Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. mars 1984 forseta sem situr í embætti. Hann er þekkt nafn, hann hefur verið varaforseti, hann hefur stuðning verkalýðsfélaganna (sá stuðningur er reyndar metinn á 20 miljónir dollara í stríðskostnað). Persónu- leiki hans er sléttur og felldur og hann mun því ekki beinlínis fæla menn frá - hvorki svarta menn, konur, íhaldsmenn eða frjálslynda. En sem fyrrsegir: Sigurmöguleikar hans eru litlir. Persónan ekki stefnan Nú eru góð ráð dýr. Fjölmiðlarn- ir virðast einna helst hallast að því núna, að reyna að einbeita sér að fjasi um persónueiginleika forseta- efna. Allt í einu er aftur farið að skrifa heilmikið um aldur Reagans og hnignandi andlegan þrótt, en þetta er efni sem menn hafa sneitt hjá að mestu að undanförnu. Var- færnin i framkomu Mondales, sem á að tryggja honum velvild á sem flestum stöðum, er allt í einu orðin tákn um að hann skorti pólitískan kjark. Og um tíma er fjasað um hrakfarir John Glenns, sem átti að vera sönn bandarísk hetja og um stöðu Jesse Jacksons og þar með möguleika svarts stjórnmálamanns á að krækja sér í atkvæði hvítra manna. En hvað um pólitísku málin? Þar er að sjálfsögðu af nógu að taka ef menn kæra sig um. Bilið milli ríkra og fátækra hefur farið vaxandi. Hernaðarútgjöld aukast með gífur- legum hraða. Var skynsamlegt að senda herlið til Líbanons og var skynsamlegt að kalla það burt það- an? Og svo framvegis. En allt bendir til að öll þessi efni verði aft- arlega á merinni hjá rekstrar- stjórum kosningaiðnaðarins. Franz Schurman, stjórnmálapró- fessor í Kaliforníu, býst við því, að þegar allt kemur til alls muni kosn- ingabaráttan snúast um persónu- lega eiginleika Reagans forseta. í fyrsta lagi segir hann, hafa fram- bjóðendur ekki sýnt sig baráttu- fúsa að því er varðar hin stærri vandamál. í annan stað finnst mörgum Bandaríkjamönnum, að Reagan sé pólitískt fyrirbæri sem sé stærra en summan af einstökum þáttum þess. „Persóna mannsins inniheldur annað og meira en pó- litík“ segir Schurman. - áb. 1980 lýsti Mark að lokum yfir að rétt væri að hann hefði farið til Óman til að freista þess að afla Cement- ation samningsins og honum hefði líka verið greitt fyrir aðstoð sína. Upphæð greiðslunnar neitaði hann að láta í té. Játningar Marks stönguðust á við fyrri yfirlýsingar um að hann hefði engin laun fengið og við þetta þótti málafærsla mæðgin- anna hafi tekið á sig skuggalegan blæ. Peter Shore, sem sæti á í skuggaráðuneyti Verkamanna- flokksins, sendi því frú Margréti bréf og bað um skýr svör við því, hvort hún hefði vitað um tengsl Marks við fyrirtækið þegar hún fór til Óman, og hvort hún hefði vitað að hann myndi fá umtals- verðar upphæðir fyrir erindrekst- 1981 Svona sýndi eitt bresku blað- anna hvernig velgengni Marks Thatchers í fjármálaheiminum hefur skotist uppávið eftir að mamma stráks varð forsætis- ráðherra Breta í kosningunum 1979. urinn. Við þessu hefur Verka- mannaflokkurinn fengið mjög geðvonskuleg svör frá frú Mar- gréti. Mörg fordæmi eru fyrir því að ráðherrar hafi í fyrndinni þurft að gera grein fyrir tengslum ættingja sinna við ýmis verkefni sem undir þá hafa fallið, og Verkamanna- flokkurinn vill nú að þetta sé einnig gert í máli þeirra mæðgina. Margir íhaldsmanna eru einnig orðnir illir útí forsætisráðherra fyrir hversu óhönduglega hún hefur tekið á málinu og vilja kveða það niður áður en það get- ur skaðað álit flokksins enn meir. Pykir því líklegt að málið verði rannsakað af þingnefndum en amk. þrjár þingnefndir hafa vald til að taka málið upp. Össur Skarphéðinsson Of lítil spenna kringum forsetaefni: Fróðlegt hneykslismál í Bretlandi: 1982 Walter Mondale með forseta verkalýðssambandsins AFL-CIO, Lane Kirkland: Sá stuðningur er metinn á 20 miljónir dollara í stríðskostnað. Og svo eru það allir þeir sem fram- leiða fána og merki: Fánum veifað í þágu Reagans í Georgia Sonur frú Thatcher krækti sér í hag- stæðan samning Meint aðstoð Margrétar Thatcher við fyrirtæki sem sonur hennar starfar óopin- berlega fyrir, hefur hlotið harkalega umfjöllun á opin- berum vettvangi hér í Bret- landi. í opinberri heimsókn til olíufurstadæmisins Óm- an beitti forsætisráðherr- ann sér fyrir að bresku fyrir- tæki yrði úthlutaður gróð- avænlegur byggingar- samningur. Síðan hefur komið í Ijós að Mark Thatc- her, sonurfrá Margrétar, fór til Óman á sama tíma og hefur nú eftir mikinn þrýst- ing viðurkennt að hafa farið gagngert til að aðstoða fyr- irtækið við að ná samningn- um og þegið laun fyrir. Samkvæmt heimildum stórblaðsins Observer er hér um mjög há umboðs- laun að ræða, etv. 350 þús- und sterlingspund. Þykir ýmsum sem hér hafi óeðlilega skarast hlutverk Mar- grétar sem móður og forsætisráð- herra. Fyrirtækið sem um ræðir er Cementation International Ltd. og því tókst fyrir atbeina forsætis- ráðherra að fá samning til að byggja sjúkrahús og háskóla fyrir stjórnina í Óman, fyrir 300 milj- ón sterlingspunda. Tvísaga Samkvæmt heimildum Obser- ver lét forsætisráðherra þess get- ið við yfirmenn furstadæmisins að sonur hennar, Mark, væri í tengslum við fyrirtækið, og olii með því nokkurri vanþóknun bæði breskra og ómanskra emb- ættismanna sem þótti ótilhlýði- legt að svo náinn ættingi ætti fjár- hagslegra hagsmuna að gæta í fyrirtækinu sem forsætisráðherra hélt fram. Þegar Observer komst á snoðir um málið harðneitaði Cementati- on að Mark hefði nokkur tengsl við fyrirtækið, og hefði ekki verið ráðgjafi þess í förinni til Óman. 1Q7-4 1977 1972 1973 — Þaðanafsíður hefði hann nokk- urn tímann fengið fé frá fyrirtæk- inu. Bretar eru hins vegar mjög sið- avandir, og þykir hin mesta ósvinna ef lýðræðislega kosnir fulitrúar fólksins eru að hygla skylduliði sínu. Verkamanna- flokkurinn skoraði því á Margréti í fyrirspurnum í þinginu að svara því afdráttarlaust, hvort sonur hennar hefði hagnast á samn- ingnum, en tóku hins vegar skýrt fram, að á þessu stigi málsins væru þeir ekki að ásaka forsætis- ráðherra um ósæmilegt atferli. Forsætisráðherra gaf óskýr svör, og beindi með því enn frekar kastljósi fjölmiðla að málinu. Eftir þrýsting úr öllum áttum Rýrt ár hjá banda- rískum kosningaiðnaði „Ef að það er nokk- urnveginn öruggt að Walter Mondale verður forsetaefni Demókrata og Ronald Reag- an á góða sigurmöguleika í kosningunum í nóvember - hvað verður þá um banda- ríska kosningaiðnaðinn“? spyr dálkahöfundur í Wall Street Journal á dögunum, Alexander Cockburn. Cockburn (sem er Breti) skemmtir sér við að stríða Banda- ríkjunum á að nú horfi heldur leiðinlega fyrir „innantómu en gróðavænlegu helgihaldi sem kalla mætti Stöðuga kosningabaráttu". Hér er átt við það, að allt frá dögum Kennedys hefur kosninga- baráttan færst æ meira í hendur sérfróðra hönnuða, sem „selja" forsetaefnin með aðferðum og fyr- irgangi sem líkjast brambolti í kringum nýtt þvottaefni. Miklir hagsmunir í húfí Þetta þýðir meðal annars að kosningaiðnaðurinn veltir hund- ruðum miljóna dollara fjórða hvert ár. Sjónvarpsstöðvar og blöð eru full með vangaveltur, skoðana- kannanir og skýrslur sem raðað er á dýran útsendingartíma og halda miklu liði við starfa einhverskonar. Þegar allt er með talið - blaða- menn, ljósmyndarar, kvikmyndar- ar, auglýsingaráðgjafar, hótel- eigendur, kosningasérfræðingar, framleiðendur merkja og plakata, peningasláttumenn og þar fram eftir götum - sem og ailur sá mikli her sem sífellt er á þönum í sam- bandi við skoðanakannanir- þá er ljóst að um meiriháttar atvinnu- grein er að ræða. Og, ef ekki er hægt að halda uppi spennu, ekki einu sinni á kosningaárinu sjálfu, og allt til síðustu stundar - þá vofir yfir tap og atvinnuleysi. Erfíð staða Sumir vilja ganga svo langt að halda því fram, að stjórnmál séu með öllu horfin úr kosningaslagn- um, og eftir standi sérfróðir hönnu- ðir og fjölmiðlafól sem stjörni öllu saman. Aðrir eru ekki svo svart- sýnir á hið bandaríska pólitíska kerfi. Þeir benda til dæmis á það, að þegar menn reyni að gera það upp við sig hvers vegna Carter tap- aði fyrir Reagan árið 1980, þá hijóti þeir að leiða hugann að ýms- um veigamiklum pólitískum at- burðum, sem voru handan við alla möguleika skoðanasérfræðing- anna og auglýsingasnillinganna. En engu að síður: Það er vitað að það skiptir máli að kunna að „selja“ forsetaefni. Og þegar Re- agan telst þessar vikurnar vinsæl- asti forseti landsins síðan Eisen- hower leið og þegar Mondale gerir sig líklegan til að hrista mjög auðveldlega af sér keppinauta sína í Demókrataflokknum - þá eru góð ráð dýr fyrir kosningaiðnaðinn. Ekki síst vegna þess, að það er talið ólíklegt að Mondale takist að ógna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.