Þjóðviljinn - 27.04.1984, Síða 3
Nefnd um eflingu almannavarna á íslandi
hefur skilað áliti sínu:
Föstudagur 27. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Hætt við sérstakt
varalið lögreglu
Ásmundur Ásmundsson verkfræðingur fulltrúi Alþýðubandalagsins í nefnd
um eflingu almannavarna (Mynd -ATLI)
Framvegis verður stuðst við
hjálparsveitir sem og hingað til
Efling almannavarna hefur verið viðfangsefni þingkjörinnar nefndar á
vegum Alþingis síðan í þingiok 1981. I nefndinni voru 7 menn frá
stjórnmálaflokkunum. Formaður hennar var Friðrik Sófusson og As-
mundur Ásmundsson var fulltrúi Alþýðubandalagsins. Nefndin hefur nú
skilað áliti sínu og spurði Þjóðviljinn Ásmund Ásmundsson um megin
árangur af starfinu.
Með endurskoðun á lögum um
almannavarnir er komið á framfæri
við Alþingi breytingu varðandi
stjórnskipun almannavarna í hér-
aði. Nefndin klofnaði að vísu í 3
minnihluta í afstöðu sinni um þessi
mál. Stærsti minnihlutinn leggur
áherslu á forræði fógetavaldsins en
sérálit mitt er fólgið í því að afnema
forræði fógetavaldsins yfir al-
mannavarnakerfinu. í sérstakri
álitsgerð frá Birni Friðfinnssyni
formanni Félags íslenskra sveitafé-
laga er tekið undir það sjónarmið
að hluta.
Nefndin tók einnig fyrir reglu-
gerð um öryggisbyrgi og komst að
þeirri niðurstöðu að forsendur
skorti til þess að gera ákveðnar til-
lögur um það efni. Vísar hún mál-
inu til sérstakrar
sérfræðinganefndar þar sem í
fyrsta skipti er gerð tillaga um að
fulltrúi lækna og heilbrigðiskerfis-
ins taka þátt í mótun afstöðu til
áætlana um byggingu öryggis-
byrgja og fólksflutninga í meiri-
háttar neyð.
Efling
almannavarna
í áætlun um eflingu almanna-
varna skilaði nefndin áliti um sér-
staka áætlun um þróun Almanna-
varna ríkisins. Það markverðasta í
þeirri áætlun er sú áhersla sem lögð
er á að Almannavarnir ríkisins
verði byggðar á nánu samstarfi við
hjálparsveitir og slysavarnafélög
um land allt. Horfið er frá fyrri
hugmyndum um sérstakt foringja-
kerfi á vegum Almannavarna ríkis-
ins sem hugmyndir komu upp um í
öndverðu. Þannig verði lögð
áhersla á að í stað miðstjórnarkerf-
is gegnsýrðu af hernaðarhyggju
verði lögð áhersla á lýðræðislega
stjörnarhætti þar sem leitast verði
við að laða félög sjálfboðaliða til
samstarfs við Almannavarnir með
sviðuðu móti og verið hefur.
Það sem hæst ber í nýjum hug-
myndum eru sérstakar tillögur um
að hagvarnir og hagvarnarráð sem
á að annast viðbúnað sem stuðlað
gæti að bærilegri nýtingu auðlinda
ef meiriháttar vá steðjaði að ein-
stökum landshlutum eða landinu í
heild.
Þá voru einnig ábendingar um að
huga beri sérstaklega að
heilbrigðis- og hollustuviðbúnaði,
upplýsingaviðbúnaði og
stjórnsýslubúnaði.
í framsetningu nefndarinnar á
þeim þáttum sem kallast geta ný-
mæli er stuðst við hugtakið „alls-
herjarvarnir". Það er að norskri
fyrirmynd og tekur mið af al-
mannavarnakerfi sem er í nánum
tengslum við her og heimavarnar-
lið viðkomandi þjóðar. En eins og
alkunna er hér á íslandi eru að-
stæður allt aðrar hér hvað þetta
varðar. Skilaði ég séráliti um þetta
hugtak. íslenska almannavarna-
kerfið er mjög ólíkt því sem gerist
hjá öðrum þjóðum þar sem það
byggist nær einvörðungu á
sjálfboðaliðum og því nánast út í
hött að vera að hlaupa eftir er-
lendum viðmiðunum varðandi ný
hugtök og stjórnsýslugreinar á
sviði almannavarna.
Það er sýnt fram á það í sérálit-
inu að textinn varðandi nýmæli
rými á engan hátt þótt hugtakið
„allsherjarvarnir“ falli út. Því
vaknar sú spurning hvort meiri-
hluti nefndarinnar sé með þessu að
þreifa fyrir sér varðandi það að
koma á svipuðu kerfi hér og í Nor-
egi. Menn skulu hafa það í huga að
fram hafa komið hugmyndir um
stofnun íslensks hers og því er
óeðlilegt að verið sé að læða hug-
tökum, er tengjast slíkum hug-
myndum, inn í texta af þessu tagi.
Var samstaða um allt annað?
- Nei, varðandi áætlun um
eflingu almannavarna sem áður er
getið skilaði ég séráliti um gagna-
og upplýsingakerfi þar sem ég
hafna þeirri einhliða áherslu sem
lögð er á tengslin við NATO og
bandaríska herinn á íslandi. Ég
legg áherslu á að það sé nauðsyn-
legt að afla sem víðast haldgóðra
upplýsinga um ástand heimsmála
og hugsanlega yfirvofandi stríðs-
hættu svo tryggja megi sem best
forsendur sjálfsstæðra ákvarðana á
vegum íslenskra stjórnvalda.
Að lokum er mér sérstök ánægja
að geta þess að nefndin hvarf frá
hugmyndum um sérstakt varalið
lögreglunnar sem grípa hefði mátt
til ef í nauðirnar ræki.
-ÍP
Ferðamálaráð Norðurlanda með
sameiginlegt átak í ferðamálum
Ferðalög um
Norðurlönd
Þrlftji bekkur Lelkllstarskóla íslands, tallft fró vlnstri, Jakob Þór, Alda, Rósa, Einar, Barfti og Þór, sitjandi fyrlr
framan Kolbrún og Þröstur.
Aldaspegill í léttum dúr
Þriðjudaginn 1. maí verður
frumflutt í Norræna húsinu dag-
skrá sem ber yfírskriftina „Reykja-
vík er perla“. Það er Reykjavíkur-
deild Norræna hússins ásamt nem-
endum 3. bekkjar Leiklistarskóla
íslands sem standa fyrir dag-
skránni.
Við val á verkefni í dagskránna
var aðallega haft að leiðarljósi að
hafa hana létta og verður lesið úr
blöðum, greinar og bréf, flutt ljóð
eftir Tómas, Davíð, Laxness og
fleiri, sungnir revíusöngvar og lesið
upp úr mannasiðabókinni sem kom
út 1920. Dagskráin spannar 3. ára-
tuginn og hafa Stefán Baldursson
og Páll Líndal unnið við val á efni
og samsetningu dagskrárinnar.
Dagskráin er liður í námi 3.
bekkjar leiklistarskólans, og verða
ljóðin bæði flutt á hefðbundinn
hátt og leikin. Dagskráin er opin
öllum og verður hún fyrst flutt
þriðjudaginn 1. maí kl. 16 og í ann-
að sinn sunnudaginn 6 maí kl. 15.
-S.S.
„Ferðist um Norðurlönd“ er
heiti á ferðabæklingi sem gefinn er
út á Norðurlöndum um þessar
mundir. Þar eru kynntir ótal ferða-
möguleikar, einkum hópferðir,
fyrir þá sem hyggja á orlofsferðir til
Danmerkur, Finnlands, Noregs,
Svíþjóðar og íslands.
Norðurlandaráð hefur hvatt
ferðamálaráð landanna til þessarar
samvinnu og kostað hana að hluta.
Markmiðið er að auðvelda-
mönnum val á ferðum og auka
fjölda ferðamanna um Norður-
lönd. Gefinn er út bæklingur í
öllum löndunum og honum dreift í
400 þúsund eintökum gegnum
ferðaskrifstofur. Þar eru veittar
upplýsingar um ferðalög innan
Norðurlandanna og skrá yfir
Norðurlandaferðir sem hinar ýmsu
ferðaskrifstofur hafa á boðstólum.
íslendingum stendur til boða að
fara pakkaferðir til Norðurlanda
og einnig eru í bæklingnum
kynntar ferðir sem hægt er að fara
með ferðaskrifstofum í viðkom-
andi löndum. í bæklingnum sem
Málþing sálfrœðinema:
Siðfræði geðrænnar meðferðar
Félag sálfræðinema við Háskóla
Islands heldur málþing um sið-
fræði geðrænnar meðferðar í stofu
301 í Arnagarði, laugardaginn 28.
aprfl kl. 14.
Málið verður reifað frá mörgum
sjónarhornum. Frummælendur
eru Páll Skúlason prófessor í
heimspeki, Arnór Hannibalsson
formaður Sálfræðingafélags ís-
lands, Ingólfur Sveinsson geð-
læknir og Jónas Gústafsson sál-
fræðingur, fulltrúi Geðhjápar.
Að loknum fran.sö""erir.dum
verða pallborðsumræður undir
stjórn Önnu Valdimarsdóttur sál-
fræðings og gefst áheyrendum
kostur á að beina fyrirspurnum til
þátttakenda. Kaffiveitingar í
fundarhléi. Öllum er heimill
ókeypis aðgangur.
Upplýsingabæklingur um ferða-
möguleika til Norfturlanda sem
Ferðamálaráft hefur gefift út.
Ferðamálaráð tslands hefur staðið
að útgáfu að ásamt ferðamála-
ráðum hinna Norðurlandanna eru
upplýsingar um afslætti og sértil-
boð. Svo virðist sem ellilífeyrisþeg-
ar í Noregi, Danmörku og Svíþjóð
ferðist mikið um Norðurlönd enda
fjöldi afsláttarmöguleika fyrir þá.
íslensku ferðirnar sem eikum er
mælt með í bæklingunum eru: 11
daga hringferð um landið þar sem
lögð er áhersla á að kynna atvinnu-
líf og lífshætti fólks, gönguferð,
vikuferð á hestbaki og ellilífeyris-
þegum er bent á dvöl á sveitabæ-
jum og silungsveiðiferð.
-jP
Ef þú hyggur á orlofsferö til Danmerkur,
Finnlands, Noregs eöa Sviþjóöar,
þá kynntu þér aila feröamöguleika.
FERDtSTUM
NORDURtöNI