Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. mars 1984 Wff////i'/////.'/. Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgofandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgrelðslustjórl: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdottir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafróttaritarl: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýslngar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Sfmavarsla: Sigrlður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Ólof Sigurðardóttir. Innhoimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 8Í333. t Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Geirsklíkan œtlar að sparka Albert í viðtali Þorsteins Pálssonar viö ríkisútvarpið í fyrra- kvöld og leiðara Morgunblaðsins í gær kemur skýrt fram að Geirsklíkan í Sjálfstæðisflokknum hefur ákveðið að sparka Albert Guðmundssyni úr ríkis- stjórninni. Slíkur er fjandskapur þessara afla í garð verkafólks að það skal kosta Albert Guðmundsson ráð- herrastólinn að hafa samið um það við Dagsbrún að sömu laun verði greidd fyrir sömu vinnu óháð því hvar starfsmenn eru skráðir félagar í samtökum launafólks. Leiðari Morgunblaðsins í gær er algjört einsdæmi í sögu Sjálfstæðisflokksins. Aldrei fyrr hefur blaðið ráð- ist svo hatrammalega á ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins. Leiðarinn er ekki aðeins atlaga að Albert Guðmundssyni heldur beinlínis krafa um afsögn hans. Morgunblaðið hefur verið burðarásinn í veldi Geirs- klíkunnar í Sjálfstæðisflokknum. Sú klíka hefur ætíð viljað koma Albert Guðmundssyni fyrir kattarnef síðan hann varð fyrir ofan Geir Hallgrímsson í prófkjörinu í Reykjavík 1978, en Geir var forsætisráðherra. Slíkur sigur yfir formanni flokksins var dauðasynd í augum flokkseigendafélagsins. Síðan gekk Albert enn frekar í gálgann þegar hann skrifaði bréfið sem gerði Gunnari Thoroddsen kleift að fá umboð til stjórnarmyndunar. Þá varð Albert að dómi Geirsklíkunnar réttdræpur innan Sjálfstæðisflokksins. Veturinn 1982-1983 breytti Geirsklíkan um stundar- sakir aðferðinni gagnvart Albert. Hún sá sér hag í því að nota liðsinni hans til að koma ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen frá völdum og færa Geir Hallgrímssyni stjórnarmyndunarréttinn á nýjan leik. Þegar Albert settist svo aftur í efsta sætið í Reykjavík í kjölfar próf- kjörssigurs um leið og Geir hrapaði niður í sjöunda sæti blómstraði gamli hefndarhugur flokkseigendaklíkunn- ar að nýju. Albert Guðmundsson var hins vegar um sinn of sterkur til að Geirsliðið og Morgunblaðsritstjórarnir þyrðu að hefja atlöguna opinberlega. Síðustu vikur hafa þeir hins vegar verið að sækja í sig veðrið og í gær birti Morgunblaðið fordæmingarleiðara sem bar heitið „Samningar Alberts". í leiðaranum er því lýst yfir að samningur Alberts við Dagsbrún sé í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar og brjóti í bága við samþykktir þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Morgunblaðið segir að samningurinn njóti ekki meirihluta á Alþingi. Án stuðnings slíks meiri- hluta geti ráðherrann ekki setið lengur. Morgúnblaðið sendir rýtinginn í brjóst Alberts með kaldrifjaðri niður- stöðu sem orðuð er á þann afdráttarlausa hátt að „fallist meðráðherrar Alberts og þingflokkar ríkisstjórnarinn- ar ekki á samninginn sem hann gerði veitir stjórnar- skráin honum enga vernd lengur." Síðan hæðir Morgunblaðið Albert fyrir að hafa verið í útlöndum meðan ASÍ/VSÍ samningurinn var gerður og segir að Albert hafi talið sig „þurfa að sinna brýnni erindum í útlöndum en hér á landi." Lokadómur blaðs- ins er svo að það sé „út í hött að ráðherra brjóti í bága við öll venjuleg og hefðbundin vinnubrögð við gerð kjarasamninga á þessum barnalegu forsendum." Þegar fréttamaður ríkisútvarpsins spurði Þorstein Pálsson í fyrrakvöld hvort það hefði verið rætt í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins að Þorsteinn tæki við em- bætti fjármálaráðherra var svarið „ekki í dag." Þetta orðalag staðfestir að áætlunin um að sparka Albert og setja Þorstein Pálsson í stól fjármálaráðherra er orðin svo fullmótuð að formaðurinn gefur til kynna að slík þáttaskil séu aðeins spurning um dagsetningu. klippt Hnípin stjórn í vanda Margir fóru ífýlu Dagsbrúnarsamningurinn sem Albert Guðmundsson undirritaði á dógunum hefur fært margan mætan manninn úr jafnvægi. Þannig hafa ólíklegustu menn og hópar farið í fýlu við Albert ann- ars vegar og Dagsbrún hins veg- ar. Samningurinn gengur ekki út á annað en það, að Dagsbrúnar- verkamenn skuli hafa sömu laun fyrir sömu vinnu og þeir sem eru í öðrum stéttarfélögum og vinna hjá ríkinu. Sömu laun fyrir sömu vinnu Hér er um grundvallarmál í allri verkalýðsbaráttu að ræða; að allir fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Það var þetta grundvallar- atriði sem haft var í heiðri þegar ungt fólk fékk samningsbundin sömu laun og fullorðnir á sínum tíma, og sama grundvallarstefna hefur að sjálfsögðu ráðið því að konur fengu samningsbundna og lagalega staðfestingu á því að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlmenn, þó ævintýralega illa hafi til tekist í praxis. Fjármálaráðherra hefur nú semsé undirritað staðfestingu þessa efnis við Dagsbrúnarmenn. Að sjálfsögðu hlýtur gjörvöll verkalýðshreyfingin að fagna þessum áfangasigri Dagsbrúnar og haga gjörðum sínum á þann veg að haldi. Um leið hafa Dagsbrún og fjármálaráðherra gefið verkalýðsfélögum fordæmi sem stéttarfélögin hljóta að not- færa sér af þeim stratigisku klók- indum sem þau búa yfir - um leið og þau hljóta að standa vörð með Dagsbrún um áfangasigurinn. Brýtur reiði lög? Morgunblaðið viðurkennir í árásarleiðara sínum á Albert Guðmundsson í gær, að „íslensk stjórnskipun byggist á því að ráð- herrar fari með vald hver á sínu sviði". Enn fremur viðurkennir Mogginn: „í höndum fjármála- ráðherra eru meðal annars kjara- samningar fyrir hönd ríkisins". Það er með öðrum orðum viður- kennt að stjórnskipunarlega og samkvæmt stjórnarskrá hafi Al- bert Guðmundsson haft fullt vald og umboð að undirrita Dags- brúnarsamninginn. Hins vegar hefur reiði samráð- herra Alberts hlaupið svo með þá í gönur að þeir lýsa hver í kapp við annan yfir því að ríkisstjórnin þurfi að samþykkja þennan samning. Steingrímur Her- mannsson segir í viðtali við Þjóð- viljann í gær, að hann telji að ríkisstjórnin þurfi að samþykkja samninginn. Matthías Bjarnason hefur haldið því sama fram. Og Þorsteinn Pálsson sem heldur að Sjálfstæðisflokkurinn sé æðra stjórnskipunarvald heldur en rík- isstjórn, alþingi, og blessuð þjóð- in sem má þola öll þessi ósköp, segir að það verði að taka hart á þessu máli. Þetta sé alvarlegt mál og boðar viðeigandi ráðstafanir af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Nú skiptir ekki lengur máli hvort sá flokkur kemst heill og óskiptur frá málaflokki - einsog þegar ráðning Búnaðarbankastjóra var á döfínni. Viðbrögð þessara manna leiða hugann að því hvort reiði brjóti lög og stjórnarskrá landsins. Þorsteinn í Stykkishólmi Þorsteinn Pálsson var í Stykk- ishólmi þegar honum bárust tíð- indin af jafnlaunasamningi Al- berts - og lét sér nægja hógvær snæfellsk viðbrögð til að byrja með. En ekki var hann fyrr kom- inn suður undir verndarvæng gömlu flokkseigendaklíkunnar í Reykjavík en hann fór að spand- era ókurteislegum yfirlýsingum og hótunum á fjölmiðlana. Enda sögðu margir í gær að hann hefði haft gott af því að dvelja lengur hjá Hólmurunum fyrir vestan. Sumsé, maðurinn eirði ekki í Hólminum, æddi suður til Reykjavíkur og lýsti því yfír að hann yrði ekki fjármálaráðherra í dag! Hins vegar væri ekki séð fyrir endann á hinu alvarlega máli Alberts Guðmundssonar. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.