Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. mars 1984 Áhorfendur skipta mestu máli Viðtal við Sunnu Borg leikara á Akureyri Leikfélag Akureyrar hefur verið að klífa brattann und- anfarin ár og í vetur hef ur það vakið óvenju mikla og góða athygli. Ein helsta leikstjarn- an þar nyrðra er Sunna Borg og nú um þessar mundir leikur hún aðalhlutverk í Súkkulaði handa Silju, auk MyFairLadyoghefurfengið af bragðs dóma. Við heim- sóttum hana á heimili hennar í Grundargerði á Akureyri fyrir skömmu og hún tók okkur alúðlega og var f ús til að spjalla við okkur. Við byrj- uðum á að spyrja hana dá- lítið út í leikferilinn. - Ég útskrifaöist úr leikskóla Þjóðleikhússins á sínum tíma og fékk svo Rotary-styrk til að fara í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Ég sá hann auglýstan uppi á töflu í Þjóðleikhúsinu. nánast af tilviljun, Mér leiddist þessi barátta og það átti sinri þátt í að ég dreif mig til Ameríku. Leiklist í ættinni Má ekki segja að leiklistin liggi í ættinni hjá þér? -. Þetta er ansi vinsæl spurning. Ég held aðættarnafn mitt hafi ekk- ert komið mér til góða og kannski heldur veriö mér til trafala í leiklistinni til að byrja með. Ég var alvarlega farín að hugsa um það á tímabili að kalla mig Sunnu Geirs- dóttur. En ég held að fólk sé nú alveg hætt að tengja frammistöðu mína þessu ættarnafni og það er til góðs. En það er oröin löng leiklistar- hefð í ættinni? - Já, amma mín var Stefanía Guðmundsdóttir og allar föður- systur mínar nema ein voru í leik- list. Af hverju fluttistu til Akur- eyrar? - Ég er nú í fyrsta lagi hálfur Ak- lék fyrst, lét plata mig til að leika með Leikfélagi Akureyrar. Mér leist nú ekki vel á þetta í byrjun og hafði ekki nokkurn áhuga á leik- list. En bakterían var ekki lengi að koma og síðan hef ég ekki verið laus við hana. Og svo hefurðu sótt aftur á forn- ar slóðir? - Já, ég kom hingað haustið 1979 á ný og hef verið hér síðan. Ég hafði þá verið búsett í Reykjavík frá 1972/3, var gift og komin með barn, og hafði leikstýrt víða um allt land. Eg hitti þá Odd Björnsson, þáverandi leikhússtjóra á Akur- eyri, í Þjóðleikhúskjallaranum og hann spurði mig hvort það væri ekki upplagt að skreppa norður. Ég ætlaði ekki að vera lengi en hér er ég ennþá. Og ert kannski ekkert á förum? - Eg fer ekki meðan mér ekki leiðist. Mér líkar vel að búa hér, það er ekki eins stressað og í Reykjavík. Við förum líka oft til Reykjavíkur og fáum mikið af heimsóknum. Hálf ættin er búin að Mér leist nú ekki vel á þetta í byrjun og hafði ekki nokkurn áhuga á leiklist. Ljósm.: Atli. leiða á að sjá sömu andlitin á svið- inu vetur eftir vetur, en við setjum ekki svo upp sýningu að nýtt andlit bætist ekki í hópinn. í My Fair Ladyhöfum viðt.d. Arnar Jónsson og Ragnheiði Steindórsdóttur frá Reykjavík í aðalhlutverkum og í Súkkulaðinu leika fjórir aðkomnir leikarar: 'Guðlaug Bjarnadóttir, Edda Guðmundsdóttir, Gunnar Rafn og Ragnheiður Tryggvadótt- ir. Ég hugsa að fjölbreytnin sé jafnvel meiri hér en annars staðar. Það er náttúrulega skemmtilegt að vinna með nýjum og nýjum leikur- um og maður getur þá ekki orðið fullbókuð um helgar. Annars finnst mér hótelaðstaðan hér á Ak- ureyri fyrir neðan allar hellur og á sumrin verður að bægja ferða- mönnum frá Akureyri vegna hót- elsskorts. Það er engin tilviljun að „ Bed and Breakfasf'-staðir hafa sprottið hér upp. Þeir eru ósköp hugglegir en ekki allir sem vilja þá. Hótelin t.d. KEA og Varðborg að ég tali nú ekki um Hótel Akureyri eru gömul en selja þó gistingu á fullu verði. Hér þyrfti að koma ný- tískuhótel. Ég hef reyndar heyrt að það eigi að fara að byggja hér mód- el, það fyrsta sinnar tegundar hér á Ég var alvarlega farin að hugsa um það á tímabili að kalla mig Sunnu Geirsdóttur. Ljósm.: Atli. Núverandi leikár er algjört met sem verður örugglega aldrei slegið þó að maður ætti auðvitað aldrei að segja aldrei. Ljósm.: Atli. sendi inn umsókn og fékk þennan styrk eftir miklar bréfaskriftir. Kaninn vill fá að vita allt um mann og ég hefði kannski aldrei sótt um ef ég hefði vitað fyrirfram um allt umstangið í kringum þetta. Ég fékk síðan inni í leiklistardeild há- skólans í Aþenu í Georgíuríki og var þar í tæpt ár. Þar var hægt að læra allt milli himins og jarðar, en ég tók leik og bókmenntir sem að- algreinar. Þú hefur kannski talið þig standa betur að vígi til að fá hlutverk með þetta framhaldsnám? - Ég þurfti svo sem ekki að kvarta, en það eru ákaflega margir útskrifaðir leikarar hérlendis og hlutverkin koma ekki á færibandi. ureyringur því að mamma mín Guðrún Ragnars, er héðan. Ég dvaldist oft á Akureyri sem krakki og var hér einu sinni hálfan vetur í barnaskóla. Seinna var ég svo send á kvennaskóla á Englandi, leiddist þar ákaflega og kom þaðan feit og falleg. Mamma hafði þá farið norður til að annast um aldraða móður sína og þegar ég kom heim frá Englandi hugsaði ég með mér að best væri að heimsækja mömmu og vera hjá henni í nokkra daga, en var þá búin að fá vinnu áður í Reykjavík. Mamma sagði að ég færi nú ekki að fara aftur úr því að ég væri komin og ég sló til, fékk vinnu í Landsbankanum á Akur- eyri og var í 2 ár. Það var þá sem ég koma. Það er eins og þeir segja á ensku: „Never a dull moment". Fjölbreytni meiri en annars staðar Færðu nægilega útrás hér? - Ég fengi aldrei svipaða útrás í Reykjavík. Ég er fastráðin við LA og leik í ákaflega ólíkum hlutverk- um. Maður er ekki settur í eina tegund hlutverka eins og gerist með suma leikara, ekki settur í eina skúffu eins og það er kallað. Að fást við fjölbreytt hlutverk þroskar mann sem leikara og það er það sem gerir það svo skemmti- legt að vera hér. Fólk hefur spurt mig hvort Akureyringar fái ekki svo átakanlega leiður á félögum sínum. Hvað eru margir fastráðnir leikarar við LA? - Það er aðeins fjórar og hálf staða svo að við þurfum nýtt fólk í hverja sýningu. Við getum ekki skipt okkur í mjög marga parta þó að við gerum það að vísu stundum. Og My Fair Lady hefur slegið í gegn? - Já, sýningin hefur vakið lands- athygli, það er ekki hægt að segja annað. Það hafa komið hingað hópferðir frá Hornafirði og fsafirði svo að dæmi séu nefnd til að sjá sýninguna og helgarpakkarnir sem Flugleiðir bjóða upp á hafa orðið mjög vinsælir. Hótelin eru alltaf landi. Það væri óskandi að það kæmist upp. Líöur afskaplega vel hérna Ég heyri að Akureyri á mikil ítök íþér? - Já, ég get ekki leynt því. Mér líður afskaplega vel hérna og sé þá ekki ástæðu til að flytja. Hérernæg atvinna og gott að vera með fjöl- skyldu. Ég fer á skíði á veturna og er í briddsklúbb. Það er afskaplega afslappandi frá leiklistinni því að auðvitað verður maður stundum leiður á henni eins og öðru. Það er varla rætt um annað en leiklist meðal leikara og þá er betra að fara

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.