sf., Skeifunni 9.
Akureyrí.
Höldur sf., Tryggvabraut 12.
S. 96-21715/ 23515/ 21972/ 21882/
21644.