Þjóðviljinn - 27.04.1984, Side 10

Þjóðviljinn - 27.04.1984, Side 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. aprfl 1984 Flugstöðin í Keflavík: HÓTELREKSTUR Húseignin Höföagata 1 Hólmavík ásamt búnaði til hótelreksturs er til leigu til hótel- reksturs. Lágmarksleigutími er 1 ár. Nánari upplýsingar veita kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Steingrímsfjaröar og sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps. Umsóknum skal skilaðtil Kaupfélags Steingrímsfjaröar eða skrifstofu Hólmavíkurhrepps fyrir 15. maí 1984. m Frá S menntamálaráðuneytinu Menntamálaráöuneytiö auglýsir hér meö lausar til umsóknar námstjóra- stööur í eftirtöldum greinum: Islensku, stærðfræöi, erlendum tungumálum (ensku, dönsku - ein staöa eða tvær hálfar), samfélagsgreinum (sögu, landafræði, félagsfræöi o.fl.), náttúrufræöi (eðlis-, efna- og líffræöi), mynd- og handmennt, heimiiisfræöi, tónmennt (tónmennt og tónlistarfræöslu), kristinfræöi (hálf staöa). Einmg stööu námstjóra fyrir byrjendakennslu. Ráöiö verður i stöðurnar frá 1. sept. n.k. Áskilin eru kennslurettindi og kennslureynsla, svo og fagleg og kennslufræöileg þekking i viökomandi grein eöa sviöi. Störfin taka flest til grunnskóla og skila grunnskóla- og framhalds- skólastigs. Nánari upplýsingar veitir Menntamálaráöuneytiö, skóla- rannsóknadeild, sími 26866 eöa 25000. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar Menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 4-6, 101 Reykjavík, fyrir 20. maí n.k. Fær 30 milj. meira en allar aðrar framkvœmdir í flugmálum - Til flugstöðvarinnar í Keflavík er nú áætluð 30 milj. kr. hærri fjár- veiting en til allra annarra fram- kvæmda við flugmál á landinu samanlagt og vita þó allir hve þörf- in er þar hrópandi. Aðeins rúmlega helmingur af I rúmmetrafjölda flugstöðvarinnar i er nýtanlegt rými. Hér er á ferðinni I sóun, sem alltaf er óréttlætanleg en þó alveg sérstaklega á fjárhags- legum þrengingatímum eins og þeim, sem nú ganga yfir almenning í landinu. Svo mælti Steingrímur J. Sigfús- son alþingismaður í umræðum um Keflavíkurflugstöðina á Alþingi í fyrrakvöld. - Og hvernig er það annars með hið mikilfenglega gróðurhús, sem áformað er að reisa í flugstöðinni, kemur það til með að heyra undir landbúnaðarráðuneytið, utanríkis- ráðuneytið eða verður það kannski samstarfsverkefni þessara ráðu- neyta? spurði Steingrímur. Og verður ekki þörf á að ráða þarna sérstakan garðyrkjustjóra? Svör fengust engin. Málið er sennileg óútkljáð eins og fleira innan ríkisstjórnarinnar, enda var umræðum frestað við svo búið. -mhg LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Sprungu- l't, \ & Upplysingar i simum ^ (91) 66709 & 24579 Tökum að okkur að þétta sprungur i steinvegjum, lógum alkaliskemmdir, þéttum og ryðverjum gömul bérujárnsþök. þétting Höfum háþróuð amensk þéttiefni frá RPM 11 ára reynsla á efnunum hér á landi. Gerum föst verðtilboð yður að kostnaðarfausu án skuldbindinga af yðar háffu. lÍ'm BANDALAG HÁSKÓLAMANNA mmmmmimmmu mmmmm Bandalag háskólamanna efnir til ráðstefnu um menntun og fjölgun arðbærra starfa í þjóðfé- laginu laugardaginn 28. apríl í Borgartúni 6. Dagskrá ráðstefnunnar er þessi: Setning, Gunnar G. Schram formaður BHM. Nýjar hugmyndir ísjávarútvegi, Björn Dagbjarts- son forstjóri Rannsóknastofnunarfiskiðnaðarins. Nýjar hugmyndir í landbúnaði. Nýjar hugmyndir í iðnaði, Ingjaldur Hannibalsson forstjóri Iðntæknistofnunar. Nýjar hugmyndir í verslun og markaðsmálum, Þráinn Þorvaldsson forstjóri Hildu hf. Nýjar hugmyndir í verktakastarfsemi, Jónas Frí- mannsson verkfr. Nýjar hugmyndir í bankastarfsemi, Sveinn Sveinsson formaður SÍB. í lok ráðstefnunnar verða pallborðsumræður með þátttöku framsögumanna og fulltrúa ASÍ og VSÍ. Stjórnandi verður Guðmundur Einarsson verkfræðingur. Ráðstefnan er öllum opin. Bandalag háskólamanna Sjukrahúsið Egilsstöóum vantar sjúkraliða í fastar stöður og til sumar- afleysinga í júní - ágúst. Hafið samband við hjúkrunarforstjóra í síma 97-1631 eða 97-1400. Skorað á ríkisstjórnina Atvinnuleysi á Norðurlandi fer vaxandi og veldur síauknum áhyggjum. Hætta er á fólksflotta frá Norðurlandi Verði ekki reynt að snúa við blaðinu með því að styrkja stoðir þess atvinnulífs, sem fyrir er og leita nýrra leiða í atvinnuupp- byggingu. Atvinnuleysi á Norðurlandi í jan. 1984 svaraði til þess að 1180 væru atvinnulausir allan mánuð- inn. Á árinu 1983 var atvinnuleysi 2,05% á Norðurlandi en á sama tíma var landsmeðaltal 1,1%. Hef- ur hlutfall atvinnulausra verið hæst í þessum landshluta allt frá 1975. Svo segir í greinargerð með til- lögu um atvinnumál á Norður- landi, sem þau flytja Kolbrún Jóns- dóttir, Pálmi Jónsson, Guðmundur Bjarnason, Eyjólfur Konráð Jóns- son, Valgerður Sverrisdóttir, Stef- án Guðmundsson, Svanfríður Jón- asdóttir, Ragnar Arnalds og Páll Pétursson. Alyktunin er svohljóð- andi: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að láta vinna nú þegar að tillögum til úrbóta í atvinnumálum á Norðurlandi. Tekið verði á eftir- farandi atriðum: 1. Leiðum til úrbóta á þessu ári. 2. Markmiðum sem stefna beri að í náinni framtíð. 3. Fjármögnun atvinnuuppbygg- ingar. 4. Uppbyggingu iðngarða þar sem fyrirtækjum gæfist kostur á að leigja atvinnuhúsnæði. Ennfremur er bent á að í jan. mánuði sl. hafi samdráttur í fisk- veiðum orðið meiri á Norðurlandi en annarsstaðar, miðað við sama tíma í fyrra. Afli báta minnkaði um 31,3% og togara um 27,4%. Og ekki horfir til bata um aflabrögð á þessu ári (kvótinn). Má því búast við auknu atvinnuleysi er á árið líð- ur. Mest er fólksfækkunin í þeim aldurshópi, sem er að stofna heim- ili, 20-30 ára, og lofar ekki góðu. Og eins og Þórður Skúlason benti á á Fjórðungsþingi Norðlendinga á Raufarhöfn í haust er lítið atvinnu- framboð úti á landi fyrir langskóla- gengið fólk. í tillögunni er bent á að til greina komi að setja á stofn opinbera nefnd um smáiðnað, er starfi með svipuðum hætti og stóriðjunefnd. -mhg Hallar a Norölendinga Á undanförnum árum hefur á vegum Fjórðungssambands Norð- lendinga verið unnið að úttekt á ýmsum hagrænum viðfangsefnum, sem eru ýmist orsök eða afleiðing búseturöskunar síðustu áratuga. I athugun, sem gerð var á vegum Sambandsins, Var sýnt fram á að sú staðhæfíng væri röng, að lands- byggðin njóti þenslu ríkisbúskap- arins m.a. vegna pólitískra fjárfest- inga. Það sem kom á daginn var, að með vaxandi stjórnsýslu og vel- ferðarþjónustu taka rekstrarliðir ríkisvaldsins til sín í vaxandi mæli æ stærri sneið af heildarkökunni, aukin tilfærsla af þjóðartekjum til fjárlagageirans er liður í eflingu höfuðborgarsvæðisins, þar sem meginhluti ríkisstarfseminnar er staðsettur. Á sama tíma eykst hlutur landsbyggðarinnar í tekj- ubúskap ríkisins. Ríkisbúskapur- inn skapar ekki jafnvægi í þjóð- hagslegri þróun milli landshluta. Það er öðru nær þar sem þrem fimmtu til þrem fjórðum hlutar "aukinnar hlutdeildar í þjóðartekj- um, sem fjáriagageirinn tekur til sín, er varið á höfuðborgarsvæð- inu. Með atvinnumálakönnun hefur Fjórðungssamband Norðlendinga sýnt fram á þær staðreyndir, að meginhluti vinnuaflsaukningar hefur leitað í þjónustugreinar, sem að mestu hefur fallið til á suðvest- urhorninu, þrátt fyrir aukna þjóð- arhagsæld, sem fylgdi í kjölfar byggðastefnu eftir 1971, sem var grundvöllur aukins hagvaxtar og þjóðarframleiðslu. Jafnframt var sýnt fram á að at- vinnulíf á Norðurlandi er við- kvæmara en í öðrum landshlutum, sérstaklega í þeim byggðarlögum, sem goldið höfðu afhroð vegna sfldarleysisáranna og voru háð tíð- um 'sveiflum í loðnuveiðum, auk þeirra byggðarlaga, sem dregist höfðu aftur úr um uppbyggingu togaraflotans og fiskiðnaðar. Á at- vinnumálaráðstefnu Sambandsins í febrúar 1982 var ljóst, að stórátaka var þörfum í atvinnumálum á Norðurlandi. Þannig segir í inngangi Áskels Einarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norðlend- inga, að ýtarlegri skýrslu um at- vinnumál á Norðurlandi, sem Haf- þór Helgason viðskiptafræðingur hefur tekið saman. Verða hér á eftir í stuttu máli, dregin saman nokkur meginatriði úr niðurstöðum skýrslunnar. 10. Búseturöskun er orðin árviss á Norðurlandi á ný, sem mun snú- ast í fólksfækkun, ef ekki tekst að stórauka störf í úrvinnslugreinum þ.e. fiskiðnaði, almennum iðnaði, stóríðnaði og byggingastarfsemi þegar á næstu misserum. 2. Efla verður. þjónustugreinar á Norðurlandi til að ná inn í fjórð- unginn það stórum hluta af um- framvexti mannafla í þessum grein- um að ekki leiði til frekari búset- uröskunar vegna þenslu í þjónustu- greinum. 3. Hefja verður stórframkvæmd- ir við orkuver og stóriðnað á næstu misserum til mótvægis frám- kvæmdum á suðvesturhorni lands- ins. 4. Vegna þess hve stór hluti op- inbera geirans á Suðvesturlandi er óháður fjárhagsgeira, verði tekið tillit til þessa við ákvörðun fram- i kvæmda er bindast fjárlögum með tiltölulega auknu fjarstreymi gegn- um fjárlagageirann til Norður- lands. 5. Sporna verður við lækkandi meðaltekjum í þeim atvinnugrein- um á Norðurlandi, sem miðað við landsmeðaltal eru í mestri aukn- ingu á Suð-vesturlandi með tekjur langt yfir landsmeðaltal. 6. Snúa verður við þeirri þróun að útsvarstekjur sveitarfélaga á Norðurlandi, einkum í þéttbýli, fari hlutfallslega lækkandi vegna lækkandi meðaltekna miðað við landsmeðaltal. 7. Atvinnuleysi jókst tiltölulega mest á Norðurlandi 1983. Eftir- tektarvert er að aukningin er hlut- fallslega meiri á Norðurlandi eystra, sem stafar af tiltölulega miklu atvinnuleysi á Akureyri. Þessi þróun er áberandi fyrstu mánuði 1984. 8. Atvinnuframboð hefur á árinu 1982 farið minnkandi á Norður- landi og er undir landsmeðaltali bæði í vestri og eystri hluta. Á sama tíma var veruleg aukning ársverka í Reykjavík og á Reykjanesi, um- fram landsmeðaltal. Þetta er m.a. ástæðan fyrir búseturöskun til suð- vesturhornsins, auk hækkandi meðaltekna, 9. Ákveðin fylgni er milli fjölg- unar ársverka, búsetuhreyfinga og atvinnuleysis eftir landshlutum. 10. Meginástæður til búsetu- röskunar á Norðurlandi eru of lítið atvinnuframboð í þeim atvinnu- greinum, sem draga til sín vinnuafl- ið, ásamt of lágum meðaltekjum í þeim greinum. Atvinnusamdráttur í byggingaiðnaði og fiskiðnaði hef- ur skapað verulegt atvinnuleysi í mörgum þéttbýlisstöðum. - mhg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.