Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. febrúar 1984 Norðurgata 2a stendur í símaskránni. Þar er ríkisút- varpið á Akureyri til húsa. Við beygðum inn Norður- götuna á Oddeyrinni og sjá: á baklóð inni á milli húsa kúr- ir pínulítið hús og á gafl þess er ritað stórum stöfum: Ríkisútvarpið. Við ætlum að heimsækja þessa ágætu stofnun sem með vissum hætti hefur hleypt nýju lífi í starfsemi útvarpsins, síðan hún tók til starfa fyrir norðan 14. ágúst 1982. Þegar inn er komið blasir við eitt stórt herbergi og stigi upp á loft. Hér situr Jónas Jónasson út- varpsstjóri norðan fjalla og býður okkur velkomna á sinn elskulega og landsfræga hátt. Hvernig líður ykkur? spyr hann. Og við látum vel af því. Það er ekki mikið um að vera þessa morgunstund. Björn Sig- mundsson tæknimaður er með þeim Maríönnu Traustadóttur og Hrafnhildi Jónsdóttur norður á Dalvík og Ólafsfirði og afla efnis en RIKI5UTVARPID 1 Heimsókn til Jónasar útvarps- stjóra í Norður- götuna á Akureyri Litla húsið við Norðurgötu og út- varpsstjórinn í anddyrinu. Hvernig líður ykkur? að ofan berst ómur af söng Edith Piaf. Þar situr Ingimar Eydal og er að taka upp útvarpsþátt sinn Við Pollinn með aðstoð Arna Jóhanns- sonar sem er tæknimaður í afley- singum. Jónas segir að það sé óvenjulega rólegt því að stundum sé svo margt um manninn að varla sé pláss fyrir alla. Hann sjálfur hef- ur hér skrifstofu fyrir hádegi en heima hjá sér eftir hádegi. Sigrún Sigurðardóttir, sem annast skrif- stofuhald, tekur svo sæti hans eftir hádegi. Pálmi Gestsson, fréttarit- ari útvarpsins á Akureyri, er hér gjarnan íyrir hádegi en hann vinn- ur starfið aðeins í hjáverkum. Hann er annars prestur í Glerár- hverfinu. Og svo er hér oft straumur af dagskrárgerðar- mönnum. Þeir eru eins og er um 20 sem starfa að föstum þáttum frá Akureyri. - En eruð þið ekki aðfá nýtt hús undir starfsemina, Jónas? - Jú, það er komið undir þak og verður helmingur þess tekinn í notkun 1. júní nk. en seinni helm- ingur væntanlega um leið og út- varpið í Reykjavík flytur inn í sitt nýja hús þar. - Verða ekki mikil viðbrigði að flytja inní nýtt hús? - Jú, það verður góð aðstaða, ma. stórt stúdíó, vinnupláss fyrir tvo dagskrárgerðarmenn og frétt- aritara sem vonandi verður þá fast- ráðinn, einnig kaffistofa og skrif- stofur. Húsrýmið tífaldast frá því sem nú er. Við óttumst bara mest að góði andinn sem ríkir hér verði eftir. Við ætlum þó að reyna að flytja hann með okkur, annaðhvort með því að láta alla dagskrárgerð- armenn blása honum í blöðrur og hleypa úr þeim í nýja húsinu eða taka með okkur líkan af gamla hús- inu. - Og þið fáið ný tœki í húsið? - Já, það verður allt nýtt í hús- inu, við fáum m.a. aðstöðu til að hljóðrita í stereó þar. Við höfum ákveðið að gera hlé á útsendingum frá Akureyri í tvo mánuði í sumar meðan við erum að koma okkur þar fyrir. Þetta hlé merkir því alls ekki að við séum að gefast upp heldur ætlum við að safna liði og hefja síðan útsendingar á fullum krafti á tveggja ára afmælinu 14. ágúst. Það verður þó sent áfram út meðan hléið er það allra nauðsyn- legasta t.d. fréttir og barnaefni. - Hefur ekki Rúvak uppfyllt vonir? - Þessi stöð kom öllum á óvart. Fyrst í stað gengu allir þegjandi fram hjá og vissu ekki hvernig þeir ættu að taka þessu en nú er eins og Rúvak hafi alltaf verið hérna. Fólk Nýja útvarpshúsið í Síðuhverfinu nyrst á Akureyri er risið af grunni og verður flutt í helming þess 1. júní nk. Ljósm.: Atli. Ingimar Eydal við upptöku á þættinum Við Pollinn. Ljósm.: Atli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.