Þjóðviljinn - 27.04.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.04.1984, Blaðsíða 16
UÚDVIUINN Föstudagur 27. aprfl 1984 Aöalsimí Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, uníbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná i afgreiðslu blaösins í sima 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Blómlegt bú Iðnaðarbanka íslands á síðasta ári 27 miljónir í hagnað Aœtlað að bankinn greiði 14.6 miljónir í skatta Mikill hagnaður varð af rekstri Iðn- aðarbanka íslands á síðasta ári eða 27.2 miljónir króna. Leggur banka- ráðið til að 5% arður verði greiddur til hluthafa eða 1.9 miljónir króna. Af- ganginum á að verja til greiðslu tekju- og eignaskatta að upphæð 14.6 miljónir króna og er ákveðið að yfirfæra þá fjár- hæð til næsta árs enda hetjast þá skatt- greiðslur viðskiptabankanna. Tap á rekstri Iðnlánasjóðs nam um 1.1 miljón króna á árinu. Fram kemur í ársskýrslu Iðnaðarbankans að heildarinnlán jukust á milli áranna 1982 og 1983 um 88.4% og er það heldur meiri innlánsaukning en hjá viðskiptabönkunum almennt. Útlán jukust á árinu um 109.9%. Heildartekjur bankans jukust um 116.1% frá fyrra ári og heildargjöld um 111.9%. Fyrir aðalfundinum í gær lá tillaga frá Jóni Loftssyni hf. á þá leið að bankinn verði lagður niður vegna breytinga á upphaf- legum samþykktum, lélegrar arðsemi og þeirrar yfirlýstu stefnu ríkisstjórnarinnar að selja allt hlutafé ríkisins í bankanum, eins og segir í tillögunni. Hlutafé ríkissjóðs í Iðnaðarbankanum er 28% og hefur verið tilkynnt að lágmarks- verð þess sé 25 miljónir króna. Segir JL að vegna auglýstrar sölu bankans sé brostin ein helsta forsendan fyrir stofnun félagsins og einnig að með áframhaldandi aukningu á yfirbyggingu bankans sé augljóst að arð- semi og geta bankans muni minnka. Bendir JL á að arðsemin hljóti að minnka verulega á árinu. - v. Deilt um vegaskatt og niðurgreiðslur Gatið ekki hálffyllt Ekkert var fundað um stóra gat- ið hjá stjórnarflokkunum í gær. Sjálfstæðismenn hafa ekki enn náð saman um þær skattatillögur sem Framsóknarmenn eru tilbúnir að leggja á bifreiðaeigendur til að tryggja minnst 150 miljónir til vegamála, sem annars yrði skorið niður. Harðar deilur urðu á þingflokks- fundi sjálfstæðismanna í fyrradag þar sem margir þingmenn lögðust alfarið gegn öllum slíkum skattaá- formum. Einnig eru margir lands- byggðarþingmenn flokksins óá- nægðir með tillögur um stórfellda lækkun á niðurgreiðslum landbún- aðarafurða. Hafa þeir óskað eftir frekari skýringum á því hvaða áhrif þær aðgerðir munu hafa á vöruverð einstakra afurða en lítið verið um svör. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans verður þingað um þessi deilu- mál hjá sjálfstæðismönnum um helgina en líklegast er talið að ekki verði brúað upp í vegagatið og þar með tekst ríkisstjórninni ekki einu sinni að fylla upp í helming stóra gatsins eftir tveggja mánaða þjark og þras. -lg- Fékk steikina heim Ekki varð úr að fulltrúi Kvenna- lista í fjárveitinganefnd Kristín Halldórsdóttir kæmi til árlegrar veislu nefndarmanna sem haldin var í fyrrakvöld, þar sem yfirstjórn Kvennalistans hefur lagt blátt bann við að fulltrúar flokksins sæki slík- ar samkundur Nefndarbræðrum Kristínar þótti miður að hún fékk ekki að sækja boðið og þar sem hin ágætasta andasteik var á borðum tóku þeir sig til og létu pakka velútlátnum matarskammti inn og sendu heim til þingmannsins um matmáls- tímann. Með þessari hlýju kveðju fylgdi kort þar sem á stóð: „Með kveðju frá strákunum í nefndinni". -*g Austfirðingareru búniraðveraísólskinsskapiundanfarnadagaenda ekki furða þar sem sumarið hefur heilsað með glaðasólskini og um tuttugu stiga hita. I Neskaupstað fengu þessir piltar sér smá kælingu og kunna greinilega vel að meta sumarkomuna. Veðurfræðingar spá svipuðum hlýindum áfram um helgina, en það eru sunnanvindar frá Evrópu sem valda. Mynd.: Ólöf. N or sk/bandarí ska liðið of sterkt Jón Sigurðsson, fyrlrllðl (slenska landsliðsins í körfuknattlelk, iók vel gegn Norðmönnum i gær- kvöldi. „Þetta er besta norska lið sem ég hef séð og framfarirnar hjá því frá I Polar-Cup í fyrra eru geysi- lega miklar. Fjórir leikmanna þess eru yfir tvo metra á hæð, tveir þeirra eru Bandaríkjamenn með tvöfalt vegabréf og hinir tveir eru ungir Norðmenn sem leikið hafa í Bandaríkjunum að undanförnu“, sagði Hilmar Haf- steinsson landsliðsþjálfari í körfuknattleik í samtali við Þjóð- viljann í gærkvöldi. Isiand lék í gærkvöldi sinn fyrsta leik í C-riðli Evrópukeppn- innar í körfuknattleik sem hófst í Osló í fyrrakvöld, gegn Norð- mönnum. Noregur vann nokkuð öruggan sigur. 84-63, en leikur- inn var þó jafn lengi vel og mun- urinn jókst um heil sex stig á síð- ustu mínútunni. „Norðmenn eru með langsterkasta liðið hérna, á því er enginn vafi. Okkar menn börðustu mjög vel og vörnin var góð í fyrri hálfleik. fsíðari hálf- leik héldu strákamir hins vegar ekki haus í sóknarleiknum, þeir útfærðu hann ekki eins og fyrir þá var lagt. Þeim lá alltof mikið á, það er dæmigert fyrir íslenska körfuknattleiksmenn að þeir ætla alltaf að jafna í hvelli þegar þeir lenda undir í stað þess að gefa sér tíma, gefa lykilmönnum ein- hverja hvíld og leika yfirvegað“, sagði Hilmar. -Þið leikið við Portúgali í kvöld. Hvað segirðu um þann leik? „Portúgalir leika allt öðruvísi en Norðmenn , þeir em litlir en snöggir. Við ættum að hirða flest fráköst á móti þeim og ef sóknar- leikurinn er spilaður af skynsemi eigum við mikla möguleika á sigri. Lið okkar, Porúgala, Skota og Dana em öll áþekk að styrk- ieika og úr þessu yrði ég ánægður með annað sætið, ég geri mér vonir um að við náum að sigra í þeim fjórum leikjum sem eftir eru“, sagði Hilmar Hafsteinsson -VS Sjá bls. 11 Skólaskákmót á Reykjanesi: Jón Þ. Ólafs- son sigraði Nýlega lauk kjördæmismóti Reykjaneskjördæmis í skólaskák. I eldri flokki, 13 - 15 ára sigraði Jón Þór Ólafsson með fullt hús vinn- inga, sex af sex mögulegum. Hann mun því keppa fyrir Reykjanes- kjördæmi á landsmótinu í skóla- skák sem fer fram innan skamms í Bolungarvík. í öðru og þriðja sæti í eldri flokki urðu Halldór Ingólfs- son með 5 vinninga og Björgvin Hauksson með 4 Vi vinning. 1 yngri flokki sigraði Sigurður Ingi, en í öðru sæti varð Ólafur Jó- hannsson og í þriðja Eyjólfur Gunnarsson. Mótið fór fram í Öldutúnsskólanum í Hafnarfirði. í stuttu spjalli við Þjóðviljann lét Jón Þór lítið yfir sigrinum, kvaðst ekki æfa nema einu sinni í viku og þar sem hann færi að öllum líkind- um í menntaskóla á næsta ári, þá myndi tæpast gefast mikill tími til mikiila æfinga. „Ætli ég Iáti mér ekki nægja að vera stundarfyrir- bæri í skáklífinu“, sagði hinn ungi skákmeistari og glotti við tönn. -ÖS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.