Þjóðviljinn - 28.04.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.04.1984, Qupperneq 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. aprfl 1984 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Margrét Guðmundsdóttir, Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Sigrióur Kristjansdonir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. ritstjórnargrein Skaftfellska rósin og hestgjarðamynstur í prjónagaldri Ormur á gulli Reikningsskil Seðlabanka íslands hafa verið til ýtar- legrar skoðunar í Þjóðviljanum undanfarna daga. Hef- ur blaðið birt fréttir og fréttaskýringar þar sem ljósi hefur verið varpað á þau vinnubrögð sem um árabil hafa tíðkast í þessari æðstu peningastofnun þjóðarinn- ar. Allar tilraunir stjórnmálamanna til að skyggnast inn fyrir hin helgu vé í peningamusterinu hafa farið út um þúfur. Með skollaleik í bókhaldi og undanbrögðum hefur tekist að koma í veg fyrir að fulltrúar þjóðarinnar sem sitja á Alþingi fái tækifæri til að hafa eftirlit með fjárreiðum bankans. Nú liggur frammi frumvarp til laga um Seðlabanka íslands. Þar er gert ráð fyrir því að eftirlit með reikningsskilum bankans verði stóraukið. Hvers vegna skyldu þeir ágætu menn sem sömdu þetta frumvarp sjá ástæðu til að auka eftirlitið? Vegna þess að þeir telja að því hafi verið ábótavant. Seðlabankinn hefur á liðnum árum komið sér upp fasteignum um alla borg sem að verðmæti nema hundr- uðum miljóna króna. Hann þarf ekki að greiða eina einustu krónu í eignaskatta. Mikill tekjuafgangur hefur verið á síðustu árum. Bankinn þarf ekki heldur að greiða eina einustu krónu í tekjuskatt. Honum leyfist að gjaldfæra allar sínar fjárfestingar sem hvern annan reksturskostnað. Má nefna sem dæmi að lagður er að jöfnu kostnaður við að kaupa vélritunarpappír og kostnaður við að byggja stærstu skrifstofuhöll landsins upp á rúmlega 100 miljónir króna. Á næstu árum mun bankinn verja hundruðum miljóna til viðbótar í must- erið við Arnarhól og ekkert bendir til þess að bankan- um verði skylt að færa það upp til eignar. í fyrrgreindu frumvarpi um Seðlabanka íslands er nýtt ákvæði sem skyldar bankann að greiða 50% af hagnaði sínum til ríkissjóðs. Ljóðurinn á þessu frum- varpi er hins vegar sá að bankanum er eftir sem áður í lófa lagið að færa til gjalda ýmsa liði sem gera það að verkum að hagnaður í bókhaldi verður enginn. Lúðvík Jósefsson formaður bankaráðs Landsbanka íslands á sæti í bankamálanefnd þeirri sem samdi hið nýja frumvarp um Seðlabankann. Hann segir m.a. í séráliti sínu, að rétt sé að taka upp reglur um skatt- greiðslur bankans en í frumvarpinu sé ekki komið í veg fyrir að bankinn geti skotið verulegum hluta tekna sinna undan skattlagningu. Almenningur á íslandi hefur á síðustu mánuðum mátt þola harkalegri og ósvífnari kjaraskerðingu af hálfu ríkisstjórnarinnar en dæmi eru til um í allri sög- unni. Þriðja hver króna sem launafólk vinnur sér inn hefur verið tekin burt úr launaumslaginu og færð at- vinnurekendum á silfurbakka. Hvert fyrirtækið á fætur öðru er að halda aðalfundi sína þessa dagana og alls staðar blasir við miljónagróði á síðasta ári. Ljóst er að Seðlabanki íslands er gróðastofnun. í nágrannalöndum okkar eru lög um seðlabanka allt öðru vísi en hér. Þar er slíkum stofnunum gert skylt að skila öllum sínum hagnaði til samneyslunnar í landinu °g tryggilega er komið í veg fyrir að fámenn klíka geti ráðstafað fjármagninu að eigin geðþótta. En á sama tíma sem misvitrir stjórnmálamenn á íslandi eru að sökkva þjóðinni á kaf í skuldafen erlendra lánadrottna dirfast þeir ekki að snerta það gull sem glóir í fjárhirsl- um Seðlabanka íslands. Einu sinni œtlaði ég að temja hest Tryggvl Elríksson: „Ég er engln pólitík og hef hvergl verlft í pólltfk. Fer bara blátt atrik eins og mér sýnist. En þó held ég ég geti sagt að ég er Framsóknarmaður í húð og hár!“ Ljósm. Olöf Þ. Rætt við Tryggva Eiríksson á Eskifirði sem sótti sjó á íslenskum skinnsokkum Hafflöturinn var næstum eins og spegill þegar við komum á Eskifjörð, rofinn af einstaka vindsveip sem stökk galsa- fenginn ofanúr fjalli og orðinn leiður á að bíða eftir vori. Niðrá bryggju var líka krakkaskari, þau voru ábyggilega komin með vor í kroppinn og gerðu góðlátlegt grín að fólki úr öðrum plássum sem ekki þekkti til vegar í þessum nafla heimsins. Um síðir og með hjálp góðvilj- aðra fundum við þó Tryggva Eiríksson, vítt kunnan fyrir hagleik sinn í meðferð prjóna. Tryggvi býr núna á dvalarheimili fyrir aldraða, búinn að vera þar síðan 1981, „þá brann hjá mér og ég bara heimtaði að komast á elliheimilið" sagði Tryggvi okkur og hló við. Skaftafellsrósin Á veggjum dvalarheimilisins varð okkur starsýnt á prjónuð lista- verk og Tryggvi gekkst við faðern- inu. Eitt var af fagurri rós og Tryggvi sagði að það væri Skafta- fellsrósin, „þríbrotin áttblaða rós sem ég fékk úr bók um Skaftafell.“ Annað prjónverk var gert um stór- brotið og flókið mynstur sem Tryggvi sagðist hafa tekið úr skaftfellskum flepp og stækkað. Þriðja verkið sem okkur var sýnt segist Tryggvi eiginlega hafa unnið upp úr mynstri á hestgjörð. „Ég er alltaf að prjóna, tek í prjónana eitthvað á hverjum degi. Móðir mín kenndi mér fyrst að prjóna, en ég lærði aldrei að hekla. Það þótti mér verst, en nú er ég orðinn svo skjálfhentur að það tekur því ekki. En ég hef prjónað mikið um ævina, plögg, sokka og peysur.“ Sveitar- flutningur „Ég er nú fæddur hér á Eskifirði fyrir 82 árum. Svo var ég mörg ár á Héraði, en þráði alltaf að koma aft- ur á Eskifjörð. Það gerði ég svo endanlega þegar ég var 62 ára“. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum, að sögn Tryggva. „Pabbi veiktist illa meðan ég var strákur og þá bjuggum við enn hér á Eski- fírði. Hann var veikur í heilt sumar og það endaði með því að húskofi sem við áttum var seldur ofan af okkur. Gott fólk skaut þá skjóls- húsi yfir okkur en þegar pabbi var loksins að komast á fætur um vorið þá var hann sama sem fluttur sveitarflutningi yfir á Breiðdal. Hann átti nefnilega sveitfesti þar, og gat því ekki tekið af sveit hér. Ég get ekki sagt ég hafi séð hann eftir það fyrr en ég var orðinn full- orðinn. Þá var hann alblindur, blessaður, og kominn í rúmið“. Sláttumaður með afbrigðum „Ég hef nú verið víða“, segir Tryggvi og slær sér á lær og glottir þegar við spyrjum hvernig störf hann hafi unnið um ævina. „Ég hef verið sjómaður, fjármaður, jarð- ræktarmaður í Krossanesi, sláttu- maður með afbrigðum og svo ætl- aði ég einu sinni að temja hest“, og nú skellir Tryggvi uppúr. Tryggvi segist hafa verið á ■Krossanesi sem er utar með firðin- um, í ein sextán ár. „Og þar sló ég mikið. Ég var duglegur að slá, það var sagt það gengi aldrei heyskapur á Krossanesi fyrr en ég kom þar, og ég held bara það hafi verið nokkuð til í því. Ég byrjaði þá o.ft að slá klukkan þrjú á nóttinni, því þá var rekjan svo góð. Ég réði því alveg sjálfur hvenær ég fór að slá, var nánast sjálfs míns herra. Það þurfti aldrei að segja mér fyrir verkum." Hundrað skippund „Ég reri í mörg ár frá Krossa- nesi. Þá var tvíbýli og róið í félagi. Þetta var árabátur og við vorum þrír eða fjórir á. Fiskirí? Ja það var alltaf nógur fiskur. En gáðu að því væni minn að þá var ekkert nema færi og línustubbar. Svo það var ekki hægt að ná í nein ósköp þó fiskur væri við. Það var misjafnt sem við fengum yfir vertíðina, einu sinni vorum við þó með hundrað skippund og það var mikill afli. Launin voru ekki há. Ég var með fimmhundruð krónur yfir árið og frían sjógalla. En stígvélin þurfti ég að kaupa sjálfur. Annars skal ég segja þér að seinni árin gekk ég mest á íslenskum skinnsokkum sem móðir mín gerði fyrir mig, en bjórinn lagði ég til sjálfur.“ Tryggvi sagði að á langri ævi hefði margt skemmtilegt drifið á dagana og eiginlega ekki mikið sem hann sæi eftir. Hann sagðist þó aldrei hafa kvongast og bætti við, „ég hef raunar aldrei verið við kvenmann kenndur." Þegar við spurðum hvort honum þætti það miður varð hann hugsi og sagðist svo halda hann hefði nú viljað eiga konu, „en það er ekki allt eins og maður hefði viljað". Augu þvegin vígðu vatni Tryggvi hafði augsýnilega mik- inn áhuga á dulrænum fyrirbærum og var fjölfróður um þau. Hann sagði okkur að í sinni ætt hefðu ýmsir séð það sem ekki bæri fyrir allra augu, og jafnvel dreymt fyrir atburðum. „Eg skal segja þér að þegar ég var á Krossanesi þá var faðir minn orðinn rúmfastur og veikur. Þá er það einn dag að ég var á leið ofaní fjárhúsin að hreinsa undan grindum, þegar þessu er hvíslað að mér: „Farðu og vektu hann pabba þinn“. Þegar ég fer heim og athuga pabba, þá er hann dáinn. Þetta er stórmerkilegt. Ég vissi líka fyrirfram um slysið á Krossanesi, þegar húsbóndinn fórst á sjó. Fyrir því var mig búið að dreyma. Móðurafi minn var líka skyggn. Hann var hræddur við þetta sem barn, þá var fenginn prestur og augun þvegin uppúr vígðu vatni. Eftir það varð hann svo dulur að hann sagði ekkert um þetta. Það var sagt að vígða vatnið hefði tekið fyrir skyggnina. En heldurðu ekki hann hafi verið jafn skyggn eftir sem áður? Auðvitað! - Hann bara sagði ekkert frá því. Svona erum við íslendingarnir, margir hverjir, dálítið dulrænir. Ég held við séum bara meira og minna skyggnir“. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.