Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 9
Föstudagur 2. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Minning Vigfús Neskaupstað Fœddur 7. des. 1900 Dáinn 23. febr. 1984 Vigfús Guttormsson f v. útgerð- armaður í Neskaupstað lést 23. fe- brúar sl. Hann var fæddur 7. des- ember aldamótaárið 1900 að Ekkjufelli, Fellahreppi í Norður- Múiasýsiu. Foreldrar hans voru hjónin Guttormur Árnason, bóndi og Sig- ríður Sigurðardóttir. Vigfús gekk í barnaskóla á Seyðisfirði og hóf þar síðar prent- nám, sem hann gat ekki lokið vegna verkefnaskorts prentsmiðj- unnar. Réðist hann síðan sjómaður á fiskiskútu, en um þetta leyti seldu íslendingar kúttera sína til Færeyja og erfitt um skiprúm hér á landi. I Færeyjum kynntist Vigfús eftirlif- andi konu sinni Ingibjörgu Bi- skipstö frá Klakksvík. Er hún af góðu fólki komin og þekktri ætt í Færeyjum. Ungu hjónin fluttu til Norðfjarð- ar árið 1925 og bjuggu þar alla tíð síðan. Reistu þau sér íbúðarhús Guttormsson inni á strönd og nefndu það Hvassafell. Ingibjörg og Vigfús eignuðust 7 mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Eru barnabörnin og barnabarnabörnin orðin fjölmörg. Á ströndinni var á þessum árum fjölmennt og mikil útgerð. Var þar mikið líf og tók hið glaðværa og myndarlega heimili Ingibjargar og Vigfúsar þátt í því. Húsakynni voru þröng, en auk barnahópsins, voru þar oft á sumrin menn, sem unnu við útgerð Vigfúsar. Það þurfti mikinn dugn- að til að sjá hinu stóra heimili far- borða. Vigfús var góður heimilisfaðir, stundum strangur, en jafnframt mildur og einstaklega barngóður. Sýndi hann í ellinni afabörnunum mikið dálæti og voru þau mjög hænd að honum. Vigfús Guttorms- son var ágætlega greindur maður og kom það honum vei, þar sem hann tók mikinn þátt í félags- og opinberum málum. Skólamenntun var sáralítil, eins og títt var um margan aldamótamanninn. Vigfús var einn af frumkvöðlum Samvinnufélags útgerðarmanna, og þar í stjórn í rúm 20 ár. Lét hann sér einkar annt um félagið og áhugasamur um hverskonar upp- byggingu og framfarir í atvinnu- máium í Neskaupstað. Hann átti mikinn þátt í byggingu Fiskvinnslustöðvar S.Ú.N. og Vig- fús var framkvæmdamaður og alltaf hvetjandi til nýjunga í útgerð og fiskvinnslu. Aldamótamennirnir áttu drýgst- an þátt í stofnun Samvinnufélags útgerðarmanna og dugnaður þeirra og áræði var yngri mönnum, sem með þeim unnu mikil hvatning til uppbyggingar þess þróttmikla atvinnulífs, sem er í Neskaupstað. Vigfús setti svip sinn á þessa upp- byggingu. Hann var lengi í stjórn Dráttarbrautarvinnu h/f og fleiri fyrirtækja og félaga í bænum. Pá var starfsemi Vigfúsar í bæjarmál- um mikil. Hann sat ýmist sem vara- fulltrúi eða aðalfulltrúi í Bæjar- stjórn Neskaupstaðar í 28 ár og sótti þar 258 bæjarstjórnarfundi, auk mikils fjölda nefndarfunda. Vigfús var í bæjarstjórn fyrir Sósí- alistaflokkinn og Alþýðubandalag- ið. Hann var alla tíð mjög róttækur í skoðunum, hreinskiptinn, stund- um nokkuð óvæginn, en kom alltaf til dyranna eins og hann var klædd- ur. Hann hafði ákveðnar skoðanir og það var alltaf hlustað þegar hann flutti mál sitt tæpitungulaust. Hann var mjög duglegur að mæta á fundum. Var gott að boða hann á fundi, en það kom lengi í minn hlut, því hann var einn af þessum mönnum, sem alltaf hafa tíma. Samúð Vigfúsar með þeim, sem minnimáttareru, var rík í eðli hans og óréttlæti var honum þyrnir í auga. Vigfús vann allskonar vinnu, fyrst eftir að hann kom til Norð- fjarðar. Hann var myndvirkur og duglegur. Man ég fyrst eftir hon- um, þegar hann byggði viðbótar- byggingu við hús foreldra minna í Torfi Geirmundsson skrifar: Opnu bréfi svarað s Svar við bréfí Olafs Jónssonar er birtist í Þjóðviljanum fímmtudaginn l.mars 1984. Það er gaman til þess að vita að Iðnnemasambandið er að lifna við, eftir þá grámollu sem hefur þar svifið yfir vötnum undanfarin ár. Það er mér samt ekki neitt ánægjuefni að þurfa að standa í orðaskaki við forsvarsmenn Iðn- nemasambandsins því ég og fé- lagar mínir vorum að vonast til að geta náð samstarfi við þá um endurskoðun á þvf ófremdar- ástandi sem ríkir í iðnfræðslu- málum. Samt er það mér bæði skylt og nauðsynlegt að skýra afstöðu mína til þeirra launadeilna sem komið hafa upp vegna lágmarks- Iauna. Ég tek það fram að hér er um að ræða mínar persónulegu skoðanir og alls ekki víst að þær nái fram að ganga á meðal meistara í hárgreiðslu og hár- skurði. í upphafsorðum bréfs þíns tal- arðu um að bleik sé brugðið frá því sem áður var. Þegar ég var í stjórn Iðnnemasambandsins á sínum tíma var það haft á orði að það væri besti félagsmálaskólinn sem völ væri á, og verstu óvinir okkarhjá iðnmeistúrumog vinnu- veitendum voru í flestum tilfell- um fyrrverandi stjórnarmeðlimir Iðnnemasambandsins. Þess vegna vona ég að þínar greinar verði vel varðveittar vegna iðn- nema framtíðarinnar. Það er mikill misskilningur hjá þér að ég hafi sagt að nemar færu fram á of há laun, því mín skoðun er sú að laun verði aldrei of há. Mín skoðun er þessi í sambandi við laun nema: 1. Laun nema skulu vera á- kveðinprósenta aflaunumsveina og fara stighækkandi á námstíma- num. Það er óréttlátt gagnvart sveini ef laun nema verða hærri heldur en þeirra laun eru. Lág- markslaun 12.660.- þýða það í raun að nemandi væri allan sinn námstíma á sömu launum og sveinn sem er nýútskrifaður. 2. Full laun meðan á náms- tíma stendur færir námið á iðju- stigogdregur úr gildi námsins. Hætt er við að nemandi verði að vinna við tilfallandi störf og fái ekki næga breidd í nám sitt. Það hefur gengið nógu illa á undan- farandi árum að fá meistara í hinum ýmsu iðngreinum til að gegna kennsluhlutverki sfnu, þó launapólitík fari ekki að spila þar inn í líka. 3. Það hefur verið mín hug- mynd að hægt yrði að auka kennslu í hárgreiðslu og hár- skurði og gera með því okkar iðn- grein fyllilegá samkeppnishæfa á alþjóðavettvangi. Til dæmis með því að nemendur fengju ákveð- inn fjölda námskeiða á ári sem þeir myndu sækja í vinnutíma, en ekki í frítíma sínum eins og nú tíðkast. í launakröfum nema er ekki einu orði minnst á betri menntun og bættan tækjakost til kennslu á stofum. Enda skilst mér á blaða- skrifumaðundanförnu að nemar kunni allt og geti allt sama dag og þeir byrja nám. Það er mitt hjartans mál að vernda þá iðngrein sem ég hef lært og mér er illa við ef á að gera hana að iðju, þó svo að ég líti ekki niður á iðjufólk. Það hefur verið tilhneiging til þess að gera lítið úr hárgreiðslu og hárskurði sakir þess að þetta er iðngrein sem fæst við tísku. í Þjóðviljanum hefur þetta komið fram á einkenni- legan hátt hjá einstaka blaða- manni og varð ég því ekki hissa þegar ég sá þar allfurðulegar gróusögur um daginn. Þegar ég talaði um gamlar lummur í út- varpsþætti um daginn átti ég við að ég kannast mjög vel við þessar sögur sem sagðar hafa verið að undanförnu, um grimmd hár- greiðslumeistara. Og þar sem ekki er hægt að birta heimildir af ótta við að viðkomandi nemandi verði rekinn, datt mér í hug að þið væruð enn að velta ykkur upp úr sögum frá árunum 1970-74. Af þeim blaðagreinum, sem Iðnnemasambandið hefur skipu- lega látið birta að undanförnu, má draga þá ályktun að nú eigi að Torfi Geirmundsson fá almenningsálitið í lið með sér til þess að neyða meistara til að semja. Þetta er stórhættulegur leikur og getur aðeins leitt af sér að hætt verður að taka nema í hárgreiðslu og hárskurð um ófyrirsjáanlegan tíma. Þetta er ekki hótun heldur staðreynd, sem byggist á eftirtöldu: Þið farið fram á verulega hækkun launa jafnframt því sem þið hvetjið neytendur til að borga ekki fulít verð fyrir þá þjónustu sem þeir fá, ef nemandi kemur nálægt henni. Hvar á þá að taka pening til að greiða hærri laun? Á undanförnum árum hefur verið mikil offjölgun í iðngrein okkar og aðsókn í þetta nám mikil. Það hefur verið um það talað að besta ráðið sé að takmarka í stétt okkar með því að hækka laun nema nógu mikið.Þessu er ég mótfall- inn en geri mér grein fyrir því að ég ræð þar litlu um. Ef þessi launahækkun verður að stað- reynd verða um það bil 100 hárgreiðslu- og hárskeranemar atvinnulausir. Meistarar munu þá frekar ráða útlært starfsfólk og ófaglært þeim til aðstoðar. Þetta er ekki æskileg þróun hvorki fyrir iðnmeistara né menntakerfið í landinu. Þó mun kannski fagna því fólk sem hefur áður lært þess- ar iðngreinar og langar til að byrja aftur að starfa að þeim. Það er ekki nauðsynlegt að spila sig stóran karl til að sjá þetta fyrir. Hvað snertir tilvitnun í gamla grein eftir mig, vil ég taka það fram að við erum tilbúin hjá okk- ar félagsskap til að uppræta laga- brot á nemum, okkur þykir mið- ur ef þau viðgangast enn þann dag í dag. Þó vil ég leiðrétta nokkur atriði sem hafa komið fram í áróðri ykkar. Ýmist er því haldið fram að nemar séu látnir sópa fyrstu mánuðina eða látnir ganga í öll verk, meira að segja í verk meistara líka. Það er ekki rétt að sópun á stofu sé fullt verk, það er aðeins lítill hluti af okkar starfi og skylda samkvæmt reglugerð frá borgar- lækni að framkvæma það eftir hvern viðskiptavin sem af- greiddur er. Hitt atriðið að nem- andi, sem er að byrja geti gengið inn í öll verk sem tilheyra iðn- greininni, - slík undrabörn hef ég ekki séð ennþá, þó margir telji sig kannski vera það. Einn neminn sem skrifaði í les- endadálk DV gekk svo langt að halda því fram að nemar stjórn- uðu tískunni. Hvað þá með meistara sem eyða tugum þús- unda til að fara erlendis og kynna sér nýjungar í sinni iðngrein? Viðkomandi iðnnemi ætti að halda námskeið fyrir þá svo spara megi gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Það er ekki hægt að tala um að nemendur taki nám sitt hátíðlega ef þeir telja sig kunna það til hlítar þegar þeir byrja það. Nám sem verður að fullu launað þýðir því miður lélegri iðnaðarmenn. Nemandinn verður að vinna fyrir launum sínum og enginn tími verður fyrir kennslu. Síðar verð- ur þróunin sú að millistétt mynd- ast sem lærir í einkaskólum og borgar sjálf fyrir sitt nám. Þaðan kemur betuf menntað fólk og verður því eftirsóttara og betur borgað. Þetta er sú þróun sem hefur átt sér stað í Þýskalandi og sumum Norðurlandanna. Það er vonandi ekki í samræmi við lífs- skoðanir þínar að góða menntun sé aðeins hægt að fá ef-þú hefur peninga til að borga fyrir hana. Ég á margt ósagt um þetta efni en læt þetta nægja sem svar við grein þinni. Það er von mín að fá tækifæri til þess fljótlega að ræða við þig og félaga þína um lausn þessa máls. Með von um að þið vinnið meira gagn en ógagn í deilu þessari. Reykjavík 1. mars 1984 Torfi Géirmundsson Svalbarði. Einnig þegar hann sá um prentsmiðjuna í Gamla templ- aranum, og prentaði blaðið Jafn- aðarmanninn. Þurfti hann að snúa stóru hjóli, meðan prentun fór fram. Söng hann þá hárri raustu með sinni ágætu söngrödd, vegfar- endum til ánægju, sem fram hjá gengu. Rímur kvað Vigfús af- bragðsvel. Aðalatvinna Vigfúsar var við út- gerð, en hann gerði í mörg ár út mótorbátinn Björgvin í félagi við nágranna sinn Óskar Sigfinnsson, sem jafnframt var skipstjóri. Voru þeir félagar báðir harðduglegir menn. Vigfús var síðar einn af eigend- um nýsköpunartogarans Goða- ness, sem Bæjarútgerðin varð eigandi að seinna. Þá var Vigfús um margra ára skeið aðalverkstjóri hjá Bæjarútgerð Neskaupstaðar. Vigfús Guttormsson er fallinn frá. Hann var einn þeirra manna, sem setti svip sinn á bæinn um sex áratuga skeið. Við sem lengst unnum með hon- um í S.Ú.N. og bæjarstjórn höfum margs góðs að minnast eftir hans langa starfsdag. Þá þakkar Al- þýðubandalagið Vigfúsi einlægt og fórnfúst starf í þágu sameiginlegra hugsjóna. Færum við hjónin Ingibjörgu, börnum ogfjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Jóhannes Stefánsson. Verkalýðsfélagið Eskifirði um samningana Frestað um óákveðinn tíma Fundi verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði um samningana hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Fyrirhugað hafði verið að greiða atkvæði um samninginn á félags- fundi, en á fundi stjórnar og trún- aðarmannaráðs félagsins í fyrra- kvöld var ákveðið að fresta fundin- um um óákveðinn tíma. -óg Hjúkrunarfél. íslands - Norðurlandsdeild: Mótmælir sjúklinga- skattinum „Aðalfundur Hjúkrunarfélag Is- lands, Norðurlandi eystra, sem haldinn var á Akureyri 13. febrúar samþykkti að vara við afleiðingum þess að innleiða sérstakt gjald á sjúklinga þá sem leggjast þurfa inn á sjúkrahús einsog rætt hefur verið um á seinustu mánuðum", segir í ályktun félagsins að norðan. Þá segir í ályktuninni að fundur- inn telji að allir landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að heilbrigðis- þjónustu hér á landi án tillits til efnahags. - 6g Leiðrétting Nafn Ólafs B. Thors, forstjóra, misritaðist í Þjóðviljanum í gær, en Ólafur er einn þeirra sem skorað hafa á borgarstjórn og menntamálaráðherra að tryggja varðveislu Fjalakattarins við Aðal- stræti. Frettímar sem íÓík talar um

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.