Þjóðviljinn - 27.04.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN Föstudagur 27. aprfl 1984
DIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Framkvœmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir Lúövík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, ólafurGíslason, OskarGuðmundsson, SigurdórSigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Már.
Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
DV stóðst prófið
- hinir engjast
í leiðara Þjóðviljans í gær var rakið að fyrirheitin um
minni álögur á almenning og samdrátt í erlendum lán-
tökum sem gefin voru í fyrra til að réttlæta kjaraskerð-
inguna, hafa reynst hróplegar blekkingar. Ríkisstjórn-
in hefur þegar hækkað almenna skatta og í undirbún-
ingi er bandormsfrumvarp um margar nýjar álögur.
Erlendar skuldir voru um áramótin komnar yfir 60%
markið og ráðherrarnir virðast nú hafa náð saman um
að halda áfram að stórauka lántökur erlendis.
Almenningi var talin trú um það allan síðari hluta
ársins 1983 að hin mikla kjaraskerðing væri nauðsynleg
til að koma í veg fyrir fjötra erlendrar skuldasöfnunar
en hin erfiða greiðslustaða heimilanna yrði bætt með
því að draga úr sköttum og öðrum álögum. Reynslan
hefur nú dæmt þessi fyrirheit sem ómerkileg svik.
í Þjóðviljanum í gær var varpað fram spurningum um
viðbrögð Morgunblaðsins, DV og NT. Þessi blöð hafa
varið gerðir stjórnarinnar í trausti þess að loforðin um
minni skatta og samdrátt í erlendri skuldasöfnun yrðu
haldin. Þjóðviljinn spurði: „Verður vörnin í stjórnar-
málgögnunum líkt og á Alþingi málflutningur brenndur
marki feluleiks og blekkinga? Eða munu þeir hafa
manndóm til að dæma ríkisstjórnina seka fyrir svikin?“
Nú er komið í ljós að DV hefur staðist þessa próf-
raun. Ritstjóri blaðsins, Ellert B. Schram, sem reyndar
er einnig þingmaður Sjálfstæisflokksins, birtir leiðara
þar sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru harðlega for-
dæmdar. Leiðari DV sýnir að blaðið hefur glatað trúnni
á dug ríkisstjórnarinnar. Það hefur manndóm til að
standa með fólkinu þegar ráðherrarnir svíkja almenn-
ing í landinu. Dómur DV um aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar er afdráttarlaus. í honum segir m.a.:
„Ráðstafanir þær sem nú liggja á borðinu eru því
miður bastarður sem hefur ekki önnur einkenni en þau
að ráðherrarnir hafa í raun gefist upp við að leysa
fjárlagavandann á eigin kostnað. Að langmestum hluta
til er byrðinni varpað yfir á herðar skattborgaranna og
þjóðarinnar.
Allt eru þetta ráðstafanir sem hafa í för með sér
aukin útgjöld fyrir almenning, hærri framfærslu fyrir
launþega sem hafa rétt nýlega skrifað undir kjarasamn-
inga í þeirri góðu trú að kaupmáttur verði ekki frekar
rýrður með auknum skattaálögum af hálfu ríkisvalds-
ins.
Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar að þessu leyti eru
óneitanlega eins og köld vatnsgusa framan í verka-
lýðshreyfinguna.
Enn frekar hljóta þessar ráðstafanir að vera teknar
óstinnt upp þegar í ljós kemur að útgjöldum ríkissjóðs
vegna kjarasamninganna er að verulegum hluta mætt
með breytingum á tekjuskatti og auknum álögum gagn-
gert í því skyni.
Þannig mætti áfram telja. Ráðherrarnir og stjórnar-'
flokkarnir hafa kastað þessum bolta á milli sín og
þrautalendingin er sú að láta almenning borga brús-
ann.“
Þessi dómur í leiðara DV sýnir að blaðið dæmir
ríkisstjórnina hart. Það kýs að bera sannleikanum vitni
og heldur því heiðri sínum. Nú er spurningin hvort
Morgunblaðið ætlar að feta í fótspor DV eða hvort
ráðherrahollusta við vondan málstað verður heiðar-
leikanum yfirsterkari.
„Nýi Tíminn“ fær hér sitt fyrsta próf. Ef blaðið leiðir
hjá sér að fjalla um þessi miklu svik og hjálpar á þann
hátt til í blekkingarleik ríkisstjórnarinnar hefur unga
fólkið sem gefur út blágula blaðið glatað trúnaðar-
trausti lesenda. NT er þá bara nýtt gervi fyrir gömlu
Framsóknarmaddömuna. Það verður rækilega fylgst
með Morgunblaðinu og NT næstu daga. Þessi blöð
engjast nú í erfiðri prófraun.
klippt
Fróðlegt og gagnlegt var að
vera gestur Friðarpáska 1984,
sem haldnir voru í Norræna hús-
inu kringum páskahátíðina.
Margt kom þar fram um þá
óskaplegu hættu, sem að
mannkyninu steðjar fyrir eigin
tilverknað, og mun víst sannast
sagna, að engin skepna jarðar-
innar fer jafn illa með lífsgjöfina
og tegundin Homo Sapiens.
Undirrituð sótti m.a. fund með
fulltrúum Bandaríkjanna og So-
vétríkjanna, þar sem þeir tjáðu
sig um stefnu sinna ríkisstjórna
um vígbúnaðar- og friðarmál.
Full ástæða væri reyndar til að
gefa út lýsingar þessara fulltrúa í
einu riti, sem gæti þá heitið: Ótti
minn - og ótti minn.
Þeir byrjuðu
Valentin Sidorof, þriðji
sendiráðsritari Sovétmanna hér á
landi, flutti fyrstu tölu. Kvað
hann ekkert verk mikilvægara
hér á jörðu en að koma á friði og
að Sovétmenn væru í einu og öllu
hlynntir friði. EN: Sovétmenn
urðu að svara ógnuninni sem
þeim stafaði af
kjarnorkusprengjunni, er
Bandaríkjamenn höfðu undir
höndum þegar 1945, NATÓ
hefði líka fullt af vopnum, sem
Sovétmenn hefðu ekki, svo sem
nifteindasprengjuna. Bandaríkin
væru sífellt að finna upp vopn til
að ógna Sovétríkjunum. Pen-
tagon væri nú með áætlanir um
stjörnustríð og takmarkað kjarn-
orkustríð og einhvern veginn
verða Sovétmenn að svara fyrir
sig. En við getum ekki byggt
heim á jafnvægi óttans, við verð-
um að koma á jafnvægi
traustsins, sagði Sidorof, og jafn-
framt að Sovétmenn væru reiðu-
búnir í hvers kyns viðræður um
takmarkanir og bönn og hefðu
alla tíð verið.
Stanford Mayer, fyrsti sendi-
ráðsritari Bandaríkjamanna,
flutti eiginlega sömu töluna en
var þó kannski öllu varfærnari í
orðavali. Bandaríkjamenn væru
ávallt reiðubúnir til samninga, en
þá samninga væri bara ekki hægt
að byggja á trausti einu saman;
reynsla Bandaríkjamanna sýndi,
að slíkir „traustssamningar" væru
lítils virði. Það yrði að vera hægt
að fylgja slíkum samningum eftir.
Friðarhreyfingar ættu fullan rétt
á sér, og þær munu hafa sín áhrif,
sagði Mayer, en við vildum nú
óska að þær væru einnig starfandi
annars staðar.
Þeir eru verri
Mörgum spurningum var
beint til þessara fulltrúa kjarn-
orkuveldanna enda full ástæða
til, þar sem afstaða þeirra og
gjörðir ráða lífi okkar á smá-
eyjunni.
Meðal annars spurði Pétur
Gunnarsson Sidorof að því, hvort
hann teldi sennilegt að einhver
gerði árás á Sovétríkin að fyrra
bragði. Sidorof svaraði því til, að
það væri meira en sennilegt: So-
vétmenn hefðu sannanir fyrir því,
að í hópi ráðamanna á Vestur-
löndum hefði sú hugmynd alla tíð
átt miklu fylgi að fagna og núna
streymdi sá boðskapur beint frá
Hvíta húsinu. Sidorof skýrði frá
því, að ráðamenn fyrir vestan
gæfu þá skýringu á uppsetningu
Pershing eldflauganna í Evrópu,
að þeir væru að svara fyrir upp-
setningu SS-20 flauga Sovét-
manna. Staðreyndin væri hins
vegar sú, að Sovétmenn hófu að
setja upp SS-20 flaugarnar þegar
árið 1977 og þá til að endurnýja
herkost sinn, og það hefðu ráða-
menn vestra vitað mætavel. Það
var ekki fyrr en 1979 að þeir fóru
að tala um SS-20 flaugarnar sem
ógnun og þá í þeim tilgangi að
réttlæta einn eina herferðina á
hendur Sovétmönnum.
Svipaður boðskapur streymdi
frá Mayer, en nú úr hinni áttinni,
þegar hann svaraði spurningu frá
Methúsalem Þórissyni. Mayer
kvað það bara staðreynd að það
væri fólk þarna úti sem væri tilbú-
ið til að sprengja mann upp í loft
og því yrði jú að svara með ein-
hverjum hætti.
Sidorof sagði einhvers staðar í
ræðuhöldum sínum , að vopn
væru siðlaus - engin spurning. En
staðreyndin væri sú, að fyrst
kæmi lífið og síðan siðferðisboð-
skapurinn. Og Sovétmenn væru
að berjast fyrir sinni tilveru. Ma-
yer kvaðst sammála, en það væru
Bandaríkjamenn sem væru að
berjast fýrir sinni tilveru.
Hver var
þessi Hitler?
Svona gekk þetta fram og aftur
og undirritaður gestur fór út með
þá (kannski fyrirfram vituðu)
vitneskju, að hvorugur aðilinn
væri traustsins verður og að hvor-
ugan er hægt að reiða sig á.
Vandamálið liggur hjá þeim - og
ekkert getur breytt þeim nema
við og ötul starfsemi okkar í frið-
arhreyfingum. Því svona kerfi
breytast ekki sjálfkrafa, svo
mikið er víst.
Margar spurningar og svör
liggja hér utangarðs, en ætli Jón
Baldvin Hannibalsson hafi ekki
átt gátu kvöldsins? Hann spurði
þá Sidorof og Mayer hvort þeir
könnuðust við höfund þessara
orða: Rauði þráðurinn í pólitík
minni er að vinna fyrir friði. Ég
get fullyrt að engin ríkisstjórn,
enginn flokkur, engin þjóð og
enginn einstaklingur hefur unnið
jafh mikið að friðarmálum og rík-
isstjórn mín, flokkurinn minn,
þjóðin mín og ég.
Báðir voru mát. Svarið var
Adolf Hitler.
ast
Athafnaleysi
iðnaðarráðherra
Á Reyðarfirði og í nálægum
byggðarlögum hafa menn bundið
miklar vonir við kísil-
málmverksmiðju sem gæti orðið
lyftistöng fyrir atvinnulíf á þess-
um stöðum. Upphaflega var áætl-
að að hún yrði gangsett 1986, en
athafanleysi núverandi iðnaðar-
ráðherra hefur kollvarpað þeirri
tímaáætlun. Slæleg frammistaða
Sverris Hemannssonar var gerð
að umræðuefni í leiðara Austur-
lands fyrir skömmu: „Við ríkis-
stjórnarskiptin í fýrra var búið að
semja um kaup á ofnum og öðr-
um vélbúnaði í verksmiðjuna á
Reyðarfirði á mjög hagstæðum
kjörum og stjórn verksmiðjunnar
hafði skilað jákvæðum niður-
stöðum og tillögum um framhald
málsins.
Þegar Sverrir Hermannsson
tók við starfi iðnaðarráðherra
gerðu Austfírðingar ráð fyrir að
hann legði kapp á að fylgja þess-
um stórmálum eftir. Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði í stjórnarand-
stöðu gagnrýnt Alþýðubandalag-
ið og Hjörleif Guttormsson sér-
staklega fyrir seinagang í orku-
málum. Þar skyldi verða breyting
á ef íhaldið kæmist til valda, öll
hjól fara að snúast og raforku-
verð til almennings lækka svo um
munaði.
Nú er senn liðið ár frá stjórnar-
skiptum og landsmenn allir eru
reynslunni ríkari“.
Síðar í leiðaranum er greint frá
því að stjórn hinnar fyrirhuguðu
verksmiðju hafi lagt á það þunga
áherslu við Sverri að „áframhald-
andi óvissa um málið sé kostnað-
arsöm og geti haft óheppileg áhrif
á atvinnulíf á Austurlandi“.
Undir þetta er sjálfsagt að
taka. Því má svo bæta við, að í
viðtölum við fólk á Reyðarfirði
sem senn verða birt í Þjóðviljan-
um kemur fram megn óánægja
með óákveðni og linku Sverris
Hermannsson í málinu, og marg-
ir telja hann hafi gengið á bak
loforðum sem hann gaf í barátt-
unni fyrir síðustu kosninga.