Þjóðviljinn - 16.03.1984, Side 15

Þjóðviljinn - 16.03.1984, Side 15
Föstudagur 16. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 RUV 1 Föstudagur 16. mars 7.00 Veðuriregnir. Frétt. bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar Jónssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Blindi maðurinn“ eftir Jennu og Hreiðar Stef- ánsson Pórunn Hjartardóttir les. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik- ar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.j. 10.45 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson ser um þáttinn. 11.15 Dægradvöl Þáttur um frístundir og tómstundastörf i umsjá Anders Hansen. 11.45Tónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðuriregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 „Klettarnir hjá Brighton" eftir Gra- ham Greene Haukur Sigurðsson lýkur lestri þýðingar sinnar (23). Tónleikar 14.30 Miðdegistónleikar Fílharmóniu- sveitin í New York leikur Sinfóníu nr. 1 í D-dúr „Klassísku sinfóm'una" eftir Sergej Prokofjeff; Leonard Bernstein stj. 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiriksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðuriregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveil Lundúna leikur Hljómsveitarkonsert nr. 3 í D-dúr eftir Georg Friedrich Hándel; Charles Mack- erras stj. / David Oistrakh, Mstislav Rostropovitsj og Svjatoslav Rikhter leika með fílharmóniusveit Berlinar Konsert i C-dúr op. 56 fyrir fiðlu, selló, pinaó og hljómsveit eftir Ludwig van Beethoven; Herbert von Karajan stj. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Heiðdís Norðfjörð (RÚVAK). 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Gömfu góðu dagarnir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les frásögn eftir Ingu Láru Lárusdóttur b. Kórsöng- ur: Selkórinn syngur Stjórnandi: Ragn- heiður Guðmundsdóttir. c. Gudda gamla úr Hrunamannahreppi Sigurlína Dav- íösdóttir les þátt eftir Guðrúnu Aðal- steinsdóttur frá Vaöbrekku. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur fslensk kórlög Stjórnandi: Þor- gerður Ingólfsdóttir. Rannveig Friða Bragadóttir syngur einsöng með kórnum og nokkrir kórfélagar leika með á strengjahljóðfæri. 21.40 Fósturlandsins Freyja - 8. og síð- asti þáttur. Umsjón: Höskuldur Skagfjörð. Lesari með honum: Helga Ágústsdóttir. 22.15 Veðuriregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Lestur Passiusálma (23). 22.40 Djassþáttur Umsjónarmaður: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.20 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jón- assonar 00.55 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00. RUV 2 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ól- afsson. 14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnendur: Valdís Gunnarsdóttlr og Hróbjartur Jónatansson. 16.00-18.00 Helgin framundan Stjórnandi: Jóhanna Harðardóttir. 23.15-03.00 Næturvakt á RÁS 2 Stjórnandi: Ólafur Þórðarson. Rásir 1 og 2 samtengdar með veðuriregnum kl. 01.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.55 Eitthvað handa öllum. Bresk nátt- úrulifsmynd frá Afriku um skaria og fiskimenn við Malawivatn sem eru keppi- nautar um veiðina í vatninu. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.30 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Einar Sigurðs- son og Hermann Sveinbjörnsson. 22.20 Eins dauði... (Den enes död...) Saensk bíómynd frá 1980. Leikstjóri Stell- an Olsson. Aðalhlutverk: Jan Waldecr- anz, Agneta Ekmanner, Christer Boust- edf og Gunnar Öhlund. Ungur maður sem setið hefur í fangelsi fyrir bankarán snýr aftur til heimabæjar síns. Kemur hann til að vitja ránsfengsins eða til að hefna sín á þeim sem brugðust honum? Sumir óttast það og enginn fagnar komu unga mannsins utan ein stúlka. Þýðandi Þorsteinn Helgason. 00.00 Fréttir f dagskrártok. frá ndum Við erum orðin æði mörg, sem þolum ekki lengur það neyðará- stand er ríkir í umferð okkar ágætu borgar. Við höfurn fylgst með þessu ástandi árum saman og haft af því vaxandi áhyggjur nteð hverju ári. Við höfum í lengstu lög viljað trúa því, að eitthvað yrði gert, sem gagn væri að, en orðið fyrir vonbrigðum. Hér erum við fyrst og fremst að ræða um réttleysi gangandi fölks yfir götu. Gangbrautalýsing er aðeins á fáum stöðum. Merki gangbrauta óljós, sumsstaðar næstum afmáð vegna vanhirðu, sér í lagi á vetrum. Það þyrfti í sjálfu sér ekki mikið hugmyndafíug til þess að viðhalda skárri merkingu gang- brauta, því virðist það ekki vera til staðar heldur. Það vantar ekki að talað sé um þessi mál út og suður en síðan ekki söguna meir, engar aðgerðir til gagns. Allt eitt kák. Það ætti ekki að vera nein ofraun borgar- og lögregluyfirvöldum að bæta ur þessu. I þáttum um umferðarmál hef- ur oftsinnis verið leikin dægur- tónlist, og vægast sagt miSTnun- Umferðarmál í borginni andi smekkleg. Sér í lagi á þeim stundum þegar alvarleg slys ber að höndum, en lítið aðhafst ann- að. Ég hef t.d. séð um 28 barns- morð og um 120 slys á reiðhjóla- og skellinöðrufólki. Ekki veit ég með vissu hve margir af hjól- reiðamönnunum hafa látist. En hitt veit ég með vissu að stór hluti þeirra slasaðist verulega og nokkrir dóu þegar í stað. Þessi ósköp hafa gerst á 42 ára aksturs- ferli mínum. Það er æði átakan- legt og sorglegt í senn hvernig þetta hefur gengið til í áratugi. Það er alið á því að menn aki með ljósum en alltof margir gera það ekki nema endrum og eins. Oftlega talað um að menn spenni beltin en því ekki fylgt eftir. Á stórhátíðum gerir lögreglan sér þó dagamun og telur þá, sem eru með spennt belti - síðan ekki sög- uha meir. Og þegar stórhátíðum lýkur dettur nær allur beltaáhugi niður. Sem sagt, all myndarlega að verki verið. Þessum ökuníðingum og óláns- mönnum, sem valda morðum og limlestingum á fólki, oftsinnis nteð óleyfilegum ökuhraða, þarf að gera ljóst í eitt skipti fyrir öll, að þetta eru glæpsamlegar aðfar- ir, sem varða við lög. Einnig varðar vanræksla í störfum við lög - og það er ekkert álitamál. Nú eru sem sagt allir mælar fullir og þolinmæði fólks á þrot- um. Verði ekki ráðin bót á þessu innan tíðar, verða borgarbúar að taka til sinna ráða í sjálfboða- vinnu. Benda má á nokkur atriði, sem yllu algerum straumhvörfum í umferð: 1. Gangbrautarréttur alger. 2. Benda fólki yfir gangbraut með því að banda hendi til hægri og vinstri, en gæta þess vandlega að líta í spegil um leið og í tíma. 3. Sjá til þess að allar gang- brautir séu rnjög skýrt auðkenn- dar árið um kring. 4. Að hækka upp gangbrautir sem víðast. 5. Setja upp sjálflýsandi spjöld með rauðri peru, sem blikkar í nálægð ökutækis. Ef þessu yrði ekki sinnt af öku- mönnum þá að sekta þá nógu hressilega. Það virðist vera það eina sem ökuníðingar skilja þeg- ar peninapungur er tæmdur. Það væri ekki fjarri lagi að hugsa sér: fyrsta brot 2000 kr., annað brot 5000 kr., þriðja brot 10.000 kr. Og miklum mun hærri refsingu ef um alvarleg slys yrði að ræða. Annars ætti hreinlega að taka ökuníðinga úr umferð fyrir fullt ogfast. - Vonum hiðbesta. Verið þið sæl að sinni. Gísli Guðinundsson frá Steinholti, (Óðinsgötu 17). Hrogn- kelsi Hrognkelsaveiði hefur töluvert verið stunduð hér en að ég held á þann sóðalegasta hátt sem ég hefi heyrt um getið. Þetta gæti orðið töluverður stuðningur væri skynsamlega að verið. Þetta er ágætis fiskur og mér finnst ekki ólíklegt að hægt væri að gera hann að prýðis vöru. Að henda svona mat tel ég líkj- ast guðlasti. Eftir að ég hafði minnst á þetta í blaði skrifaði bóndi vestan af landi um ágæti þessa fisks sem fóðurs, fuilyrti að hann gæfi síst eftir útlendu kjarnfóðri. Sjálfur þekki ég ekki inn á þetta. Ég var kunnugur í Borgar- firði eystra. Þar döguðu hrognkelsin uppi í pollum og einnig stóðu menn úti á klettum Svo allt sé í stíl... Þessi limra var ort í heita pottinum í Vesturbæjar- lauginni á dögunum og hún þarfnast ekki nánari skýringa: Þér finnst kannski óþarft að flíka fréttum af Steingrími ríka, svo allt sé í stíl fékk sér öryrkjabíl, því heimskan er handikapp líka. með stöng og kræktu upp. Grá- sleppan var gefin kúm en þær voru ekki rnargar, en rnikil var gleðin þegar grásleppan kom því þá fór mjólkin að flæða úr kún- um. Konan mín er úr Borgarfirði eystra, hún þekkti þetta. Ég sagði hér á undan að grá- sleppan hefði aldrei verið borð- uð. Þetta er ekki alveg rétt. Að sögn Svövu konu minnar fann móðir hennar upp aðferð til þess að matreiða hana. Fyrst var hveljan flegin af og fiskurinn síð- an skorinn í lengjur, sem pössuðu á steikarpönnuna. Pannan síðan hituð með fiskinum á. Þetta var gert við lágan hita og hreint stykki sett yfir pönnuna eins og þegar steiktur var venjulegur fiskur. Okkur þótti þetta bara góður matur, segir Svava, - enda ekki vön kræsingum. Ég hef ekki heyrt urn svonalagað áður og því set ég þetta hér. Halldór Pjetursson, Kópavogi. spaugið Ég ætlaði bara að gá hvað klukkan er! Hafið þið heyrt um bakarann sem bakaði síielld vandræði? Eða skraddarann sem gafst upp á kúabúskapnum af því að kýrnar átu allt fóðrið? bridge Spil no 7 í 2. setu aðaltvímenn- ings Bridgefélags Reykjavíkur, er með þeim fallegri, sem undirritaður hefur komið i „höfn". Dæmið sjálf: 765 G103 765 ÁD53 DG1098 ÁK42 ÁK3 4 Eftir pass frá makker og hægri handar andstæðing, var vakið á sterku laufi í Suðri. Pass frá Austri (áttum breytt), 1 tigull frá Norðri (0-7 hp.), 1 spaði, pass, 2 lauf, pass, 2 hjörtu, pass og 4 spaöar. Útspil Vesturs var smár tígull, lítið, drottning og drepið á ás. Spað- agosi, lítið, lítið og drepið á kóng. Meiri tígull frá Austri, drepið á kóng, spaðdrottning, Vestur henti tígli og Austurdrap á ás. Spilaöi hjarta til baka. Hvað nú? Nú, sagnhafi ákvað að spila Vestur uppá þau háspil sem eftir voru, drap því á ás, tók spaðann tvisvar, Vestur henti fjórða tíglinum og einu laufi. Nú kom laufafjarkinn, lítið og drottingu svínað. Hún hélt, tékið á laufaás, allir með og hjarta hent að heiman, meira lauf og trompað heim á síðasta trompiö og tíglinum hent út. Vestur átti þann slag, en varð að spila út í tveggja spila endastöðu frá hjartadrottn- ingu. Slétt staðið. Spilið gaf mjög góða skor, þrátt fyrir að vörnin spi- list hárrétt. Ef Austur inni á spaða- kóng spilar ekki meiri tígli er spilið alltaf auðvelt vil vinnings, einsog sjá má. Tikkanen Khdmcini þorir greinilega ekki til himna nema að taka all- an her sinn með sér. Gœtum tungunnar Sagt var: Tvö lög voru afgreidd frá alþingi. Rétt væri: Tvenn lög voru af- greidd... (Það voru ekki sönglög).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.