Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 1
Faereyjar og haf- ið umh veriís hefur verið (fitS- lýst sem kjarn- orkuvopnalaust svæði. Sjá 2 mars föstudagur 49. árgangur 52. tbl. Harðar deilur í Sjálfstœðisflokknum ~jj^i___________ Rannsóknarréttur settur yfír fjármálaráðherranum Þorsteinn Pálsson segir að Albert Guðmundsson fái viðeigandi meðferð í Sjálfstœðisflokknum „Ég hef það eitt sagt um þetta, að þessi samnings- gerð væri í mínum augum og míns flokks alvarleg. Við myndum bregðast við því í samræmi við það. Við munum að sjálfsögðu ræða þetta innan okkar flokks og meta þessar aðstæður á þeim vettvangi", sagði Þor- steinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins í utan- dagskrárumræðu á alþingi í gær. Stjórnarandstöðu- þingmenn kváðu þetta undarlega yfirlýsingu í meira lagi og nefndu kviðdóm og rannsóknarrétt í því sam- bandi. Yfirlýsing Þorsteins kom í kjölfar harðrar gagnrýni stjórnarandstöðuþingmannanna Karls Steinars, Ragnars Arnalds, Kjartans Jóhannssonar og Guð- mundar Einarssonar á það moldviðri sem Sjálfstæðis- flokkurinn og samráðherrar Alberts Guðmundssonar hafa þyrlað upp í tilefni af undirritun samningsins við Dagsbrún á dögunum. Albert Guðmundsson kvaðst einfaldlega hafa verið að leiðrétta misræmi eins og honum bæri. Auðvitað gæti hann ekki liðið óréttlæti. Er einhver sem vill ásaka mig fyrir það? Er einhver hér inni sem vill viðhalda þessu misrétti? spurði Albert. Þorsteinn Pálssón kvaðst afar óánægður með samn- inginn og taldi hann gefa slæmt fordæmi fyrir aðila vinnumarkaðar. Þetta varðar ríkisstjórnina alla og hann litið það alvarlegum augum. M,áli sínu lauk for- maður með því að segja málið verða afgreitt í Sjálf- stæðisflokknum. -óg Hulduher Alberts Leynifundur á Sögu Um kl. 17 ígær tókfólk að drífa að Atthagasal Hótel Sögu. Þar var á ferðinni „Hulduher" Alberts Guð- mundssonar sem hafði verið kvaddur saman tilþess að rœða stöðu mála eftir Dagsbrúnarsamkomulagið og hótanir formanns Sjálfstœðisflokksins í garð fjármála- ráðherra. „Hershöfðinginn"sjálfurvarmætturástaðn- um. í „Hulduhernum" eru dyggustu stuðningsmenn Al- berts sem oft hafa komið saman er fyrir hafa legið mikilvægar ákvarðanir eða kosningar á stjórnmálaferli hans. Á fundinn mættu rúmlega 70 manns og var niður- staða hans að Albert œtti ekki að láta flokks- eigendaklíkuna reka sig úr ráðherraembœtti heldur taka slaginn affullum krafti. í viðtali við Helgarpóstinn sem kom út í gœrkvöldi segir Albert að það sé mjög líklegt að hann muni segja af sér. Eftir leynifundinn hjá „Hulduhernum" á Hótel Sögu er þessi yfirlýsing í Helgarpóstinum ekki lengur í gildi. Albert segir í sama viðtáli að hann hafi verið fjarstaddurþegar stjórnin samþykkti og blandaðisér í ASÍ-VSÍsamningana. Ríkisstjórnin hafigert rangt íþví að falla frá yfirlýstri stefnu sinni og leiði það til meiri verðbólgu þá álíti hann að stefna stjórnarinnar sé ekki lengurframkvæmd og hún séfarin að vinna eftirstefnu sem kemur annarsstaðar frá. Þjóðviljinn tók myndir af nokkrum úr Hulduhernum á leið tilfundar á Hótel Sögu ígærfrá v. Ásgeir Hannes Eiríksson, pylsusali, Sveinn Björnsson kaupmaður, Grétar Bergmann kaupmaður, Brynhildur Jóhanns- dóttir eiginkona Alberts og „hershöfðinginn" sjálfur. Ljósm.: eik. Logandi illdeilur í Landeyjahreppum. Meðhj álpari segir af sér Biskup íslands hefur gripið ítaumana og heldur sáttafund í dag Ovíst hvort Eggert Haukdal mœtir Illdeilur harðvítugar hafa blossað upp í báðum Landeyjaahreppum, austur og vestur. Snúast þessar deilur um þá Eggert Haukdal alþingismann og bónda á Bergþórshvoli og séra Pál Pálsson sóknarprest á sama stað. Fyrir skömmu kom til átaka á sóknarnefndarfundi í V-Landeyjum, þar sem Eggert kom til kirkju að lokinni messu til að taka þátt í kosningu eins manns í sóknarnefnd og hafði sigur. Samt hafði prestur stytt messuna niður í 30 mínútur til að snúa á Eggert og hans menn en tókst ekki. Nú hafa deilurnar lika blossað upp í A-Landeyjum og hefur meðhjálparinn þar sagt af sér og neitað að skrýða prest. Loks hefur það svo gerst að Biskup íslands hefur gripið í taumana og kallað sóknarnefndir beggja hreppanna ásamt presti til fundar í dag. Óvíst er hvort Eggert mætir á fundinn. Svoharðareruþessardeilurað Landeyjum klofnaði og sögðu 5 konur séra Páls, sem sögðu óver- jafnvel kvenfélagið í V- konur sig úr félaginu, stuðnings- andi með stuðningskonum Egg- erts. ¦ Prestur hefur kært eitt sóknar-' barna sinna til sýslumanns og ríkissaksóknara fyrir að hafa ætl- að að aka á sig út á vegi. Var kærunni vísað frá á báðum stöð- um. Sóknarbarnið fékk hinsveg- ar afrit af kærunni og las hana upp í kirkjunni á Akureyri, þegar kosning sóknarnefndarmanns fór fram. „Ég hef aldrei upplifað aðrar eins deilur og hef þó verið sókn- arnefndarformaður í yfir 50 ár og mér sýnist á öllu að það sé Drott- inn sjálfur sem verður að sætta þessa menn, prestinn og prestsoninn, sagði Erlendur Árnason í Skíðbakka í A- Landeyjum í samtali við Pjóðvilj- ann í gær. Okkur hina ætti biskup að geta sætt, bætti hann svo við. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.