Þjóðviljinn - 07.04.1984, Page 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNJHelgin 7.-8. apríl 1984
Iff ÚTBOÐ
Tilboð óskast í stofnlögn hitaveitu að íbúða-
hverfi norðan Grafarvogs, II áfanga fyrir hita-
veitu Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 1500 kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað
fimmtudaginn 12. apríl nk. kl. 15 e. hád.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
/
Stór - Hlutavelta
verður haldin í félagsheimili Ármanns v/
Sigtún, sunnudaginn 8. apríl 1984.
Margir góðir vinningar eins og, málverk, öku-
kennsla og eplakassi, sykur, hveiti og fl.
Komið og freistið gæfunnar.
Enginn núll.
Frjálsíþróttadeild Ármanns
Csá Styrkir til háskólanáms
/1 eða rannsóknarstarfa á Ítalíu
ítölsk stjórnvöld bjóða tram í löndum sem aðiid eiga að Evrópu-
ráðinu nokkra styrki til háskólanáms á Ítalíu háskólaárið 1984-85.
Styrkirnir eru ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsóknastarfa að
loknu háskólaprófi. Umsóknum skal skila til menntamálaráðuneyt-
isins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 25. apríl n.k., á sérstökum
umsóknareyðublöðum, sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið,
5. apríl 1984.
JÁRNIÐNAÐARMENN
Óskum eftir að ráða plötusmiði og rafsuðu-
menn.
Upplýsingar gefur yfirverkstjóri í síma 20680.
Flugmálastjórn
óskar eftir tilboðum í lengingu flugbrautar á
Siglufjarðarflugvelli.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum vor-
um2. hæð Flugturninum Reykjavíkurflugvelli
frá þriðjudeginum 10. apríl nk. gegn 2000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað
fimmtudaginn 26. apríl n.k. kl. 14.00.
Áskilið er að taka hvaða tilboði sem berst eða
hafna öllum.
Flugmálstjórn
Flugmálastjórn
óskar eftir tilboðum í lengingu flugbrautar á
Ólafsfjarðarflugvelli.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum vor-
um 2. hæð Flugturninum Reykjavíkurflugvelli
frá þriðjudeginum 10. apríl n.k. gegn 2000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað
fimmtudaginn 26. apríl nk. kl. 15.00.
Áskilið er að taka hvaða tilboði sem berst eða
hafna öllum.
Flugmálastjórn
Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 7. apríl:
Heilbrigt bam -
auður framtíðar
Formlegur stofndagur Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar (WHO)
er 7. apríl 1946 og er dagsins minnst
árlega með því að beina athygli að
einhverjum þaetti á sviði heilbrigð-
ismála almennt eða í starfsemi
stofnunarinnar. Þannig var mál-
efnum aldraðra sérstakur gaumur
gefinn árið 1982 og í fyrra var fjall-
að um stefnumörkum WHO um
„Heilbrigði allra árið 2000“. Stofn-
unin hefur ákveðið að helga Al-
þjóðaheilbrigðisdaginn 1984
heilbrigði barna undir kjörorðinu
„Heilbrigt barn - Auður framtíð-
arinnar.“
Heilsuvernd og góð heilbrigðis-
þjónusta er forsenda félagslegrar
þróunar og bættra lífsgæða, segir
m.a. í tilkynningu heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins um
Alþjóðaheilbrigðisdaginn. Það er
grundvallaratriði, að mæður og
börn fái notið þess sérstaklega.
Umhyggja fyrir heilbrigði barna
hetst þegar á tósturskeiöi meö
barnavernd og eftirliti meðan á
þungun stendur. Hér á landi hefur
gífurlegur árangur náðst í heilsu-
vernd mæðra og barna. Dauði af
barnsförum er nánast úr sögunni á
íslandi og ungbarnadauði með því
lægsta sem þekkist í heiminum.
Smitsjúkdómar eru sérstakt
vandamál í barnæsku, en hægt er
að ná miklum árangri í baráttunni
við þá með bólusetningu. Al-
mennar bólusetningar og ónæmis-
aðgerðir eru nú sjálfsagður hlutur
- meðal efnaðri þjóða heims, en
jafnvel þótt slíkar aðgerðir séu til-
tölulega auðveldar í framkvæmd
og ódýrar, vantar mjög á að
markvissri bólusetningu gegn al-
gengum sjúkdómum sé við komið í
þróunarlöndum. Ástæður þess eru
meðal annars að flest bóluefni eru
viðkvæm í flutningi og geymslu og
koma því oft að engum notum
vegna slæmrar meðferðar á hinum
ýmsu stigum flutnings. Má þar
helst nefna skort á kæliaðstöðu.
Menntun, heilbrigði og góð fé-
lagsleg aðstaða fjölskyldna og
þjóðfélagheildar er grundvöllur
þroska barna, segir ennfremur í til-
kvnningunni.
íslendingar hafa brugðist mjög
vel við hjálparbeiðnum frá jrróun-
arlöndum, og má þar minnast
mikilla framlaga einstaklinga og fé-
laga til safnana Rauða kross ís-
lands í Hjálparsjóð sinn og Hjálp-
arstofnun kirkjunnar - Brauð
handa hungruðum heimi. Þá ber að
geta við þetta tækifæri aðstoðar ís-
lands við Grænhöfðaeyjar á sviði
fiskveiða og heilsugæslu.
En betur má ef duga skal.
^3
Svavar Vllborg Sveinn Margrét
WK. f U
Helgi Hjörlelfur Lára Jóna Öttar Magni
Alþýðubandalagiö
Forystumenn ferðast
um Austurland
Dagana 4.-8. apríl munu Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins, Vil-
borg Harðardóttir varaformaður og Margrét Frímannsdóttir gjaldkeri flokksins
svo og alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson og Sveinn Jóns-
son varaþingmaður ferðast til átta byggðarlaga á Austurlandi, halda þar almenna
og opna fundi og hitta fólk, m.a. á vinnustöðum.
tunmg verða með t terðinm tulltruar ur stjorn Æskulýðsfylkingar Alþýðubanda-
lagsins, þau Lára Jóna Þorsteinsdóttir og Óttar Magni Jóhannsson og ræða þau við
ungt fólk á stöðunum.
Opnir fundir verða sem hér segir:
If Egilsstaðir: miðvikudag4. aprfl kl. 21 (Hús Slysavarnarfélagsins) Helgi, Vilborg
og Sveinn verða á fundinum.
SeyðisQörður: fimmtudag 5. aprfl kl. 20.30 (Herðubreið) Helgi, Vilborg og
Sweinn.
|r Neskaupstaður: fimmtudag 5. apríl kl. 20.30 (Egilsbúð) Svavar, Margrét, Hjör-
^leifur.
W Fáskrúðsfjörður: föstudag 6. apríl kl. 20.30 (Grunnskólinn), Svavar,
Margrét, Hjörleifur.
Stöðvarfjörður: föstudag 6. apríl kl. 20.30 (Samkomuhúsið) Helgi, Vilborg,
Sveinn.
Breiðdalur: laugardag 7. apríl kl. 14.00 (Staðarborg) Helgi, Vilborg, Sveinn.
Eskifjörður: iaugardag7. apríl kl. 14.00 (Valhöll) Svavar, Margrét, Hjörleifur.
Borgarfjörður eystri: sunnudag 8. apríl kl. 14 (Fjarðarborg) Helgi, Vilborg,
Sveinn.
Reyðarfjörður: sunnudag 8. apríl kl. 16.00 (Hús verkalýðsfélagsins) Svavar
Margrét, Hjörleifur.
Ein framsöguræða verður á hverjum fundi.
Almennar umræður.
Fundarboðendur sitja fyrir svörum.
Fundirnir eru öllum opnir.
Alþýðubandalagið