Þjóðviljinn - 28.03.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.03.1984, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 28. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson 2. deildar sætið gæti kostað Oxford lífíð! Robert Maxwell, miljónamærin- gurinn og bókaútgefandinn sem er aðaleigandi enska 3. deildarliðsins Oxford United, tilkynnti í gær að færi svo að liðið kæmist upp í 2. deild og borgaryfirvöld í Oxford sæju því ekki fyrir betri velli, myndi félagið hætta starfsemi sinni. Hann sagði að gífurlegar um- bætur þyrfti á Manor Ground, velli félagsins, til að hann væri boðlegur í 2. deild, en félagið gæti ekki lagt útí miljónakostnað við að gera hann upp eða byggja nýjan. Oxford er með örugga forystu í 3. deild og ætti að vera nokkuð öruggt með 2. deildarsæti. - VS. Sandgerðingarnir bitu frá sér! Reynismenn úr Sandgerði bitu hressilega frá sér í gærkvöldi er þeir unnu góðan sigur á Fylki, 22-18, í fallkeppni 2. deildar karla í hand- knattleik. Reynir komst í 10-2 í byrjun og leiddi 12-4 í hálfleik en Fylkir náði að laga stöðuna undir lokin. Stigin endurvekja vonir Sandgerðinga um að halda sæti sínu í 2. deild. Þriðja umferð fallkeppninnar hófst í Digranesi í Kópavogi í gær- kvöldi og í fyrri leiknum vann HK naumar sigur á ÍR, 14-13, eftir að hafa komist í 10-4 fyrir hlé. Staðan í fallkeppninni: HK..............21 Fylkir..........21 ÍR..............21 Reynir..........21 10 1 5 4 6 0 4 1 10 395-392 21 12 374-399 14 15 373-433 12 16 443-526 9 - vs. Zbigniew Boniek skoraði mark Pól- verja. Jafnt í Sviss Sviss og Pólland gerðu jafntefli, 1-1, í landslcik í knattspyrnu sem fram fór í Zúrich í Sviss ■ gærkvöldi. Zbigniew Boniek kom Póiverjum yfir snemma en Herbert Hermann jafnaði fyrir Sviss skömmu fyrir lcikslok. Sviss var mikið betri aðilinn en markvarsla Josefs Mlynarszyck hélt Pólverjum á floti. Schalke áfram Schalke 04, sem leikur í 2. deild, er komið í undanúrslit vestur-þýsku bik- arkeppninnar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á öðru 2. dcildarliði, Hertha Berl- in, í gærkvöldi. Bæði þessi lið hafa lengst af verið í hópi betri liða Vestur- Þýskalands. Auk Schalke leika Bayern Múnchcn, Bremen og Mönchengla- dbach í undanúrslitunum. V íkingsstúlkurnar féllu í gærkvöldi Víkingsstúlkurnar kvöddu 1. deild kvenna í handknattleik að sinni í gærkvöldi er þær töpuðu sín- um síðasta leik í deildinni, 24-20 gegn ÍR. Þær scldu sig þó dýrt gegn hinum sterku andstæðingum sínum og voru yfir framan af leiknum. ÍR komst síðan yfir og leiddi 12-7 í hálfleik. Víkingur sótti sig mjög eftir hlé, minnkaði muninn í 13-11 og síðan í 15-14, en ÍR seig aftur framúr undir lokin og tryggði sér sigur. Eiríka Ásgrímsdóttir og Svava Baldvinsdóttir voru bestar hjá Vík- ingi en Eiríka skoraði 8 mörk, Sva- va og Valdís Birgisdóttir 3 hvor. Erla Rafnsdóttir og Katrín Frið- riksdóttir voru skárstar í áhugajitlu ÍR-liði, þær gerðu 6 mörk hvor en Ingunn Bernótusdóttir 5. Kristín Arnþórsdóttir lék einnig vel í markinu. FH tryggði sér annað sætið í fyrr- akvöld með því að sigra ÍA 22-15 á Akranesi. Úrslitin réðust í byrjun, FH komst í 6-0 og leiddi 14-5 í hálf- leik en Skagastúlkurnar réttu úr kútnum og unnu seinni hálfleikinn. Það dugði þó skammt. Fylkir kom mjög á óvart í byrjun gegn íslandsmeisturum Fram í gær- kvöldi og leiddi með tveimur til þremur mörkum þar til undir lok fyrri hálfleiks að Fram komst fram- úr. Markvarsla Höllu Geirsdóttur hjá Fylki var frábær, svo og allur leikur liðsins framan af, en Fram réð lögum og lofum í seinni hálfleik og vann öruggan sigur, 24-16. Laustfyrirkl. 11 ígærkvöldi lauk leik KR og Vals og endaði hann með jafntefli, 18-18. Þar með verð- ur Fylkir að sigra KR með fjögurra marka mun í síðasta leiknum til að senda KR niður, annars falla Fylk- isstúlkurnar. Staðan í 1. deildinni: HV inn um bakdyrnar og mætir ÍBV 3. deildarlið HV frá Akranesi náði að smygla sér inní bikar- keppnina í knattspyrnu gegnum bakdyrnar. Þátttökutilkynning þar að lútandi lenti í einhverjum hrakningum og barst KSI ekki í tæka tíð og samkvæmt nýútko- minni leikjaskrá KSÍ fyrir sumarið er HV ekki með í keppninni. Því var þó bjargað, og í 1. umferð keppninnar þann 23. maí halda HV-menn til Vestmannaeyja og leika þar við ÍBV. Sigurvegarinn í þeim leik fær síðan heimaleik gegn 3. deildarliði ÍK úr Kópavogi. -MING/Akranesi Fram 14 13 0 1 313-218 26 FH 14 11 1 2 325-234 23 ÍR 14 10 2 2 318-246 22 Valur 14 5 2 7 214-253 12 Akranes 14 4 1 9 204-263 9 KR 13 2 3 8 204-241 7 Víkingur 14 2 2 10 236-284 6 Fylkir 13 2 1 10 214-285 5 - VS. Þróttur Reykjavík - íslandsmeistari karla í blaki 1984. Þetta er fjórða árið í röð sem Þróttarar hreppa titilinn og þeir sigruðu í 15 fyrstu leikjum sínum í deildinni en töpuðu einungis þeim síðasta. Þróttarar eru einnig í úrslitum í bikarkeppninni og þar mæta þeir IS. Mynd: -eik. ÍR-strákar meistarar ÍR varð um helgina íslands- mcistari í 5. flokki í körfuknattleik en úrslitakcppnin fór fram í Kefla- vík. Hún var jöfn og tvísýn, hinir efnilegu og hávöxnu IR-piltar biðu þar sinn fyrsta ósigur í tvö ár, 37- 40 gegn Njarðvík, en stóðu samt uppi sem sigurvegarar í lokin. IR fékk 12 stig, Haukar 11, Kefl- avík 11, Grindavík 10, Njarðvík 9 og Reynir Sandgerði rak lestina með 5 stig, fékk þau öll fyrir að nota alla sína menn í fyrri hálf- leikjum allra leikjanna. Ilaukar fengu silfrið vegna sigurs á Keflvíkingum í leik liðanna. Mótið stóð yfir laugardag og sunnudag og tókst mjög vel. -sv/vs Birkir varði lang- flest vítaköstin Birkir Sveinsson, hin nýja stjarna hjá Stjörnunni, varði flest vítaköst allra í fyrstu úrslitaumferðinni um meistaratitilinn í hand- knattleik karla sem fram fór í Seljaskóla um helgina. Birkir, sem lengi hefur setið á varamannabekknum í skugga landsliðsmark- varðarins Brynjars Kvaran, varði 5 í leikjunum þremur. Næstir komu Kristján Sigmundsson, Víkingi, og Sverrir Kristinsson, FH, sem vörðu 2 vítaköst hvor. FH-ingum var oftast vikið af leikvclli í fyrstu umferð, samtals í 34 mínútur en Stjörnumenn voru áberandi prúðastir, þeir voru aðeins reknir út af í 14 mínútur samtals. Athyglisverð niðurstaða, því þetta er einmitt sama röð og er á liðunum á stigatöflunni, FH-ingar eru efstir en Stjarnan neðst. Maður hefði haldið að cðlilegra væri að þetta væri á hinn veginn! -Frosti/VS Víkingar á Skaganum! í kvöld fá handknattleiksunn- endur á Akranesi eitthvað fyrir aurana sína. Kl. 21 mætir 3. deildarlið heimamanna sjálfum íslands- og bikarmeisturum Vík- ings í íþróttahúsinu á Akranesi og er leikurinn liður í bikarkeppni HSÍ. „Viggó er meiddur og verður ekki með þeim svo þetta verður létt hjá okkur!“ sögðu Skagamennirnir bráðhressir í gær. Digranes í Kópavogi er vett- vangur yfirstandandi tarnar í fallkeppni 2. deildar karla. í kvöld kl. 20 verður þar lykilleikur, Fylkir-ÍR, en þar á eftir eigast við HK og Reynir. Vítaspyrnur verði jafntefli í kvöld í gær var tilkynnt að vitaspyrnur verði látnar ráða úrSlitum ef leik Livcrpool og Everton í kvöld lykti með jafntelli eftir framlcng- ingu. Nágrannarnir frá Merseyside mætast þá öðru sinni í úrslitum enska mjólkurbikarsins í knattspyrnu og að þessu sinni verður leikið á Maine Road, heimavelli Manchester City í Manchcster. Ef af þessu verður, yrði það í fyrsta skigti sem vítaspyrnukeppni réði úrslitum í bikarkeppni á Englandi. Áður hefur þessi misvin- sæla leið þó verið ákveðin sem neyðarúrræði, fyrir aukaúrslitalcik Tottcnham og QPR í FA-bikarnum fyrir tveimur árum. Til hcnnar þurfti ekki að grípa í það skiptið, Tottenham vann leikinn 1-0. Eins og flestum ætti að vera í fersku minni, gerðu Evcrton og Liverpool markalaust jafntefli eftir framlengingu á Weihbley-leikvanginum í London sl. sunnudag. Fyrir þá sem tök hafa á, verður leiknum lýst í BBC, World-Service, kl. 21.30 í kvöld. . - VS. Gunnar stigahæstur í úrslitakeppninni Pálmar gerði flest stig alls - Valur með besta meðalskorið Gunnar Þorvarðarson, þjálfari Njarðvíkinga, skoraði flest stig allra í undanúrslitum og úrslitum úrvalsdeildarinn- ar í körfuknattleik sem lauk í síðustu viku. í leikjunum fjórum við Hauka og Val skoraði þessi leikreynda kempa 74 stig, eða 18,5 stig að meðaltali í leik. Næstur á eftir honum kom Valsmaðurinn Leifur Gústafs- son sem skoraði 69 stig í fimm leikjum gegn KR og Njarðvík. Hann skoraði því 13,8 stig að meðaltali. Þriðji varð síðan Njarðvíkingurinn Sturla Örlygsson. Hann gerði 68 stig í fjórum leikjum, 17 stig að meðaltali í leik. Lítum þá á hvaða 10 leikmenn skoruðu flest stig í úrvals- deildinni í vetur, að meðtaldri úrslitakeppninni. Leikjafjöldi hvers og eins í svigum: Pálmar Sigurðsson, Haukum.......................512 (22) Valurlngimundarson, UMFN........................465 (19) Kristján Ágústsson, Val.........................451 (25) TorfiMagnússon.Val..............................439 (25) Gunnar Þorvarðarson, UMFN........................366 (24) Jón Sigurðsson, KR...............................361 (21) JónKr.Gíslason,ÍBK...............................342 (20) Þorsteinn Bjarnason, ÍBK........................ 337 (20) Gylfi Þorkelsson, ÍR.............................329 (20) Garðar Jóhannesson, KR...........................318 (23) Valur hefur því skorað flest stig að meðaltali í leik í vetur, 24,5. Pálmar er næstur með 23,3 stig, Kristján þriðji með 18 stig, Torfi fjórði með 17,6 stig og Jón Sig. fimrnti með 17,2 stig. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.