Þjóðviljinn - 27.04.1984, Blaðsíða 15
Fóstudagur 27. april 1984 ÞJÓSVILJINN - SÍÐA 15
7.00 Veöurfréttir. Fréttir. Bæn. A virkum
degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Sigurðar Jónssonar frá kvöld-
inu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð -
Bjami Þór Bjamason talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Hnifapara-
dansinn" eftir Jón frá Pálmholti Höfundur
les (2).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
10.45 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi
Jónsson sér um þáttinn.
11.15 Dægradvöl Þáttur um fristundir og tóm-
stundastörf í umsjá Anders Hansen.
11.45 Tónleikar
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Egils-
sonar; seinni hluti Þorsteinn Hannesson
les (12).
14.30 Miðdegistónleikar Filharmóníuhljóm-
sveitin í New York leikur þátt úr Sinfóníu nr. 8
í h-moll, „Ófullgerðu hljómkviðuna" eftir
Franz Schubert; Leonard Bemstein stj.
14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiriksdóttir
kynnir nýútkomnar hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Hátíðarhljómsveitin
í Bath leikur Concerto grosso í A-dúr op. 6
nr. 11 eftir Georg Friedrich Hándel; Jehudi
Menuhin stj TVIadimir Ashkenazy og Sinfón-
iuhljómsveit Lundúna leika Pianókonsert í
d-moll eftir Johann Sebastian Bach; David
Zinman stj.
17.10 Siðdegisvakan
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ól-
afsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor-
oddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Á Siglufirði Erlingur Da-
víðsson flytur síðari hluta frásagnar sinnar.
b. „Gamla höllin" Sigríður Schiöth les sam-
nefnt kvæði eftir Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi.
21.10 Hljómskálamúsík Kynnir: Guðmundur
Gilsson.
21.40 „Svartur skuggi á krossferli kirkjunn-
ar“ Séra Árelíus Níelsson flytur erindi.
22.00 Tónleikar
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Djassþáttur Umsjónarmaður: Gerard
Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir.
23.15 Kvöldgestir - þáttur Jónasar Jónas-
sonar.
00.50 Fréttir. Dagskráriok.
Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með veðurfregn-
um kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00.
RUV 1
Skrifið
eða
hringið
Lesendaþjónusta Þjóðvilj-
ans stendur öllum landsins
konum og mönnum til boða,
er vilja tjá sig í stuttu máli um
hvaðeina sem liggur á hjarta.
Nöfn þurfa að fylgja bréfi, en
nafnleyndar er gætt sé þess
óskað. Utanáskriftin er: Les-
endaþjónusta Þjóðviljans,
Síðumúla 6, 105 Reykjavík.
Þá geta lesendur einnig
hringt í síma 81333 alla virka
daga milli klukkan 10 og 6.
bridge
Sveit Jóns Hjaltasonar varð ís-
landsmeistari í sveitakeppni 1984.
Kom það fáum á óvart eftir „slátrun-
ina“ í undanrásum, þar sem nokkr-
ar af „bestu" sveitunum duttu út.
Sveit Jóns var vel að sigri sínum
komin. Hér er spil frá leik Jóns
Hjaltasonar og Sigfúsar Þórðar-
sonar frá Selfossi, úr 3. umferð.
x ÁKxxx
ÁG Kxxx
ÁKG9xx D10
ÁDG10 xx
Jón Ásbjörnsson og Símon
Símonarson voru í miklu stuði á
þessu móti. Þeir sögðu þannig á
þessi spil:
1 lauf(sterkt) 1 spaði(fimmliturog8
hp.plús), - 2 tíglar (litur og spurn.),
2 spaðar (4 kontról og neitar
Stuðn.), - 3 lauf (eðlilegt), 3 tíglar
(sennilega drottn.), - 3 hjörtu
(styrkur), 3 spaðar (styrkur).
Nú kom dobl á þrjá spaðana frá
vörninni og frá bæjardyrum Jóns
gat það ekki verið annað en spað-
akóngurinn, þannig að makker
hlaut að eiga spaðaás, hjartakóng
og laufakóng, sem sagt 4 kontról
eins og hann hafði lofað og þar af
leiðandi linnti hann ekki látum fyrr
en í 7 tíglum. Nú, ekki átti blindur
alveg draumahöndina þegar hann
kom uþp, en laufakóngur lá hins-
vegar rétt þannig að 7 tíglar stóðu.
Það gaf 2140 til sveitar Jóns Hjalta-
sonar. Á hinu borðinu var misskiln-
íngur milli Sigfúsar og Kristmanns,
þannig að þeir enduðu í 3 gröndum,
unnin sjö, 720 uppí. Þetta spil gaf
því 16 stig til Jóns, sem vann leikinn
17-3. Dýrt spaug að dobla þessa 3
spaða, ekki satt?
Tikkanen
Sterkt varnarlið verður alitaf
að láta sem þvi sé ógnað.
19.45 Fréttaágríp á táknmáli.
20.00 Fréttir og veóur
20.35 Auglýsingar og dagskrá
20.40 A döfinni Umsjónarmaður Kari Sig-
tryggsson. Kynnir Bima Hrólfsdóttir.
20.55 Skonrokk Umsjónarmaður Edda And-
résdótlir.
21.25 Kastljós Þáttur um innlend og eriend
máleini.
22.30 Griftin og Phoenix Bandarisk sjón-
varpsmynd frá 1976. Leikstjóri Daryl Duke.
Aðalhlutverk: Peter Falk og Jill Clayburgh.
Myndin er ástarsaga karis og konu sem eru
haldin ólæknandi krabbameini. Þrátt fyrir
það reyna þau að njóta þess sem lífið hefur
að bjóða áður en það verður um seinan.
Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir.
00.10 Fréttlr í dagskráriok.
frá lesendum
Jill Clayburgh og Peter Falk leika aðalhlutverkin i myndinni Griffin og Phoenix, sem sjónvarpið sýnir í kvöld, en
myndin fær mjög slæma dóma í kvikmyndahandbokum okkar.
Sjónvarp kl. 22.30:
Ástarsaga
Stórstjörnurnar Peter Falk (úr sjónvarpsþáttun-
um Columbo) og Jill Clayburgh (ótal frægar mynd-
ir, m.a. An Unmarried Woman) verða í aðalhlut-
verkum myndarinnar, sem sjónvarpið sýnir í kvöld.
Myndin heitir Griffin og Phoenix og hefst útsending-
in klukkan hálfellefu.
Söguþráður er í stuttu máli á þá leið, að karl og
kona, sem haldin eru ólæknandi krabbameini reyna
sjúklinga
að njóta þess sem lífið hefur að bjóða áður en það
verður um seinan.
Myndin fær slæma útreið í kvikmyndahandbók-
um okkar og önnur þeirra fullyrðir, að með ólíkind-
um sé hvað þessum tveimur stjörnum tekst að spila
úr rullum sínum. Myndin fær ekki einu sinni hálfa
stjörnu í bókunum - en hafa skal í huga að dómur
kvikmyndahandbóka er auðvitað ekki algildur.
Rás 1 kl. 9.05:
Hnífapör dansa í
Morgunstundinni
Jón frá Pálmholti hóf í gær að
lesa sögu sína „Hnífaparadans-
inn“ í Morgunstund barnanna á
Rás 1, en Morgunstundin hefst
klukkan 9.05.
„Sagan gerist ofan í borð-
skúffu,“ sagði Jón í samtali við
blaðið. „Hún fjallar um hnífapör,
sem vakna á nóttunni og ræða
málin - sína tilveru og sinn heim.
Þau uppgötva, að það séu kann-
ski til fleiri möguleikar en þeir að
hírast ofan í borðskúffu alla tíð.
Fyrst í stað trúa þau ekki að það
sé mögulégt að komast upp úr
skúffunni, en trúin getur ýmislegt
og að því kemur að þau hoppa
framúr og fara að skemmta sér á
gólfinu. Að því kemur að fólkið í
húsinu vaknar við skarkalann og
sér þá hnífapör út um alla íbúð,
en meira segi ég ekki, því ekki er
rétt að ljóstra upp sögulokum."
Jón frá Pálmholti kvaðst hafa
samið söguna í fyrrasumar og les-
ið hana fyrir útvarpið í janúar.
Upplesturinn tekur 10 Morgun-
stundir.
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll
Þorsteinsson, Asgeir Tómasson og Jón Ól-
afsson.
14.00-16.00 Pósthólfið Stjómendur: Valdís
Gunnarsdóttir og Hróþjartur Jónatansson.
16.00-17.00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vern-
harður Linnet.
17.00-18.00 I föstudagsskapi Stjómandi:
Helgi Már Barðason.
23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2 Stjómandi:
Ólafur Þórðarson.
Rásir 1 og 2 samtengdar með veðurfregnum kl.
01.00 og heyrist þá i Rás 2 um allt land.
„...hann
hét
Dau(Vi...“
Einn lesenda blaðsins sendi okkur
meðfylgjandi teikningu af Ronna
karlinum Reagan og lét eftirfarandi
texta fylgja:
„Og ég sá og sjá: Bleikur hestur,
og sá er á honum sat, hann hét
Dauði, og Hel var íför með honum,
og þeim var gefið vald yfir jjórða
hluta jarðarinnar, til þess að deyða
með sverði og með hungri og með
drepsótt og láta mennfarastfyrir villi-
dýrum jarðarinnar. “
(Opinberun Jóhannesar. 6,8.)