Þjóðviljinn - 28.03.1984, Síða 16

Þjóðviljinn - 28.03.1984, Síða 16
í DJOÐVIIJINN Miðvikudagur 28. mars 1984 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starlsmenn blaðsins I þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Fjölgun Ragnhildar á skrifstofustjórum Löglausar aðgerðir og hœttulegt fordœmi segir Ingvar Gíslason ekki fyrirspurnum um þátt Rekstrarstofunnar „Fjölgun skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu eru lög- lausar aðgerðir og hættulegt for- dæmi sem menntamálaráðherra ætti að taka til alvarlegrar endur- skoðunnar“ sagði Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamálaráðherra á Alþingi í gær þegar Ragnhildur Helgadóttir var harðlega gagnrýnd fyrir pólitíska misnotkun á embættisveitingum. Ingvar Gísla- son taldi skipulagsbreytingarnar ráðherra svarar „efnislega illa undirbúnar og væri lagagrundvöllur þeirra mjög hæp- inn.“ í sama streng tók annar fyrr- verandi menntamálaráðherra Ragnar Arnalds. í umræðunum neitaði Ragnhildur Helgadóttir að svara ítrekuðum spurningum um samskipti ráðuneytisins við fyrir- tækið Rekstrarstofuna en enginn formlegur verksamningur var gerður um úttekt fyrirtækisins á ráðuneytinu. Ragnar Arnalds og Ingvar Gísla- son báru fram skriflegar fyrir- spurnir til menntamálaráðherra um fjölgun skrifstofustjóra í ráðu- neytinu og skipun pólitísks aðstoð- armanns ráðherra í eitt af hinum þremur skrifstofustjóraembættum. Ragnhildur Helgadóttir hafði fyrir tveimur vikum neitaði að ræða málið á Alþingi. Fyrirspyrjendur ítrekuðu að fjölgunin væri lagabrot en ráðherra studdi hana að eigin sögn með „rúmri lagatúlkun". Ólafur Ragnar Grímsson bar fram spurningar um hvernig hefði verið háttað viðskiptum ráðuneyt- isins við fyrirtækið Rekstrarstof- una og hvort ráðherra vildi birta bréf ráðuneytisins til fyrirtækisins og skýrsluna um úttektina. Ragn- hildur Helgadóttir neitaði að svara þessum spurningum um viðskiptin við Rekstrarstofuna. Menntamálaráðherra lýsti því yfir að hún hefði skipað Sólrúnu Jensdóttur í embætti skrifstofu- stjóra frá 1. mars og myndi síðan ráða sér nýjan pólitískan aðstoðar- mann. Sjá nánar frásögn af urnræðunum bls. 2 Jafntefli í uppsiglingu hjá skáksnillingunum Jóhanni Hjartarsyni og Helga Ólafssyni í skákinni, sem þeirtefldu í fyrradag. Á myndinni sést glöggt hve gott er að hugsa stíft í Neskaupstaö. (Ljósmynd Ólöf). Skákin í Neskaupstað: Okkar menn enn efstir Helgi Ólafsson er enn efstur með SVi vinning á alþjóðlega skákmótinu í Ncskaupstað eftir sigur á Dan Hans- son í 8. umferð í gærkvöidi. Tvísýnt er þó að hann eða aðrir íslensku skák- mannanna nái áfanga að stór- meistaratitli. Önnur úrslit úr 8. umferðinni urðu þessi: Schússler vann Róbert Harðar- son, Lombardy og Wedbcrg gcrðu jafntefli, sömuleiðis Jóhann Hjartar- son og Knezevic en skák Guðmundar Sigurjónssonar og MacCambridge fór í bið og er Guðmundur talinn standa betur og jafnvel til vinnings. í gærdag voru tefldar þrjár bið- skákir úr fyrri umferðum og lyktaði öllum með jafntefli. Margeir og Guð- mundur luku þannig skák sinni úr fimmtu umferð, Wedberger og MacCambridge úr sjöttu, Margeir og Knezevic úr sjöundu. Enn bíða þó nokkrar skákir og flækja stöðuna á mótinu. Fyrir níundu umferðina í dag er Heigi efstur einsog áður sagði með 5>/2 vinning, Jóhann í öðru sæti með 4'/2 og biðskák, þá Margeir og Lomb- ardy með 4'h vinning og í 5.-6. sæti Svíarnir Wedberg og Schússler með 4. f kvöld teflir Margeir við Lombar- dy, Dan við Knezevic, Helgi við MacCambridge, Guðmundur við Schússler, Róbert við Wedberg. Auk MacCambridge á Helgi eftir þá Schússler og Wedberg og þarf tvo vinninga úr þessum skákum í áfang- ann. Margeir eygir enn áfanga með því að vinna klerkinn í kvöld og í tveimur síðustu umferðunum þá Jó- hann og Dan. 35 ár liðin frá því ísland var þvingað í NATO Baráttufundur í Há- skólabíó á laugardag Rœtt við Eirík Jensson, einn þeirra sem undirbúa fundinn Samtök herstöðvaandstæðinga efna til mikiilar baráttusamkomu í Háskólabíói næstkomandi laugar- dag í tilefni þess að 30. mars í ár verða 35 ár liðin frá inngöngu Is- lands í Atlantshafsbandalagið. Þjóðviljinn sneri sér til Eiríks Jens- sonar, eins úr hópi tjölmargra sem undirbúa samkomuna á laugardag og bað hann segja hvað yrði á dagskránni. „Þessi baráttufundur í Háskóla- bíói á laugardag hefst kl. 14.00 undir kjörorðunum Gegn helstefnu hernaðarbandalaga, en eins og allir vita eru 35 ár liðin frá óeirðunum á Austurvelli sem kviknuðu þegar ís- lendingar voru neyddir með bola- brögðum inn í hernaðarbandalagið NATO. Dagskrá baráttufundarins Eirikur Jensson undirbýr fundinn i Háskólabíó á laugardag: brýnni ástæða en fyrr til að halda uppi and- ófi gegn stórauknum hernaðarfram- kvæmdum á íslandi. Ljósm. Atli. er fjölbreytt. Þar munu Arnþór Helgason og Guðrún Hólmgeirsdóttir syngja nokkur baráttulög. Ávarp fundarins flytur Gunnar Karlsson prófessor við Há- skóla íslands. Fluttur verður leikþáttur eftir þá Þorstein Marels- son ög Valdimar Leifsson, og Bergþóra Árnadóttir mun syngja nokkur lög að því loknu. Þá munu konurnar frá Grenham Common herstöðinni í Bretlandi ávarpa fundinn en eins og lesendum Þjóð- viljans er kunnugt hafa hundruð breskra kvenna setið um herstöð- ina undanfarin tvö ár til að mót- mæla uppssetningu 96 bandarískra kjarnorkueldflauga þar. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðið fulltrúum bresku kvennanna sér- staklega á þennan baráttufund til að segja frá andófi sínu og reynslu í sínu heimalandi" í lok fundarins í Háskólabíói verður kyrjaður fjöldasöngur og Árni Hjartarson formaður mið- nefndar Samtaka herstöðvaand- stsæðinga mun ávarpa fundinn. „Oft hefur verið þörf á samstöðu allra andstæðinga hersetu á íslandi en nú er nauðsyn á slíkri samstöðu. Því er afskaplega mikilvægt að hver einasti herstöðvaandstæðingur sem getur komið því við, mæti á þennan fund og geri hann eftir- minnilegan. Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að þrátt fyrir áratuga baráttu fyrir friðlýstu landi utan hernaðarbandalaga hefur rík- isstjórn Steingríms Hermanns- sonar uppi stórfelld áform um upp- byggingu hernaðarmannvirkja um land allt. Flugstöðin er í byggingu, framkvæmdir vegna olíugeyma og hafnar í Helguvík halda áfram af fullum krafti og stórfelldar áætl- arnir eru uppi um byggingu banda- rískra ratsjárstöðva um land allt. Það er því verk að vinna fyrir okkur andstæðinga hernaðar og vígbún- aðarbrjálæðis“, sagði Eiríkur Jens- son að síðustu. Fundurinn í Háskólabíói hefst kl. 14.00 á laugardag og verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fundarstjóri. Eiríkur sagði að reynt yrði að hafa afdrep fyrir börnin þannig að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að foreldrar yngri barna kæmust á baráttufundinn.Þeim sem vilja taka þátt í aðgerðunum vegna 30. mars er bent á að snúa sér til skrifstofu Samtaka her- stöðvaandstæðinga að Frakkastíg 14 og er hún opin alla virka daga frá kl. 16-18. Síminn þar er 17966 -v. Ný þjóð- minjalög Ný lög um þjóðminjar verða lögð fram á Alþingi á næstunni að því er fram kom í svari menntamálaráðherra á þingi í gær við fyrirspurn frá Hjörleifi Guttormssyni um átak til úr- bóta í þjóðminjavernd. Stjórnskipuð nefnd skilaði af sér í des. sl. tillögum að nýjum þjóðminjalögum sem nú eru til skoðunar í menntamálaráðu- neytinu. Hér er um viðamikinn lagabálk að ræða þar sem skipu- lega er tekið á allri minjavörslu. Lagt er til að landinu verði skipt í 6 minjasvæði sem aftur skiptist í safnasvæði. Hjörleifur Guttormssson sagði það gleðiefni að þessi mál væru nú komin á rekspöl en hér væri um umfangsmikið mál að ræða og því ólíklegt að hægt yrði að afgreiða þau á þessu þingi þar sem svo væri á liðið. -*g VSÍ tilkynnir: ASI nýtur góðs af Dagsbrúnar- samningum Alþýðusamband íslands hef- ur móttekið bréf frá Vinnuveit- endasambandi íslands þarsem tilkynnt er um breytingar á heildarsamkomulagi þessara aðila frá 21. febrúar sl. Þessar breytingar eru flestar í sam- ræmingarátt við Dagsbrúnar- samninginn sem gerður var á dögunum. Hagfræðingar í bókhaldi Tveir menn handteknir í gærkvöldi voru tveir menn handteknir vegna gruns um stórfellt brot á skatta- og bók- haldslögum. Það var skattarannsókna- deild ríkisins sem fór fram á handtöku mannanna tveggja í fyrradag og eru ákæruatriðin á hendur þeim sögð alvarleg og um háar fjárhæðir að tefla. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er hér um að ræða for- ráðamenn fyrirtækisins Land- vélar hf. í Kópavogi. Einstæðir foreldrar: Tekjuhækkun eða talnaleikur? „Hvað var einstæðum foreldrum boðið upp á - tekjuhækkun eða talnaleik'% er yfirskrift fundar sem haldinn verður hjá Félagi einstæðra foreldra í Skeljahelli, Skeljanesi 6 í kvöld kl. 21. Á fundinum eru málshefjendur þau Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Biörn Þórhalls- son varaforseti ASÍ, Jón Börkur Ákason verkstjóri og Ragnhiidur Vilhjálmsdóttir skrifstofumaður, bæði í stjórn félags einstæðra for- eldra. -6g *

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.