Þjóðviljinn - 07.04.1984, Síða 10

Þjóðviljinn - 07.04.1984, Síða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. aprfl 1984 myndlist Sjónar- hom Sýning Vilhjálms G. Vilhjálmssonar í Listasafni ASÍ Vilhjálmur G. Vilhjálmsson heitir ungur Reykvíkingur sem heldur um þessar mundir einkasýn- ingu í Listsafni ASÍ við Grensás- veg. Þar sýnir hann 44 myndir sem gerðar eru á undanförnum árum. Þetta eru smáar myndir, teikning- ar, pastel- og vatnslitamyndir og nefnir Vilhjálmur sýningu sína Sjónarhorn. Ungur sótti hann námskeið og naut leiðsagnar Hrings Jóhannes- sonar og Ragnars Kjartanssonar. Arið 1973 hóf hann svo nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og lagði stund á auglýsinga- teiknun, en það er aðalstarf hans nú. 1977 hélt hann til framhalds- náms við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn, þar sem hann dvaldi til ársins 1980. Vilhjálmur hefur auk starfs síns unnið að fé - Vilhjálmur við eina af teikningum sínum. Ljósm. Atli lagsmálum og er m.a. varafulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem hann situr í Umhverfismálaráði. Hér á ferð ágætur teiknari og fágaður málari. Sést það vel á myndum hans sem hann hef- ur dregið upp í bílakirkju- görðum og hiklaust má telja at- hyglisverðustu myndirnar á sýning- Halldór B. Runólfsson skrifar unni. Það eru bílhræ, túlkuð á harðraunsæjan hátt með blýanti. Máluðu myndirnar eru á hinn bóg- inn landslagsmyndir, flestar af ná- grenni Reykjavíkur, en fáeinar frá Kaupmannahöfn. Einhvern veginn finnst mér sem þessi verk, gerð á erlendri grund, hafi vinninginn umfram íslensku lands- lagsmyndirnar. E.t.v. er það vegna þess að fyrir okkur „heitir lands- lagið ekki neitt", þegar það er er- lent. Þess vegna njótum við betur myndanna vegna eigin verðleika þeirra, þegar fyrirmyndin truflar okkur ekki. Þó er eflaust rangt að segja að menn njóti betur þess sem þeim er framandi en hins sem þeir þekkja. En alltént verða þeir að sjá hið kunnuglega í nýju ljósi, því það er markmið allrar listar að sýna mönnum eitthvað sem þeir hafa ekki séð fyrr. Þrátt fyrir ágæta og einlæga túlk- un á hinum ýmsu yrkisefnum úr íslenskri náttúru, skortir nokkuð á að við eygjum listamanninn Vil- hjálm bak við verkin. Myndirhans eru enn of skólaðar, of bundnar þeim almenna lærdómi sem flestir Valtýr Pétursson í Listmunahúsinu Afmælisgj öf Nú eru síðustu forvöð að líta augum sýningu Valtýs Péturssonar í Listmunahúsinu. Þar hanga 66 gouache-myndir eftir listamann- inn, gerðar á árunum frá 1951-57. Þetta er afmælissýning og um leið er hún söguleg upprifjun á merku tímabili í þróun Iistamannsins og íslenskri listasögu. Öll heyra verkin til þeirri tegund listar sem kölluð hefur verið geom- etrísk abstraksjón eða strangflata- stíll og var ríkjandi í evrópskum listsölum fyrsta áratuginn eftir stríð. Valtýr var einn af mörgum íslenskum listamönnum sem veitti þessari list brautargengi hér í byrj- un 6. áratugarins. Fáir voru eins fylgnir sér í mótun þessa stíls og Valtýr, enda sannar sýningin ein- urð hans þótt myndirnar séu frem- ur smáar. Valtýr var einn þeirra sem hélt til Parísar að stríðinu loknu og þar drakk hann í sig stefnur þær sem mestan svip settu á franska list í lok 5. áratugarins. Þar var fyrst og fremst um ljóðræna abstraksjón að ræða og geometrískan og form- fræðilegan abstrakt-stíl. Hafa list- fræðingar seinni tíma bent á hug- Tvær af myndum Valtýs á sýningunni. Ljósm. Atli ;UÖ«ó;ar. ^PPborö- nc% f ran fatastandur 995. LUNDÍA hffil ótal uppsétr 'uleikar, ótrúle^ Skrifborðsstrtti iénnirigamat Þ ngholt ;stræti cjavík. Símar 26540 arfarsleg tengsl þessara stefna við ólgu stríðsins og uppbygginguna að því loknu. Telja þeir ljóðrænuna hafa verið sprottna úr óhlutbund- num expressiónisma, sem reynt hafi að túlka átök og æði hins mikla hildarleiks. Má í því sambandi benda á fylgismenn Heljarfáksins (Helhesten) í hinni hernumdu Danmörku, en Svavar Guðnason var einn að meðlimum hópsins. Á uppbyggingarárunum sem sigldu í kjölfarið, sveiflaðist listin smám saman yfir í fastmótaðra form strangrar geometríu. Slík list átti miklu fylgi að fagna í París, enda hefur formfesta ávallt verið aðal franskrar listhugsunar. Urðu ýmsir listamenn til þess að beina franskri list aftur inn á braut geom- etríunnar. Má þar fyrstan nefna Rússann Vassilji Kandinsky, sem sest hafði að í nágrenni Parísar skömmu fyrir stríð, en eins og kunnugt er var Kandinsky „faðir abstraktlistarinnar". Þá má nefna Ungverjann Viktor Vasarely, upp- hafsmann optískrar listar, en hann hafði verið búsettur í Frakklandi frá byrjun 4. ártugarins. En sá listamaður sem sennilega hafði hvað sterkust áhrif á þá ungu íslendinga sem haldið höfðu til borgarinnar við Signu, var Frakk- inn Auguste Herbin (1882-1960). Hugmyndafræði hans kom einmitt út á prenti árið 1949, og nefndist „Óhlutbundin og óhlutlæg list“ (L’Art non figuratif non objectif). Herbin hafði komið við á öllum þeim stöðum þar sem geometrísk list var stunduð í Frakklandi og frá honum var runnin sú formfræði sem byggði á hreinum litum og hreinum frumformum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.