Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. mars 1984 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 3 Trúnaðarráðsfundur kennara í Reykjavík Harmar „smánarsamning u Skorar á alla kennara að fella samkomulagi BSRB Vill endurskoða aðild Kennarasambandsins að BSRB Trúnaðarráðsfundur kenn- ara í Reykjavík hélt fund í gær þar sem rætt var um samninga BSRB og ríkisins. Var þar sam- þykkt harðorð ályktun gegn samningunum og kennarar ein- dregið hvattir til að fella þá. Jafnframt er óskað eftir því að aðild Kennarasambands ís- lands að BSRB verði tekin til endurskoðunar á þingi KÍ síðar á þessu ári. Ályktunin, sem samþykkt var samhljóða á fundinum í gær, er á þessa leið: „Trúnaðarráðsfundur kennara í Reykjavík harmar þann smánar- samning sem forysta BSRB hefur gert við ríkisvaldið. Ljóst er að stórir hópar innan BSRB fá lítið sem ekkert til baka af þeirri miklu kjaraskerðingu sem átt hefur sér stað í tíð núverandi ríkisstjórnar. Trúnaðarráðsfundurinn heitir á alla kennara að greiða atkvæði gegn þessum samningi. Ljóst er að lítill skilningur er á stöðu uppeldis- stétta innan BSRB. Það er hart til þess að vita að kennara þurfi bæði að semja við harðsnúið ríkisvald og kljást við neikvæða afstöðu innan samninganefndar BSRB í garð þeirra stétta er hafa að starfi upp- eldismenntun. Það er ljóst að kennarar lögðu á það mikla áherslu að ná fram jöfnuði á vinnutíma kennara á grunnskólastigi. Þetta náðist ekki fram þrátt fyrir gefin loforð fyrr- verandi fjármálaráðherra. Því vill fundurinn ítreka þá afstöðu sína að kennarar greiði atkvæði gegn þess- um samningi. Jafnframt óskar trúnaðarráðsfundurinn eftir því við fulltrúa á fulltrúaþingi KÍ er haldið verður nú í sumar, að þeir taki til endurskoðunar aðild Kennara- sambands íslands að BSRB". Enn eitt dœmið um kvótakerfið: Ætli ég verði ekki gjaldþrota segir Sveinn Sigurgeirsson í Grindavík, sem skipti um bát og má nú veiða 60 tonn á árinu ,J£f þessu verður haldið til streitu, þá blasir ekkert annað en gjaldþrot við mér. Málið er þannig vaxið að ég átti 24ra ára gamlan 10 tonna bát sem ég seldi í haust og keypti 5 ára gamlan 15 tonna bát. Sá hefði verið í reiðileysi í nokkur ár og ég yfir tók allar skuldir hans við Fiskveiðisjóð og aðra og þarf að veiða um 300 tonn á ári til að standa í skilum. Kvótinn sem ég fæ með bátnum er hinsvegar aðeins 60 tonn á þessu ári og ég er þegar búinn að veiða helminginn af honum. Ég hefði hinsvegar átt að fá vel á annað hundrað tonn útá gamla bátinn minn" sagði Sveinn Sigurgeirsson skipstjóri og eigandi bátsins Jó- hannes Gunnar GK í samtali við Þjóðviljann í gær. Sveinn sagðist hafa farið í sjávar- útvegsráðuneytið um leið og hann fékk kvótann sinn og þar var hon- um sagt að kæra málið, sem hann og gerði. Síðan hefur hann ekkert frá ráðuneytinu heyrt. „Það er ekki bara að ég fái ekki að veiða nema þessi 60 tonn, held- ur er útilokað fyrir mig að losna við bátinn þótt ég viJdi, það kaupir enginn bát sem aðeins má veiða 60 tonn á ári. Því er engin leið fyrir mig útúr þessu. Ég get ekki borgað og því hlýtur að verða gengið að mér, nema að ráðuneytið breyti þessu eitthvað", sagði Sveinn Sig- urgeirsson um einn eitt dæmið hvernig kvótakerfið sem öllu átti að bjarga leikur menn. -S.dór' Þótt þetta skip hafi dregið fleiri tonn úr sjó en nokkurt annað í flotanum fær það engan kvóta hjá yfirvöldum. Hér er um að ræða gamla Gretti, dýpkunarskipið kunna sem kom til landsins árið 1949 og þjónaði þar til fyrir sex árum. Það bíður nú niðurrifs. Ljósm. Atli. Nefndin um rekstrargrundvöll útgerðarinnar: Enginn fundur í þrjár vikur Allir kannast við hina f'rægu „kvótanefnd" sem svo var kölluð og fæddi af sér reglur og leiðir í aflakvótamálinu, sem nú er hvað mest til umræðu í þjóðfélaginu. í skipunarbréfí nefndarmanna var tekið fram að þegar kvótamálinu væri lokið ætti nefndin að taka til við að finna rekstrargrundvöll fyrir útgerðina. í byrjun var eitthvað Íeitiið að þessum margfræga gruhciyelli én nú hefur ekki veriö haldiiui fundur í nefndinni í einar 3 vikur að því er <4oinn nefndarmanna tjáði Þjóðvilj- anum f gær. Síðast þegar fundað var hafði rekstrargrundvöllurinn ekki fundist, en hvort einhverjir aðrir hafa fundið hann síðan, eður hvort leit að honum hefur verið hætt er ekki vitað. _ s.dór Mettaður kjötmarkaður leiðir til lœkkunar á svínakjöti í samkeppni við smyglaða kjötið Svínakjöt komið niður í 92.20 krónur kílóið frá framleiðendum Kjötmarkaðurinn hér á landi er alveg mettaður, bæði vegna of- framleiðslu og smyglaðs kjöts á markaðnum, sagði Halldór Krist- insson formaður Svínaræktarfé- lags íslands í viðtali við Þjóðviljann í gær en félagið hefur ákveðið að lækka verð á svínakjöti 15% eða niður í 92.20 krónur kílóið. Halldór sagði að með þessari lækkun hefði svínakjöt lækkað frá áramótum um 20%. Vegna frjálsu álagningarinnar hefði svínakjötið verið dýrt samanborið við aðrar kjöttegundir fram að þessu, en nú væri það orðið samkeppnishæft í verði. Halldór sagði að svínaræktar- bændur hefðu átt í harðri samkepp- ni við innlenda framleiðsiu og smyglað kjöt. Framleiðslu- kostnaður á svínakjöti væri trúlega orðinn lægri en á kindakjöti um þessar mundir og m.a. þess vegna væri kleift að lækka verðið. -óg ísfilm í borgarstjórn Kristján sat hjá Á fundi borgarstjórnar í gær- kvöldi var samningur Davíðs Odds- sonar um aðild borgarinnar að Is- filii) hf. staðfestur. 12 borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins greiddu samningnum atkvæði sín, 8 fulltrú- ar minnihlutaflokkanna voru á móti en Kristján Benediktsson, Framsóknarflokki, sat hjá. Borgarstjóra var falið að fara með hlutafé borgarinnar sem er 2 miljónir króna en jafnframt ákveð- ið að aðild að samningnum skuli tekin til endurskoðunar fyrir árslok 1985. Tillaga Sigurðar E. Guðmunds- sonar Alþýðuflokki um að samn- ingnum yrði frestað og gert yrði að skilyrði að ísfilm yrði opið almenn- ingshlutafélag var felld. -v/ÁL Svavar Þröstur Margrét Miðstjórn Alþýðubandalagsins Kristín Fundur um helgina Miðstjórn Alþýðúbandalagsins hefur verið boðuð til fundar nú um helgina og hefst hann kl. 13.30 á morgun, laugardaginn 3. mars og stendur fram á sunnudag. Verður fundurinn í Flokksmiðstöðinni að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Á dagskrá fundarins mun margvísleg málefni verða rædd og framsögur fluttar. Formaður flokks- ins, Svavar Gestsson mun ræða um utanríkismál, Þröstur Ólafsson formaður Verkalýðsmálaráðs AB fjallar um kjaramálin, Kristín A. Ólafsdóttir um undirbúning stefnuskrárumræðu og loks mun Mar- grét Frímannsdóttir gjaldkeri AB hafa framsögu um fjármál flokksins. Þá eru á dagskránni liðir eins og nefndarkjör og önnur mál. Fundurinn hefst kl. 13.30 á morgun eins og áður segir. _v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.