Þjóðviljinn - 28.04.1984, Side 18
18 SÍÐA - Þ.IÓÐVIL.1INN Helgin 28. - 29. aprfl 1984
t FANNEY
Vióir II GK 275, baturinn sem Eggert Gislason var meö. Hann náði tökum a að kasta notinni
með hjalp astektækja þó að síldin væri ekki sjáanleg á yfirborðinu. Það var árið 1954. Ljósm.:
Snorri Snorrason.
Böðvar AK 33. Haraldur Böðvarsson & Co gerði tilraunir til veiða með kraftblökk a þessum bat
árið 1955 en þær baru litinn arangur. Ljosm.: Snorri Snorrason.
Guðmundur Porðarson RE 70. Petta var fyrsti baturinn sem tilraunir með kraftblokk slogu i
gegn sumarið 1959. Ljosm.: Snorri Snorrason.
Fanney RE4, fyrsta sérsmiðaða skipið fyrir kraftblökk. Skipið var keypt til lanösins arið 1945
og það ár gerðar fyrstu tilraunirnar með kraftblökkina. Ljósm.: Einar Jonsson.
Kraftblakkarbyltingin
Óhætt er aö segja aö fátt hafi valdið
jafnmikilli byltingu í síldveiðum íslend-
inga og kraftblökkin sem þeim tókst
fyrst aö nota meö verulegum árangri
fyriraldarfjórðungi. Reyndarvoru
gerðar tilraunir meö kraftblökk hér á
landi þegar í stríðslok og verður hér
rifjuð lítillega upp sú saga.
Vorið 1945 var Ingvar E. Einarsson skip-
stjóri sendur til Bandaríkjanna á vegum
Síldarverksmiðju rikisins og Fiskimálan-
efndar. Átti hann að athuga hvort síldveiði-
tækni og skip á Kyrrahafsströnd Bandarikj-
anna hentuðu hér við land. Ingvar lagði til
að keypt yrði skip sem var í smíðum í Tak-
oma í Washingtonfylki. Skipið var 136
brúttótonn að stærð með 320 hestafla
Atlas-díselvél. Það var keypt og kom hing-
að til lands í októberlok 1945. Hlaut það
nafnið Fanney. Kostnaðarverð skipsins
hingað komið með veiðarfærum var um 930
þús. krónur og áttu Síldarverksmiðjurnar
og Fiskimálanefnd skipið að hálfu, hvor að-
ili.
Fanney fer til veiða
Sumarið 1946 hélt skipið til síldveiða fyrir
Norðurlandi. Ellefu manna áhöfn var á
skipinu og öfluðust 2590 mál og 820 tunnur
á vertíðinni. Nótin var úr amerísku efni en
sett upp hér heima eftir amerískri
teikningu. Sú tækninýjung fylgdi Fanneyju
að nótinni var kastað beint af skipinu og
lítill prammi með einum manni hafður við
þann enda nótarinnar sem byrjað var að
kasta. Skipinu var síðan siglt umhverfis
sfldartorfuna. Rann þá nótin afturaf palli
aftast á dekkinu og snerist hann þegar
skipið beygði og lagaði sig þannig að hring-
ferli skipsins á meðan kastað var. Herpilína
var dregin með vökvaspili og nótin dregin
með kraftblökk. Pokinn var í enda nótar-
innar í stað þess að vera fyrir miðju eins og
venjulegt var. Nótin var 250 faðma löng og
33 faðma djúp.
Fanneyjarmenn náðu ekki tökum á
kraftblakkartækninni og var blökkin sett í
land. Jón B. Einarsson varð svo skipstjóri á
rn/s Fanney 13. júlí 1948. Hann reyndi að
nota kraftblökkina en án árangurs og var
hún lögð til hliðar og nótin snörluð inn.
Nótin virtist of garnmikil og gekk þess
vegna ekki í gegnum blökkina. íslendingar
felldu nætur sínar meira en Ameríkumenn
og mun það hafa gert gæfumuninn.
Akurnesingar
og Landsbankinn
Nú leið og beint en seint á árinu 1955 las
Sturlaugur Böðvarsson í erlendu tímariti
um nýtt hjálpartæki við nótaveiði sem tekið
hafði verið í notkun á vesturströnd Banda-
ríkjanna. Þetta var kraftblökkin. Hann
kynnti þessa nýjung föður sínum og þeir
'ákváðu að gera tilraun en töldu fyrirtækið
of áhættusamt til þess að reyna það á eigin
spýtur. Þeir leituðu því stuðnings Lands-
bankans og fóru á fund Vilhjálms Þór aðal-
bankastjóra. Vilhjálmur hafði skilning á
málinu og kvaðst mundu leggja til að bank-
inn greiddi helming kostnaðar af tilrauninni
og fékk hann það samþykkt.
Þeir Haraldur og Sturlaugur ákváðu að
nota m/b Böðvar, 85 tonna tréskip, við til-
raunirnar. Þeir pöntuðu kraftblökk og
mjög aflmikið spil, hvort tveggja vökva-
drifið. Settar voru járnbómur á möstur
bátsins og var önnur þeirra 9 metra löng. Þá
var einnig sett 12 tommu síldardæla í bátinn
ásamt 64 hestafla mótor sem aflgjafa og var
gert ráð fyrir að hægt væri að dæla aflanum
yfir í flutningaskip á miðunum. Þá var m/b
Böðvar útbúinn þannig að kasta mátti nót-
inni frá borði og nótabátur því óþarfur.
Einnig var gerð úr svonefndu Hvalfjarðar-
neti 250 faðma löng nót, 50 faðma djúp og
að auki grunnót úr sama efni. Einnig var
pöntuð frá Kanada hin fræga Kyrrahafsnót.
Árangurslitlar tilraunir
Báturinn var ekki tilbúinn á veiðar fyrr
en 28. júní 1956 og var hann sendur á miðin
fyrir Norðurlandi ásamt m/b Reyni sem átti
að fylgja honum og taka á móti afla á mið-
unum. Skipstjóri á Böðvari var Hannes Ól-
afsson en Sturlaugur fór með bátnum
norður og var um borð á meðan tilraunin
stóð yfir. Kyrrahafsnótin var ekki komin til
landsins þegar báturinn fór norður og ekki
heldur kanadíski skipstjórinn sem ráðinn
var til leiðbeiningar.
í fyrstu veiðiferð komu í ljós ýmsir gallar
sem óhjákvæmilegt var að laga og var farið
inn á Siglufjörð þess vegna. Lagfæringin
tók hálfan mánuð.
Hófst nú veiðin og fengust 3491 mál og
tunnur sfldar á þremur vikum þrátt fyrir
stirðar gæftir. Kraftblökkin reyndist vel en
spilið illa og skilaði ekki því afli sem það var
gefið upp fyrir. Mestu af aflanum var dælt
yfir í Reyni og kom sfldin lifandi og
óskemmd frá dælunni. Dælan afkastaði allt
að 400 tunnum á klukkutíma.
Viku af ágúst tók fyrir alla veiði út af
Norðurlandi og var þá haldið heim. Nú var
Kyrrahafsnótin komin og einnig kanadíski
skipstjórinn til Ieiðbeiningar. Honum
fannst miður að tilraunirnar fóru ekki fram
á Fanney sem var sams konar skip og notuð
voru til þessara veiða vestanhafs. Þótti hon-
um Böðvar lítill og óhentugur til þessara
tilrauna og mundi það ráða úrslitum um
árangurinn.
Frést hafði um sfld úti af ísafjarðardjúpi
og var haldið þangað þar sem veður var
hagstætt. Varð að ráði að reyna Kyrra-
hafsnótina. Var henni kastað tvisvar og
fengust í hana 50 tunnur af sfld. Tilraunin
gekk vel nema spilið reyndist aflvana. Þeg-
ar suður kom var reynt að endurbæta spilið
en árangurslaust.
Tvær tilraunir voru enn gerðar á Böðvari
með kraftblökkina og var Ingvar Pálmason
skipstjóri fenginn til þess að stjórna þeirri
síðari þar sem kanadíski skipstjórinn var
ekki ráðinn lengur. Þetta var um miðjan
október og átti bæði að reyna Kyrra-
hafsnótina og flottrollið. Árangur var eng-
inn og taldi Ingvar tilgangslaust að halda
þessum tilraunum áfram þar sem spilið væri
alltof kraftlítið. Þar með lauk þessum til-
raunum og var tap útgerðarinnar 700 þús-
und krónur og tap Landsbankans nokkru
meira.
Endurbætur á
Guðmundi Þórðarsyni
Síðan liðu 4 ár þar til næsta tilraun var
gerð. Þann 21. júní 1959 hélt Guðmundur
Þórðarson RE 70 til sfldveiða við Norður-
land með hringnót og búinn kraftblökk.
Nótinni var komið fyrir aftast á þilfari skips-
ins og henni kastað og hún dregin af skipinu
en ekki notaður nótabátur. Lftill vélbátur
var hafður meðferðis. Var hann hafður í
enda nótarinnar þegar kastað var og síðan
til þess að halda nótinni frá skipinu á meðan
háfað var. Bóma var höfð tvo metra aftan
við bakka og korkaendi nótarinnar bund-
inn fremst á hana þegar bundið var á síðu og
háfað en brjóstið lá í fellingum eftir henni
að síðunni og steinateinninn bundinn aftur
eftir skipinu. Nótin var síðan hífð inn með
kraftblökk þar til hægt var að háfa.
Fyrirkomulagið reyndist ekki vel. Eftir
átta köst var gerð breyting. Smíðaður var
nótakassi á bátadekki og blökkin færð í
fremri davíðuna stjórnborðsmegin. Við
þessa endurbót var þrautin leyst og hafa
aðrir byggt á reynslu þeirri er þarna fékkst.
Stærð nótarinnar var 230 faðmar að lengd
og 53 faðmar í dýpt.
í vertíðarlok var Guðmundur Þórðarson
þriðja aflahæsta skipið á sumarsfldveiðun-
um. Skipstjóri var Haraldur Ágústsson,
stýrimaður Björn Þorfinnsson en útgerðar-
maður Baldur Guðmundsson.
(Einar Vilhjálmsson tók saman. Helstu heimild-
ir: Ársskýrsla SR 1946, í fararbroddi, æviminn-
ingar Haralds Böðvarssonar, skráðar af Guð-
mundi Hagalín og Mennirnir í brúnni eftir Guð-
mund Jakobsson).