Þjóðviljinn - 07.04.1984, Page 15

Þjóðviljinn - 07.04.1984, Page 15
Helgin 7.-8. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Rœtt við Ólaf Ragnar Grímsson um ráðstefnu á vegum Evrópu- ráðsins sem hefst í Lissabon á mánudag in verið einna áhrifamestur ein- staklingur í samskiptasögu Norðurs og Suðurs og samdi ásamt Edward Heath marga kafla í Brandt-skýrslunni. - Hvað um fulltrúa 3. heims ríkjanna sjálfra? - Það var náttúrlega mjög nauðsynlegt að samtök ríkja í 3. heiminum tæki þátt í stefnumörk- un sem þarna ætti sér stað. Er þar einkum um að ræða tvenn samtök: f fyrsta lagi Samtök óháðra ríkja sem Indira Gandhi veitir nú for- stöðu og í öðru lagi Samtök ríkja 3. heimsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en Munos Ledo, sendi- herra Mexíkó hjá SÞ, er nú for- maður þeirra. Ég fór til Indlands í janúar á þessu ári og átti þar m.a. viðræður í Delhi við Indiru Gandhi og helstu embættismenn hennar á þessu sviði. Niðurstaða þeirra um- ræðna var sú að Narashima Rao, utanríkisráðherra Indlands, mundi flytja stefnuræðu á ráðstefnunni fyrir hönd Samtaka óháðra ríkja. Veturinn 1982-83 átti ég nokkr- um sinnum fund með Farooq So- bhan, sendiherra Bangla Desh hjá SÞ, sem þá var formaður samtak- anna Group 77 um þátttöku þeirra í ráðstefnunni. Þegar Munos Ledo tók svo við formennskunni á sl. hausti af Sobhan var ákveðið að hann talaði f.h. 3. heims ríkja. - Er eindrægni meðal Evrópu- ráðslanda um ráðstefnuna? - Þriðji þátturinn í undirbúningi var að kynna ráðstefnuna fyrir þjóðþingum og stjórnvöldum í Evrópu. Það gekk mjög vel, eigin- lega of vel. Undirbúningurinn mið- aðist við að 150-200 manns sætu ráðstefnuna en áhuginn reyndist svo mikill að síðast voru komnir um 400 fulltrúar eða fleiri en prent- uð gögn eru til fyrir. Þetta er mjög jákvætt og sýnir pólitískan skilning á að Evrópa geri sig sérstaklega gildandi á þessu sviði og rjúfi víta- hring aðgerðarleysins sem ég minntist á áðan. - Og hvað reiknarðu svo með að komi út úr ráðstefnunni? - Ég hef haft með höndum að undirbúa ályktun ráðstefnunnar og samdi fyrstu drög að henni í Ibk árs 1983. Þau hafa verið rædd á nokkr- um fundum í París á undanförnum mánuðum og hafa fulltrúar Evróp- uráðsins og fyrrgreindra alþjóðast- ofnana setið þá. í henni er reynt að setja fram tillögur um hvaða efnis- atriði ríki Evrópu geti sameinast hvað snertir lausn á fæðuvandamák inu ogaðstoðviðaðdragaúrhinni ógnvekjandi mannfjöldaþróun, nýjar áherslur í þróunaraðstoðinni sjálfri en fyrst og fremst breytingar á efnahags- og fjármálakerfi ver- aldarinnar. Þetta snertir starfsemi þeirra alþjóðastofnana, sem þarna bera helst ábyrgð, og einnig eru settar fram tillögur um hvernig samningaviðræður geti hafist á raunhæfan hátt, um hvað eigi að fjalla í þeim og hvernig. Síðan eru einnig settar fram tillögur um aukið samstarf Evrópuríkja á þessu sviði og nýtt hlutverk Evróp- uráðsins sem samtengjandi stofn- unar varðandi Norður-Suður- umræðurnar. í Evrópuráðinu eru bæði ríki utan og innan Efnahags- bandalagsins og er það því eina stofnunin sem þessi ríki geta starf- að saman að þessu markmiði. Það á svo eftir að koma í ljós hvort þessi ályktun nær fram að ganga. - Reiknarðu með því? - Það skýrist á . ráðstefnunni sjálfri. Ég mun flytja framsögu um hana á 1. degi og síðan verður fjall- að um hana í vinnuhópum en 3. degi ráðstefnunnar verður að mestu varið til að ræða hana og þá reynt að fá niðurstöðu. Ef hún nær fram að ganga mun hún marka allveruleg tímamót í Norður- Suður-samskiptunum. Forystu- menn samtaka ríkja 3. heimsins sem ég átti fund með í nóvember, sögðu að þeir litu á ráðstefnuna sem mikilvægasta stjórnmálaat- burðinn í samskiptum Norður og Suðurs á þessu ári. Afstaða Reagan-stjórnarinnar og forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum gerðu það að verkum að þaðan væri engra breytinga að vænta. Ráðstefnan væri því prófsteinn á það hvort vítahringur aðgerðarl- eysisins héldi áfram eða hvort teknir verði upp samningar um breytingar á efnahagskerfi heims- ins og sérstakar bjargir handa þeim hungruðu í veröldinni. Spurningin er hvort í Evrópu er pólitískur vilji til að takast á við þetta. Ráðstefnan er ekki aðeins sú fyrsta sinnar tegundar heldur einn- ig mikilvægur prófsteinn á næstu framtíð, hvort hægt sé að vænta raunverulegra breytinga á þeim vandamálum sem mannkynið á við að glíma. -GFr Sonny Ramphal framkvæmdastjóri Sambands bresku samveldisíkjanna og Ólafur Ragnar ræðast við í London þegar fyrstu hugmyndirnar um skipulag ráðstefnunnar og helstu stefnuáherslur voru að koma fram. Sonny Ramphal hefur gegnt mikilvægu hlutverki í stefnumótun ríkja þriðja heimsins varð- andi Norður-Suður viðræðurnar og átti ásamt Heath fyrrum forsætisráð- herra Bretlands mestan þátt í því að samkomulag tókst í Brandtmefndinni um þær tillögur sem settar voru fram í skýrslu hennar IIÁ I U' I A l íl ..Ijúffengan mat í hádeginu og á kvöldin? Eða eitt girnilegasta úrval af heimabökuð- um kökum í bænum? Gerðu þá svo vel að heimsækja endur- nýjaðan og stórglæsilegan veitingasal okkar, — þótt ekki sé nema til að kynn- ast vinsæla setkróknum. Nýr matseðill! Verö viö birtingu auglýsingar kr. 198.500 Verðlisti yfir Lada-bifreiðar fyrir handhafa örorkuleyfa. LADA Canada er sérútgáfa af LADA fyrir Canada markaö, þar sem eru geróar auknar kröfur um útbúnaö og öryggi fyrir farþega og öryggi í umferðinni. Kostirnir eru þaö margir í gæöum og útliti aö þeir veróa ekki taldir uþþ hér en kíktu viö, skoðaöu og sþjallaóu við sölumennina sem veita allar nánari uþþlýs- ingar um þennan ,,sþes“ bíl. Lán 100.000 Þér greiðið 98.500 Lada 1300 Lada 1200 station Lada 1500 station Lada 1500 Safír Lada 1600 Canda Lada Lux Lada Sport kr. 106.600 kr. 113.600 kr. 124.300 kr. 118.100 kr. 128.000 kr. 135.400 kr. 216.600 Verkstæði Söludeild 39760 31236 Bifreiöar & Landbúnaðarvélar hf Suðurlandsbraut 14

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.