Þjóðviljinn - 27.04.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Föstudagur 27. aprfl 1984
Lelð Páskagöngunnar fró borgarhliðinu Porta Pia yfir Quirinalehæðina að Trevi-brunninum, þinghusinu og Piazza Navona. Paðan vargengiðyfirTiber
að Péturstorginu þar sem 300 þúsund manns voru samankomin.
3 miljónum verði forð-
að frá hungurdauða
Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, sem var einn 5 rœðumanna
er töluðu á útifundi á Piazza Navona á páskadagsmorgni
unum sem liðu til himins í þúsunda-
vís. Páfinn kom síðan upp í glugga
Vatíkanhallarinnar sem veit út að
torginu og blessaði göngumenn
sérstaklega. Urðu þá mikil fagnað-
arlæti á meðal fólksins, sem komu
þeim spánskt fyrir sjónir sem hafa
vanist því að kirkjuhöfðingja skuli
umgangast með óttablandinni virð-
ingu.
Páskagangan í Róm var ásamt
með messuboðskap páfans helsta
fréttaefni fjölmiðla á Ítalíu á
páskadag. Útvarpsmenn voru
einnig með beina útsendingu frá
göngunni, og var henni gerð mjög
góð skil. Var það álit aðstandenda
að árangur göngunnar væri svo
góður, að hann myndi tryggja
framgang frumvarpsins, en barátt-
an fyrir því hefur nú þegar staðið í
2-3 ár.
Ólafur Ragnar talar á Piazza Navona.
Á bláu blöðrunum stóð: Þrjár miljón-
ir lífgjafa á árinu 1984.
eða innan við 5% kjörfylgi, en pól-
itísk áhrif hans hafa verið mun
meiri eins og fram kemur meðal
annars í umræddu frumvarpi fyrir
þinginu, sem flokkurinn átti frum-
kvæði að. Tiltölulega mikil áhrif
flokksins má kannski fyrst og
fremst þakka hinum litríka forystu-
manni, Panella, sem með ýmsum
uppátækjum og afdráttarlausum
yfirlýsingum hefur oftsinnis orðið
ítölskum fjölmiðlum tilefni há-
stemmds lofs eða lasts.
Frá fundlnum á Piazza Navona. Fjölmargir borgarstjórar víðsvegar af Ítalíu
voru mættlr undir fánum borga sinna og settu litríkan blæ á gönguna.
Á páskadagsmorgun gengu
tugþúsundir manna um götur
Rómaborgar undir kjöroröun-
um „friður, líf, afvopnun" til
þess að leggja áherslu á sam-
þykkt frumvarps sem nú liggur
fyrir ítalska þinginu þess efnis
að ítalska ríkið geri sérstakt
átak á þessu ári til þess að
bjarga 3 miljónum manna í þró-
unarlöndunum frá hungur-
dauða.
Ólafur Ragnar Grímsson var
einn 5 ræðumanna á fundi
göngunnar á Piazza Navona,
einu elsta og fegursta torginu í
Róm. Gangan héltsíöan áfram
á Péturstorgið þarsem hún
hlýddi á messu páfaog ertalið
að um 300 þúsund manns hafi
verið þar saman komin.
Við spurðum Ólaf Ragnarfrétta
af þessum atburðum og hvern-
ig á því stóð að honum var boð-
ið að flytja ræðu á Piazza Na-
vona við þetta tækifæri.
Páskagangan ’84 í Róm er liður í
þeirri viðleitni að tengja baráttuna
fyrir afvopnun við baráttuna gegn
hungrinu í heiminum, og hefur
myndast um þetta breið samstaða
afla úr öllum helstu stjórnmála-
flokkunum á Ítalíu, sagði Ólafur
- Ragnar. Sú breiða samstaða hefur
meðal annars komið fram í lagafr-
umvarpi sem nú liggur fyrir ítalska
þinginu um að ítalska ríkið geri
sérstakt átak á yfirstandandi ári til
þess að bjarga 3 miljónum manna í
þróunarlöndunum frá hungur-
dauða. Baráttan fyrir þessu átaki á
sér 2-3 ára forsögu, þar sem Rót-
tæki flokkurinn á Ítalíu og Panella,
formaður hans, hafa átt frum-
kvæðið. Síðan hafa 3.500 borgar-
stjórar og sveitastjórar úr öllum
stærstu flokkunum undirritað
stuðningsyfirlýsingu við kröfu
þessa, og flutningsmenn þingsá-
lyktunartillögunnar eru úr öllum
stærstu flokkunum. Ástæðuna fyrir
þvf að mér var boðið að halda
þarna ræðu má sjálfsagt rekja til
starfs míns að undirbúningi
Norður-Suður ráðstefnunnar í
Lissabon, en vegna þess átti ég
náin samskipti við marga evrópska
stjórnmálamenn sem láta sig mál
þessi varða. Eftir Lissabon-
ráðstefnuna var mér boðið á aðra
ráðstefnu um hungurvandann, sem
haldin var í Róm fyrir páskana, og
síðan var ég einn 5 ræðumanna á
fundinum á Piazza Navona og tal-
aði þar sem fulltrúi þeirra
stjórnmálamanna í Evrópu sem
mótað hafa ákveðna afstöðu í þess-
um efnum.
Aðrir ræðumenn á fundinum
voru Flaminio Piccoli, einn af for-
ystumönnum Kristilega demó-
krataflokksins, en hann talaði í
nafni þeirrar breiðu samstöðu sem
náðst hefur um þennan málstað og
sem fyrsti flutningsmaður um-
rædds lagafrumvarps, sem nú
Iiggur fyrir ítalska þinginu.
Þá talaði Panella, hinn litríki for-
ystumaður Róttæka flokksins á ít-
alíu, sem átti frumkvæðið að þess-
ari baráttu og fór meðal annars í
hungurverkfall á sínum tíma til
þess að leggja áherslu á kröfuna
um að Ítalía gerði meira til þess að
afstýra hungurdauðanum í þróun-
arlöndunum.
Þá var einnig ræðumaður á fund-
inum yfirrabbíi gyðinga í Róm, en
hann talaði sem fulltrúi trúar-
samfélaga í borginni til þess að
leggja áherslu á samstöðu þeirra í
þessu máli.
Að lokum talaði svofandbúnað-
arráðherra Efri Volta, Guissau að
nafni, og var hann fulltrúi þeirra
ríkja suðursins, þar sem fólk er um
þessar mundir að deyja úr hungri.
Á fundi með Andreotti
Páskagangan fór þannig fram,
að lagt var af stað kl. 9 um morgun-
inn frá Porto Pia, einu af hinum
fornu borgarhliðum Rómar. Fljót-
lega eftir að gangan hófst var 10
manna sendinefnd göngunnar send
á fund þeirra Giulios Andreotti
utanríkisráðherra og Francescos
Cossiga forseta ítalska senatsins.
Var ég með í þeirri sendinefnd, en
Flaminio Piccoli hafði orð fyrir
nefndinni og kynnti kröfur göng-
unnar um leið og hann lagði
áherslu á mikilvægi þess að um-
rædd tillaga hlyti samþykkt þings-
ins.
Giulio Andreotti hafði góð orð
um að ríkisstjórnin myndi taka
þetta til athugunar, og voru við-
brögð hans öllu jákvæðari en kom-
ið höfðu fram hjá Bettino Craxi
forsætisráðherra á ráðstefnunni
sem ég sat einnig fyrir páskana.
Fréttamenn útvarps og sjón-
varps voru viðstaddir fund þennan,
og var útvarpað og sjónvarpað frá
honum í fréttatímum á páskadag.
A Piazza Navona
Eftir fundinn með Andreotti fór-
um við út í gönguna á ný, og var
farið á Piazza Navona, þetta sögu-
fræga torg sem hefur verið miðstöð
mannlífs í borginni í 2000 ár. Torg-
ið var sneisafullt af fólki, en þar
rúmast tugir þúsunda. Var þar afar
skrautlegt yfír að líta, því í göng-
unni voru bornir fjölmargir litríkir
fánar einstakra borga víðsvegar á
ftalíu, sem lýst höfðu stuðningi sín-
um við gönguna. Höfðu margar
borgir sent borgarstjóra sína til
göngunnar, og gengu þeir undir
fánum sinnar borgar. Þarna voru
fulltrúar margra stórborga eins og
Napoli, Genova, Bologna og Rim-
ini, sem margir íslendingar þekkja.
Þá hafði þúsundum blárra loft-
blaðra verið dreift um gönguna,
þar sem á voru prentuð kjörorð
hennar, og mynduðu blöðrurnar
eins konar ölduflóð í vorgolunni.
✓
A Péturstorginu
Eftir fundinn á Piazza Navona
var haldið yfir Tíber að Péturstorg-
inu þar sem Jóhannes Páll II. páfi
söng páskamessu. Fyllti gangan
neðri enda torgsins og langt út á
Via della Conciliazione, sem
gengur út frá torginu, og sögðu
heimamenn að þarna hefðu um 300
þúsund manns verið saman komin.
Var um það talað í fjölmiðlum að
þetta hefði verið ein fjölmennasta
páskamessa, sem menn muna eftir
í Róm.
Þegar páfínn hafði lokið messu-
söngnum slepptu menn bláu blöðr-
Breið samstaða
Það kom mér á óvart að Kristi-
legi demókrataflokkurinn á ftalíu
skyldi taka jafn afdráttarlausa af-
stöðu til þessara mála og þarna
kom í ljós og sýndi sig meðal ann-
ars í því að tveir af ráðherrum
flokksins skyldu taka á móti sendi-
nefnd göngunnar klukkan 9 á þásk-
adagsmorgni. Skýringuna á því má
trúlega rekja til áhrifa kaþólsku
kirkjunnar innan flokksins. Þá var
einnig merkilegt að sjá þá ganga
hlið við hlið fremst í göngunni þá
Flaminio Piccoli, fyrrverandi for-
mann Kristilega lýðræðisflokksins,
og Panella, þennan utangarðs-
mann í ítölskum stjórnmálum, sem
frægur er fyrir að beita
óhefðbundnum aðferðum í baráttu
sinni fyrir mannréttindum,
jafnrétti, afvopnun og náttúru-
vemd. Það var greinilegt að vins-
ældir Panella voru miklar, því kon-
ur komu með börn sín til hans til
þess að láta hann klappa þeim á
kollinn. Róttæki flokkurinn á ítal-
íu byggir stefnu sína fyrst og fremst
á ákveðinni og afdráttarlausri sið-
fræði. Flokkurinn hefur haft um
Ahrif Lissabonfundar
Að lokum spurðum við Ólaf
Ragnar, hvort áhrifa Norður-
Suður fundarins í Lissabon væri
þegar tekið að gæta í evrópskum
stjórnmálum.
Ég tel að Lissabon-fundurinn
marki ákveðin tímamót, sagði
Ólafur Ragnar. Yfirlýsing fundar-
ins er viðamesta og róttækasta
yfírlýsingin um samskipti norðurs
og suðurs, sem samþykkt hefur
verið á jafn breiðum grundvelli í
Evrópu. Ég er ekki í nokkrum vafa
um að áhrifa ráðstefnunnar á eftir
að gæta í framtíðinni, enda hafa
henni verið gerð mjög góð skil í
öllum helstu fjölmiðlum álfunnar.
Ráðstefnan var sótt af stjórnmála-
mönnum úr öllum löndum álfunn-
ar og meðal annars af fjölmörgum
ítölskum stjórnmálamönnum. Mér
var boðið á ráðstefnu um hungur-
vandamálið í Róm þar sem ég hafði
átt þátt í að skipuleggja hana og
móta yfirlýsinguna sem þar var
samþyíckt. Það var í nafni þeirra
sjónarmiða sem þar koma fram
sem ég talaði á Piazza Navona.
ólg.
Ólafur Ragnar Grímsson ásamt nokkrum aðstandendum göngunnar. Næst
honum stendur Guissou, landbúnaðarráðherra Efri Volta, þá kemur sendi-
herra Senegal í Róm, sem var fulltrúi sendiherra Afríkurikja í Róm, og sá
þriðji er Jean Fabre, framkvæmdastjóri Food and disarmament Internatio-
nal, sem er stofnun er fjallar um afvopnunar- og fæðuvandamálið og var
stofnuð af 50 Nóbelsverðlaunahöfum.