Þjóðviljinn - 07.04.1984, Síða 17
Helgin 7.-8. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
16 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. aprfl 1984
Rætt við Sigursvein D. Kristinsson
skólastjóra á 20 ára afmæli skólans
Kennarar og starfsfólk fyrir utan skólahúsið að Hellusundi 7. Skólastjórinn Sigursveinn D. Kristinsson, í
hjólastól fyrir miðju. Aðrir á myndinni eru f.v.: Sigursveinn Magnússon, Símon Ivarsson, Janine Hjaltason,
Joseph Brienes, Ásbjörn Jóhannesson.Sigrún Gestsdóttir.Einar Jóhannesson, Anna Normann.MichaelShelt-
on, Steven Yates, Þóra Stefánsdóttir, Helga Helgadóttir, Janet Wareing, Brynja Guttormsdóttir, Rakel Jónsdótt-
ir, Hafdís Kristinsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Hróðmar Sigurbjörnsson, John Speight, Daníel Þorsteins-
son, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Guðrún Birgisdóttir, Joseph Fung, Adolf Hallgrímsson, Kathline Bjeden, Páll
Hannesson, Júlíana Kjartansdóttir, Martial Nardeau, Reynir Kristjánsson, Ólöf Sigurðardóttir og Erna Másdótt-
ir. Nokkra vantar á myndina. Ljosm.: gel
Tónskóli Sigursveins D.
Kristinssonarertvítugurum
þessar mundir og er nú að
færa út kvíarnar með ný-
bygginguíBreiðholti.Tón-
skólinn er löngu orðinn fast-
ur í sessi í menningarlífi
höf uðborgarinnar og við
gengum á fund Sigursveins í
tilefni af þessum tímamótum
til að forvitnast um upphaf
skólans, starfsemi og
framtíðarhorfur.
- Þú komst að norðan, Sigur-
sveinn?
- Já, aðdragandinn að þessari
skólastofnun byggist á starfi mínu
norður á Siglufirði. Ég kom frá
námi frá Þýskalandi haustið 1957
og var beðinn um að koma norður
til að stjórna lúðrasveit. Ég hafði í
farangri mínum nokkrar blokk-
flautur og nótur og tveimur mán-
uðum síðar var ég kominn með á
annað hundrað nemendur. Um
vorið var svo ákveðið að stofna
Tónskóla Siglufjarðar með aðstoð
verkalýðsfélaganna þar og vil ég
sérstaklega nefna mikið og fórnfúst
starf- Óskars Garibaldasonar að
stofnun skólans en hann var þá
framkvæmdastjóri verkalýðsfélag-
anna Þróttar og Brynju. Þessi skóli
varð töluvert vinsæll á Siglufirði.
Ég var skólastjóri hans í 5 ár og sú
reynsla sem fékkst af starfi hans
benti til þess að einnig annars stað-
ar kynni að vera grundvöllur fyrir
svipaðan skóla.
- Á hvaða fjárhagsgrunni var
skólinn rekinn?
- Þá voru engin lög komin um
tónlistarskóla þannig að við nutum
ekki opinberra styrkja. Það var
áhugi verkalýðsfélaganna og fólks-
ins á staðnum sem bar þennan
ágæta ávöxt og við vorum líka að
þessu fyrir litla peninga.
Menningarþáttur
verkalýðs-
hreyfingarinnar
- Og svo kemurðu suður?
- já, ég fluttist suður vorið 1963
en það ár tóku gildi lög um fjár-
hagslegan stuðning við tónlistar-
skóla. Um þær mundir fór hópur
manna, aðallega í forystu verka-
lýðsfélaganna, að ræða um nauð-
syn þess að stofna alþýðlegan tón-
listarskóla en slíkum skólum hafði
ég kynnst bæði í Danmörku og
Þýskalandi. Stofnfundur Styrkt-
arfélags skólans var svo haldinn 30.
október 1964. Það er táknrænt að
Tryggvi Emilsson skrifaði fyrstu
fundargerðina og þarna voru fleiri
þekktir verkalýðsforingjar sem
voru áhugasamir um menningar-
þátt verkalýðshreyfingarinnar.
Um haustið samþykkti þing Al-
þýðusambands íslands svofellda
ályktun:
„29. þing Alþýðusambands ís-
lands fagnar þeim menningarauka,
sem orðið hefur af starfsemi Tón-
skóla Siglufjarðar síðustu 5 árin og
telur að því fé, sem veitt hefur ver-
ið skólanum til styrktar, hafi verið
vel varið. Telur þingið, að fenginni
þessari reynslu, að þess megi vænta
að hinn nýstofnaði Tónskóli Sigur-
sveins D. Kristinssonar í Reykja-
vík geti orðið alþýðu landsins til
menningarauka ef ekki skortir
nauðsynlegt fé til að búa skólanum
viðunandi starfsskilyrði.“
- Þetta hefur verið mikilvægt?
- Já, ASÍ samþykkti að veita
okkur árlegan styrk og nokkur fé-
lög aðallega Dagsbrún, Iðja, Tré-
smíðafélag Reykjavíkur og nokkur
fleiri hafa æ síðan veitt okkur
nokkurn styrk. Þetta var sérstak-
lega mikilvægt framan af til að hægt
væri að kaupa hljóðfæri. Það er
líka mikilvægt atriði í skipulagsskrá
Tónskólans að styrktarfélagið
sjálft eignist enga peninga heldur
væru þeir fjármunir sem félagið
kæmist yfir alltaf eign skólans
sjálfs. Þetta varð til þess að tryggja
að félagið sjálft yrði ekki ríkt eins
og stundum hefur gerst um lík fé-
lög.
Litlu krakkarnir
komast ekki í bœinn
- Er ekki sérstaklega kveðið á
um það að Tónskólinn skipuleggi
kennslu í úthverfum til þess að létta
börnum þar aðgang að námi?
- Jú, það er rétt og við höfum
reynt að gera það alla tíð þó að það
Sigursveinn Magnússon aðstoðarskólastjóri aðstoöar ungan nemanda.
Ljósm.: gel.
að bíða alllengi eftir að fá úthlutað
lóð og fengum hana sl. vor og húsið
þar er orðið fokhelt.
- Og hvenær verður það tekið í
notkun?
- Það er ætlunin að taka í notkun
4-5 kennslustofur í haust en alls
verða 11 kennslustofur í húsinu
þegar það er fullgert og að auki 130
fermetra æfingasalur.
- En miðstöð skólastarfsins hef-
ur verið niðri í bæ?
- Já, okkur tókst að komast yfir
viðunandi húsnæði í Hellusundi 7
árið 1971 og þar hefur aðalskólinn
verið.
- Eru Breiðhyltingar áhuga-
samir um tónlist?
- Þetta er orðið geysilega stórt
hverfi, ætli búi ekki um 30 þúsund
manns í Breiðholti og langmest
ungt fólk. Það eru langir biðlistar
að komast í skólann. Litlir krakkar
komast ekki niður í bæinn og fólkið
er ekki það efnað að það geti varið
fjármunum og tíma til þess að flytja
þau á milli. Ég held að Breiðhylt-
ingar fagni tilkomu þessa nýja
húss.
- Hversu margir nemendur og
kennarar eru í skólanum?
- Síðustu árin hafa verið um eða
yfir 550 nemendur en fyrstu árin
voru þeir um 100. Kennararnir eru
um 35, þar af um helmingur í fullu
starfi.
Tilgangurinn að
auka almenna mennt-
un
- Eru eingöngu börn og ung-
lingar í skólanum?
- Að meirihluta en einnig erum
við með undirbúningsdeild fyrir
fullorðna og þeir eru á öllum aldri.
Elsti nemandinn nú er 72 ára. Sér-
staða skólans er m.a. í því fólgin að
við erum ekki eingöngu að leita
uppi hæfileika til að ala upp fagfólk
heldur er tilgangurinn að auka al-
menna menntun á þessu sviði og
kenna fólki sem hefur ekki nema
takmarkaðan tíma. Fjöldi fólks
hefur komið til okkar sem hefði
kannski ekki dottið í hug að fara í
aðra skóla. Við höfum líka hvatt
það til að koma hingað og æfa sig á
hljóðfærin ef það á ekki hljóðfæri
sjálft.
- Veitir skólinn einhver sérstök
réttindi?
- Það er einungis Tónmennta-
Slgursvelnn: Verkalýðshreyfingin hefur alKaf verið ná-
tengd skólanum. Ljósm.:eik.
hafi ekki alltaf gengið vel vegna
húsnæðisskorts. Fyrstu árin fór
kennsla fram að miklu leyti á
heimilum kennara og í leiguhús-
næði í borginni. Þeir sem leigðu
okkur þurftu svo kannski að nota
húsnæðið sjálfir og þá hrundi það
starf sem við vorum kannski byrj-
aðir á þar. Tónlistarnám verður að
byggja upp á nokkrum árum, það
er ekki hægt að kenna bara í eitt ár.
Árið 1976 byggðum við lausa
kennslustofu og fengum leyfi til að
setja hana á lóð Fellaskóla í
Breiðholti til að mæta vaxandi að-
sókn á því svæði og var hún með
þremur litlum kennslustofum sem
löngu eru fullnýttar. Við höfum
síðan stefnt að því í nokkur ár að
byggja í Breiðholti og vorum búnir
kóli Sigursveins á
Er í 7. himni
Sálfræðin segir að hjónabandsleysi
orsaki kvef. Adelaide (Sigríður Þor-
valdsdóttir) grípur til sálf ræðinnar til
þess að lokka Natan Detroit (Bessa
Bjarnason) í hjónabandið. Ljósm.
Atli
Gæjar og píur
í banastuði í
Þjóðleikhúsinu
í hlutverki
Næslí Johnson
segir
Flosi
Ólafsson
leikari
og
þýöandi
verksins
Þaðvarlíf og fjörá sviði
Þjóðleikshússins ívikunni,
þegarblaðamaður
Þjóðviljans fékk að fylgjast
með æfingu á söngleiknum
Gæjarog Píur, sem
frumsýndur var í gærkvöldi.
Söngleikir eru vandmeðfarið
leikhúsform, og það er trúa
mín að sjaldan hafi jafn
fagleg vinnubrögð sést í
Þjóðleikshúsinu þar sem
saman fer fjör og gáski og
ótrúleg nákvæmni í flókinni
sviðssetningu, þar sem
fléttað er saman leikatriðum
söngvum og dönsum og
iðandi götulíf og
undirheimarNew
Yorkborgar verða Ijóslifandi
fyrir manni með Ijósaflóði
sínu og skuggaborgum í
snilldarlega útfærðri
leikmynd.
Þetta er heimur fjárglæfra-
manna, loddara og lauslætisdrósa
þar sem hjálpræðisherinn heyr
blinda baráttu gegn syndinni en
draumurinn um ástina og hjóna-
bandið svífur yfir vötnunum eins
og vera ber í sönnum amerískum
söngleik. Söngleikurinn er byggð-
ur á sögum og sögupersónum
bandaríska rithöfundarins Damon
Runyon, tónlistin og söngtextarnir
eru eftir Frank Loesser en
leikhandritið eftir þá Jo Swerling
og Abe Burrows.
—
Næslí Johnson á varðbergi gagnvart fulltrúa hins opinbera siðgæðis (Rúrik
Haraldsson og Flosi Ólafsson) Ljósm. Atli.
\
Fjöldi manns tekur þátt í sýning-
unni, og eru leikarar og dansarar
42 en 16 manna hljómsveit leikur í
gryfjunni.
Leikstjórar eru þeir Benedikt
Árnason og Kenn Oldfield frá
Bretlandi, en tónlistinni stjórnar
Terry Davies frá breska þjóðleik-
húsinu. Leikmyndina gerði Sigur-
jón Jóhannsson en hinir fjölskrúð-
ugu búningar eru teiknaðir af Unu
Collins frá Bretlandi, sem gert hef-
tímamótum
Á laugardag var hátið í nýja húsinu í Breiðholti, sem nú er fokhelt. Hér er Sigurveinn D. Kristinsson að stjórna
nemendahljómsveit.
kennaradeild Tónlistarskólans í
Reykjavík sem veitir réttindi en við
leitumst við að fullnægja ákvæðum
laga um fjárhagslegan stuðning við
tónlistarskóla. Það er eitt af megin-
markmiðum skólans. Nemendur
frá okkur hafa margir farið í nám
erlendis og sumir komið aftur til
okkar til að kenna við skólann. Þar
get ég t.d. nefnt Símon ívarsson,
Arnald Árnason og Sigursveinn
Magnússon. Ég vildi gjarnan geta
þess að mjög áhugasamir kennarar
með góða menntun hafa ráðist að
skólanum og það hefur styrkt stöðu
hans meira en nokkuð annað. Ég
tel að við höfum grundvallað
„standard" í gítarleik hér á landi.
Þar höfðum við úrvals kennara,
Gunnar H. Jónsson.
- Hvað með skólagjöld?
- Þeim hefur alltaf verið stillt í
hóf og við höfum verið í lægri kant-
inum með þau en eftir því sem við
höfum meira umleikis verður
reksturinn kostnaðarsamari. Þeir
sem komnir eru langt í náminu
þurfa að læra miklu fleiri greinar en
þeir sem eru að byrja. Forskóla-
kennslan er hins vegar hópkennsla,
bæði fyrir börn og fullorðna. Það er
eins konar hreinsunareldur og þeir
sem komast í gegnum hann eru
búnir að átta sig á því hvort þeir
vilja halda áfram.
- Telurðu að viðhorf til tónlist-
árnáms hafi breyst síðan þú byrjað-
ir?
- Já, ég held það. Það er meiri
sókn í þetta nám núna heldur en
hefði getað hugsast þegar við byrj-
uðum. Ég lærði það á Siglufirði að
foreldrar líta ekki síst á tónlistar-
nám sem félagslegt og þroskandi
nám fyrir börn. Þetta er félagsleg
upplifun og að vera t.d. í hljóm-
sveit bindur þau ákveðnum bönd-
um. Við þurfum endilega að rækta
þennan þátt í þjóðfélaginu - það
veitir ekki af því að fólk hafi áhuga-
mál af slíku tagi.
- Þú átt við í stað þess að horfa á
sjónvarp eða eitthvað þvíumlíkt?
- Já, ég er hissa á að fólk skuli lifa
við það að glápa á það allan sólar-
hringinn. En ég er nú náttúrlega
orðinn gamall og á nú ekkert sjón-
varp, kæri mig ekki um það.
- Að lokum, Sigursveinn. Kenn-
irðu ennþá sjálfur?
- Já, svolítið. Ég kenni tveimur
hópum krakka í forskóla og hef
mikla ánægju af og svo er ég líka
með hljómfræði fyrir þá sem eru að
verða búnir.
- GFr.
ur búninga við fjölmargar sýningar
hér á landi.
Þýðingin á texta leiksins hefur
verið sérstök þraut, og verður ekki
annað séð en að þar hafi snilldar-
lega tekist til í mörgum tilvikum,
þar sem mállýska undirheima New
Yorkborgar flæðir fram á ástkæra
ylhýra málinu, eins og aldrei hafi
öðruvísi verið talað á íslenskri
tungu. Og það var einmitt þýðand-
inn, sem blaðamaður króaði af í
leikhléi á æfingunni, en hann fer
jafnframt með veigamikið hlutverk
Næslí Næslí Johnson í leiknum:
FIosi Ólafsson, var það ekki
meiri háttar þrekraun að snúa
þessum texta yfír á íslenska tungu?
Tja, ég er nú svo þversum, skal
ég segja þér, að ég hef helst gaman
af að fást við það sem álitið er óger-
legt. Ég hef þýtt eina bók um æf-
ina, Catcher in the Ray eftir Sa-
linger, og ég hefði aldrei farið út í
það verk nema af því að góðir
menn, glöggir og velviljaðir höfðu
sagt mér að það væri á einskis
manns færi að þýða þá bók. Guys
and Dolls þýddi ég á svipuðum for-
sendum. Þetta er söngleikur um
þessa dýrlegu karaktera Damons
Runyon og hann er skrifaður með
málfari skemmtilegra byssubófa í
New York. En auðvitað tekur það
á taugarnar að sjá blaðsíðu eftir
blaðsíðu af þessum snjalla texta
fokkast upp í þýðingunni, því ég
get sagt þér að frumtextinn er alveg
dýrlegur samsetningur, bæði í
söngvum ogsamtölum. En éggerði
eins og ég gat, - reyndi að gera
söngvana sönghæfa og textann tal-
hæfann, - síðan er annarra að
dæma um hvernig til hefur tekist.
Eru Gæjar og píur gott bók-
menntaverk?
Já, alveg tvímælalaust.
Hvað gera gæjar þegar harkið bregst? Benni Soutstreet (Sigurður Sigur-
jónsson), Natan Detroit (Bessi Bjarnason) og Næslí Næslí Johnson (Flosi
Ólafsson) ásamt tveim öðrum skuggalegum gæjum úr undirheimum New
York. Ljósm. Atli.
Hvað er það sem gefur verkinu
bókmenntalegt gildi?
Fyrst og fremst er þetta bráð-
skemmtilegt verk, og það þarf ekki
endilega að vera galli á leikbók-
menntum eða bókmenntum yfir-
leitt að þær séu skemmtilegar, þótt
margir listvitringar hyggi að listin
eigi að vera leiðinleg.
Er þetta dæmigerður amerískur
söngleikur?
Já, og að margra dómi er hann
haganlegast gerður í byggingu og
framsetningu af öllum bandarísk-
um söngleikjum til þessa, enda hef-
ur hann verið í gífurlegum metum
meðal leikhúsmanna.
Lawrence Olivier átti til dæmis
enga ósk heitari en að fá að leika
hlutverk Natans Detroit í leiknum,
en hann var orðinn of gamall þegar
leikurinn var tekinn upp á sviði
enska þjóðleikhússins fyrir tveim
árum. En þar gengur hann enn og
hefur hlotið betri viðtökur en
nokkurt annað verk sem sýnt hefur
verið á sviði The National Theatre
fyrr eða síðar.
Iiefur þú séð þá uppfærslu?
Já, hún er sennilega ekki síðri en
uppfærslan hjá okkur hérna í Þjóð-
leikhúsinu.
Hvað með hlutverk þitt í
leiknum?
Ég leik Næslí Næslí Johnson og er
alveg í 7. himni, hvað svo sem
áhorfendum kann að finnast. Það
gildir urn þetta sjó eins og önnur að
þar spyrjum við að leikslokum.