Þjóðviljinn - 27.04.1984, Side 5
ar í Seðlabanka
Eignahlið efnahagsreikninga þriggja banka.
Eins og sjá má telja bæði Verslunarbankinn
og Iðnaðarbankinn samviskusamlega upp
sínar fasteígnir en Seðlabankinn hirðir ekki
um slíka smámuni.
Fréttir Þjóðviljans undan-
farna daga um sjónhverf ing-
ar við reikningsskil Seðla-
banka íslands hafa vakið
gífurlega athygli og viðbrögð
bæði lesenda og forsjár-
manna bankans. Þar hefur
auðvitað skipst í tvö horn
eins og vænta mátti. Megin-
tilgangurinn með skrifum
blaðsins hefur verið sá að
sýna fram á að þessi æðsta
peningastofnun þjóðarinnar
skilaraf sérársskýrslu sem
sýnir alranga mynd af ef na-
hagslegri og rekstrarlegri
stöðu. Þessi megintilgangur
hefur náðst.
Athugasemd
endurskoðandans
í gær birtist í blaðinu athuga-
semd löggilts endurskoðanda
Seðlabanka íslands, Stefáns Svav-
arssonar lektors í viðskiptafræði
HÍ með meiru. Skal nú farið
nokkrum orðum um tilskrif endur-
skoðandans.
1) Stefán bendir á að eiginfjár-
aukning Seðlabankans á síðasta
ári sé langt fyrir neðan verð-
bólgustig og eða gengi erlendrar
myntar. Skyldi nokkurn undra
það þegar tekið er tillit til þess
að stórkostlegar fjárfestingar í
nýbyggingum eru jafnóðum
gjaldfærðar á rekstur? Auðvitað
eykur endurmat fasteigna hjá
bönkum og öðrum fyrirtækjum
eiginfjárstöðu þeirra en um slíkt
er alls ekki að ræða hjá Seðla-
bankanum. Hann færir allar
fjárfestingar í fasteignum til
Fréttaskýring
gjalda eins og um pappír eða rit-
föng væri að ræða. Slíkt þætti
ekki amalegt í öðrum rekstri.
2) Stefán lætur að því liggja að
reikningsskil Seðlabankans séu
gerð með hliðstæðum hætti og
hjá viðskiptabönkunum. Hér er
auðvitað um hrapallegan mis-
skilning að ræða. Allir bankar
og sparisjóðir í þessu landi
eignfæra húseignir sínar, áhöld
og tæki og afskrifa það síðan á
venjulegan hátt, þ.e. eftir
ákvæðum skattalaga. Vandséð
verður með hvaða hætti fyrir-
liggjandi frumvarp til laga um
Seðlabanka, sem er nýkomið frá
bankamálanefnd, virkar til
gjaldtöku hjá Seðlabankanum,
ef hann byggir stærstu skrif-
stofuhöll landsins á þann hátt að
hann gjaldfærir allan bygging-
arkostnaðinn sem mun nema
hundruðum miljóna á næstu
árum. Hver er þá tilgangurinn
með frumvarpinu? Er ekki eins
gott að leggja það strax inn á
Þjóðskjalasafn eða vill kannski
Bókasafn Seðlabanka íslands fá
það til ævarandi varðveislu?
3) Stefán Svavarsson minnist ekki
einu orði á eitt stærsta atriðið í
fréttum Þjóðviljans sem við vilj-
um leyfa okkur að kalla sjón-
hverfingar í Seðlabanka. Það er
að 434.3 miljónum króna, sem
kallast verðbætur af eigin sjóð-
um, er safnað saman fyrir þrjú
ár og þessi firnaháa upphæð
gjaldfærð í rekstrarreikningi.
Sambærileg tala fyrir árið 1982
er 74 miljónir króna. Hver trúir
því að þetta sé annað en sjón-
hverfing, bókhaldsblekking?
Flestir hefðu talið að leiðrétta
mætti slíka „gleymsku“ í gegn-
um eiginfjárreikning en ekki
færa slíka upphæð til gjalda.
Þekkjast einhver dæmi um slík-
ar gjaldfærslur hjá öðrum
bönkum og fyrirtækjum?
4) Endurskoðandinn segir í at-
hugasemdum sínum að til-
gangur Seðlabankans sé ekki sá
að skila hagnaði. Sagði ekki ein-
hver í sjónvarpsþætti fyrir
skömmu að Seðlabankinn væri
að byggja sér höllina við Kalk-
ofnsveg fyrir eigið fé og að það
fjármagn væri ekki frá öðrum
tekið? Þá er rétt að spyrja:
Hvaðan kemur bankanum þetta
fé? Hver á það fjármagn? Hver
á Seðlabanka íslands?
Aukið eftirlit
Ein af veigameiri tillögum banka-
málanefndar, og nú eru orðnar að
frumvarpi til laga, er að stórauka
beri möguleikana til sjálfstæðs eft-
irlits með rekstrinum. í því skyni er
lagt til að endurskoðun reikning-
anna verði með hliðstæðum hætti
og hjá viðskiptabönkunum, þ.e. að
Alþingi kjósi tvo endurskoðendur
og ráðherra skipi einn löggiltan
endurskoðanda.
Hvers vegna leggja nefndar-
menn þetta til? Einfaldlega vegna
þess að þeir telja að möguleikar
Alþingis til að fylgjast með raun-
verulegri stöðu Seðlabankans séu
of litlir í dag. Enda kom fjármála-
ráðherra, æðsti yfirmaður ríkisfjár-
mála, af fjöllum þegar hann las
fréttir Þjóðviljans um það með
hvaða hætti reikningsskil bankans
væru. Sjálfur vararíkisskattstjóri
lét hafa þau ummæli eftir sér að
ársreikningar Seðlabanka íslands
sýndu alls ekki rétta mynd af stöð-
unni. Ætlar Stefán Svavarsson að
telja nemendum sínum í Háskóla
íslands trú um að ársreikningarnir
séu í samræmi „við lög og góðar
reikningsskilavenjur, bæði að því
er varðar uppsetningu reiknings,
mat á hinum einstöku liðum o.fl.“?
Fasteignir ogfleira gott
í fréttum Þjóðviljans hefur verið
bent á það siðleysi að bankanum
skuli líðast að kaupa dýrustu fast-
eignir í landinu, eina af annarri og
færa allt saman til gjalda eins og
hvern annan skrifstofukostnað.
Fólkinu í þessu landi ofbýður slíkt
siðferði. Það hefur ekkert með
skattamál bankans að gera enda
hafa þau ekki verið til sérstakrar
athugunar í þessum fréttum blaðs-
ins. Hins vegar er það grundvall-
arsiðferði að opinbert fyrirtæki
geri glögga grein fyrir rekstri sínum
og það undanbragðalaust. Og það
er ekki nóg með að Seðlabankinn
skuli einungis telja fram hundruð
miljóna fjárfestingar sínar í smáa
letrinu í ársskýrslunni (utan efna-
hagsreiknings) heldur er talsvert
meira blóð í kúnni. Fastafjármunir
bankans eru einnig 4 bifreiðar að
verðmæti um 800 þúsund. Vélar og
húsbúnaður er metinn á 14.7 milj-
ónir króna. Bankinn á bóka- og
myntsafn sem er metið á 10.6 milj-
ónir króna. Hvað með öll málverk-
in í salarkynnum stofnunarinnar
sem eflaust eru metin á miljónir
króna?
Ekkert af þessu er talið upp í
efnahagsreikningi. Allir aðrir
bankar í landinu gera það.
Skattheimtan
Auðvitað er það reginhneyksli
að Seðlabanki Islands skuli ekki
greiða skatta til ríkissjóðs af tekj-
um sínum og eignum. Frumvarp
bankamálanefndar gerir því miður
ekki ráð fyrir því að eignaskattur
verði lagður á bankann. Til þess
skortir pólitíska samstöðu. Hitt er
öllu alvarlegra að bankinn hefur
eftir sem áður allt of mikla mögu-
leika til að skjóta tekjum sínum
undan tekjuskattinum og því er
borðliggjandi að um ókomin ár
mun þessi æðsta peningastofnun
þjóðarinnar ekki greiða eina ein-
ustu krónu til samneyslunnar í
landinu. Á þetta atriði hefur m.a.
Lúðvík Jósefsson bent og það er á
ábyrgð stjórnarflokkanna tveggja
að undir þann leka var ekki sett.
Lokaorð
Seðlabanki íslands er gróða-
stofnun. Sama er að segja um
sambærilegar stofnanir í öðrum
löndum. A Norðurlöndunum til
dæmis, eru slíkar stofnanir skatt-
lagðar. í Finnlandi ber Seölabank-
anum þar að skila öllum sínum
hagnaði í ríkissjóð og mjög strang-
ar reglur eru að sjálfsögðu um allar
reikningsfærslur bankans. Hér á
landi ríkir hins vegar það siðferði
að á sama tíma og búið er að ræna
3ju hverri krónu af launafólki og
áform eru uppi um að steypa þjóð-
inni endanlega á kaf í skuldafen
erlendra lánadrottna þá dettur
borgaralegum stjórnmálamönnum
ekki í hug að nota það fjármagn
sem þegar er fyrir hendi.
Páfinn sem boðar þeim fagnað-
arerindið bannar þeim það.
- v.
Valþór
Hlöðversson
skrifar