Þjóðviljinn - 28.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.03.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐÁ - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. mars 1984_____________________________ Fjölgun Ragnhildar á skrifstofustjórum í menntamálaráðuneytinu: Lögbrot og pólitísk misnotkun segja tveir fyrrverandi menntamálaráðherrar Allheitar amræður urðu í Sam- einuðu alþingi í gær þegar menntamálaráðherra svaraði loks fyrirspurn þeirra Ingvars Gftla- sonar og Ragnar Arnalds um hvaða lög lægju að baki þeirri ákvörðun að fjölga skrifstofustjórum í ráðu- neytinu úr einum í þrjá. Hvort sú fjölgun hefði verið samþykkt af rík- isstjórn? Hvort aðstoðarmaður ráðherra hygðist sækja um aðra stöðuna, og hvort ráðherra ætlaði þá að ráða sér nýjan aðstoðarmann ef núverandi aðstoðarmaður Sól- rún Jensdóttir yrði skipuð skrif- stofustjóri? Ragnar Arnalds rakti í upphfi máls síns aðdragandann að þessari fyrirspurn þeirra Ingvars sem væri sá að þann 13. febrúar sl. skipaði Ragnhildur til bráðabirgða í tvær nýjar stöður skrifstofustjóra í ráðu- neyti sínu og í aðra þeirra pólitísk- an aðstoðarmann sinn. 11 dögum síðar, þann 24. febrúar, voru þess- ar tvær stöður síðan auglýstar lausar til umsóknar og frestur gef- inn til 14. mars að skila inn um- sóknum. Daginn áður, þ. 13. óskuðu þeir eftir svörum menntamálaráðherra við fyrrgreindum fyrirspurnum þar sem þeir teldu framferði hennar brjóta í bága við lög um Stjórnar- ráð íslands og engin heimild væri í fjárlögum fyrir fleiri en einum skrifstofustjóra í ráðuneytinu. Ragnhildur neitaði þá að svara frambornum fyrirspurnum sem hún hafði fengið afhentar deginum áður og sú afstaða hennar væri ein- stæð í sögu þingsins. Hann vissi ekki til þess að ráðherra hefði sýnt alþingi áður slíka óvirðingu. Slík framkoma væri embættishroki sem ekkert þing gæti þolað. ! Fró v. Valgerður Guðgeirsdóttir, Úlfhildur Dagsdóttir og Inga Rún Kristinsdóttir. Þeim var boðið í Offísera- klúbbinn. Skólakrakkar í Vogaskóla Aróðursferð á her- völlinn í Keflavík „Þetta var ekki starfskynning, heldur einhliða áróður“, sögðu nokkrir nemendur úr 9. bekk Vogaskóla eftir að þeim hafði ver- ið boðið í svokallaða starfskynn- ingu á herstöðina í Keflavík. Nemendurnir höfðu samband við Þjóðviljann vegna þessa máls og sögðu að það væri orðinn ár- viss viðburður í þeirra skóla að nemendum væri boðið í starfs- kynningu hjá iögreglunni og hernum. Síðastliðinn fimmtudag var farið í slíka ferð og var fyrsti viðkomustaðurinn álverið í Straumsvík þar sem þau fengu að kynnast erlendri stóriðju og öllum hennar kostum. Að því loknu var haldið til Keflavíkur en á leiðinni þangað var haldinn yfir þeim fyrirlestur um ágæti hersins og aðildar okkar að Nato. í Keflavík var síðan snæddur hádegisverður hjá Aðalverk- tökum og að því loknu var nem- endum skólans boðið í offísera- klúbbinn þar sem þeim voru sýndar slædsmyndir um herinn og samtímis var spilaður af bandi áróður um hvað kaninn er góður og hvað rússinn er vondur. Töldu nemendur þetta vera mjög ein- hliða áróður og tjáðu Þjóðviljan- um að athugasemdum þeirra hafi verið tekið misjafnlega. Einnig hafi blaðafulltrúi hers- ins kvartað yfir því að ísland væri eina NATO-landið þar sem her- menn gætu ekki farið á skemmti- staði að eigin vild vegna þess að ríkisstjórnin leyfði það ekki. - Raþ. Herstöðva- andstæðingar á Breiðumýri Herstöflvaandstæðingar í Þing- eyjarsýslu og Húsavík efna til bar- áttusamkomu fyrir friði, gegn víg- búnaðarógn og hernaðarbanda- lögum, undir kjörorðinu: ísland úr Nato - herinn burt. Samkoman verður að Breiðumýri 30. mars nk. kl. 21.00. Dagskrá verður fjölbreytt, mikið um söng, upplestur og tón- list. Ræðu flytur Tryggvi Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akureyri og ávarp María Kristjáns- dóttir, leikstjóri á Húsavík. Þetta er í áttunda sinn sem her- stöðvaandstæðingar hér um slóðir efna til samkomu sem þessarar 30. mars að Breiðumýri. Hafa þær samkomur ætíð verið vel sóttar af fólki úr öllum flokkum. Varla ætti að þurfa að minna á hvað mánaðardagurinn 30. mars táknar í íslandssögunni. Starri. Styðja Sókn Samtök kvenna á vinnumark- aðnum hafa lýst yfir fyllsta stuðn- ingi við stjórn og sammnganetnd Starfsmannafélagsins Sóknar í þeirri kjarabaráttu sem félagið nú heyr. Benda samtökin á að í ný- útkominni skýrslu kjararannsókn- arnefndar komi í ljós að Sóknarfé- lagar hafi lökustu kjörin á íslensk- um vinnumarkaði nú. Segir í frétt frá Samtökum kvenna á vinnu- markaðnum að þau vonist til að barátta Sóknar nú verði vísir að því að bæta kjör láglaunafólks. - v. „Búðin“ rifín Guðmundur Axelsson í Klausturhólum og fleiri eigendur Breiðfirðingabúðar við Skóla- vörðustíg 6B hafa óskað eftir leyfi til að rífa „Búðina“. Bygginga- nefnd hefur erindið nú til umfjöll- Því næst tók Ragnhildur Helga- dóttir til máls og sagði að hún gæti ekki svarað öllum frambornum spurningum. Efni þeirra væri ekki til þess fallið að spyrja um. Hún hefði skipað fyrrverandi aðstoðar- mann sinn Sólrúnu Jensdóttur skrifstofustjóra í ráðuneytinu frá og með 1. mars sl. og sömuleiðis Örlyg Geirsson fyrrv. deildar- stjóra. Sólrún hefði lagt fram mjög glæsileg gögn með umsókn sinni. Beiti minni lagatúlkun Þessi kerfisbreyting í ráðuneyt- inu væri eftir tillögum Gunnars Guðmundsson rekstrarhagfræð- ings sem hefði unnið að úttekt á ráðuneytinu fyrr í vetur. Þessar til- lögur væru til hagræðingar og sparnaðar og gerðar með velvilja ríkisstjórnar. Um lagalegt gildi sagði menntamálaráðherra að lög stjórnarráðsins væru þannig fram- sett að beita þyrfti mjög rúmri út- skýringu til að túlka þau lög. Lögin hefðu alla tíð verið túlkuð rúmt og vitnaði ráðherra til símaskrárinnr til að staðfesta orð sín. Hvergi segði í lögum stjórnarráðsins að skrifstofustjórar mættu ekki vera fleiri en einn og þvf yrði að túlka þessi lög rúmt. Löglausar aðgerðir Ragnar Arnalds sagði að svör ráðherra væru fátækleg. Símaskrá- in væri haldbærasta lögskýringar- gagn ráðherrans. í lögunum stæði skýrum stöfum að aðeins einn maður gegndi stöðu skrifstofu- stjóra í hverj u ráðuneyti, það þyrfti ekki að rökræða frekar. Lögskýr- ingar ráðherra væru fjarri öllu lagi. Hagræðingarátak ríkisstjórnar- innar fælist nú í því að fjölga skrif- stofustjórum. Engin rök væru fyrir þessari fjölgun. Ráðherra vildi ein- ungis setja pólitískan skjólstæðing sinn yfir öll skólamál í landinu og ráða sér síðan annan aðstoðar- mann. Varaði hann harðlega við því að ráðherra kæmist upp með þessa lögleysu. Ingvar Gíslason sagði að þessi uppstokkun á ráðuneytinu væri byggð á mjög hæpnum lagagrund- velli og illa útfærð í alla staði. í þessu fælist engin hagræðing og enginn sparnaður. Gripið væri til löglausra aðgerða sem væru alls ekki til fyrirmyndar og hér væri um hættulegt fordæmi að ræða sem ráðherra ætti að taka til alvarlegrar endurskoðunar. Þessi einleikur ráðherra kæmi mörgum á óvart. Stórbrotin pólitísk misnotkun Ólafur Ragnar Grímsson sagði að ef aðrir ráðherrar fylgdu „hag- unar og hefur óskað álits umhverf- ismálaráðs. Nýlega var kynnt í skipulags- nefnd tillaga að miklum nýbygg- ingum við Skólavörðustíginn sunn- anverðan en höfundar hennar, Hilmar Ólafsson og Hrafnkell Thorlacius arkitektar hafa gert hana fyrir húseigendur á þessum slóðum. Þá liggur fyrir önnur eldri tillaga frá Aðalsteini Richter arki- tekt að uppbyggingu við Skóla- vörðustíg. Þessar tillögur hafa enga afgreiðslu fengið. _ Landssamtök öldungadeilda: Ráðherra lof- ar lögfestingu Á döfinni er stofnun landssam- taka öldungadeilda við mennta- skólana. 21. mars sl. var haldinn undirbúningsfundur um slíka stofnun, þarsem menntamálaráð- herra lofaði lögfestingu öldunga- deilda hið fyrsta. Fundurinn ályktaði að það mál þyldi enga bið og lýsti ánægju sinni ræðingu" Ragnhildar þýddi það að hér yrðu ráðnir 33 skrifstofustjórar í stjórnarráðinu. Ráðherra hefði sagt að úttekt á starfsemi ráðuneyt- isins hefði verið gerð af Gunnari Guðmundssyni rekstrarhagfræð- ingi. í blaðaviðtali hefði J. Ingimar Hansson sagt að einkafyrirtæki hans, Rekstrarstofan, hefði unnið þessa úttekt. f framhaldi af þessu spurði Ólafur ráðherra hvort rangt væri að Rekstrarstofan hefði unnið þessa úttekt. Hvers vegna ekki hefði verið gerður verksamningur um úttektina, hvort ráðherra vildi birta alþingi úttektarskýrsluna? þá endurtók hann þá spurningu hvort ráðherra hygðist ráða sér nýjan að- stoðarmann. Sagði Ólafur að með framferði sínu væri ráðherra að opna leið fyrir stórbrotna misnotk- un á pólitískum stöðuveitingum. Ragnhildur Helgadóttir sagði að Alþýðubandalagsmenn væru að ráðast að henni vegna þess að hún hefði ráðið konu sem væri sjálf- stæðiskona í embætti. Ræddi hún um lágkúrulegan málflutning fyrir- spyrjenda og blandaði inn í um- ræðuna blaðaskrifum úr fortíð og nútíð um sér nákomna. Menn þyldu greinilega ekki að skipað væri hæfasta fólkið í stöður af því það væri ekki úr þeirra eigin flokk- um. Ólafur Ragnar ítrekaði fyrir- spurnir sínar til ráðherra og sagði að þessi pólitísku mistök ráðherr- ans hefðu ekkert með það að gera að Sólrún Jensdóttir væri kona. Verið væri að brjóta lög til að koma pólitískum aðstoðarmanni ráð- herra að sem embættismanni í æðstu stöðum í ráðuneytinu. Ragnar Arnalds sagði að ráð- herra forðaðist að ræða kjarna málsins sem væri tvímælalaust brot hans á lögum stjórnarráðsins. Ragnhildur Helgadóttir sagði að hún væri ekki að brjóta lög. Það yrði að túlka lögin rúmt. Þá til- kynnti hún að hún hygðist ráða sér nýjan pólitískan aðstoðarmann. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að eins sérkennilegt og það væri þá kysi ráðherra frekar að ræða sín fjölskyldumál í stað þess að svara framkomnum fyrirspurnum. Hættulegt fordæmi Ingvar Gíslason átti síðasta orðið í þessum umræðum og sagði að það væri full ástæða til að finna að gerð- um ráðherra. Hann hefði staðið rangt að málum. Lagabókstafir væru teygðir í allar áttir sem væri mjög hæpið ef ekki lögleysa. Ráð- herra væri að skapa hættulegt for- dæmi með gjörð sinni og ráðherrar yrðu að átta sig á því að þeir gætu ekki ráðskast að eigin vild í eigin ráðuneytum. - lg. með loforð ráðherra. Nú eru starf- andi tíu öldungadeildir við fram- haldsskólana og telja þær á þriðja þúsund nemendur. í fréttatilkynn- ingu frá þeim segir að knýjandi nauðsyn sé á samstöðu og stofnun landssamtaka, „einkum vegna ým- issa blika, sem eru á lofti í efna- hagsmálum þjóðarinnar“. - óg. Slydda sunnan- og vestanlands Gert er ráð fyrir slyddu í dag sunnan og vestan lands, samkvæmt frásögn Gunnars Hvönndals veðurfræðings hjá Veðurstofunni í gær. Gunnar kvað gert ráð fyrir all- hvössum og austlægum hvössum vindi á miðum en hægari til lands- ins, sunnan og vestanlands. Reiknað er að hitni með deginum en áframhaldandi úrkomu á Suður- og Vesturlandi. Veðrið sunnan og vestanlands var svipað í gær, snjó- koma og slydda. Gunnar kvað tals- verðar líkur á að hlýnaði þegar liði á vikuna og að gera mætti ráð fyrir rigningu á laugardag. _ ó

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.