Þjóðviljinn - 07.04.1984, Page 26

Þjóðviljinn - 07.04.1984, Page 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. aprfl 1984 um helgina Nýja strengjasveitin heldur tónleika á sal Menntaskólans við Hamrahlíö á sunnudag kl. 17. Á efnisskrá eru þrjú verk: Five variants of „Dives og Lazarus“ eftir Vaughan Williams, Kammersinfónía eftir Shostakovich og Fantasía consertante (um stef eftir Corelli) eftir M. Tippet. Hljómsveit og lúörasveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur ásamt Skóiakór Garðabæjar halda tónleika í Haskola- bíói á laugardag kl. 14. Frumflutt verður verkið „Síðasta blómið'1 eftir Þorkel Sigurbjörnsson við Ijóð Thurber í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Aðgangur er okeypis og öllum heimil. Skurðlistar- skóli Hannesar Flosasonar Skurðlistarskóli Hannesar Fiosasonar heldur vinnusýningu í Ásmundarsal kl. 14-22 í dag, laugardag, og á morgun. Þar verða sýnd tréskurðarverk og hópur tréskera verður við vinnu. Skurðlistarskólinn er myndað- ur af óslitinni röð kvöldnám- skeiða og njóta nemendur ein- staklingsbundinnar tilsagnar eftir þörfum. Markmið þessarar starf- semi er að byggja upp heillandi frístundastarf fólks á öllum aldri. Þá er hér einnig um að ræða list- handverksþjálfun fyrir fólk sem vill auka við menntun sína í list- greinum. Hannes Flosason myndskurð- armeistari lauk fjögurra ára námi 1954 í myndskurði. Hann tók síð- an kennarapróf og hefur starfað sem tónlistarkennari og skóla- stjóri. Katrín Sigurðardóttir söngkona. Katrín syngur á Akureyri Þau Katrín Sigurðardóttir söngkona, Þorsteinn Gauti Sig- urðsson píanóleikari og Viðar Eggertsson leikari, sem efndu til Músíkkvölda með leikrænu ívafi á Húsavík og í Aðalda! um síð- ustu helgi hafa ákveðið að endur- taka dagskrána í Borgarbíói á Akureyri næstkomandi laugar- dag kl. 17.00. Húsfyllir var á tónleikunum á Húsavík og í Aðaldal, og komust færri að en vildu. Á tónleikunum verða flutt innlend og erlend sönglög og aríur, Þorsteinn Gauti leikur einleik á píanó, og flutt verður atriði úr óperunni Miðlin- um með aðstoð Viðars Eggerts- sonar leikara. leiklist Logaland: Ungmennafélag Reykdæla sýnir Saumastofuna eftir Kjartan Ragnars- son á laugardagskvöld kl. 21. Tekið er við miðapöntunum í símum 5147 og 5191. Leikstjóri er Oktavía Stefánssdótt- ír og leikendur eru 9. Næsta sýning á þriðjudag. Leikfélag Reykjavíkur Forsetaheimsóknin, enn ein aukasýn- ing í Austurbæjarbíói á laugardagskvöld kl. 23.30. Gísl eftir Brendan Behan á sunnudags- kvöld, uppselt. Guð gaf mér eyra á laugardagskvöld kl. 20. Þjóðleikhúsið: Gæjar og Píur á laugardags- og sunnu- dagskvöld. Uppselt. Amma þó! verður sýnt á laugardag og sunnudag kl. 15. Þetta eru 14. oa 15. sýningar á leikriti Olgu Guðrúnar Arna- dóttur. Tómasarkvöld á sunnudagskvöld á litla sviðinu. Gestir gera fengið létta máltíð og veitingar meðan dagskráin stendur. Leikfélag Hafnarfjarðar: I gærkvöldi frumsýndi félagið i Hafnar- fjarðarbíói hið þekkta verk Josph Helles „22. grein" (Catch-22). Leikstjóri og þýðandi verksins er Karl Ágúst Ulfsson. Næstu sýningar eru á mánudagskvöld kl. 20.30 og síðan þann 10,11,12 og 13. apríl. Alþýðuleikhúsið: Vorkonur Alþýðuleikhússins sýna „Undir teppinu hennar ömrnu" eftir Nínu Björk Árnadóttur á laugardag og sunnudag á Hótel Loftleiðum. Uppselt er á báðar sýningarnar. Akureyri: Kardimommubærinn eftir Thorbjörn Egner verður frumsýnt á sunnudag kl. 15. Leikstjóri er Theodór Júlíusson en þátttakendur í sýningunni eru 28 talsins. Önnur sýning á þriðjudag. myndlist Kjarvalsstaðir: Þrjár listsýningar verða opnaðar á Kjar- valsstöðum á laugardag. Baltasar sýnir málverk í vestursal. Ragnhildur Stefánsdottir sýnir skúlp- túr í vestari forsal. Borealis, norræn listsýning i eystri álm- unni. Þrír islenskir myndlistarmenn eiga verk á Borealis: Ásgerður Búadóttir, GunnarÖrn og MagnúsTómasson. Sig- rún Guðjónsdóttir, fulltrúi FlM í stjórn Sveaborgar flytur ávarp við opnun sýn- ingarinnar kl. 14.00 og segir frá starf- semi stofnunarinnar. Sýningin Borealis hefur verið sýnd í Finnlandi, Danmörku og Noregi og vakið mikla athygli. 16 lisla- menn eiga verk á sýningunni. Gerðuberg: Andrés Magnússon opnar málverka- sýningu í Menningarmiðstööinni Gerðu- bergi á laugardag og stendur sýningin til 15. apríl. Hún er opin kl. 14-18 föstu- daga, laugardaga og sunnudaga en kl. 16-22 aðra dagavikunnar. Andres sýnir 40 oliumálverk, 8 vatnslitamyndir og 10 akrylmyndir. Myndefnið er sótt til Þing- valla, Vestmannaeyja, Hvalfjarðar og í nágrenni Reykjavíkur. Gallerí Gluggl: I dag laugardag opnar Ámundi Sig- urðsson sýningu í Galleri Glugga á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Sýn- ingin heitir „Þrír stólar" og stendur til 21. april. Sýningin er opin allan sólarhring- inn. Norræna húsið: Erla B. Axelsdóttir sýnir 80 verk unnin í olíu og pastel. Þetta er síðasta sýningar- helgi og er sýningin opin kl. 14-22 um helgina. Listasafn ASÍ: Vilhjálmur G. Vilhjálmsson sýnir pastel- og vatnslitamyndir i Listasafni ASl við Grensásveg. Sýningin ber heitið „Sjónarhorn". Hún er opin kl. 14-22 en henni lýkur á sunnudag. Listmunahúsið: Afmælissýningu Valtýs Péturssonar lýkur á sunnudag. Á sýningunni í Lækj- argötu eru 66 myndir unnar á árunum 1951-1957. Sýningin er opin kl. 14-18 um helgina. Ásmundarsalur: Hannes Flosason heldur vinnusýningu í skurðlist í Ásmundarsal kl. 14-22 laug- ardag og sunnudag. Á sýningunni eru sýnd tréskurðarverk og hópur tréskera verður þar við vinnu. Gallerí Langbrók: Eva Vilhelmsdóttir sýnir nýjan skinnfatnað, Kolbrún Björgúlfsdóttir sýnir skartgripi úr leir og postulíni og Borghildur Oskarsdóttir sýnir keram- ik. Sýninginer opin um helgina kl, 14-18 en kl. 12-18 á virkum dögum. tónlist Grindavík: Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Grindavikurkirkju á laug- ardag, 7. apríl kl. 17. Á efnisskrá eru fiðlusónötur effir Mozart, Grieg og fjögur lög op. 17 eftir Josef Suk. Akureyri: Hörður Áskelsson orgelleikari heldur tónleika í Akurevrarkirkju á sunnudags- kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Bruhns, Rheinberger, Reger, Gui- lain og Boellmann. Hörður er fæddur á Akureyri 1953 og nam þar fyrst orgelleik hjá Gígju Kjartansdóttur og Jakobi Tryggvasyni. Islenska óperan: Rakarinn i Sevilla á laugardagskvöld kl. 20. La traviata kl. 20 á sunnudagskvöld, þriðja síðasta sýning. Auður Bjarnadóttir dansar sólódansinn og tekur við af Birg- ittu Heide. Akranes: Söngdeild Tónlistarskólans á Akranesi heldur fjáröflunartónleika í Bíóhöllinni á laugardag kl. 15. Flutt verða islensk og erlend einsöngslög. Unnur Jensdóttir, söngkennari skólans annast allan undir- leik við söng nemenda. Aðgangseyrirer kr. 100 og rennur hann í kostnað vegna uppfærslu söngleiksins í haust. Þrir kórar Árnesinga: Samkór Selfoss, Árnesingakórinn í Reykjavík og Árneskórinn úr uppsveit- um Árnessýslu halda tónleika í sal Menntaskólans við Hamrahlíð kl. 15 á laugardag og í Hlégarði, Mosfellssveit kl. 20.30 sama kvöld. Söngskrá kóranna er fjölbreytt en stjórnendur eru: Helgi E. Kristjánsson, Guðmundur Ómar Ósk- arsson og Loftur S. Loftsson. Hafnarfjörður: Símon Ivarsson gatarleikari heldur tón- leika í Hafnarfjarðarkirkju á laugardag kl. 16. Á efnisskrá eru spænsk klassísk verk en Simon er eini Islendingurinn sem leikur flamencotónlist. Hann notar tvo mismunandi gítara við flutning verk- anna, klassískan gítar og flamencogítar. Háteigskirkja: Tónlistarskólinn í Reykjavik heldur tón- leika kl. 17 á sunnudag i Háteigskirkju. Þar syngur kór skólans ásamt kór Dóm- kirkjunnar í Reykjavík. Stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Lúðrasveit verkalýðsins: Árlegir tónleikar Lúðrasveitar verkalýðs- ins verða í Austurbæjarbíói I dag, laugar- dag kl. 14. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt. Stjórnandi er Ellert Karlsson og kynnir Jón Múli Árnason. Kópavogskirkja: I tilefni af 20 ára afmæli Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir tónleikar í Kóp- avogskirkju í dag, laugardag, kl. 14. Flutt verða m.a. verk eftir Karólínu Eiríksdótt- ur og Fjölni Stefánsson skólastjóra. Á tónleikunum munu kennarar og fyrrv. og núv. nemendur skólans koma fram. Að- gangur ókeypis. Djúpið: Á sunnudagskvöld heldur hljómsveitin Hrim tónleika í Djúpinu og hefjast þeir kl. 21. Hljómsveitin leikur þjóðlög frá ýms- um löndum og þar á meðal fjöruga þjóð- lagatónlist frá Skotlandi og (rlandi. Einn- ig frumsamin tónlist. ýmislegt Iðnskólinn kynntur: Iðnskóladagurinn er i dag, laugardag 7. apríl og er skólinn opinn kl. 10-16. Þar gefst kostur á að fá yfirlit yfir fjölþætt skólastarf iðnnema og þá mörgu mögu- leika sem iðnnám skapar. Allar verk- legar deildir verða til sýnis og verða nemendur að starfi við fjölþætt verkefni. ( anddyri skólans verða smíðisgripir úr tré og járni og önnur sýnishorn af vinnu nemenda. MIR-salurinn: Kl. 16 á sunnudag verða sýndar nokkrar sovéskar frétta- og fræðslumyndir i MÍR- salnum, Lindargötu 48. Skýringar á ís- lensku flytur Sergei Halipov dósent í Leningrad. Fjölskylduvaka: Fjölskyldusamvera verður í húsi KFUM og K, Ámtmannsstíg 2B, sunnudaginn 8. apríl kl. 15. Leikir fyrir börnin, kaffi- veitingar. Hlutavelta og flóamarkaður: Samtökin Ungt fólk með hlutverk halda hlutaveltu og flóamarkað í starfsmiðstöð sinni, Stakkholti 3, Reykjavík, 2. hæð á laugardag kl. 14. Ágóði rennur til starfs- miðstöðvar UFMH á Eyjólfsstöðum á Fljótsdalshéraði. Engin núll eru á hluta- veltunni og fjöldi góðra hluta á flóamark- aðnum. Kennsluefni í mannkynssögu: Samlök kennara og áhugafólks um sögukennslu halda almennan félags- fund í dag, laugardag í Árnagarði, stofu 422. Fundurinn hefst kl. 14 og fúndarefn- ið er kennsluefni I mannkynssögu í grunnskólum og framhaldsskólum. Fra- msögur flytja: Haukur Viggósson, Sig- urður Hjartarson og : Sæmundur Rögnvaldsson, kennarar. Þjóðdansar á Broadway: Þjóðdansafélagið heldur nemendasýn- ingu í Broadway á laugardag kl. 14. Fjöl- breyttir dansar, íslenskir og erlendir, en stærsti hluti sýningarinnar eru islenskir dansar og kynning á íslenskum búning- um í tilefni 40 ára afmælis lýðveldisins. Ráðstefna um friðarmál: Félagsmáladeild Samhygðar gengst fýrir ráðstefnu á Hótel Borg sunnudag- inn 8. apríl undir heitinu: Friðarmál - koma þau (slendingum við? Forsvars- menn ýmissa friðarhreyfinga og stjórnmálaflokka fjalla um friðarmál. Barnagæsla á staðnum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.