Þjóðviljinn - 16.03.1984, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. mars 1984
Eftir
fjögur ár:
Fjögur ár eru síðan so-
véskur her réðist inn í Afgan-
istan. Ólíklegt er að sovéskir
ráðamenn hafi gert ráð fyrir
langvinnri styrjöld við þær
uppreisnarsveitir sem höfðu
risið gegn stjórninni í Kabúl
og gert hana mjög valta í
sessi. Líklega hafa þeir einn-
ig ætlað að komast hjá því,
að sovéski herinn bæri hita
og þunga bardaganna: Hann
átti að vera bakhjarl fyrir
stjórnarherinn.
Sovéskir skriödrekar: Ráða helstu borgum og samgönguleiðum og það ástand breytist lítið.
Pattstaða í Afganistanstríðinu
Allt hefur þetta farið a annan
veg. Byltingin 1978 sem ýmsirvinir
Sovétríkjanna stóðu að, bryddaði
upp á ýmsum umbótum sem Evr-
ópumönnum kunna að finnast
sjálfsagðar. En Afganistan var
mjög sérstætt ríki, þar sem yfir-
stjórnin var veik en múhameðssið-
ur sterkur, sem og skipting lands-
manna í allmargar ólíkar þjóðir.
Umbæturnar voru nrargar illa
séðar, eða þá að þeim var fylgt eftir
af þeim þjösnaskap, að þær vins-
ældir sem byltingin átti von á með
vissum hluta landsmanna gufuðu
fljótt upp. Því er það, að enn er
stjórnin í Kabúl veik og stjórnar-
herinn lítils megnugur. Hann telur
aðeins 30 þúsundir manna, liðh-
laup eru algeng til skæruliða og lið-
sforingjar margir lítt hollir. Því er
það hundrað þúsund manna so-
véskur her, sem með flugvélakosti
sínum og þyrluflota ber hita og
þunga baráttunnar við hina mörgu
og dreifðu skæruliðaflokka, sem
enginn veit hve liðmargir eru.
Stríðsaðilar
Sovétmenn hafa ekki beitt öllu
afli í Afganistan. Þeir hafa mest
haft hugann við að halda helstu
borgunr og samgönguleiðum, en
ekki gert alvarlega tilraun til að
ráða sveitunum, sem eru „vatn“
það sem „fiskarnir", skæruliðarnir,
synda í. En þeir hafa reynt að gera
skæruliðum lífið erfitt með loftá-
rásum á þorp, með því að eyði-
leggja uppskeruna og drepa búfén-
Byssustæði skæruliða skammt frá höfuðborginni: Þeir eru yfirleitt illa vopnaðir.
að - í stuttu máli sagt með hinum
sígildu aðferðum „sviðinnar jarð-
ar“. Einkum hafa þeir lagt áherslu
á að torvelda vopnaflutninga frá
Pakistan með lofthernaði og með
því að koma upp stórum jarð-
sprengjubeltum nálægt landamær-
unum.
Þetta er orðin löng styrjöld og
það sér ekki fyrir endann á henni.
Skæruliðarnir hafa reynst barátt-
uglaðir, en þeir hafa svo lélegan
vopnakost að þeir geta ekki með
neinu móti hrakið Sovétmenn á
brott. Auk þess stendur það þeim
mjög fyrir þrifum, að andstæðingar
Sovétmanna og Kabúlstjórnarinn-
ar, sem skrimtir í þeirra skjóli, eru
sjálfum sér sundurþykkir. Ekki
hefur tekist að samræma ólíka
hagsmuni, pólitíska og þjóðernis-
lega. En að einu leyti er sjálf sundr-
ung skæruherjanna þeim styrkur:
Hún þýðir að Sovétmenn geta ekki
unnið sigur með því að klófesta
miðstjórn samstilltrar þjóðernis-
hreyfingar. Til að vinna hernaðar-
sigur verða þeir að tortíma öllum
meiriháttar skæruliðasveitum og
felustöðum þeirra.
Sigur yrði dýrkeyptur
En það gæti reynst torvelt fyrir
Sovétmenn. Þeir þyrftu að herða
mjög á „leitunar- og tortímingar-
herferðum“ sínum. Þeir yrðu lík-
lega að fjórfalda herafla sinn í
landinu til að ná úrslitaárangri -
hafa þar um 400 þúsundir manna.
Hernaðarsigur yrði dýrkeyptur
fyrir Sovétmenn. Mannfall þeirra
yrði margfalt meira en það liefur
verið, því sovéskir hermenn yrðu í
auknum mæli að yfirgefa stríð-
svagna sína og flugvélar þar sem
þeir eru tiltölulega óhultir. A al-
þjóðlegum vettvangi yrði slíkt stríð
dýrkeypt - það mundi enn spilla að
miklum mun stöðu Sovétríkjanna í
heimi fslams og í þriðja heiminum
yfirleitt.
Sérfræðingum um hermál finnst
líklegt að Sovétmenn muni reyna
að þreyta andstæðinga sína í Af-
ganistan með því að halda áfram
hernaði með svipuðum hætti og
hingað til. Og reikna þá með að
smám saman muni mótspyrnuvilji
almennings og skæruliða brotna
niður. Talsmenn afganskra and-
spyrnuhreyfinga segja að það verði
aldrei. En vandi þeirra er hinsveg-
ar ekki aðeins sú innbyrðis misklíð
sem fyrr var nefnd. Þeir sem berj-
ast gegn vel búnum sovéskum her í
Afganistan eru mjög illa vopnaðir
sjálfir. Og þeir fá mjög takmark-
aða aðstoð. Stjórn Pakistans stend-
ur sjálf höllum fæti og hefur því
kosið að fara varlega og leyfir ekki
nema takmarkaðan vopnaflutning
til skæruherja yfir land sitt - er þar
mest um heldur gamaldags vopn að
ræða. Um bandaríska aðstoð segir
sænskur herfræðingur, Sven
Lindahl, á þessa leið í nýlegri
grein:
„Bandaríkin hafa líka takmark-
að aðstoð sína við skæruherina,
Hugsanlegt er að þau hafi þegar
falist á að Afganistan sé á sovésku
áhrifasvæði og að Bandaríkin með
því að fara varlega í Afganistan ætl-
ist til þess að Sovétmenn fari að
með samskonar gát að því er varð-
ar Austurlönd nær og Mið-
Ameríku“.
Sem sagt: Svo virðist sem stríðið
sé í pattstöðu þar sem hvorugur
aðilinn á þess kost að bæta stöðu
sína. ÁB tók saman.
Vísindaakademian - úr koparstungu eftlr William Hogarth frá 1737
Er ofsóknarbrjál-
æði vísindahyggja?
Hver er munurinn á skyn-
villum þeirra sem haldnir
eru ofsóknarbrjálæði og til-
gátum og kenningasmíð
vísindamannanna? ítalski
sálfræðingurinn Mario
Rossi hefur ritað bók þar
sem hann bendir á að oft sé
mjótt á mununum milli vís-
indalegrar kenningasmíði
og ofsóknarbrjálæðis og að
vissar hliðstæður megi
finna í hugsun þeirra sem
haldnir eru ofsóknarbrjál-
æði og þeirra sem stunda
vísindalega kenninga-
smíði.
Mario Rossi segir að bæði fyrir
vísindamanninum og þeim sem
þjáist af skynvillum ofsóknar-
brjálæðisins sé raunveruleikinn
vandamál, og að báðir séu frið-
lausir þar til þeir hafi fundið pott-
þétta kenningu sem skýrir sam-
hengi hlutanna. Báðir hafa til-
hneigingu til þess að smíða pott-
þétta orsakakeðju með augljósu
rökrænu samhengi. Hver gæti í
snarheitum afsannað þá kenn-
ingu konunnar sem fullyrðir að
tóbakssalinn hafi rænt hana
happdrættismiðanum sem hann
hafði umboð fyrir eftir að hann
hafði komist að því að þetta var
vinningsmiðinn? Hugsunin er
bæði rökrétt og sennileg og or-
sakasamhengið augljóst, og kon-
an hefur svör á reiðum höndum
við öllum efasemdum. Nákvæm-
lega eins og vísindamaðurinn sem
stendur í vörn fyrir kenningu
sinni. En er þá enginn munur á
vísindalegri hugsun og ofsóknar-
brjálæði?
Jú, blessunarlega, segir Rossi -
en þar er frekar um blæbrigða-
mun en eðlismun að ræða. Ann-
ars vegar er hægt að tala um þá
sem láta ráðast af heitum tilfinn-
ingum og tilgátum, fordómum
kreddum og heitri sannfæringu,
sem ekki verður haggað. (Ein-
stein neitaði að svara þeim
ntönnum sem hafa vildu uppi efa-
semdir um gildi kenninga hans
um kvantamekaník). Hins vegar
eru þeir sem setja fram tilgátur í
rökréttu samhengi sem leiddar
eru af þessari sömu fullvissu.
Munurinn er í raun og veru ein-
ungis fólginn í því hvernig þessi
hugsanaferli snerta raunveru-
leikann sem þau fjalla um.
Gagnstætt vísindamanninum sem
þarf stöðugt að horfa framhjá
undantekningunum eða sópa
þeim undir teppið, þá hefur sá
sem haldinn er ofsóknarbrjálæði
skýringu á reiðum höndum við
sérhverju smáaatriði. Vitneskja
hans er algjör og altæk, hún bygg-
ir á gagnrýnislausri beitingu á til-
gátum sem ekki fá staðist
gagnvart raunveruleikanum.
Hinn hugsjúki segir bókstaflega
skilið við raunveruleikann eða
svífur fyrir ofan hann á meðan
vísindamaðurinn tyllir niður fæti
annað slagið til að fá staðfestingu
á kenningu sinni.
Ennfremur segir Rossi að hug-
myndaheimur vísindanna sé að
því leyti ólíkur hugarheimi hins
hugsjúka, að hann sé til umræðu
og gagnrýni innan ákveðins
samfélags á meðan sálfræðinni sé
ekki en kunnugt um sérstakt
samfélag þeirra er þjáist af of-
sóknarbrjálæði. Skynvilla of-
sóknarbrjálæðisins er algjörlega
einstaklingsbundin, segir Rossi,
á meðan vísindin eru fyrir alla,
eða í það minnsta fyrir marga.
Það fylgir ekki sögunni hvort
þessi kenningasmíð sálfræðings-
ins stendur nær vísindum eða
skynvillu liins hugsjúka.
ólg. (Espresso)