Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.03.1984, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 29. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurðsson Enn vinnur Liverpool Mjólkurbikarinn Sá fyrsti undir stjórn Joes Fagan Joe Fagan hefur tekið upp þráðinn þar sem Bob Paisley skildi við sl. vor. Fyrsti bikar Liverpool undir hans stjórn komst i höfn í gærkvöldi, Mjólkurbikarinn, þegar strákarnir hans báru sigur- orð af nágrönnum sínum, Everton, 1-0 á Maine Road í Manchester. Eins og menn muna, skildu liðin jöfn á Wembley sl. sunnudag. Li- verpool hefur þar með unnið Mjólkurbikarinn til eignar, sigrað öll þrjú árin sem keppt hefur verið um hann, og vann forvera hans deildarbikarinn þar áður. Einstæð sigur- ganga Liverpool í ensku knattspyrnunni, ekkert lið hefur áður einokað neina keppni þar í landi í fjögur ár. Everton var frískara liðið fram- an af, en þegar þeir bláu virtust vera að ná undirtökunum, kom mark Liverpool eins og reiðarslag. Graeme Souness fyrirliði fékk boltann nokkuð utan við vítateig frá Phil Neal, sneri sér snöggt og sendi hann með þrumufleyg í Naumt hjá v-þýskum Talsvert var af vináttulands- leikjum í Evrópu í gærkvöldi. Vestur-Þjóðverjar lentu í miklum vandræðum með Ólympíulið So- vétmanna í Hannover en knúðu fram 2-1 sigur. Litovchenko kom Rússum yfir í byrjun leiks, Rudi Völler jafnaði strax, en sigurmark Brehme kom ekki fyrr en á loka- minútu leiksins. Frakkar unnu slakt lið Austur- ríkismanna 1-0 í Bordeaux. Dominique Rocheteau skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leiks- lok. Austur-Þjóðverjar unnu Tékka 2- 1 í Erfurt í Austur-Þýskalandi. Minge og Ernst skoruðu fyrir heimamenn en Griga fyrir Tékka. Þá fullkomnaði landslið Eng- lendinga undir 21 árs sigur sinn á Frökkum í Evrópukeppninni. Eng- land hafði unnið fyrri leikinn 6-1 og sigraði 1-0 í Rouen í gærkvöldi með marki Marks Hateley. Hann gerði fjögur mörk í fyrri leik liðanna. England er þar með komið í und- anúrslit keppninnar. - VS. Víkingar skoruðu 40 á Skaganum Víkingar unnu yfirburðasigur á 3. deildarliði ÍA, 40-18, þegar fé- lögin léku í bikarkeppni karla í handknattleik á Akranesi í gær- kvöldi. Leikurinn var jafn framan af, staðan var 8-7 fyrir Víking þegar langt var liðið á fyrri hálfleik, en undir lok hans settu meistararnir í fluggírinn og leiddu 15-9 í hléi. Þeir héldu síðan sínu striki í seinni hálf- leik, skoruðu þá 25 mörk gegn 9 og, stungu heimamenn gersamlega af. Guðmundur Guðmundsson var atkvæðamestur Víkinga og skoraði 8 mörk. Sigurður Gunnarsson gerði 7 og þeir Einar Þórarinsson, Hörður Harðarson og Ólafur Jóns- son gerðu 6 mörk hver. Pétur Ing- ólfsson skoraði 7 mörk fyrir ÍA, Valgeir Bárðarson 3, Sigurður Sig- urðsson og Ólafur Þórðarson 2 hvor en aðrir heldur minna. Getraunaseðlum skílað í fyrra lagi íslenskar Getraunir vekja sérstaka athygli á því að næsta laugardag þurfa útfylltir getraunaseðlar að hafa borist til Getrauna fyrir kl. 10.30 um morguninn, en ekki kl. 14 eins og venjan er. Astæðan er sú að einum leikjanna á seðlinum hefur verið flýtt, Everton og Southampton mætast kl. 10.30 um morguninn vegna þess að síðdegis fara fram hinar árlegu veð- reiðar í Liverpool, Grand National. hægra markhornið niðri, óverjandi fyrir Neville Southall, markvörð Everton. Everton gafst ekki upp og Adri- an Heath fékk gullið tækifæri á 35. mínútu en skaut beint á Bruce Grobbelaar Liverpool markvörð. Mínútu síðar bjargaði Sammy Lee á marklínu Everton frá Kevin Ric- hardson og mikið fjör var í leiknum. Ian Rush fékk síðan tvö dauðafæri sitt hvoru megin við leikhlé, þrumaði yfir í fyrra skiptið, lét síðan Southall verja frá sér eftir að hafa komist einn upp að marki Everton. Liverpool tókst síðan að ná mjög góðum tökum á leiknum, þótt He- ath og Graeme Sharp væru ætíð ógnandi við mark meistaranna. Ronnie Whelan, Craig Johnston og Rush hefðu allir getað fjölgað mörkum seint í leiknum en þau urðu ekki fleiri. 1-0 dugði - Liver- pool heldur sínu striki og reynir nú við þrennuna, Mjólkurbiicarinn, meistaratitilinn og sigur í Evrópu- ■keppni meistaraliða. - VS. Allison rekinn! Malcolm Allison var í gær rekinn úr stöðu sinni sem framkvæmda- stjóri enska knattspyrnuliðsins Middlesborough sem er neðarlega í 2. deild. Stjórn „Boro“ lýsti því yfir að félagið yrði að selja þrjá af sín- um bestu leikmönnum til að halda velli fjárhagslega, Allison neitaði og sagði útilokað að byggja upp lið á þann hátt, og stjórnin brást ó- kvæða við. Þetta var tíunda stjóra- staða hins litríka Allisons á löngum ferli hans og hann verður varla atvinnulaus lengi, það hefur sýnt sig að hann er með þeim virtari í faginu, þrátt fyrir allt. _ VS. Parreira hættur Carlos Alberto Parreira sagði í gær lausri stöðu sinni sem lands- liðseinvaldur Brasilíumanna í knattspyrnu. Hann fór fram á kauphækkun við brasilíska knatt- spyrnusambandið, þeirri mála- leitan var neitað og þar með var vinurinn rokinn. Parreira kom Kuwait í lokakeppni HM á Spáni 1982. Undir hans stjórn lék Brasil- ía 14 landsleiki, vann aðeins 5, gerði 7 jafntefli en tapaði tvívegis. - VS. Akumesingar sterkastir Akurnesingar reyndust sterkast- ir á unglingameistaramóti íslands í badminton sem haldið var í íþrótta- húsinu á Akranesi um síðustu heigi. Þeir sigruðu í 9 greinum, TBR í 6, Skallagrímur í 2 og HSK og Víking- ur í einni grein hvert félag. Að auki fengu TBR og Valur eitt gull sam- eiginlega. Gullverðlaunahafar Akurnes- inga voru eftirtaldir: Bjarki Gunn- laugsson í einliðaleik hnokka, Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir í tvíliðaleik hnokka, María Guð- mundsdóttir í einliðaleik meyja, Oliver Pálmason og Theodór Her- varsson í tvíliðaleik sveina, Berta Finnbogadóttir og Vilborg Viðars- dóttir í tvíliðaleik meyja, Vilborg og Karl Óskar Viðarsson í tvíliða- leik sveina og meyja, Árni Hall- grímsson í einliðaleik drengja, Haraldur Hinriksson og Bjarki Jó- hannesson í tvfliðaleik drengja og þau María Finnbogadóttir og Árni Hallgrímsson í tvenndarleik drengja og telpna. Gullverðlaunahafar frá TBR voru: Njáll Eysteinsson í einliða- leik sveina, Guðrún Júlíusdóttir í einliðaleik telpna, Snorri Ingvars- son í einliðaleik pilta, Þórdís Edwald í einliðaleik stúlkna, Snorri og Valsmaðurinn Haukur Finnsson í tvfliðaleik pilta, Þórdís og Guðrún Gunnarsdóttir í tvfliða- leik stúlkna og þau Þórdís og Snorri sigruðu að lokum í tvennd- arleik pilta og stúlkna. Sigríður Geirsdóttir, Skalla- grími, sigraði í einliðaleik táta og hún og Birgir Birgisson fengu gull- ið í tvenndarleik hnokka og táta. Nanna Andrésdóttir og Fríða Kristjánsdóttir úr Víkingi sigruðu í tvenndarleik drengja og telpna. Graeme Souness skoraði sigurmarkið Liverpool í gærkvöidi Öðru sinni frestað í Eyjum Ekki gátu Þór og FH leikið í bik- fyrrakvöld, og leik þeirra hefur arkeppni karla í handknattleik í verið frestað þar til í næstu viku. Eyjum í gærkvöldi, frekar en í Tryggir ÍS sér úrvalsdeildarsæti Eða lendir allt í flækjuhnút? Pór vill líka gefa leik „Ef lið komast átölulaust upp með aö gefa leiki, þá er Ijóst að við gerum það líka og gefum okkar leik gegn Laugdælum á Selfossí", sagði Gylfi Kristjánsson hjá körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri í samtali viö Þjóðviljann i gær. ,4»að bendir allt til þess að KKÍ vilji ekki vísa Fram úr mótinu fyrir að mæta ekki til ieiks gegn okkur og ekki var Skallagrími vísað úr mótinu fyrir að gefa leik gegn Grindvíkingum fyrr í vetur. Með því að gefa leikinn, þá spörum við okkur 35 þúsund krónur. En þetta byggist að sjálfsögðu á niðurstöðum úr hinum óafgreiddu kærumálum Fram- ara á hendur okkur og okkar á hendur Framara", sagði Gylfl. Þetta eru leiðinda málaflækjur sem eru komnar upp í 1. deild karla og þær geta skipt sköpum um hvaða lið fer uppí úrvalsdeildina. í kvöld kl. 20 leika ÍS og Laugdælir i íþróttahúsi Kennaraháskólans. ÍS kemst upp með sigri, en vinni Laugdælir leikinn, gerist málið flóknara. Verði niðurstaðan sú, að Þór gefi leikinn við Laugdæli, væru þeir síðarnefndu þar með komnir uppí úrvalsdeild með sigri annað kvöld. Sama yrði að sjálfsögðu uppi á teningunum ef leikurinn færi fram og - lyktaði með sigri Laugdæla. „Það yrði ansi hart ef Laugdælir færu upp vegna þess að Þórsarar gæfu ieikinn gegn þeim. Við verðum bara að sigra í kvöld, þá verða allar okkar áhyggjur úr sögunni", sagði Árni Guðmundsson hjá ÍS í gœr. Enn er eftir að afgreiða kærumál Þórsara og Framara sem er sprott- ið af því að leikur liðanna á Akureyri fyrr í vetur var flautaður af þar sem Fram mætti ekki til leiks með leikhæfl lið. Framarar telja að það hafi verið af óviðráðanlegum orsökum, flugvél þeirra hafi ekki getað lent, en Þórsarar segja þá hafa haft nægan tíma til að komast norður. Fram kærði aiílautunina en þá kærðu Þórsarar á móti, þeir segja að KKÍ beri að vísa Fram úr mótinu fyrir að mæta ekki til leiks. Þar við situr. Fram á möguleika á sæti í úrvalsdeildinni ef Laugdælir vinna í kvöld. Verði dæmt Fram í hag í kærumálunum, og liðið sigri síðan Þórsara og Skallagrím, Laugdælir vinni ÍS, þá er Fram uppi. Það versta við þetta alit saman er hve lengi dregist hefur að dæma í málaferlum Fram og Þórs. Ekkert er raunverulega á hreinu fyrr en niðurstaða í þeim liggur fyrir og það er greinilegt að körfuknatt- leiksforystan þarf að gera úrbætur í dómskerfi sínu hið bráðasta; þessi mál og Pétursmálið fyrr í vetur hafa sýnt rækilega fram á það. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.