Þjóðviljinn - 28.04.1984, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 28.04.1984, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29i aprfl 1984 fréttaskyrring Framtíðarsýn Steingríms Það hefur víst ekki farið fram hjá mörgum að nú ætlar forsætis- ráðherra að leysa vandamál þjóð- arinnar í eitt skipti fyrir öll með tveggja ára verkefni sem hann kallar „Framtíðarkönnun - ís- land næsta aldarfjórðung". Hef- ur hann leitað til 40 aðila, sem hann kallar ráðgjafarnefnd um að leggja drög að því, hvernig að könnunninni skuli staðið og á síð- an að láta í té hugmyndir um lík- lega framtíðarþróun. Ekki er nema eitt gott um þetta framtak forsætisráðherra að segja, enda unnið eftir erlendum fyrirmyndum. Hitt er annað mál að þegar skoðuð eru markmið könnunarinnar og sá hópur sem valinn hefur verið tið ráðgjafar verður framtíðarmynd íslensks þjóðfélags í hæsta máta undarleg. í könnuninni á að leggja áherslu á að greina líklega þróun næstu 20 til 30 ár í nýtingu auð- linda til lands og sjávar, á mann- afla, menntun og þekkingu lands- manna, alþjóðlegum viðskiptum og verkaskiptingu. Það sem er einkar athyglisvert við ráðgjafar- hópinn er að þar er aðeins einn fiskifræðingur, sem kemur til með að hafa eitthvað til málanna að leggja í sambandi við auðlindir hafsins, einn bóndi er á listanum, enginn landbúnaðarfræðingur, einn dýrafræðingur og einn líf- fræðingur, enginn landfræðing- Jón Slgurðsson, formaöur fram- kvæmdanefndarinnar. ur. Af þessum fjörutíu manna hópi er því alveg ljóst að aðeins fjórir aðilar, með sérþekkingu á auðlindum lands og sjávar, möguleika þeirra og vinnslu á þeim eru hvattir til ráðgjafar. Enginn haffræðingur er í hópn- um, en eins og fólk veit er fleira í sjónum en fiskur. Forsætisráð- herra lítur kannski ekki á vinnslu efna og gróðurs sjávar sem fram- tíðarmöguleika þótt hann hafi fyrirmyndir frá öðrum þjóðum í þeim efnum. Listamenn ekki með Ekki verður á Steingrím logið hér að hann láti listamenn koma til með að þvælast fyrir fram- vindu könnunarinnar. Ekki einn einasti listamaður er í hópnum og er það undarlegt. Þegar skoðað er, að einn áherslupunkturinn er að kanna menntun og þekkingu landsmanna, eða eru ekki reknir hér leiklistarskóli, myndlistar- skóli, söngskóli? Hvar eru allir rithöfundarnir hjá okkar miklu bókmenntaþjóð? Aðeins einn þeirra virðist talinn hæfur til ráð- Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra. gjafar, en þá undir starfsheitinu ritstjóri. Og fleiri vantar! Hinsvegar eru í hópnum 10 hagfræðingar og viðskiptafræð- ingar og 4 lögfræðingar. Hvað meinar Steingrímur með þessari framtíðarkönnun? Er hún ein- göngu unnin út frá efnahagslegu sjónarmiði? í könnuninni á að greina helstu leiðir, sem til greina koma, til að ná settum markmið- um og draga fram þau atriði, sem Súsanna Svavarsdóttir skrifar bæta þarf til þess að tryggja sem best stöðu þjóðarinnar á kom- andi árum. Það er greinilegt að manneskjuleg sjónarmið eru hvergi inni í myndinni. Ekkert atriði virðist að gera íslenskt þjóðfélag aðlaðandi til búsetu og verður gaman að fylgjast með því hvar Steingrímur ætlar að finna fólk til að vinna að sínum settu markmiðum, og lifa í þessari kerfis-útopiu. Ekki hefur honum dottið í hug að kalla til ráðgjafar sjómenn, verkafólk, skrifstofu- og verslunarfólk, húsmæður, eða neitt af því fólki sem virkja á til nýtingar á auðlindum lands og sjávar. Konur 7 af 40 Að lokum hlýtur að vakna upp sú spurning hvort eigi að fækka kvenfólki eitthvað. Aðeins sjö konur eru hvattar til ráðgjafar. Rúmlega helmingur íbúa lands- ins eru konur. Virðist sem Steingrímur telji þær ekki hæfar til ráðgjafar, eða þá að honum finnist sjónarmið kvenna lítils verð, og er það kannski hvað harðast af þessu öllu þegar litið er á þá miklu vinnu sem hefur verið lögð í jafnréttisbaráttuna síð- astliðin ár. í könnuninni á að leggja áherslu á að benda eftir föngum á þær þjóðfélagsbreytingar og breytingar á gildismati og við- horfum, sem líklegar eru sam- hliða hugsanlegri þróun íslensks þjóðfélags næstu 20 til 30 árin. Með því að horfa fram hjá jafnréttisbaráttunni og þeim breytingum á viðhorfum og gildismati sem ættu að hafa unn- ist með henni virðist manni eins og framtíðarkönnun forsætisráð- herra eigi að byrja fyrir a.m.k. 10 árum, og er það heldur óáhuga- verð könnun fyrir 5,2 milljónir. -SS í hópinn voru valin: Ágúst Valfells, verkfrœðingur, iðnrekandi, Alda Möller mat- vœlafrœðingur, Rannsóknarst. fiskiðnaðarins, Anna Kristjáns- dóttir, stœrðfrœðingur, Kennaraháskóla íslands, ÁrniBergmann, ritstjóri, Þjóðviljinn, Arnþór Garðarsson, dýrafrœðingur, Líf- frœðistofnun, Asmundur Stefánsson, hagfrœðingur, ASÍ, Séra Bernharður Guðmundsson, fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar, Bjarni Einarsson, hagfrœðingur, Framkvœmdastofnun, Bjarni Þjóð- leifsson, lœknir, Landspítalanum, Björn Friðfinnsson, lögfrœð- ingur, Samb. ísl. sveitarfélaga, Bolli Héðinsson, hagfrœðingur, Farmanna- og fiskimannasambandi, Davíð Scheving Thorsteins- son, iðnrekandi, Smjörlíki h.f., Geir Haarde, hagfrœðingur, að- stoðarm. fjármálaráðherra, Guðríður Þorsteinsdóttir, lögmaður (form. jafnréttisráðs), Guðrún Agnarsdóttir, Ueknir og alþingis- maður, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, Reykjavíkurborg, Haraldur Ólafsson, mannfrœðingur, Háskóla íslands, Helga Jónsdóttir, lögfrœðingur, aðstoðarm. forsœtisráðherra, Hermann Sveinbjörnsson, líffrœðingur, iðnaðarráðuneyti, Hjörtur Þórar- insson, bóndi, Tjörn, Ingjaldur Hannibalsson, verkfrœðingur, Hafrannsóknastofnun, Jón Ormur Halldórsson, stjórnmálafrœð- ingur, Hjálparst. kirkjunnar, Jón Sigurðsson, hagfrœðingur, Þjóðhagsstofnun, Jónas Haralz, hagfrœðingur, Landsbanka ís- lands, Lilja Ólafsdóttir, deildarstjóri, SKÝRR, Magnús Gunnars- son, viðskiptafrœðingur, VSÍ, Magnús Torfi Ólafsson, blaðafull- trúi ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Guðbjarnarson, verkfrœðing- ur, Háskóla íslands, Sigurður R. Helgason, viðskiptafrœðingur, Björgun h.f, Sigurður Líndal, lögfrœðingur og sagnfrœðingur, Háskóla Islands, Sveinbjörn Björnsson, eðlisfrœðingur, Raunvís- indastofnun, Tryggvi Gíslason, skólameistari, M.A., Valur Arn- þórsson, kaupfélagsstjóriKEA, Vilhjálmur Lúðvíksson, verkfrœð- ingur, Rannsóknarráði, Þór Jakobsson, veðurfrœðingur, Veður- stofu Islands, Þórður Friðjónsson, hagfrœðingur, forsœtisráðu- neyti, Þorsteinn Gíslasonj fiskimálastjóri og Þorvaldur Gylfason, hagfrœðingur, Háskóla Islands. I 7 manna framkvœmdanefnt voru valin Davíð Scheving Thor- steinsson iðnrekandi, Guðrún Jónsdóttir arkitekt, Helgajónsdótt- ir lögfrœðingur, Ingjaldur Hannibalsson verkfræðingur, Jón Sig- urðsson hagfræðingur, Tryggvi Gíslason skólameistari og Vil- hjálmur Lúðvíksson verkfrœðingur. ritstjórnargrein Norður-Suður í Mið-Ameríku Athygli heimsins beinist nú mjög að Mið-Ameríkuríkjum og ástandi mála í ríkjum í Karabíska-hafinu. Bandaríkja- stjórn eykur hernaðarafskipti sín á þessu svæði og deilur eru harðvítugar um þá stefnu innan- lands. Eins og jafnan áður þegar mál komast í brennidepil í Bandaríkjunum, sem eru foryst- uþjóð í alþjóðlegri fjölmiðlun, beinist kastljós heimspressunnar að þeim. Það hefur verið að koma í ljós síðustu daga að þeir skæruliðar sem nú stefna að því að kollvarpa stjórn Sandínista í Nicaragua eru ekki annað en málaliðar sem stjórnað er og haldið uppi af bandarísku leyniþjónustunni. Þeir þreytast ekki á að lýsa yfir lýðræðisást sinni og nauðsyn þess að berjast gegn heimskommún- ismanum, en engu að síður er uppistaðan í þeim mannafia sem nú þykist berjast fyrir þessum markmiðum hinir hötuðu þjóð- varðliðar og dauðasveitarmenn þeirra Somoza-feðga, fyrrum einræðisherra í Nicaragua. Skipbrotsstefna Barátta Bandaríkjastjórnar gegn Nicaragua sýnir í hnotskurn í hvert óefni öll Mið- Ameríkustefna hennar er komin. Allt frá því að Monroe kenningin var sett fram á fyrri hluta síðustu aldar (um einkarétt Bandaríkj- anna til afskipta af málefnum Mið- og Suður-Ameríku), hefur stórveldinu verið fyrirmunað að stuðla að efnahagslegri og pólit- ískri framþróun í þessum heims- hluta. Stefna Bandaríkjastjórnar hefur að vísu tekið margvíslegum breytingum í tímanna rás og af- skiptin verið af ólíkum toga. En þessum afskiptum er það sam- merkt að hafa komið í veg fyrir hefðbundna þróun borgara- stétta, kapítalískra framleiðslu- hátta og verkalýðshreyfinga í þessum löndum. Með stöðugum íhlutunum um innanríkismálefni hafa Bandaríkin haldið uppi grófri nýlendustefnu í Suður- og Mið-Ameríku, haldið hlífiskildi yfir gegndarlausu arðráni auðfé- laga á auðlindum og stutt til valda hvern „leppinn" á fætur öðrum, sem hefur viðhaldið fámennis- valdi, lénsskipulagi og botnlausu arðráni. Þessi íhlutunarstefna hefur fætt af sér þá skoðun sem á sér rætur og hefðir langt inn í raðir frjálslyndra, krikjunnar manna og öreigalýðs að einungis vopnuð barátta geti hrundið ný- lendustefnu Bandaríkjanna og hinu innlenda fámennisvaldi. Aróður gegn alþýðunni Þjóðviljinn hefur nýverið sent ritstjóra til Nicaragua í kynnis- ferð og byrjar í þessu blaði birt- ingu greinaflokks um ástand mála þar undir heitinu „Sautján dagar með Sandínistum“. Hing- að til lands kemur í kringum 1. maí fulltrúi verkafólks frá E1 Sal- vador í boði Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar og annarra fé- lagasamtaka í Reykjavík. Það er í gangi mikil áróðursherferð gegn alþýðu manna í Mið-Ameríku. Þessvegna er það fagnaðarefni að verkalýðsfélög hér skuli telja á- stæðu til þess að kynnast sjónar- miðum verkafólks af þessu svæði af eigin raun. Þjóðviljinn mun fyrir sitt leyti gera sér far um að kynna ástand mála í þessum heimshluta á næstunni. Sameining framfaraafla Sem betur fer hafa ýmis Evrópuríki, bæði stjórnvöld, fjölmiðlar og skoðanamyndandi öfl, myndað sér sjálfstæðar skoð- anir á gangi mála í Suður- og Mið- Ameríku og láta sér ekki lynda áróðurslygar Hvíta hússins og bandarísku leyniþjónustunnar. I Evrópu er það æ almennari skoðun að ekki sé hægt að nálgast vandamál Mið- og Suður- Ameríku nema þau séu skil- greind sem norður-suður við- fangsefni. Sú ofuráhersla sem Bandaríkjastjórn leggur á það að gera baráttu alþýðunnar í þessum heimshluta að austur-vestur deilu, baráttu milli heims- kommúnisma og kapítalískra lýð- ræðisviðhorfa, á sér litla stoð í veruleikanum. í dæmi Nicaragua er um það að ræða t.d., eins og Einar Karl Haraldsson bendir á í greinaflokki sínum, að Þjóðfrels- ishreyfing Sandínista hefur náð öruggri fótfestu meðal þorra bænda og verkamanna í landinu, en hefur fullan hug á samvinnu við hinn þjóðlega hluta borgara- stéttarinnar sem hefur vilja til þess að taka þátt í uppbyggingu innlendrar atvinnustarfsemi. Það er nánast furðulegt að Banda- ríkjastjórn skuli heldur kjósa að styðja gamla Somoza-einræðið aftur til valda án Somoza í stað þess að styrkja hina innlendu borgarastétt í landinu upp á fram- tíðarsamvinnu. Það er ótrúleg skammsýni að Bandaríkjastjórn skuli loka kapítalískum mörkuð- um og skrúfa fyrir fjárstreymi til Nicaragua og gera þar með möguleika borgarastéttarinnar f landinu til að sanna getu sína að engu. Það hefur orðið þess vald- andi ásamt lokun hafna og stöðugt auknum hernaðarum- svifum við landamærin að þjappa mönnum enn fastar saman yfir allar stéttandstæður í Nicaragua. Engir stjórnmálamenn í Nicarag- ua nema þeir sem eru allra lengst til hægri, tengdir gamla landeig- endaaðlinum og Somoza- einræðinu, líta vonaraugum til Bandaríkjanna, heldur samein- ast um fordæmingu á stefnu þeirra gagnvart Nicaragua.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.