Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 7
Fiskiveitingahús í Hamarshúsi: Ófullkomin vinnuaðstaða og röng vinnutækni valda atvinnusjúkdómum í mörgum starfsgreinum þar sem einhæfrar líkamsbeitingar er þörf, segja þær Þórunn Sveinsdóttir og Guðlaug B. Pálsdóttir, sem gefið hafa út kennslubók í vinnutækni fyrir hjúkrunarfólk. Ljósm. -eik. Rétt aðferð við að lyfta sjúkling frá góifi. Myndin er tekin úr bókinni Vinnu- tækni fyrir hjúkrunarfólk. „Við sjáv- arsíðuna“ „Við ætlum aðallega að stíla inn á sjávarrétti og ferska græn- metisrétti“, sagði Garðar Hall- dórsson, kokkur á Lækjarbrekku í gær„en hann og Egill Kristjáns- son, kokkur í Kvosinni, hyggjast opna veitingastað í Hamarshús- inu við Tryggvagötu í maímán- uði. Staðurinn á að heita „Við sjá- varsíðuna" og sagði Garðar að salurinn væri um 120 fermetrar að stærð og sæti yrðu fyrir 60 til 70 manns. „Þetta verður því rúm- gott og húsnæðið er gott, góðir gluggar og staðsetning ágæt“, sagði hann. - Er þörf fyrir fleiri veitinga- hús í miðbænum? „Ég sé ekki að nokkuð lát sér á aðsókninni á þessa staði“, sagði Garðar, „en verðið ræður auðvit- að ekki miklu. Við ætlum áð reyna að hafa hóflegt verð á rétt- unum og samkeppni á þessu sviði bætir bæði matinn og staðina sem slíka.“ - ÁI Onothæfur vatnsgeymir Annar tveggja hitaveitugeyma Hitaveitu Akureyrar hefur reynst ónothæfur, samkvæmt fregn í Ak- ureyrarblaðinu íslendingi. Þessi vatnsgeymir á að rúma fimm þús- und lestir vatns. Tveir geymar voru byggðir á sín- um tíma vegna hitaveitufram- kvæmda á Akureyri og tekur annar 2500 lestir en hinn 5000 lestir. Þeg- ar geymarnir voru prófaðir fyrir nær tveimur árum reyndist sá stærri ónothæfur. Ástæðan mun vera mikil gæring vegna of mikils súr- efnis í vatninu á dreifisvæði þessa vatnsgeymis, samkvæmt frásögn- inni í íslendingi. -óg Fimmtudagur 29. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Viimutækni gegn atvinnusj úkdómum Viðtal við Pórunni Sveinsdóttur og Guðlaugu B. Páls- dóttur sjúkraþjálfa um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn atvinnusjúkdómum. Nýkomin er út kennslubók í vinnutækni fyrir hjúkrunarfólk eftir þær Guðlaugu B. Pálsdóttur og Þórunni Sveinsdóttur sjúkra- þjálfa. Bókin er fyrsta kennslubók- in sinnar gerðar hér á landi og er ætlað að koma að haldi í fyrir- byggjandi starfi gegn atvinnusjúk- dómum sem skapast af röngum vinnubrögðum og of einhæfum hreyfingum. Þjóðviljinn tók þær Þórunni og Guðlaugu tali um dag- inn og spurði þær um aðdraganda þess að bók jjessi varð til. - Bókin er til orðin upp úr starfi okkar á Borgarspítalanum að fyrir- byggjandi sjúkraþjálfun meðal starfsfólks, en að því höfurn við unnið síðastliðin 2 og 1/2 ár. Það var reyndar í fyrsta skipti sem sjúkraþjálfar voru ráðnir sérstak- lega til fyrirbyggjandi starfa á vinnustað hér á landi. Það sýnir framsýni Borgarspítalans að hafa lagt í þennan kostnað og útgáfu þessarar bókar, sem á að geta kom- ið fólki í hjúkrunarstörfum að gagni við það að læra rétta líkams- beitingu og handtök í starfi. Frá því að við vorum ráðin til þessara starfa hjá Borgarspítalan- um hafa bæði Landsbankinn og Flugleiðir ráðið sjúkraþjálfa í hlustastarf til fyrirbyggjandi sjúkraþjálfunar, og nú er einnig hálf staða við fyrirbyggjandi ráð- gjöf hjá Vinnueftirlitinu, sem Þór- unn sinnir. Hvernig hafið þið unnið þetta verk á Borgarspítalanum? Við byrjuðum á því að senda spurningalista til starfsfólks um líð- an og vinnuaðstöðu. Svo skoðuð- um við vinnuaðstöðu á hverjum stað og tókum einstök verk fyrir. Við komum með tillögur um bætta vinnuaðstöðu þar sem okkur þótti henni ábótavant og áttum af því tilefni oft í samningum við yfir- menn um tæknilegar úrbætur. Samhliða þessu höfðum við nám- skeið í réttri líkamsbeitingu, sem byggð voru á niðurstöðum könni’ iarinnar um algengustu ein- kenni. Þar sem hjúkrunarfólk er mjög stór hópur þar sem erfitt er að Vestmannaeyjar Athyglis- verð sýning S.l. föstudag 23/3 opnaði Bjarni Jónsson sýningu á málverkum sín- um í Akógeshúsinu. Sýningin, sem er sölusýning verður opin alla þessa viku. Bjarni Jónsson var lengi búsettur hér í Eyjum og hefur áður haldið sýningar hér, en þá í félagi með öðrum. Síðast sýndi hann 1967. Myndirnar, serm eru 120 talsins eru málaðar með vatns- og olíulitum. Sjórinn og störf hon- um tengd eru Bjarna hugleiknar. Hrikalegar strandir íslands og Vestmannaeyja eru eitt aðal við- fangsefni hans og atburðir þeim tengdar. Bjarni hefur myndskreytt bókaflokkinn íslenskir sjávar- hættir og gætir þess í myndum hans, hversu næmur hann er. Kynj- asteinar við Látrabjarg, brimsorfn- ir á furðulegastan hátt, aðgerðar- skúrar frá aldamótum, fólk að störfum við fiskvinnslu, Sigríðar- slysið og náttúran í samspili lands og sjávar. Allt þetta fangar augu gesta þeirra sem leggja leið sína í Akógeshúsið á sýningu Bjarna. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. ná til allra tókum við 3 af hverri deild sem voru hjá okkur 2Vi klst. vikulega í 3 mánuði og leiðbeindum við þeim nákvæm- lega, bæði um aðgerðir til að vinna gegn vöðvabólgu og eymslum með æfingum, teygjum og nuddi. En jafnframt því að við kenndum fólki að meðhöndla einkennin lögðum við einnig áherslu á rétta líkams- beitingu til þess að koma í veg fyrir að einkennin komi fram. Þeir sem sóttu námskeiðin hjá okkur hafa svo fengi það verkefni að fara í gegnum hvert verk með sínum vinnufélögum á deildunum og kenna þeim réttu líkamsstöðuna í hverju tilfelli. Þegar að þessu var komið kom í ljós mikil þörf fyrir bók eins og þessa þar sem hægt er að fletta upp í og leita upplýsinga. Bókin óx smám saman frá uppha- flegri hugmynd um fjölrit upp í 100 síðna bók með myndum. Hvar er helst hætta á að fólk fái einkenni af rangri líkamsbeitingu? Það gerist helst þar sem unnin eru einhæf störf eða þar sem rnikið er um að fólk þurfi að lyfta eða bera hluti. Þetta á sérstaklega við í mörgum iðngreinum, þar sem við- tekið er orðið að fólk endist ekki nema til fertugs. Þetta gildir t.d. um iðngreinar eins og pípulagnir, rafvirkjun og múrara þar sem slit af þessu tagi eru mjög algeng. Það er í rauninni furðulegt að ekki skuli lögð meiri áhersla á fræðslu um þessi efni í sjálfri starfs- menntuninni. þjóðunum að baki í fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma af þessu tagi? Já, það má segja að við stöndum Norðurlöndunum langt að baki í þessum efnum enn sem komið er. Vinnueftirlitið hefur með hálfum sjúkraþjálfara í starfi staðið fyrir námskeiðum fyrir öryggistrúnað- armenn á vinnustöðum. Það er of Frá áramótum hefur verið algjör metsala hjá Jöfur h/f á Skodabif- reiðum og hefur á þessu tímabili selst svipað magn af bflum og allt árið 1983 og þarf að fara nokkuð mörg ár aftur í tímann til að finna svipaðar tölur. Er nú svo komið að allir Skodar hafa verið uppseldir þjá fyrirtækinu í um það bil einn mánuð. En nú er fyrsta sendingin af Skoda árgerð 1984 komin til lands- ins. Hér er á ferðinni nýr og breyttur bíll í útliti, og búinn tals- verðum tækninýjungum og endur- bótum. Má þar helst nefna nýja og sterkari kúplingu, tannstangar- stýri, endurbætt hemlakerfi, breikkað bil milli hjóla, er bætir aksturshæfni bílsins að mun, nýja kveikju auk margra annarra endur- tímafrekt að fara á hvern vinnustað fyrir sig, en Vinnueftirlitið hefur bæði veitt faglega ráðgjöf þegarum er beðið, eða bent á sjúkraþjálfara sem hægt er að leita til, hafi ekki verið hægt að sinna viðkomandi beiðni. Væri ekki þörf á að taka þetta hreinlega inn í starfsmenntunina? Jú, og heilbrigðisstéttirnar hafa orðið fyrstar til að gera það. Þá hafa einnig verið haldin námskeið á vegum félaga múrara og bifvéla- virkja. En slík kennsla dugar ekki ein saman. Hún þarf að gerast sam- fara endurskoðun á vinnuaðstöðu. Þ.ar getur bæði verið um vanbúna aðstöðu að ræða eða þá að aðstað- an er fullkomin en starfsfólkið kann ekki að notfæra sér hana. Oft þarf að beita tilraunum til þess að finna tæknilega bestu lausnina, og slíkt starf þarf að vinna í samvinnu við starfsfólkið. Fyrirbyggjandi starf í sjúkra- þjálfun ætti þá að nýtast við iðn- hönnun hvers konar og hönnun á vélum og tækjum? Já, það hefur oft verið mikill brestur á að hugað hafi verið nægi- lega að byggingu líkamans við hönnun á vélum, húsbúnaði og öðrum þeim hlutum sem maðurinn er í náinni snertingu við. Þetta á t.d. við um mörg skólahúsgögn. Rót vandans liggur þannig oft í því að hönnuðirnir taka ekki nægilegt tillit til líkamans. í þessu tilliti stöndum við langt að baki þjóðum eins og Svíum, Finnum og Þjóð- verjum, sem hafa skilið mikilvægi góðrar hönnunar fyrir líkamann. Horfa atvinnurekendur I kostn- aðinn vegna fyrirbyggjandi sjúkra- þjálfunar? Ekki þeir hagsýnu, því það hefur sýnt sig að þeir fá það endurgreitt í betri starfskrafti, minni fjarvistum og'færri veikindadögum. Heilbrigt starfsfólk er allra hagur. ólg. bóta er stuðla að betri nýtingu elds- neytisins o.fl., o.fl. Allt útlit er fyrir að erfiðleikum verði bundið að fá afgreitt það magn af bflum er þarf til að anna eftirspurn íslenskra kaupenda þetta árið, því Skoda verksmiðj- urnar hafa vart undan að framleiða uppí pantanir til Vestur-Evrópu þar sem Skodinn hefur átt sívax- andi vinsældum að fagna og má nefna sem dæmi að í Danmörku hefur Skoda verið söluhæsti bfllin undanfarin ár. Þrátt fyrir allt þetta tókst með hliðsjón af tæplega 40 ára viðskiptum við Skoda verks- miðjurnar að ná frábærum samn- ingum um verð á árgerð 1984 og kosta þeir nú frá kr. 139.000,- og hefur líklega aldrei verið hagstæð- ara verð á Skoda. Nýi Skódinn er hið glæsilegasta farartæki eins og sjá má og verðið ótrúlega lágt. Metsala á Skoda

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.