Þjóðviljinn - 28.03.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.03.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. mars 1984 Að eta af eplinu Skilningstréð (Knudskabens Træ), 1981 leikstjórn: Nils Malmros hanrit: Nils Malmros og Fred Cryer myndataka: Jan Weincke Skilningstréð er fjórða mynd Nils Malmros, gerð í samvinnu við Dönsku kvikmyndastofuna og Ríkisútvarpið danska. Hún hefur þegar hlotið þrenn verðlaun, 1. verðlaun á kvikmyndahátíðum í Ósló og Lúbeck og verðlaun danskra gagnrýnenda sem besta mynd ársins 1982. Að auki var hún talin í hópi 10 bestu kvikmynda árs- ins 1982 af International Film Gui- de. Af þessu má sjá að þessi mynd ér í sérflokki meðal danskra kvik- mynda, en þær hafa átt erfitt upp- dráttar undanfarin ár, einkum á hinum alþjóðlega markaði. Það væri þó öllu réttara að segja að Malmros væri í sérflokki meðal danskra kvikmyndaleikstjóra, vegna þess að fyrri myndir hans „Lars Ole, 5C“ frá 1973 og „Strák- ar“ frá 1977, fengu frábærar við- tökur í Danmörku jafnt sem utan hennar. Þá hefur nýjasta mynd hans „Stúlkan og óvætturinn" (Malmros lauk við hana seint á síð- asta ári), hlotið mikið lof og var hún talin athyglisverðasta framlag Norðurlanda á kvikmyndahátíð- inni í Berlín. Það er ekki auðvelt að greina hvar einstakir kostir Skilningstrés- ins liggja. í fljótu bragði virðist hæglát stígandin sjaldan rísa í mikl- ar hæðir og bein átök eru engin. Myndin gerist öll á innilega (intim) planinu, þar sem blæbrigði ráða framvindu. Efni myndarinnar er eitt út af fyrir sig nægilegt til að gera hana heillandi. Malmros skapar úr endurminningum frá eigin gelgju- skeiði fresku þar sem nemendur úr 2. bekk dansks miðskóla (samsvar- ar væntanlega 1. eða 2. bekk gamla íslenska gagnfræðaskólans) leika aðalhlutverkin. Betra heiti en freska verður vart fundið, því öll eru börnin í aðalhlutverkum jafnt sem aukahlutverkum og þ. a. 1. jafn rétthá gagnvart linsu kvik- myndatökuvélarinnar. Auk þess er rangt að tala um söguþráð í venjulegum skilningi þess orðs, eins og látið er að liggja í meðfylgjandi prógrammi. Efnis- þráðurinn er nefnilega ekki annað en röð lítilla atvika sem bregða hvert með sínum hætti ljósi á það stig í lífi manna, þegar þeir eru að breytast úr börnum í fullorðna. Einn kafli eða epísóða tekur við af annari í beinnni línu, líkt og þegar menn rifja upp liðin atvik og kalla þau fram úr hugskoti sínu eitt á fætur öðru. Malmros dregur hverja mynd skýrt upp með aðstoð myndatöku sem oft minnir á heimildagerð. Án smásmygli af- markar hann þá þætti þar sem til- finningaleg upplifun eða togstreita á sér stað og gefur þeim aukið rými á kostnað heildarinnar. Þetta er því natúralismi eftir kokkabókum Stindbergs, en ekki áherslulaus skýrslugerð. Sem dæmi mætti taka atriði úr borðhaldinu í sumarbúðunum, þar sem eldabuskan laumar matföng- um undir borðið til unglinganna og þau eru síðan látin ganga á milli við mikil hlátrasköll og spennukennda útrás. Undir alvörugefnu augna- ráði kennaranna virkar þessi at- höfn sem rítúal fullt af tvíræðni og Halldór B. Runólfsson skrifar um kvikmyndir duldum merkingum. Annað dæmi og e. t. v. hið næmasta í allri mynd- inni er þegar einn drengjanna ber saman ljósmyndir sem teknar hafa verið í myrkri þar sem bekkjar- félagarnir eru í miðjum vanga- dansi. Slíkt brotthætt atvik er nægj- anlegt til að færa kvikmynd- leikstjóranum a. m. k. ein verð- laun. Það er í slíkum kristaltærum at- riðum sem Malmros opinberar tök sín og hæfileika. Til þess er næmur skilningur ekki nægjanlegur, held- ur verður hann að miðla honum til krakkanna sem fara með hlutverk- in í myndinni. Hvernig honum hef- ur tekist að fá þá til að leika sjálf sig á svo eðlilegan og áreynslulausan hátt, er mér nokkur ráðgáta. Þegar haft er í huga að undirbúningur myndarinnar tók heil tvö ár, hlýtur árangurinn að teljast afrek. Tveggja ára einbeitni að slíku verk- efni er langur tími fyrir svo unga leikara. Að skilja unglinga á gelgjuskeiði sem og gamalmenni er einhver þyngsti prófsteinn á húmanisma hvers manns. Slíkur maður skilur sjálfan sig ekki eingöngu í nútíð, heldur einnig í fortíð og framtíð. þ. a. I. skilur hann einnig aðra menn. Þó ekki væri til annars en komast að raun um að til er fullorðið fólk sem býr yfir slíkum hæfileikum í ríkum mæli, hvet ég alla sem tök hafa á að sjá þessa kvikmynd Nils Malmros. Það er nefnilega stað- reynd að hvar á lífsleiðinni sem menn eru staddir, eru þeir undir niðri börn sem sífellt standa á mótum nýs gelgjuskeiðs. Á vettvangi dagsins: Spjallaðvið bændur og aðra íslendinga Guóríður B. Helgadóttir er húsfreyja aó Austurhlíó, í Bólstaóarhlióarhreppi. A-Húnavatnssýslu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íslenzkir bændur hafa um aldaraðir hreppt mörg veður og stór og skæðar plágur, staðið allt af sér og haldið áttum. Þó kreppi nú að um kjör og áróður magnist, búa þeir enn yfir lífsmættinum. Þetta skyldu papp- írsbúkar rógskrifanna hafa hug- fast, og snúa sér alfarið að bjórkoll- unni, gullkálfinum og öðru fallvöltu fánýti. Því fé er jafnan fóstri líkt. Bændur munu enn um sinn, þrátt fyrir þeirra tilstuðlan - halda tryggð sinni við landið, hús- dýrin, fjöll og veiðivötn. - Eða svo lengi sem misvitrir menn, selja ekki landið undan fót- um þeirra. Um langan aldur stóð tækni og verkkunnátta í stað, og möguleikar til að nýta þá mörgu og góðu kosti, sem landið býr yfir, en nú, þegar tækni og vísindi opna leiðir til ótal valkosta, getur hvert misstigið spor, leitt til glötunar. Svo fljótt er sköpum skipt. íslenskir bændur höfðu þrosk- aða dómgreind og aðlögunarhæfni. Það sást best á því, hversu fljótt og vel ungmennafélagsandinn og sam- vinnuhugsjónin uxu hér og döfnu- ðu, í því bændasamfélagi sem þá var, og vélvæðingin gekk greið- lega, þegar sú tæknibylting gekk okkur á hönd á skömmum tíma. Verkhyggni, stórhugur og bjartsýni breytti á skömmum tíma óræktarmóum í samfellda tún- breiðu og torfbæjarþústunum í reisuleg hús. Versti óvinur bóndans, hey- leysið, varð nú ekki lengur sú hungurvofa, sem læðst hafði um gættir, öld fram af öld. Bústofninn var kynbættur til margfaldra afurða, en hagvöxtur og verðbólga hvöttu óspart til of- framleiðslu, miðað við markaðs- horfur. Þetta sáu forsjálir bændur, en fengu ekki rönd við reist, því „pól- itískur vilji“ hafði önnur sjónar- mið. Verðlagning landbúnaðarvara er að mjög takmörkuðu leyti í höndum bænda. Sex manna nefnd reiknar út verðlagsgrundvöllinn, og þar með laun bóndans, eftir við- miðun við þar til teknar stéttir. Stjórnvöld ríkisins nota afurða- verðið sem hagstjórnartæki, á kaupvísitöluna o.fl. Bændur fá aldrei þetta svokall- aða viðmiðunarkaup sitt útborgað, sem sjálfsagðast væri þó, eins og lágmarkskauptryggingu, er greidd væri mánaðarlega eins og til annars vinnandi fólks. - En svo einfalt er málið ekki. - Afurðaverðið er reikningsfært, um það bil að 3/4 hlutum, ca. mánuði eftir að lagt er inn. 1/4 hluti verðsins velkist í reikningskerfinu allt upp í 2 ár, eins og sauðfjárafurðirnar. Og verð- bólga, skuldavextir og vanskil þá löngu búin að éta upp þetta lítil- ræði, sem til bóndans er ætlað. Því milliliðirnir hirða sitt. Fastir kostnaðarliðir, s.s. áburð- ur, fóðurbætir - með skatti -, raf- magn til súgþurrkunar o.fl. svim- andi háar upphæðir og aldrei í sam- ræmi við verðlagningu fram- leiðslunnar. Fjárfesting í vélum og verkfærum gífurleg. Sjaldnast nær bóndinn verðlagsgrundvallarverði fyrir afurðirnar, gegnum mjólkur- bú og sölufélög, og þar með ekki lágmarkskaupi. Þetta er löngu úrelt og algjörlega óþolandi kerfi, því auk þess að skaða fjárhag bóndans, þá elur það á úlfúð og tortryggni milli þeirra og annarra vinnandi stétta, sem þeir eiga samleið með í kjarabaráttu og lífsafkomu. Hverri jörð, sem í ábúð er, hefur þegar verið úthlutað búmarki og kvótakerfi sett á framleiðsluna, til samræmis við innanlands þarfir. Ráðstöfunarréttur og markaðs- leit til útflutnings er alfarið í ann- arra höndum en bænda og stjórn- unaraðgerðir til búsetu og nýtingar lands mjög ruglingslegar, svo ekki sé meira sagt. í raun og sannleika sýnist manni helst, að markvissast sé unnið að því að grafa undan hefðbundnum og rótgrónum atvinnuvegum, s.s. landbúnaði og sjávarútvegi, og selja landið með öllum gögnum þess og gæðum á útsölu, undir hernaðarbrölt og málmbræðslur. Víghreiður með kjarnorkukaf- bátanetum á okkar dýrmætu fiski- miðum hringinn í kringum landið. Er ekki mál til komið að skoða hug sinn og skipuleggja hlutina upp á nýtt? Of lengi hafa misvitrir stjórnmálamenn notað blint afl kjósenda við sitt einkapot í eigin- hagsmunaskyni, í stað þess að vera, eins og þeir eru kosnir til, verkfæri fólksins til að hrinda þjóð- þrifamálum í framkvæmd. Þurfum við frekari sannanir en rekstur Ál- versins í Straumsvík, frá upphafi hefir almenningur þessa lands greitt fyrir það raforkuna, hvorki meira né minna en um og yfir helm- ing allrar seldrar raforku í landinu á sama tíma. Ágóða fyrirtækisins hefir framleiðslan flutt úr landi, gegnum auðhring sinn. Málmb- ræðslan á Grundartanga hefir eins og alþjóð veit, verið rekin með bul- landi tapi og meðgjöf, útlendingar hafa tögl og hagldir í framleiðslu kísilgúrsins, hernaðarsérfræðingar bandaríkjamanna skikka íslend- inga til að byggja flugstöð, sniðna að þeirra þörfum, en ofviða ís- lensku efnahagslífi, og flotahöfn í Helgúvík. - Sjálfsmorðsskotmark suðurnesjamanna og Reykvíkinga. - Ekki að undra þó flytja skuli alla þangað. - Og leynimakk um radar- stöðvar vítt og breitt um landið. Var einhver að tala um dauða- svefn? Og láglaunaland skal ísland vera, þessum herrum til þénustu reiðubúið, meðan lýðurinn tórir. Með því að halda öllum þorra launafólks í lægstu launaþrepun- um, sem þó eru löngu komin í kaf verðbóglu og misréttis. Eru nú konur ekki orðnar nógu aðþrengdar til þess að fikra sig svo sem tveim til þrem rimum ofar og fylgja eftir jafnrétti að lögum? Þá þyrfti engar hækkanir í efri þrepin, þau héldust óbreytt, að öðru leyti en því, að þar myndi fjölga að sjálfsögðu nokkuð. EF konur láta ekki bara hrekja sig út af vinnumarkaðinum og bola sér burt frá allri ákvarðanatöku í þjóðmál- um. Meindýragröftur þeirrar stjórn- arstefnu sem nú ræður hér ríkjum, virðist ætla, á fljótvirkan hátt, að eyðileggja þau áunnu mannréttindi í samhjálp og aðstöðujöfnun, sem áunnist hafa á liðnum áratugum með miklu harðfylgi og stórum fórnum verkafólks í langvinnri kjarabaráttu. En nú skal aftur gera þá ríku ríkari og hina fátæku fátæk- ari. Svipa atvinnuleysis og sultar- launa er reidd yfir höfði verkafólks og pólitískt sinnuleysi gerir at- vinnurekendum kleift að knýja fram samninga á borð við þá, sem A.S.f. og V.S.Í. gerðu nýlega, með unglinganiðurlægingu, kvenna- kúgun og öðru tilheyrandi. Oll þau félög, sem nenna að gera athugasemdir, hafa skorið sárustu agnúana af þessum óláns samning- um. En þessi félagslega og pólit- íska deyfð er þeim mun hættulegri, að fólk gerir sér ekki grein fyrir henni. Hún er einna líkust eitur- gufum eldgosanna, litlaus og óá- þreifanleg slævir hún dóm- greindina, og firrir fólk ráði og rænu. Nú standa fyrir dyrum mótunar- tímar tölvutækninnar í okkar atvinnulífi. Sú tækni, einsog öll önnur, verð- ur því aðeins mannkyninu til góðs, að það láti hana ekki lausbeislaða ráða lífi sínu. Kjarnorkan, það hamramma afl, sem leyst var úr læðingi, ógnar nú öllu lífi á þessari jörð, ef óbrjáluð skynsemi fólks fær ekki afstýrt voðanum. Friðar- hreyfingar, umhverfisverndarfólk, kirkjunnar þjónar o.fl. hafa kveikt neista skilnings og vonar um stöðu okkar og framtíð. Ef við mörkum stefnu til mannbætandi lífs, en látum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Við íslendingar erum fáir og smáir í mannhafi alheims. En við erum hamingjusöm forréttinda- þjóð, sem ennþá er laus við her- þjónustu, kúgun, ofbeldi, hryðju- verk og mengun. Við höfum heimsins bestu skilyrði til að fram- leiða hér gnótt þeirrar hollustu fæðu, sem hugsast getur. Við höf- um í sambandi við hina hefð- bundnu atvinnuvegi, sjávarútveg og landbúnað, hráefni til lífefna- iðnaðar. Ótæmandi gullnámu, ef rétt er að staðið. Og með heita vatninu sprettur upp úr þessari stórkostlegu jörð okkar margs- lungni orkugjafi og heilsulind. Rannsóknir á örverum þessarar uppsprettu til lyfjagerðar sýna, eins og svo margt annað, hversu hringrás þessa jarðneska lífs er ennþá girnilegt tilefni fróðleiks og framþróunar. - Viljum við kasta öllum þessum dásemdum fyrir róða, selja sál okk- ar fyrir glópagull stríðsmaskínunn- ar? Ætlum við að láta leiða okkur blindandi fram af hengifluginu? Svari nú hver fyrir sig og stingi við fótum. Bændum ætti að ætla stórt hlut- verk í framtíðarsögu þessa lands. Þeir hafa enn næmari skilning og nánari tengsl við náttúru þess og búa yfir þekkingu, sem ekki verður lærð af bókum. Níðhögg þeirra áróðursmanna, sem rægja íslensk- an landbúnað, látum við eins og vind um eyru þjóta, marklaust og vanhugsað bull, en stórskaðlegt, þeim sem trúa, án þess að kynna sér sannleiksgildið. Hér hefur verið stiklað á stóru og nánari umræðu þörf. Ætlunin var aðeins að vekja til umhugsunar og umræðu. Láta ekki skammta sér skoðanir og nota sem x á kjördegi, og forhlað ef til átaka kemur. 20.3. 1984. Guðríður B. Helgadóttir, Austurhlíð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.