Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.03.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓBVILJINN Föstudagur 30. mars 1984 Samningarnir við Alusuisse: Meiri þungaiðnaður en ég átti von á segir iðnaðarráðherra Sverrir Hermannsson Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra var spurður hvers vegna þetta misræmi væri i frásögnum hans, ekki síst þeim er hann við- hafði við Tímann og á fundi iðnrek- enda. „Jú, það er rétt að menn voru í haust að tala um 1. aprfl, en samn- ingarnir núna dragast á langinn vegna mikilla veikinda mannsins sem tók forystu í þessum málum fyrir Alusuisse 1. janúar sl. En endanlegt samkomulag um alla þætti málsins er ég ekki bjartsýnn á að fáist fyrr en í haust. Þátturinn um orkuverið er hugsanlegt að leysa, en ég vil að allir þættir, fram- tíð skattamála, allt, verði á hreinu, þannig að ekki verði um nein eftir- köst að ræða.“ I tíð fyrrverandi ríkisstjórnar lagðir þú til ásamt öðrum þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins að samningamálin við Alusuisse yrðu tekin úr höndum Hjörleifs Gutt- ormssonar þáverandi iðnaðarráð- herra, þar sem honum tækist ekki að semja við Alusuisse. Nú hefur þú verið iðnaðarráðherra í 10 mánuði og ekkert mjakast nema bráða- birgðasamkomulagið, sem þú raunar sagðir að væri ekki nógu gott. Sverrir í október „Aðilar munu leitast við að ná endanlegu samkomulagi ekki síðar en hinn 1. apríl 1984.“ i skýrslu til Alþlngis sl. október. „Bráðabirgðasamkomulagið var í áttina. Við erum auðvitað búnir að halda marga fundi og þetta þok- ast...“ Hjörleifur hélt líka fundi. „Já, rétt er það en hann var bú- inn að vera ráðherra í 5 ár.“ En samningaumleitanir gátu ekki hafíst fyrr en 1980 og þið héld- uð því fram að það væri auðvelt að ná samkomulagi ef Hjörleifur viki. „Spurningin er sú, undir hvað Hjörleifur var tilbúinn að skrifa, annars vil ég ekkert vera að rifja upp mál Hjörleifs að honum fjar- Sverrir í mars Samningar um framtíð fyrir- tækisins standa yfir, þar sem stækkun þess og orkuverð eru aðalþættir. Ég geri ráð fyrir að samningar muni fljótlega tak- ast um 50% stækkun fyrirtæk- isins, sem tæki til starfa 1988. Þetta segi ég vitaskuld með fyrirvara um orkuverð, en menn eru teknlr að tæpa á þelm tölum sem stefna á álit- lega niðurstöðu. Á ársfundl iðnrekenda 20. mars. stöddum, við höfum svo oft rætt þessi mál á opinberum vettvangi. Menn voru gagnrýnir á gang mál- anna, en eins og ég segi þetta kost- ar mikinn tíma, en éger bjartsýnn á að við náum viðunandi niðurstöðu en það kostar tíma.“ Finnst þér ef til vill Sverrir eftir Sverrir í útvarpi „Ég er ekki bjartsýnn á að endanlegir samningar við Alú- sviss, um hækkun raforku- verðs, stækkun álversins og fleira, náist fyrr en niðurstaða úr gömlu deilumálunum milli ríkisins og fyrirtækisins liggur fyrir.“ í viðtall vlð ríklsútvarpið 25. mars. að vera búinn að vera iðnaðarráð- herra í 10 mánuði að málið sé flóknara og erfiðara viðfangs en þú áttir von á áður en þú varðst ráð- herra? „Já, ég er nú helst á því að maður hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað þetta er feiknalega þungt í vöfum. Já, ég get alveg sagt það Sverrir í Tímanum „Ég tel ekki að endanlegt samkomulag náist við Aiusu- isse fyrr en sér f ramúr því hvað kemur útúr þessum gerðar- dómsúrskurðum, sem unnið er að nú af fullum krafti, en ég vonast til þess að það geti orð- ið með haustinu, og þá ætti ekki að taka svo langan tíma að ganga frá endaniegu samkomulagi milli íslendinga og Alusuisse". f viðtali við Tímann 28. mars. hreinskilnislega að þetta er meiri þungaiðnaður en ég átti von á.“ - S.dór. Lœknafélag Reykjavíkur og Lœknafélag íslands um nýja sjúklingaskattinn Greiðslur sjúklinga til sérfræðinga hækka ekki Læknaféiag Reykjavíkur og Læknafélag íslands hafa óskað eftir því að Páll Pórðarson- Þjóðviljinn birti eftirfarandi athugasemd vegna fréttar blaðsins um samn- framkvœmdastjóri. ingamál lækna og hinn nýja sjúklingaskatt stjórnvalda: Sýningargestir vlrða fyrlr sér námsgögn hand fötluðum börnum. Við getum öll lært Sýning hjá Námsgagnastofnun Að undanförnu hafa staðið yfir samningaviðræður milli Lækna- félags Reykjavíkur og Tryggingar- stofnunar ríkisins um kjarasamn- ing sérfræðinga á eigin stofum og milli Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur annars vegar og Tryggingastofnunar ríkis- ins hins vegar um kjarasamning heimilislækna. Samningaviðræðum sérfræð- inga er lokið með undirskrift samn- inganefndar lækna með fyrirvara um samþykki sérfræðinga. Var samningurinn kynntur á félags- fundi 27. þ.m. og verður til endan- legrar afgreiðslu á fundi í dag 29. mars. í frétt Þjóðviljans í dag er fullyrt, að í samningnum sé samið um stór- hækkanir á greiðslum sjúklinga til sérfræðinga. Þetta er alrangt, því að gjöld þau, sem sjúklingar greiða á stofum lækna, eru ekki samnings- atriði, heldur fara þau skv. reglu- gerð, sem ráðherra setur. í samn- ingi sérfræðinga er hins vegar sam- ið um, hvaða greiðslu lækni ber fyrir hvert einstakt viðtal eða verk. Reglugerðin segir síðan til um, hve stóran hlut af því gjaldi sjúklingi ber að greiða. Hækkun á greiðslu sjúklings hefur því alls ekki í för með sér tekjuauka til læknis, sem Iðnaðarráðuneytið og Félags- málaráðuneytið hafa kynnt sér- stakt orkusparnaðarátak sem felst í því að húseigendum verða veitt lán til endurbóta á húsnæði með það fær eins og áður segir samanlagt frá sjúklingi og tryggingum umsamið gjald fyrir hvert viðtal eða verk. í umsömdum samningi er ein- ungis gert ráð fyrir launahækkun til lækna, sem nemur 4.5% eins og B.H.M. samdi um nýverið. Samningaviðræðum heimilis- lækna er ekki lokið. Þar hefur einnig verið gengið út frá því, að launahækkun yrði 4.5%. Vegna fyrirhugaðrar niðurfellingar núm- eragjalda verður hins vegar um til- færslur á tekjum að ræða milli lækna, þannig að sumir kunna að lækka eitthvað, en aðrir hækka, þó þannig að samanlagt verði um 4.5% launahækkun að ræða. Upp- kast að samningnum hefur verið kynnt heimilislæknum. Undirtekt- ir voru hins vegar þannig, að alls óvíst er, hvort samningurinn verð- ur samþykktur eða haldið áfram með númeralæknakerfið. Læknafélag íslands og Læknafé- lag Reykjavíkur lýsa undrun sinni á fréttaflutningi eins og hann birtist í framangreindri forsíðufrétt Þjóð- viljans og vænta þess, að í framtíð- inni verði Ieitað traustari heimilda en gert var í þetta sinn. Reykjavík, 29. mars 1984. F.h. Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags íslands tyrir augum að draga úr orkunotk- un við hitunarkostnað. Gert er ráð fýrir því að lán nemi allt að 80% kostnaðar við slíkar endurbætur og lánstími verði 16 ára og afborgun- Athugasemd blaöamanns: Misskilningur læknafélaganna Athugasemd læknafélaganna er byggð á misskilningi. í frétt Þjóð- viljans í gær er alls ekki fullyrt „að í samningnum sé samið um stór- hækkanir á greiðslum sjúklinga til sérfræðinga". Hitt er fullyrt að hlutur sjúklinga í kostnaði við sér- fræðingsþjónustuna stórhækkar af þeirri einföldu ástæðu að uppi eru hugmyndir um að lækka verulega hlutfall Tryggingastofnunar í greiðslum. Þar er á ferðinni hug- mynd ráðherra í ríkisstjórninni til að „spara“ í útgjöldum Trygginga- stofnunar til að hafa eitthvað upp í fjárlagagatið margumrædda. Blaðamanni er fullkunnugt um þá reglugerð sem framkvæmdastjóri læknanna talar um í sinni athuga- semd og veit gjörla að hækkanir á greiðslum sjúklinga fara ekki til lækna heldur í ríkissjóð eins og áður var minnst á. Athugasemd læknafélaganna staðfestir að öðru leyti frétt Þjóð- viljans í meginatriðum. arlaus fyrir 2 árm. Ráðgert er að lána 30 millj. kr. til orkusparandi aðgerða á þessu ári. Áformað er að veita fé til endurbóta á a.m.k. 250 húsum á þessu ári eða allt að 38 millj. kr. I fyrsta áfanga verður lögð áhersla á að ná til þeirra húsa, er liggja á svæðum þar sem orkuverð er hátt, og hafa óeðlilega mikla orkunotk- un, segir í fréttatilkynningu frá iðn- aðarráðuneytinu. Nú stendur yfir sýning á kennslu- gögnum handa fötluðum börnum í kennslumiðstöðinni hjá Náms- gagnastofnun undir kjörorðinu: Við getum öll lært. Sýningin er ætluð sérkennurum, öllum kennurum er annast hjálpar- og stuðningskennslu af einhverju tagi og öllum þeim kennurum og kennaranemum og öðrum skóla- mönnum sem Iáta sig varða kennslu sem tekur mið af þörfum hvers nemanda. Meðan á sýningunni stendur verða flutt ýmis erindi er tengjast sérkennslu og sýndar verða kynn- ingarmyndir í tengslum við sýning- una. Á sýningunni er m.a. að finna bækur á léttu iesmáii fyrir nemend- ur með lestrarörðugleika, hljóð- bækur, námsgögn fyrir heyrnleys- ingjakennslu og hjálpargögn fyrir hreyfihamlaða og margt fleira. Að sögn Ingvars Sigurgeirssonar starfsmanns kennslumiðstöðvar- innar er tilefni sýningarinnar það að Námsgagnastofnun ráðgerir að hefja útgáfu á námsefni hand fötl- uðum börnum hér á landi. Ingvar sagði ennfremur að ýmis erlend fyrirtæki hafi sent sýnishorn af sinni framleiðslu á þessu svæði til sýningarinnar að kostnaðarlausu. Sýningin stendur yfir frá 26. mars til 13. apríl í kennslumiðstöðinni á Laugavegi 166. Raþ. Átak í orkusparn- aði við húshitun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.