Þjóðviljinn - 07.04.1984, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. aprfl 1984
NORÐUR
SUÐUR
í ályktun verður reynt að setja fram
tillögur um hvaða efnisatriði ríki Evr-
ópu geta sameinast hvað snertir
lausn á fæðuvandamálinu og að-
stoð við að draga úr hinni
ógnvekjandi mannfjöldaþróun, nýj-
ar áherslur í þróunaraðstoðinni
sjálfri en fyrst og fremst breytingar á
efnahags- og fjármálakerfi heims-
ins.
Vill Evrópa rjúfa víta-
hring aðgerðaleysisins?
A manudag hefst í Lissa-
bon í Portúgal viðamikil ráð-
stefna á vegum Evrópuráðs-
ins er nefnist: Norður-Suður:
Hlutverk Evrópu. Hafa ýmsir
af leiðtogum samtaka 3.
heims-ríkja látið svo ummælt
að ráðstefnan væri einhver
mikilvægasti stjórnmálavið-
burðurinn á þessu ári í sam-
skiptum Norður og Suðurs.
Hugmyndina að ráð-
stefnunni átti Ólafur Ragnar
Grímsson og setti hann hana
fram á þingi Evrópuráðsins
fyrir þremur árum. Hefur síð-
an verið unnið að henni og
Ólafur Ragnar verið formað-
ur skipulagsnefndar ráð-
stefnunnar. Það er fremur
fátítt að íslendingur taki að
sér forystu í jafn mikilvægu
alþjóðlegu máli og hér um
ræðir og því ekki úr vegi að
gengið væri á fund hans og
hann inntur eftir inntaki ráð-
stefnunnar og aðdraganda
hennar. Ólafi Ragnari sagð-
ist svo frá:
- Veturinn 1980-81 vann ég að
mjög ítarlegri skýrslu á vegum Evr-
ópuráðsins sem bar heitið: Global
Prospects: Human Needs and the
Earth’s Resources. í henni var far-
ið yfir öll þessi helstu vandamál
sem setja svip sinn á þróun
mannkynsins á næstu 30-40 árum. f
brennidepli þessara viðfangsefna
var það sem kallað er Norður-
Suður, eins konar ávísun á sam-
skipti hinna þróaðri þjóða eða
efnaðri ríkja, sem áður drottnuðu
yfir ríkjum 3. heimsins, og hinna
nýfrjálsu ríkja, rúmlega 100 tals-
ins, sem flest eru vanþróuð efna-
hagslega og tæknilega.
- Hvað kom til að þér var falið
að gera þessa skýrslu?
- Ég var þá nýkominn til Evróp-
uráðsins og hafði tekið þátt í um-
ræðu um efnahags- og þróunarmál
og starfað í efnahags- og þróunar-
nefnd ráðsins. Formaður nefndar-
innar kom að máli við mig haustið
1980 og fól mér að gera fyrrgreinda
skýrslu og semja drög að ályktun
sem ráðið mundi gera. Ég ræddi
, síðan við ýmsa sérfræðinga Sam-
einuðu þjóðanna, Alþjóðabank-
ans, OECD og fleiri aðila og studd-
ist við skýrslur sem þessar stofnanir
hafa sett saman. Um það leyti voru
þrjú grundvallarrit að koma fram
um þessi mál. Þar er fyrst til að taka
Brandt-skýrsluna frægu um
Norður-Suður. f öðru lagi svoköll-
uð Global 2000 eða Heimurinn
árið 2000 sem mikill fjöldi færustu
sérfræðinga í Bandaríkjunum
höfðu tekið saman á vegum Carter-
stjórnarinnar. Global 2000 var lýs-
ing á þróun veraldarinnar og fór
hún svo í taugarnar á frjálshyggju-
postulum að Reagan lét verða sitt
fyrsta verk í embætti að leggja
stofnunina sem unnið hafði skýrsl-
una niður. f þriðja lagi var það svo
skýrsla OECD (Facing the Future)
um framtíðarþróun í efnahagsmál-
um. Á grundvelli allra þessara við-
ræðna og gagna setti ég saman
skýrsluna.
- Og hvert var inntak hennar?
- Þar voru dregnar saman stað-
reyndir um gífurlega fólksfjölgun,
sívaxandi hungur, eyðingu lands og
skóga og stórfellda þurrð vatnsbóla
sem eyðileggur lífskjör hundruð
miljóna manna um víða veröld.
Einnig var lýst efnahagslegum
samskiptum iðnríkja og þróunar-
landa sem hafa reynst þeim síðar-
nefndu mjög erfið. Ég lagði þessa
skýrslu fram á miðju ári 1981 ásamt
ítarlegri ályktun sem Evrópuráðið
gerði að formlegri stefnu.
- Hvers konar tímamót markaði
þessi stefna?
- Umþærmundirbentimargttil
að tilraunir til að snúa þessari þró-
un við mundu ekki bera árangur.
Samtök 3. heims ríkja á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna (Group of 77
- ríkin eru reyndar nú hátt á 2.
hundrað) höfðu þá sett fram kröfur
um víðtæka samninga milli iðnríkja
og þróunarlanda (Global Negotiat-
ions) en þá var orðið ljóst að hin
nýja ríkisstjórn Bandaríkjanna var
mjög andvíg ýmsum aðgerðum
sem álitnar voru nauðsynlegar ef
ætti að snúa þróuninni við. Hins
vegar var það ljóst að Evrópuríkin
stæðu jafnfætis Bandaríkjunum að
efnahagslegri getu, ef þau legðu
saman, og eina vonin var sú að þau
reyndu að koma þessum viðræðum
af stað og fá varanlega lausn á þátt-
um eins og fæðuvandamálinu,
skuldabyrðinni, tækniþróuninni og
verslunarmöguleikunum sem
gerðu þróunarríkjunum kleift að
öðlast raunverulegt efnahagslegt
sjálfstæði. Veturinn 1981-82 kom
svo æ betur í ljós að nauðsyn væri á
sérstökum viðræðum í samskiptum
Norðurs og Suðurs.
- Og þá kom hugmyndin um
ráðstefnuna?
- í ályktun Evrópuráðsins frá
1981 hafði ég sett inn sem einn lið
að efnt yrði til sérstakrar ráðstefnu
og í mars 1982 fór ég ásamt nokkr-
um fulltrúum ráðsins og áttum við
viðræður í New York og Washing-
ton við Cuellar, aðalritara Samein-
uðu þjóðanna, Bradford Morse,
framkvæmdastjóra Þróunarstofn-
unar SÞ, Clausen bankastjóra Al-
þjóðabankans og ýmsa forystu-
menn aðra þar sem þeir voru þess
mjög hvetjandi að þessari hug-
mynd, sem ég hafði sett fram, yrði
hrint í framkvæmd.
Á grundvelli þessara viðræðna í
New York og Washington lagði ég
fyrir Evrópuráðið haustið 1982 ít-
arlega og formlega skýrslu um eðli
og umfang slíkrar ráðstefnu, hverj-
ir ættu að sækja hana o.s.frv. f
þessum umræðum kom fram að
mjög margir stjórnmálamenn á
vinstri og hægri kanti og miðju
stjórnmálanna töldu brýnt að Evr-
ópuráðið tæki til hendi og reyndi
að rjúfa vítahring aðgerðarleysins
sem samningaviðræður milli
Norðurs og Suðurs væru komnar í.
Þetta kom fram hjá fulltrúum ríkja
eins og Svíþjóðar, Hollands,
Austurríkis, Danmerkur og Nor-
egs sem hafa mjög skorið sig úr
varðandi mikil framlög til þróunar-
landa. Þessi viðhorf fóru líka að
koma fram hjá fulltrúum stærri
ríkja, m.a. í ræðu sem Mitterand,
forseti Frakklands, flutti á þingi
Evrópuráðsins þar sem kom fram
eindreginn stuðningur við hug-
myndina og sama gilti um ýmsa frá
Þýskalandi. Þá kom líka fram
stuðningur frá ríkjum S-Evrópu
svo sem Spáni og Portúgal sem
hafa löngum haft meiri samskipti
við S-Ameíku og hluta Afríku en
önnur ríki í Evrópu.
Um haustið 1983 var sett á lagg-
irnar formleg skipulagsnefnd til að
vinna að þessum undirbúningi og í
henni voru fulltrúar allra helstu
nefnda Evrópuráðsins. Á næstu
mánuðum tóku svo einnig sæti í
nefndinni formlegir fulltrúar frá
stofnunum Sameinuðu þjóðanna,
Alþjóðabankanum, Efnahags-
bandalaginu, Alþjóða vinnumál-
astofnuninni, OECD og einnig frá
samtökum ríkja 3. heimsins. Var
það í fyrsta skipti í sögunni sem
allir þessir aðilar tóku höndum
saman um að skipuleggja slíkan at-
burð í samskiptum Norðurs og
Suðurs og í fyrsta skipti sem
samtök ríkja 3. heimsins taka
formlega þátt í samvinnu við
Evrópuráðið um stefnumótun á
þessu sviði.
- Og þú varst kosinn formaður
nefndarinnar?
- Já, ég var kosinn formaður
þessarar skipulagsnefndar sem hef-
ur nú í hálft annað ár unnið að
undirbúningi þessarar ráðstefnu.
Hefur það verið gífurlegt verk
enda hefur þurft að greiða fram úr
fjölmörgum vandamálum. Það
þurfti t.d. að velja ráðstefnunni
stað og það var býsna flókið því að
ríkisþing og ríkisstjórnir þriggja
landa kepptust um að fá að halda
hana: Austurríki, Spánn og Port-
úgal.i Það var flókið diplomatískt
spil að komast að niðurstöðu.
- Hvers vegna völduð þið Por-
túgal?
- Af ýmsum ástæðum. Portúgal
hefur sterk tengsl við ákveðin lönd
í Afríku og S-Ameríku sem önnur
Evrópuríki hafa ekki. Þar að auki
er lýðræðið í Portúgal ungt og við
vildum styrkja lýðræðisstofnanirn-
ar með því að koma með þessa ráð-
stefnu til þeirra. Þetta staðfestu
þeir líka sjálfir með því að bjóða
fram ríkisþinghúsið undir ráðstefn-
una og fresta þinginu á meðan.
Mario Soares forsætisráðherra
hefur sýnt mikinn áhuga á ráð-
stefnunni. í nóvember 1983 fór ég
til Lissabon til að eiga með honum
sérstakan fund um ráðstefnuna og
á fundinum með Mario Soares kom
m.a. fram að Portúgal ætti að ýmsu
leyti gott með að vera brú milli þró-
aðra iðnríkja og vanþróaðra ríkja
þar sem landið sjálft mætti kallast
vanþróað Evrópuland. Honum var
líka persónulega mikið í mun að
sýna fulltrúum lýðræðislegra þinga
og ríkisstjórna í Evrópu að lýð-
ræðið og lýðræðisstofnanir stæðu
styrkum fótum í Portúgal. Þess skal
getið að ég hitti Soares að máli í
vikunni fyrir heimsókn Vigdísar
Finnbogadóttur til Portúgals og
varð var við að Portúgalir biðu
heimsóknarinnar með mikilli eftir-
væntingu. Þeir hafa síðan lýst með
mikilli hrifningu framkomu Vigdís-
ar og ræðum í þessari opinberu
heimsókn.
- Hverjir verða helstu ræðu-
menn á ráðstefnunni?
- Annar meginþátturinn í störf-
um skipulagsnefndar var að velja
ræðumenn og umræðuefni. Willy
Brandt féllst snemma á að verða
ræðumaður og sama gilti um for-
stöðumenn þeirra alþjóðastofnana
sem hlut eiga að máli. Þannig
munu þeir einstaklingar, sem hafa
verið hvað áhrifaríkastir í stefnu-
mótun á þessu sviði, allir taka þátt í
ráðstefnunni. Meðal framsögu-
manna verða einnig Sridath Ramp-
hal, framkvæmdastjóri Sambands
bresku samveldisríkjanna, sem
sumir vildu gera að aðalritara SÞ
um árið. Hann hefur bak við tjöld-
Á fundinum með Peres de Cuellar aðalritara Sameinuðu þjóðanna í New
York í mars 1982 þegar fjallað var um þá hugmynd að halda sérstaka ráð-
stefnu til að ræða hlutverk Evrópu í samskiptum Norðurs og Suðurs. Á
myndinni eru við hlið aðalritarans Sir Anthony Grant formaour efna-
hagsnefndar Evrópuráðsins, Ólafur Ragnar Grímsson og Sir John Osborn
en Ólafur varð síðan formaður skipulagsnefndar ráðstefnunnar og Sir John
varaformaður