Þjóðviljinn - 28.03.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.03.1984, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Guðmundur Jó- hannesson látinn Kennarar í Hafnarfirði: Störf kennara verði endurmetin Guðmundur Jóhannesson sím- smiður, Torfufelli 25 Reykjavík, andaðist á Borgarspítalanum laugardaginn 24. mars, tæplega 67 ára að aldri. Guðmundur fæddist 8.4. 1917 að Skjögrastöðum Vall- arhreppi í Suður-Múlasýslu. Guðmundurstundaði sveitastörf og akstur á Austurlandi þar til hann fluttist til Víkur í Mýrdal í stríðslok. Þar var hann starfsmaður loranstöðvarinnar á Reynisfjalli við Vík í 31 ár, eða þar til hún var lögð niður 1977. Snemma árs 1978 gerðist Guðmundur starfsmaður Samvinnutrygginga og fluttist til Reykjavíkur. Hann var mjög virk- ur í félagsmálum Mýrdælinga, varaformaður Verkamannafélags- ins Víkings um skeið, formaður Slysavarnarfélagsins um árabil, stóð að stofnun Sósíalistafélags Mýrdælinga og var formaður þess lengst af og átti sæti í stjórn Sósíal- istaflokksins um tíma. Guðmundur átti sæti í hreppsnefnd Hvamms- hrepps í 12 ár og var jafnlengi fyrsti varamaður. Síðustu árin í Vík átti hann sæti í sýslunefnd. Hann var einnig fyrsti formaður deildar í fé- j lagi símamanna í sýslunni. Guðmundar verður minnst í Þjóðviljanum síðar. -ekh. Kennarar í Engidalsskóla í Hafn- arfirði hafa nýlega ályktað um að aðalkjarasamningur BSRB hafi með öllu verið ófullnægjandi og segir m.a. í ályktuninni að kennar- arnir leggi þunga áherslu á að kröf- ur sérkjarasamninga verði aðeins fyrsta skrefið í átt að mannsæmandi kjörum. Þeir krefj- ast þess að tafarlaust endurmat fari fram á störfum kennara og að gagnger endurskoðun fari fram á röðun í launaflokka auk þess sem kennarasamtökin í landinu verði sameinuð og aðildin að BSRB endurskoðuð. Félagsfundur í nemendafélagi Kennaraháskóla íslands sam- þykkti einróma eftirfarandi stuðn- ingsyfirlýsingu við kjarabaráttu kennara: „Nemendafélag Kenn- araháskóla íslands lýsir yfir fullum stuðningi við þær ályktanir sem samþykktar hafa verið á fundi kennara í Sigtúni þann 13. mars 1984“. -v. Enn veldur ölið böli Minna flutt inn af kökum og kexi Gunnar Ágren í Stokkhólmi, doktor í félagslækningum, segir ný- lega í blaðaviðtali að hörmulegar afleiðingar barna- og unglinga- drykkjunnar á milliölsáratugnum séu nú að koma í ljós. Eins og margir muna leyfðu Svíar fram- leiðslu og sölu svonefnds milliöls á árunum 1965-1977. -Á þeim árum jókst drykkja barna og unglinga gífurlega og meðalaldur þeirra sem byrjuðu áfengisneyslu fór sflækk- andi. - Sænska þingið, sem leyft hafði framleiðslu og sölu þessa varnings 1965, bannaði hvort tveggja 1977 að fenginni dapurlegri reynslu og þurfti ekki þjóðarat- kvæði til. Síðan hefur drykkja ung- 'linga minnkað með ári hverju og meðalaldur þeirra sem hefja að neyta áfengis hækkað verulega. Bifreiðasmiðir Samþykktu samningana Félag bifreiðasmiða samþykkti nýgerða kjarasamninga naumlega á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Eftir miklar og heitar umræður um samningana voru þeir samþykktir með 10 at- kvæðum gegn 8 en 8 félagar sátu hjá. Ástvaldur Andrésson var endur- kjörinn formaður Félags bifreiða- smiða en aðrir í stjórn eru þeir Kristfinnur Jónsson, Einar Þ. Gíslason, Ásgeir Eiríksson og Gunnar Yngvi Hrólfsson. -v. Menningarsamtök Norðlendinga: Listkynning í Alþýðubanka Nýlega var undirritaður samn- ingur milli Menningarsamtaka Norðlendinga og útibús Alþýðu- bankans á Akureyri um listkynningar í afgreiðslusal bank- ans. Samkvæmt samningnum greiðir bankinn 1000 krónur fyrir upp- hengingu hverrar sýningar og ákveðið daggjald, 5 krónur á hvert verk sýningartímann. Fulltrúar Menningarsamtakanna velja lista- menn í samráði við útibússtjóra og er gert ráð fyrir að sýningartíminn verði 2 mánuðir í senn. Listamenn- irnir verða kynntir í gluggum úti- búsins og greiðir bankinn prentkostnað. Umsamdar upp- hæðir verða endurskoðaðar á 3ja mánaða fresti. Fyrsti listamaðurinn sem þarna sýnir er Sigurður Kristjánsson, fyrrverandi iðnverkamaður á Ak- ureyri,' en þeir myndlistarmenn sem hafa hug á að koma verkum sínum á framfæri með þessum hætti eru beðnir að hafa samband við Valgarð Stefánsson í síma 22463 á Akureyri. Afleiðingar öldrykkjunnar, sem dr. Gunnar Ágren minnist á, eru einkum heilaskemmdir. Þær gerast nú miklu tíðari meðal fólks á þrí- tugsaldri en verið hefur, einkum þó meðal þeirra sem komir eru undir þrítugt. Einkennin eru minnisleysi og ýmsar taugatruflanir. Lifrar- mein (skorpulifur) og flogaveiki koma nú oftar fyrir í þessum ald- ursflokkum en fyrr. Svíar sjá þó fram á betri tíð að áliti dr. Gunnars. - Eins og fyrr segir drekka unglingar nú æ minna og byrja seinna en áður var og munu þessar hörmungar væntan- lega ganga yfir á álíka mörgum árum og milliölsdrykkjan stóð. Dr. Gunnar Ágren telur að til að draga, svo að um muni, úr tjóni af völdum drykkju þurfi að koma til auknar hömlur á dreifingu þessa vímuefnis og jafnvel skráning á- fengiskaupa á nafn. (Accent 24. febr. 1984) Á sl. ári voru flutt inn um 1.550 tonn af brauði og kökum, sem er nokkru minna magn en árið 1982, en þá voru flutt inn um 1.600 tonn. Mest er flutt inn af kexi hvers konar eða um 1.000 tonn. Innflutn- ingur á kökum dróst verulega sam- an á sl. ári. Þá var flutt inn um 41 tonn af kökum, en 132 tonn árið 1982, að því er fram kemur í frétta- bréfi Landssambands bakara- meistara. -lg. Sýning 28. mars -i. apríl að Skaftahlíð 24 Einstök sýning: Kynning á tölvuheimi IBM, i fortíð, nútíð og framtíð. Sýningaratriði við allra hæfi: Sögusýning - Fyrirlestrar - Gamlar og nýjar IBM-tölvur og tölvubúnaður - Kínverskt lykla- borð - Tölva sem kann að teikna - Tölva sem sýnir handskrifuð bréf o.fl. o.fl. Sýningargetraun: IBM PC einkatölva í verðlaun! Sýningin er opin frá 15.00 til 21.00 virka daga, . og frá 10.00 til 21.00 um helgina. Sýning fyrir alla fjölskylduna. Börn yngri en 12 ára i fylgd með fullorönum Ókeypis aðgangur. verið velkomin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.