Þjóðviljinn - 27.04.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.04.1984, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurðsson Helgar- sportið Handbolti Bikarúrslitaleikur karla milli Víkings og Stjörnunnarverðurháðurum helgina. Sjá annars staðar á síðunni. Knattspyrna Tveir leikir fara fram á Reykjavíkurmót- inu í meistaraflokki karla. Fylkir og Ár- mann mætast á Melavellinum kl. 14 á morgun og Víkingur-KR á sama stað og samatímakl. 14ásunnudag. Víkingurog Fram leika í kvennaflokki kl. 19 á mánu- dagskvöldið á Melavellinum. Okkur hafa engar upplýsingar borist um Litlu bikar- keppnina en í henni verður sjálfsagt leikið um helgina. Hlaup Hvammstangahlaupið margáðuraug- lýsta fer loks fram á morgun, laugardag, og hefst við félagsheimilið á Hvamms- tanga kl. 14. Lyftingar Meistaramót íslands kraftlyftingum verður haldið í Laugardalshöllinni á morg- un, laugardag. Léttari flokkarnir byrja kl. 10, miðflokkarnir kl. 13 og þyngstu flokk- arnir kl. 16. Glíma Íslandsglíman 1984 verður haldin á morgun, laugardag, að Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu. Skíði Andrésar Andar-leikarnir fara fram á Akureyri. Þeir verða settir í kvöld, keppni hefst kl. 10 í fyrramálið og lýkur á mánu- dag. Reiknað er með 500-600 þátttak- endum af yngri kynslóðinni víðs vegar að af landinu. Bláfjallagangan 1984, skíðaganga fyrir almenning og keppnisfólk, verður haldin á laugardaginn í fimmta skipti. Gengið verður frá Bláfjöllum í Hveradali, 20 km leið, og sér Skíðafélag Reykjavíkur um framkvæmd göngunnar. Skráning fer fram í Hveradölum kl. 11 í fyrramálið og kl. 11.45 fer rúta þaðan í Bláfjöll. Þátttökugjald er kr. 200 og fá keppendur hressingu á leiðinni og í Hver- adölum að göngu lokinni. (Ath. - Til að greint verði frá íþróttavið- burðum komandi helgar í Helgarsportinu þurfa upplýsingar um þá að hafa borist á hádegi á fimmtudegi.) -----7--------——------------- Svanhildur fímmfaldur meistari Svanhildur Kristjónsdóttir, Breiðabliki, sigraði í fimm greinum á Héraðsmóti UMSK í frjáisum íþróttum innanhúss sem lauk fyrir viku. Hún hljóp 50 m grindahlaup á 9,1 sek, stökk 5,18 m í langstökki, 2,52 m í langstökki án atrennu, kastaði kúlu 9,18 m og hljóp 50 m á 6,8 sek. Inga Ólafsdóttir, Breiðabliki, vann hinar tvær kvenna- greinarnar. Hún stökk 1,20 m í hástökki án atrennu sem er héraðsmet og 1,60 m í há- stökki með atrennu. Sigsteinn Sigurðsson, Aftureldingu, vann þrjár karlagreinar; stökk 3,24 m í langstökki án atrennu, 9,42 m í þnstökki án atrennu og 1,55 m í hástökki án atrennu. Sigurjón Valmundsson, Breiðabliki, vann tvær; hljóp 50 m grindahlaup á 7,8 sek, og stökk 6,67 m í langstökki. Helgi Hauksson, Breiðabliki, sigraði í hástökki, stökk 1,75 m, og Hjalti Árnason, Aftureldingu, í kúlu- varpi, kastaði 12,13 metra. Middlesboro er nánast sloppið Middlesboro tryggði sér í fyrrakvöld nánast örugglega áframhaldandi sæti í 2. deild ensku knattspyrnunnar með því að sigra efsta liðið, Sheffield Wednesday, 2-0. Boro er þar með kom- ið níu stigum uppfyrir fallsæti þegar fjórum um- ferðum er ólokið. Sheff.Wed. hefði tryggt sér 1. deildarsæti með jafntefli en er öruggt upp eftir sem áður, þarf aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjunum og ætti að ná því á heimavelli gegn Cr.Palace á morgun. í 3. deild á Bradford City möguleika á 2. deildarsæti eftir 1-0 sigur á New- port. _VS Tap gegn Noregi í Evrópukeppninni í körfuknattleik: Lokamínútur hálfleíkj - anna voru verstar ísland beið lægri hlut fyrir hávöxnu liði Norðmanna, 63-84, í C-riðli Evrópukeppn- innar í körfuknattleik sem nú stendur yfir í Noregi. Þetta var fyrsti leikur íslands af fjór- um en liðið mætir Portúgölum í kvöld, Dönum á morgun og Skotum á sunnudag. íslenska liðið sýndi mjög góðan varnarleik í fyrri hálfleik og hélt hávöxnum Norsurum (tveir þeirra eru reyndar bandarískir) alveg í skefjum. Lítið var skorað í byrjum, staðan 4-4 eftir 6 mínútur og 18-17 fyrir Noreg á 14. mínútu. Rétt fyrir hlé munaði þremur stig- um, 30-27, en með óðagoti og flumbrugangi misstu íslensku strákarnir þá norsku átta stig- um framúr fyrir hálfleik, 29-37. Norðmenn juku fljótlega forystuna í seinni hálfleik, 47-35 eftir 4 mínútur og síðan 69-53 uppúr miðjum hálfleik. Sá munur hélst framá Torfi Magnússon var yfirburðamaður í ís- lenska liðlnu í gærkvöldi. lokamínútuna, staðan var 78-63 þegar hún upphófst en þá upphófst sama vitleysan hjá íslenska liðinu og undir lok fyrri hálfleiksins og Norðmenn skoruðu sex síðustu stigin, 84- 63. Torfi Magnússon var yfirburðamaður í ís- lenska liðinu og lék stórvel í vörn og sókn. Jón Sigurðsson fyrirliði stóð sig vel og Flosi Sigurðsson einnig. Sá hávaxni piltur lék þama sinn besta leik í íslensku landsliðs- peysunni að mati Hilmars landsliðsþjálfara, „blokkaði" mikið af skotum í vörn og hitti mjög vel. Kristján Ágústsson komst ágætlega frá leiknum en aðrir voru lakari. Allir tíu komu inná í leiknum. Stigin skoruðu Flosi 12, Jón Sig. 12, Torfi 12, Kristján 8, Valur Ingimundarson 8, Pálm- ar Sigurðsson 6 og Jón Kr. Gíslason 5. Á undan unnu Portúgalir Skota 66-56 og í fyrradag voru tveir fyrstu leikirnir. Noregur vann Skotland 103-74 og Danmörk vann Por- túgal 80-73. Staðan er því þessi: Bikarúrslitin í handbolta í kvöld:_ Stjarnan með sterk- Noregur...................2 2 0 187-137 4 Danmörk...................1 1 0 80-73 2 Portúgal..................2 1 1 139-136 2 fsland....................1 0 1 63-84 0 Skotland..................2 0 2 130-169 0 -VS asta - vafí með Viggó Ross lék með Stjarnan og Víkingur mætast í úrslitaleik bikarkeppni karla í handknattleik í Laugar- dalshöllinni kl. 20 í kvöld. Vfldngar eru hand- hafar bikarsins og vel sjóaðir í úrslitaleikjum en þetta er það lengsta sem handknattleiks- menn Stjörnunnar hafa náð í sögu félagsins. Stjarnan verður með sitt sterkasta lið í kvöld, Brynjar Kvaran og Gunnar Einars- son, sem báðir voru útilokaðir í leiknum gegn Val í fyrrakvöld, verða með þar sem aga- nefnd HSÍ fundaði ekki um mál þeirra í gær. Hannes Leifsson er búinn að ná sér eftir meiðslin sem héldu honum utan vallar í úr- slitakeppninni á dögunum. Hjá Víkingi er Eyjólfur Bragason fyrlrli&l Stjörnunnar. Tekur hann vlð bikarnum í kvöld? íslensku strákarnir hirtu af þremur! „Þetta er framtíðarlandsliðskjarni hjá okkur, nú eigum við loksins stráka sem eru ekkert síðri en toppmennirnir í sterkustu löndum Evrópu. Löng leið er að baki, það er skammt síðan okkar unglingalandslið var að tapa fyrir þjóðum á borð við þær sem við lékum við að þessu sinni með 60-80 stiga mun“, sagði Einar Bollason þjálfari ung- lingalandsliðsins í körfuknattleik sem kom heim úr Evrópukeppninni í Vestur- Þýskalandi í gær. íslenska liðið lék í riðli með þremur A- þjóðum, V-Þjóðverjum, Tékkum og ísra- elsmönnum, og auk þeirra voru Skotar í riðlinum. Fyrsta ieiknum, gegn V- Þjóðverjum, tapaði ísland 79-89 eftir að hafa verið 45-43 yfir í hálfleik og leitt 75-74 þegar aðeins þrjár mínútur voru til leiks- loka. Frammistaða strákanna kom gífur- lega á óvart, Vestur-Þjóðverjar eru með geysisterkt lið sem vann síðan riðilinn. Næst var leikið við Tékka en ísland átti aldrei möguleika, Tékkar leiddu 47-34 í hálfleik og unnu 86-61. Þriðji leikurinn var •mikil óvissa með Viggó Sigurðsson. Hann á við meiðsli að stríða en Víkingar töldu þó í gær að hann myndi harka af sér og leika. „Við vorum heppnir að vinna Þrótt í undan- úrslitunum, vonandi var það meistaraheppn- in! Leikurinn í kvöld gæti orðið sá mest spennandi í allan vetur, ég á von á skemmti- legri viðureign“, sagði Víkingurinn leik- reyndi, Ólafur Jónsson, í gær. „Leikir okkar við Víking hafa ávallt verið jafnir og þessi verður það eflaust. Þegar við sáum að við ættum enga möguleika á íslands- meistaratitlinum, settum við stefnuna á bik- arinn og við ætlum okkur ekkert annað en sigur“, sagði Eyjólfur Bragason, fyrirliði Stjörnunnar. Búast má við miklu fjölmenni í Höllinni í kvöld, en miðasala hefst kl. 19. Reiknað er með að Garðbæingar mæti í stórum fylking- um til að hvetja sína menn og stuðningsmenn Víkings láta vart sitt eftir liggja, enda mikið í húfi; bikarinn og Evrópusæti að auki. Heiðursgestur á leiknum verður forseti ÍSÍ, Sveinn Björnsson, og á undan fer fram úr- slitaleikur í 1. flokki milli Vals og Breiða- bliks. - VS. tvenn einstaklingsverðlaun við ísrael. Island var 34-33 yfir í hléi en ísraelar stungu af í seinni hálfleik og unnu 89-62. í fjórða og síðasta leiknum hafði ís- lenska liðið mikla yfirburði gegn Skotum og vann glæsilega, 80-59, eftir 34-28 í hálfleik. ísland varð því í fjórða sæti, en hirti samt tvenn einstaklingsverðlaun af þremur. Jó- hannes Kristbjörnsson úr KR var valinn besti leikmaður mótsins og Birgir Mikaels- son, KR, varð stigahæstur allra. Þessir tveir báru upp liðið ásamt Henning Hennings- syni og Guðna Guðnasyni. „Þessir fjórir eiga allir heima í A-landsliði okkar í dag“, sagði Einar um þessa lærisveina sína. Fjórmenningarnir voru stigahæstir í öllum leikjunum. Birgir skoraði 24 stig og Guðni 19 gegn V-Þjóðverjum, Henning og Birgir 14 hvor gegn Tékkum, Birgir 20 gegn ísra- elum, Guðni 24 og Birgir 18 gegn Skotum. Á leiðinni til V-Þýskalands voru leiknir tveir leikir í Luxemburg. Strákarnir töpuðu mjög naumlega fyrir A-landsliði heimanna, 71-69, en burstuðu unglingalandslið Lux- emburgar, 101-58. _ ys. 1. deildarlið Vals í keppnis- og æfingaför til knattspyrnu er nýkomið Englands þar sem dvalið heim úr vel heppnaðri var í nágrenni Wolver- hampton. Þrír leikir voru spilaðir, fyrst töp- uðu Valsarar 0-5 gcgn vel styrktu varaliði Ast- on Villa í sögulegum leik sem við höfum áður greint frá og síðan töp- uðu þeir 0-1 fyrir utan- deildaliðinu Malvern. Loks vann Valur sterkt utandeildalið, Kidd- ersminster Harriers 2-0 með tveimur mörkum Jóhanns Holtons. Ian Ross (til vinstri) þjálfari Vals, kom inná í hálfleik í þeim leik og hafði það geysigóð áhrif á liðið. -VS Ekkert mark Fram og Þróttur gerðu markalaust jafntefii í þófkenndum leik á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Framarar eru þar með efstir, hafa 7 stig, KR 6 og Þróttur 5 stig en hvert þessara þriggja efstu liða hefur leikið þrjá leiki. Guðni fer en Birgir kemur Úrvalsdeildarlið KR í körfuknattleik missir að öllum líkindum hinn bráðefnilega unglingalandsliðsmann Guðna Guðnason til Bandaríkjanna í haust. Hann hefur mikinn hug á námi þar í landi. Aftur á móti er öruggt að KR fær Birgi Mikaelsson aftur í sínar raðir en hann var í Bandaríkjunum sl. vetur. Birgir var stigahæsti ieikmaður riðlisins sem ísland lék í á Evrópumóti unglingalandsliða sem sagt er frá hér á síðunni. Jóhannes Kristbjörns- son, sem var valinn besti leikmaður sama móts, er einnig KR-ingur, verður hins vegar eitt ár til viðbótar vestanhafs. -vs Firmakeppni IBK Firmakeppni í körfuknattleik á vegum ÍBK verður haldin í íþróttahúsinu í Keflavík helg- ina 5.-6. maí nk. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist fyrir 1. maí í síma 92-3542 og 92-3120, eftir kl. 18 á daginn. „Löng leið að baki“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.