Þjóðviljinn - 07.04.1984, Qupperneq 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. aprfl 1984
bæjarrölt
Veistu...
að í janúar 1971 komst frostið
upp í 25,6 stig á Selásnum við
Reykjavík en veturinn 1918
komst það í tæp 30 stig á sama
stað.
að árið 1971 keyptu íslendingar
uppstoppaðan geirfugl á 9000
sterlingspund á uppboði hjá
Southbys í London.
að í apríl 1971 var settur í umferð
5000 króna seðill og er það
hæsta krónutala sem sést hef-
ur á íslenskum seðli. Hæsti
seðillinn núna er aðeins 500
krónur.
að á árunum 1773-1795 var
prentsmiðja í Hrappsey á
Breiðafirði.
að eina vindmyllan sem enn er
við lýði á íslandi frá fornum
tíma stendur í eynni Vigur á
ísafjarðardjúpi.
að Vífilsstaðir eru kenndir við
Vífil, þræl Ingólfs Arnar-
sonar, er fékk frelsi og hóf
búskap á Vífilsstöðum.
að í desember 1939 var Sköpun-
in eftir Haydn flutt á vegum
Tónlistarfélagsins í Reykja-
vík og tóku yfir 100 manns
þátt í flutningnum. Þar sem
ekkert samkomuhús var
hentugt fyrir flutning verksins
var það flutt á bílaverkstæði
Steindórs vestur í bæ.
að Stjörnubíó hefur tvisvar
brunnið.
að Grímur Thomsen átti einn son
með norsku skáldkonunni
Magdalenu Thoresen. Sá
hvarf einhvers staðar í
Austurlöndum.
að oft hefur þrennt verið talið ó-
teljandi á íslandi: eyjarnar á
Breiðafirði, hólarnir í Vatns-
dal og vötnin á Arnarvatns-
heiði.
að um árabil átti Þorvarður
Þorvarðarson prentari
Fjalaköttinn, en hann var
fyrsti formaður Hins ísl.
prentarafélags og einn af
fyrstu leiðtogum jafnaðar-
manna hér á landi.
að þrjú dagblöð hafa haft að-
setur sitt í Fjalakettinum:
1 Verkalýðsblaðið, Alþýðu-
jblaðið og Vísir.
og Bandaríkjamönnum. Nagandi
ótti barnssálarinnar þokaði og
maður fékk betra næði til að
hugsa hlutina skynsamlega.
Smám saman komst ég líka að
raun um það að til eru fleiri fletir
á tilverunni heldur en þeir sem
rússnesk og bandarísk stjórnvöld
halda að mannkyninu. Það er
m.a.s. hægt að hafa sjálfstæða
skoðun sem gengur þvert á
áróður þessara stórvelda.
En svo þegar maður sér framan
í mann eins og Björn nokkurn
Bjarnason á sjónvarpsskermin-
um er eins og svartur skuggi 6.
áratugarins líði yfir sviðið og
gamli kjarnorkuóttinn heltaki
hug manns. Heimurinn verður
aftur svart/hvítur og maður liggur
á ný í gúmmískóm í rykinu undir
gráum steinvegg og sér hvítar
rákir skera himininn. En rétt sem
snöggvast. Svo fær heimurinn lit
sinn á ný.
-Guðjón
Rétt sem snöggvast
Mikið vatn hefur runnið til
sjávar frá því að ég var í bílaleik á
gúmmiskóm í rykugu fortóinu á
Barónsstígnum og benti upp í
loftið á hvít strik sem skáru him-
inhvolfið. Það voru rákir eftir
þrýstiloftsflugvélar frá Keflavík-
urflugvelli. Svo kom drossía
brunandi upp Barónstíginn og
nokkrir broshýrir amerískri her-
menn á stífpressuðum einkennis-
búningi stigu út fyrir framan hús-
ið og krakkarnir þyrptust í kring-
um þá og vildu fá tyggjó og
súkkulaði. Og þeir hlógu og gáfu
tyggjó og súkkulaði og fóru svo
upp á 2. hæð að hitta ungar og
fallegar stúlkur sem þar biðu
þeirra. Og ég hélt áfram að búa til
vegi á fortóinu og burra með hor í
nös.
Þetta voru viðsjárverðir tímar
og Mogginn birti fréttir af
ógnvænlegum tilraunum með
kjarnorkusprengjur og auknu
geislavirku ryki í andrúmsloftinu.
Allt þetta prentaðist inn í barns-
sálina og ég hugsaði með mér: Af
hverju geta þeir Eisenhower og
Dulles og Krúsjeff og Búlganín
ekki bara hist og orðið góðir vinir
og hætt að vera óvinir. Ég gat
ekki skilið að slíkt væri þeim of-
viða.
Foreldrar mínir voru friðsamt
íhaldsfólk og þó að þeim væri lítt
um Rússa gefið held ég að þeim
hafi heldur ekki verið svo mikið
gefið um hernaðarbrölt Kana á
Islandi. En þau sögðu fátt. Og ég
fékk ekki að eiga byssur.
Svo fór ég smám saman að
hugsa sjálfstætt og fyrsta Kefla-
víkurgangan árið 1960 hafði tölu-
verð áhrif á mig. Ég fór upp á
Klambratún að líta á lýðinn í hópi
annarra íhaldsstráka og svo hlup-
um við krókaleiðir niður í bæ til
þess að verða ekki bendlaðir við
gönguna og virtum fyrir okkur
fundinn þar. Ég sá að þetta var
ósköp venjulegt fólk og það
meira að segja talsvert margt þó
að Mogginn hefði sagt að þarna
væri um fámennan kommaskríl
að ræða.
Svo var hætt að gera tilraunir
með kjarnorkusprengjur á
norðurhveli jarðar, geislavirka
rykið minnkaði og fór að gæta
vissrar vinsemdar með Rússum
sunnudagsKrossgátan
Nr. 418
1 2 3 V. S 6 ? 2 e 5 Jo S // J2
J3 JV V JS / é> J/ /2 V ? SP IS T~ ir~ V
sr /? 1 íé ig V 15 > )# w )l 9 9
18 >2 15 V 2o 3 15 /5 2/ 20 s? )Z 20 8
8 ¥ 1S 20 8 2 2 <tt 5 T~ T~ 9 S? )8
jt 22 8 V 23 J 20 J* v l? 9 Z¥ V V
$ H 9 /2 )É l / 13 <? w~ 26 /
7 <£ 23 2/ ¥ 12 2 3 8 V 1? 2 s R/
v 22 8 /o 2/ 20 V iT 5 )¥ /8 12 V 22
w 2 g // s? )£ /8 J<r 20 lé /2
$2 8 /8 2 s? 10 23 2 )Z % T~ 8 V 2$ 13
/ 9 e V 25 /2 2d /e s? 8 9 )2 18 18
V 2Z V 6? 30 20 S? 12 20 'h <P 12 ZO 18 tZ
AÁB DÐEÉF GHIÍJKLMNOÓPRSTU Cl V XYÝÞÆÖ
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá örnefni á
Vestfjörðum. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóð-
viljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 418“. Skila-
frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
2jíz 3 ZO 9 /3 ZS 12 2D 3
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti
hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er
sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp
"því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
:eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
Ihljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt.
Verð-
launin
Verðlaun fyrir krossgátu nr. 415
hlaut Áskell Jóhannsson, Háa-
leitisbraut 119,105 Rvík. Þau eru
Bréf til Sólu eftir Þórberg Þórð-
arson. Lausnarorðið var Djúpa-
vík.
Verðlaunin að þessu sinni er bók-
in Tilræðið eftir Poul-Henrik
Trampe.