Þjóðviljinn - 16.03.1984, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 16.03.1984, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. mars 1984 Ullarvörur til Sovét Fyrir skömmu var undirritaður samningur milli Iðnaðardeildar SIS og Sovétríkjanna um sölu á ullarfatnaði. Að sögn Hjartar Eiríkssonar framkvæmdastjóra er samningsupphæðin um 90 miljónir kr. Þarna er um að ræða peysur, sem afgreiddar verða á þessu ári og er .kaupandinn Sovéska samvinnu- sambandið. í farvatninu er viðbót- arsamningur við Sovéska sam- vinnusambandið um frekari kaup á ullarvörum og að auki 10 þús. mokkakápur. - mhg. Ný rannsókn á alkalískemmdum: Hús byggð eftir 1979 hafa sloppið Komið hefur í Ijós að alkalí- skemmdir í steinsteypu finnast ekki í húsum sem byggð eru eftir 1979 og er talið fullvíst að með sérstökum aðferðum hafi tekist að koma í veg fyrir frekari skemmdir í framtíð- inni. Þetta kemur fram í athugun sem Rannsóknarstofnun bygging- ariðnaðarins hefur framkvæmt. í skýrslu um þessa rannsókn er dregin sú ályktun að með því að blanda kísilryki í sement og þvo steypuefni sem tekin eru úr sjó, megi koma í veg fyrir skemmdir. Þá segir að steinsteypan hafi batn- að verulega hvað varðar loftblendi og saltinnihald eftir 1979. I athuguninni kom fram að aukning hafi orðið á skemmdum í elstu húsunum en í húsum sem byggð voru eftir 1968 hafi skemmd- ir verið álíka eða minni frá því sem þær voru í síðustu athugun. Þá segir að án viðgerða aukist alkalí- skemmdirnar ört með tímanum. - v. Gjaldeyris- staða bank- anna verri Gjaldeyrisstaða bankanna versnaði um 500 milljónir í janú- armánuði og 756 milljónir í febrú- armánuði samkvæmt bráðabirgða- tölum Seðlabankans. I desembcr sl. var nettó gjaldeyrisstaða bankanna 2.458 milljónir króna en var komin ofan í 1202 milljónir króna miðað við 14. febrúar. Til samanburðar má nefna að í janúar í fyrra versnaði gjaldeyris- staðan um 243 milljónir, en batn- aði um 15 milljónir í febrúr. Hér er því um verulegt útstreymi úr bönkunum að ræða. -ekh. Athugasemd í tilefni fréttar í Þjóðviijanum 13. mars sl. um að samstarfsnefnd um málefni unglinga hafi harka- lega fordæmt unglingataxta ASÍ- VSÍ samninganna er rétt að taka fram að einstaklingarnir í sam- starfsnefndinni taka þá afstöðu í eigin nafni en ekki nafni þeirra samtaka sem að nefndinni standa. Kristinn Einarsson, Ólafur Ástgeirsson, Runólfur Ágústsson, Ólafur Ólafsson, Sigurður Böðvarsson og Pálmar Halldorsson kynna undir- skriftasöfnunina í gær. (Mynd: atli). Undirskriftasöfnun hefst í dag Gegn unglingataxtanum „Þetta verða engin þögul mótmæli“, sagði Ólafur Olafs- son á blaðamannafundi í gær, sem fjögur landssamtök ungs fólks boðuðu til í tilefni af und- irskriftasöfnun sem þau standa fyrir til að mótmæla þeim ákvæðum sérstaklega í nýgerð- um samningi ASI-VSI sem snerta ungt fólk. Samtökin eru Bandalag íslenskra sérskóla- nema, Iðnnemasamband Is- lands, Landssamband mennta- og fjölbrautaskólanema og Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins. Undirskriftirnar beinast gegn ákvæðum ASÍ-VSÍ samningsins sem snerta unga fólkið svo sem: • Lágmarkstekjur fyrir fulla dag- vinnu eru lægri fyrir starfsmenn 16 og 17 ára en fyrir 18 ára og eldri (kr. 11.509 á móti kr. 12.660). Hér er um að ræða hinn svonefnda unglingataxta, sem sætt hefur mikilli gagnrýni síðan samningur ASÍ/VSÍ var undirrit- aður, enda má með fullum rétti segja að þessi aldurshópur sé nú í fyrsta sinn í yfir 40 ár ekki viður- kenndur sem fullgilt vinnuafl. Þeirri niðurlægingu mótmælum við harðlega. • Launþegi, 18 ára og eldri, þarf nú að hafa starfað 6 mánuði í sömu starfsgrein til að komast á full lágmarkslaun. Annars gildir unglingataxtinn. Þetta ákvæði kemur m.a. mjög illa við náms- fólk, sem stundar mismunandi störf í sumar- og jólaleyfum, og við fólk sem kemur í fyrsta sinn út á vinnumarkaðinn. í texta undirskriftaskj alsins er skorað á atvinnurekendur að greiða fullvinnandi fólki sömu laun fyrir sömu vinnu og/eða á Alþingi að tryggja slíkt með lögurn. í sam- ræmi við þetta verða undirskrift- irnar afhentar á útifundi við Al- þingishúsið þegar söfnuninni lýk- ur, sem er áætlað að verði 4.-5. apríl. Samtökin fjögur, sem að þessari mótmælaaðgerð standa, munu leita eftir samstarfi um hana við önnur iandssamtök ungs fólks og einnig við verkalýðsfélög til að gera hana sem öflugasta. Þessi fjögur samtök hafa laus- lega rætt um framhald samstarfs sín á milli um málefni ungs fólks á vinnumarkaði, en ljóst er að án baráttu þess sjálfs fyrir hagsmunamálum sínum verða þau fyrir borð borin. Það sanna nýgerð- ir kjarasamningar. Stuðningur við hárgreiðslunema Stuðningsályktunum og yfirlýsingum rignir yfir hárgrciðsluncma, um leið og meistarar í iðninni eru fordæmdir. Þannig hljóðar eftirfar- andi fréttatilkynningu frá Félagi nema í byggingariðn: Félag nema í byggingariðn lýsir yfir fullum stuðningi við málstað hárgreiðslu- og hárskeranema, þar sem þeir eru eini launþegahópur- inn sem nýtur ekki umsaminna lágmarkslauna. Ennfremur fordæmir félagið aðferðir hárgreiðslu- og hárskerameistara í þeim málefnum er þeir beita nemana“. - óg. Unnin á hlut- drægan hátt Skýrslan um Lánasjóð námsmanna: Stúdcntaráð Háskóla íslands tel- ur í hæsta máta óeðlilegt að við vinnslu skýrslunnar um Lánasjóð íslcnskra námsmanna skuli ekki hafa verið haft samband við aðila á borð við stjórn lánasjóðsins, Stúd- entaráð, SÍNE og Bandalag ís- lenskra sérskólancma. Segir í á- lyktun fundar SHI að vonandi sé að vænta vandaðri vinnubragða af hálfu menntamálaráðuneytisins í framtíðinni. Stúdentar vilja vandaðri vinnu- brögð ráðherra í ályktuninni er það harmað að skýrslan skuli vera unnin á jafn hlutdrægan hátt og raun bef vitni. Megnið af innihaldi skýrslunnar sé sett fram á neikvæðan hátt í garð námsmanna. Þá mótmælir fundur Stúdentaráðs sérstaklega hug- myndum um að námslán verði á sömu kjörum og fjárfestingarlán, að 1. árs nemendur fái ekki lán fyrr en þeir hafi fyrst sýnt námsárang- ur, að félagsleg aðstoð sé skert, að gerðar séu auknar kröfur um náms- afköst og að eftirspurn eftir lánum eigi að byggjast á því hvort það borgi sig að taka lánið. - v. Gömlu húsin endurbætt Stjórn Sjálfstœðisflokksins Samdráttur í orkuframkvæmdum í svari iðnaðarráðuneytisins við fyrirspurn frá Ólafi Ragnari Grímssyni í fjárhags- og viðskipta- nefnd neðri deildar Alþingis kemur fram samanburður virkjunarfram- kvæmda sl. 5 ár og áform um virkj- anir næstu 4 ár. Sjálfstæðisflokk- urinn gagnrýndi mjög seinagang í orkuframkvæmdum í tíð Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra. Af áætlun næstu fjögurra ára verð- ur ekki ráðið að núverandi iðnað- arráðherra ætli að fara sér hraðar nema síður sé. 1. Samanburður virkjanafram- kvæmda sl. 5 ár á sambærilegu verðlagi (byggingarvísitala 166 (uppl. frá Landsvirkjun)): 1979 ............... 816.140 þús. kr. 1980 ..............1.421.258 þús. kr. 1981 ..............1.561.300 þús. kr. 1982 ..............1.340.582 þús. kr. 1983 ..............1.286.020 þús. kr. 1984 ...... 900.000 þús. kr. (áætl.) 2. Áform um virkjanir næstu 4 ár: Helstu framkvæmdir verða við Kvíslaveitur, Blönduvirkjun, stækkun Þórisvatnsmiðlunar og undirbúning nýrra virkjana, en næst í röð virkjana er Fljótsdals- virkjun, skv. ályktun Alþingis. Fjárfestingar án vaxta í þessa liði eru áætlaðar: 1985 .....................1.000 m. kr. 1986 .....................1.100 m. kr. 1987 .....................1.100 m. kr. 1988 ............ 600 til 1.100 m. kr. (háð byrjun á næstu virkjun). Út er komið nýtt hefti af Hús og híbýli og er þetta fyrsta tölubiaðið á þessu ári. Á 12 síðum er að finna mynd- skreyttar greinar um eldri hús í Reykjavík, sem gerðar hafa verið verulegar endurbætur á. Af öðru efni má nefna: klæðningar á loft og veggi, eldhúsinnréttingar, ferða- lög, húsgögn, blóm, bækur og heimiliskettir. Þá er og í blaðinu að finna mataruppskriftir, kynningu á Húseigendafélagi Reykjavíkur, fréttir af nýjum teppategundum, einingahúsum og fleiru. Utgefandi er SAM-útgáfan og ritstjóri er Þór- arinn Jón Magnússon.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.