Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 15
Föstudagur 2. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Umsjón: Víðir Sigurðsson FRÍ sækir um heims- bikarkeppni í maraþon Frálsíþróttasamband íslands hefur ákveöiö að sækja um að Keppaí Gautaborg Þeir Sigurður T. Sigurðsson og Gísli Sigurðsson verða meðal keppenda á Evrópumeistaramót- inu í frjálsum íþróttum innanhúss sem haldið verður í Gautaborg í Svíþjóð nú um næstu helgi. Sig- urður keppir í stangarstökki og Gísli í 60 m grindahlaupi en þeir dvelja um þessar mundir í Vestur- Þýskalandi við æfingar og keppni. Helgar- sportið Körfubolti Nítjánda og næst-síðasta umferð úrvalsdeildarinnar hefst í kvöld með leik UMFN og KR í Njarðvík kl. 20. Á morgun mæt- ast Valur og ÍR kl. 14 í Seija- skóla og kl. 14 á sunnudag Haukar og Keflavík í Hafnar- firöi. UMFN, Valur og KR eru komin í 4-liða úrslit og Haukar fara þangað líka ef þeir sigra Keflavík. Handbolti Aðeins er leikið í 3. deild og markverðasti leikur þar er Þór- ÍA kl. 20 í kvöld á Akureyri. Blak Tveir leikir í 1. deild karla í Hagaskóla á morgun, Þróttur- Fram kl. 14 og Víkingur-ÍS kl. 15.20. Knattspyrna Innanhússmót UMSK f yngri flokkum verður haldið í Digra- nesi í Kópavogi laugardag og sunnudag. Keppni í 6. og 5. flokki hefst kl. 10 í fyrramálið en í 4., 3. og 2. flokki kl. 10 á sunnudagsmorgun. Sjónvarp er á staðnum þannig að hægt verður að fylgjast með leik Everton og Liverpool í beinni út- sendingu. Badminton Norðurlandamót unglinga hefst í Laugardalshöll í píag (í morgun) og stendur fram á sunnudag. Nánar annars stað- ar. Badmintonmót UMSK verður haldið að Varmá í Mosfellssveit á morgun, laugardag, og hefst kl. 9.30 í fyrramálið. Hlaup Stjörnuhlaup FH hefst kl. 14 á morgun við Lækjarskóla í Hafnarfirði. Karlar hlaupa 8 km, konur 4 km, drengir 4 km, piltar 2 km og telpur 2 km. Umsjón hefur Sigurður Haraldsson, sími 52403. Júdó Fyrri hluti íslandsmeistara- mótsins fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans á morgun, laugardag, og hefst kl. 15. Skíði Bikarmót í alpagreinum 13- 16 ára unglinga verður haldið á Húsavík um helgina. halda heimsbikarkeppnina í mara- þonhlaupi árið 1987. Þessi keppni er tiltölulega ný af nálinni en áhugi a þessari grein hefur vaxið mjög að undanförnu og vafalítið kæmi hing- að fjöldi erlendra hlaupara ef af yrði. Ákvörðun um keppnisstað verður tekin síðar á þessu ári. Ross ráðinn þjálfari Vals Kemur til landsins í þessum mánuði Lárus Guðmundsson. ?? Hefur ekki brot ið af sér eagn- vart okkur" „Lárus Guðmundsson heí'ur ekkert brotið af sér gagnvart okk- ur og ég sé |>ví enga ástæðu tíi að gripið verði til refsinga í hans garð af hálfu KSÍ," sagði Ellert B, Schram, formaður KSÍ, í sam- talí við Þjóðviljann í gær. Etos og fram kom í einu dagblaðanna í gær, hefur Lárus viðurkennt að haí'a, ásamt öðrum leikmönnum Waterschei, þegið 30 þúsund bclgíska franka (15 þúsund (!) ís- lenskar krónur) frá Standard Liege fyrir tveimur árum. Stand- ard vaim leikinn og varð þar með Belgíumeistari. „Annars ver'ðuni við að sjá til hvert framhaldið á þessu máli verður þarna ytra. Það er einum of snemmt að setja sig í dómara- stöðu, málið nýkomið upp, en ég geri ráð fyrir að það verði úl kl jáð í Belgíu," sagði Ellert. Þetta er í fyrsta skipti sem ís- lenskur íþról tamaður fiækist inni jal'n alvarlegt mál. Belgíski knattspyrnuheimurínn titrar og skell'ur, ekki sfst vegna aðildar landsliðsfyrirliðans, Erics Ger- ets, sem var l'yrirliði Standard á þessum tima. ¦ . -VS Valsmenn hafa ráðið Skotann Ian Ross sem þjálfara 1. deildarliðs síns í knattspyrnu. Ekkert Magnús- son úr stjórn knattspyrnudeildar- innar var staddur í Englandi um síðustu helgi og samdi þá við Ross og stjórnin lagði blessun sína yfir samninginn þegar í stað. Ross er væntanlegur hingað til lands síðar í þessum mánuði. Ian Ross er 37 ára gamall og fór til Liverpool aðeins 15 ára gamall. Þar lék hann frá 1964-1971 en fór síðan til Aston Villa og t<3k þátt í endurreisn þess gamalkunna félags úr 3. deild uppí þá fyrstu. Hann var fyrirliði Villa um tíma en þaðan hélt hann til Peterborough þar sem hann lauk ferli sínum sem leikmað- ur 1978-80. Hann var jafnframt þjálfari hjá Peterborough, gerðist síðan aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Wolves en hefur síðan verið þjálfari hjá Birmingham City. Ross starfaði með John Barnwell hjá Peterborough og Wolves en Valsmenn og landsliðið áttu í viðræðum við Barnwall á dögunum eins og kunnugt er. Barnwell var Valsmönnum innan handar í viðræðunum við Ross. Þar með virðist loks vera komin lausn á vanda Valsmanna sem hafa verið í öngum sínum síðan Sigurð- ur Dagsson sagði fyrirvaralaust upp nýbyrjuðu starfi sínu í byrjun janúar. Róbert Jónsson hefur séð um Valsliðið síðan og skilað góðu starfi að sögn Valsmanna. -VS Snæfellingar kom- ust í hann krappan Snæfell úr Stykkishólmi, sem ekki hefur tapað leik í 2. deiidar- kcppninni í körfuknattleik, komst í Lava-loppet 7. apríl: Reiknað með hundrað Rúmlega 40 erlendir skíða- göngumenn hafa tilkynnt þátttöku í Lava-loppet, alþjóðlegu skíða- göngunni sem haldin verður í Blá- fjöllum við Reykjavík þann 7. apr- íl. Vitað er um fjölmargar fleiri sem hyggja á þátttöku og reiknað með um 100 keppendum erlendis frá. Það er Skíðasamband íslands sem stendur að göngunni í samráði við ferðaskrifstofuna Úrval og Flugleiðir. Ganganfór fram ífyrsta skipti í fyrra og þá voru þátttakend- ur um 170 talsins en skipuleggjend- ur henriar reikna með mun meiri þáttöku í ár. Framkvæmdanefnd göngunnar hefur sent 100 skólum og 250 fyrir- tækjum kynningarbréf ásamt upp- lýsingabæklingum. Hvatt er til þátttöku sem flestra, 16 ára og eldri, einkum í sveitakeppni. Gangan verður með þrenns kon- ar hætti. Maraþonganga, 42, km hálf maraþon, 21 km, og fyrirtækja-, sveita- og skólakeppni þar sem gengnir verða 10 km og keppt um farandbikar sem Flug- leiðir gáfu í fyrra. Framkvæmda- nefnd leggur áherslu á að hér sé fyrst og fremst um almennings- göngu að ræða og í því skyni hefur Norðmanninum Harald Grönning- en verið sérstaklega boðið að taka þátt. Hann varð margfaldur verð^ launahafi á Olympíuleikum og heimsmeistaramótum . á árunum 1960-70 en er nú nokkurs konar persónugervingur fyrir almenn- ingsgöngur í sínu heimalandi. Har- ald er nefndur „Elgurinn" vegna hæðar sinnar, um 2 metrar, og er vel þekktur víða um heim. _VS hann krappan gegn Akurnesingum í Borgarnesi á föstudagskvöldið síðasta. IA komst í 23-9 og lciddi 30-26 í hálfleik en undir lokin sigu Hólmarar framúr og tryggðu sér sigur, 68-66. Sigurður Bjarnason skoraði 20 stig fyrir Snæfell og Rík- harður Hrafnkelsson 13 en Gísli Gíslason skoraði 31 stig fyrir ÍA og Garðar Jónsson 20. Snæfell lék síðan við Létti á laugardaginn og vann auðveldlega, 78-48, eftir 36-14 í hálfleik. Rík- harður skoraði þá 28 stig og Sigurð- ur 12 fyrir Snæfell en hjá Létti voru stigahæstir þeir Hörður Gunnars- son með 13 stig og Þröstur Gunn- arsson með 10. -gsm/Stykkishólmi Fréttiraf felumótinu Þróttur Reykjavík vann Reyni 28- 26íSandgerði ífyrrakvöld. Leikur- inn var liður í felumóti handknatt- leikssambandsins sem opinberlega gengur undir nafninu Bikarkeppni HSL Þróttur er þar með, að því best er vitað, fyrsta liðið til að kom- ast í 8-liða úrslitin. _ys NM-unglinga í badminton í Höllinni: Nær Island þriðja sætinu í dag? i Norðurlandamót unglinga í badminton ver'ður haldið í LaugardalshöIIinni í Reykjavík nú um helgina. Keppni hefst/hófst reyndar í dag, liðakeppni þjóðanna byrjar/byrjaði strax kl. 9 og stendur fram á kvöld. Á morgun verður byrjað kl. 10 og þá keppt í tvenndarleik, einliðaleik og tvíliðaleik en undanúrslitin hefjast kl. 10 á sunnudagsmorguninn. KI. 14 þann dag hefjast síðan úrslitaleikir með einhliðaleik pilta og stúlkna. Lene Sörensen frá Danmörku verður líkast til atkvæðamikil í Laugardals- höllinni um helgina. í liðakeppninni í dag er næsta víst að Danir og Svíar berjast um sigurlaunin en þeir mætast í lokaumferðinni kl. 20.30 í kvöld. ísland á fyrsta leik við Danmörku kl 9, mætir Svíum kl. 12.30, Finn- um kl. 15, Norðmönnum kl. 18 og loks Færeyingum kl. 20.30. íslerisku unglingarnir ættu að geta staðið í Finnum og Norð- mönnum og jafnvel veitt þeim keppni um þriðja sætið. Danir og Svíar sópa líklega að sér efstu sætunum í öllum greinum mótsins. Helstu stjörnur þaðan eru Poul Erik Höyer frá Danmörku sem er líklegur sigurvegari í ein- liðaleik karla, Charlotta Wihlborg frá Svíþjóð og Lene Sörensen sem væntanlega berjast um gullið í ein- liðaleik kvenna og sjálfir Evrópu- meistararnir, Gitte Poulsen og Anders Nielsen frá Danmörku sem ættu að sigra í tvenndarleik. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.