Þjóðviljinn - 28.04.1984, Side 22

Þjóðviljinn - 28.04.1984, Side 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. aprfl 1984 Norræna leiklistarnefndin er ein u.þ.b. 30 stofn- ana sem fást viö norrænt menningarsamstarf. Nefndin veitir styrki til gestaleikja á Noröur- löndum og skipuleggur samnorræna framhalds- menntun fyrir starfsmenn leikhúsa. Skrifstofa nefndarinnar er í Osló. Daglegu starfi hennar stjórnar aöalritari meö aðstoö ritara. Fjárveiting til nefndarinnar fyrir áriö 1984 er 2.677.000 norskar krónur. FE NORRÆNA LEIKLISTARNEFNDIN tilkynnir nú aö stööur aðalritara og ritara eru lausar. AÐALRITARI Hann er sérfróöur ritari nefndarinnar og stýrir daglegum framkvæmdum. Starfiö krefst reynslu af stjórnun og jafnframt leikhúsmenntunar og starfsreynslu úr leikhúsi. Umsækjendur veröa aö hafa næga málakunn- áttu til aö tjá sig á Noröurlöndum. Frekari málak- unnátta telst til meömæla. Tekið skal viö starfinu 1. september 1984, eöa eins fljótt og auðið veröur eftir þaö. Stysti ráðn- ingartími er 2 ár en hámarkstími 4 ár meö mögu- leika á framlengingu. Norræna ráðherranefndin skipar í stöðuna, að fengnum tillögum Norrænu leiklistarnefndarinn- ar. RITARI Hann aöstoöar aðalritara, sér um ýmislegt varö- andi gestaleiki og framhaldsmenntun og skipu- leggur daglegt starf á skrifstofunni. Starfið krefst reynslu af stjórnun og nokkurrar þekkingar á fjármálum. Starfsreynsla úr leikhúsi telst til meðmæla. Tekið skal viö starfinu 1. ágúst 1984. Ráðningar- tími verður sá sami og hjá aðalritara. Norræna leiklistarnefndin skipar í stöðuna. Þetta gildir um báðar stöðurnar: Laun og önnur starfsskilyrði verða, eins og venja ertil á Norðurlöndum, sambærileg við ríkisstarfs- menn í búsetulandinu. Frekari upplýsingar fást hjá Gösta Kjellin, aðalrit- ara, og Berit Blindheim, ritara, sími í Osló: 426770, eöa hjá íslenska fulltrúanum í nefndinni, Pétri Einarssyni, sími í Reykjavík: 16792. Umsóknartíminn rennur út 18. maí 1984. Viö um- sóknum tekur: Nordisk Teaterkomité, Postboks 611, 0106 Osló 1, Norge. Kerfisfræðingar Óskum eftir aö ráöa kerfisfræðing til starfa í Skýrslu- véladeild nú þegar. Nauðsynleg er þekking á COBOL forritunarmáli og sívinnslu. Viö óskum einnig eftir aö ráða VERKTAKA til kerfisbindingar í gagnasafnsumhverfi. Nauösynleg er þekking á töflugagnasafnskerfum. Frekari upplýsingar veitir Starfsmannahald, á skrif- stofu. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 Jazzklúbbur Reykj avíkur með Djamm- sessjón Djamm-sessjón Jazzklúbbs Reykjavíkur í þessum mánuði verður í Þórscafé á sunnudag 29. apríl kl. 15.00. Að þessu sinni kem- ur fram Jazzhljómsveitin b-5, en til þess að fá úr því skorið hverjir skipa þá hljómsveit er eina ráðið að fara og sjá. Einnig lætur Trad kom- paníið til sín heyra. Loks er á dag- skrá djammsessjón, og er einnig þar á huldu hverjir þar mæta til leiks. Aðalfundur Amnesty íslandsdeild mannréttindasam- takanna Amnesty International heldur aðalfund sinn á mánudags- kvöldið 30. apríl, kl. 20.30 í Lög- bergi, húsi Lagadeildar Háskólans. Formaður deildarinnar Bernharð- ur Guðmundsson gefur ársskýrslu stjórnarinnar og talsmenn hinna ýmsu starfshópa grein frá vetrar- starfinu. Auk þess eru á dagskrá lagabreytingar og stjórnarkjör. Starf deildarinnar er nú í grósku og hefur félögum fjölgað umtalsvert. Nú stendur yfir herferð gegn pynt- ingum á vegum deildarinnar svo sem alira annarra deilda Amnesty um heiminn, og verður unnið að henni með ýmsum hætti út þetta ár. Félagsmenn, virkir, sem óvirkir, eru hvattir til að koma á fundinn, og taka þátt í umræðum. Frá æfingu á Hunangsilmi. Hunangsilmur á Fljóts- dalshéraði Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur að undanförnu æft leikritið Hun- angsilmur eftir Shelagh DeLaney í þýðingu Ásgeirs Hjartarsonar og var fyrsta sýning föstudagskvöldið 27. apríl. Næsta sýning verður sunnudaginn 29. apríl kl. 17. Leikurinn gerist á okkar dögum í Manchester og fjallar um samskipti tveggja mæðgna, ástir þeirra og vonbrigði. Leikendur eru Halldóra Sveinsdóttir, Karl Sigurðsson, Þór- hallur Borgarsson, Vigfús Már Vigfússon og Kristrún Jónsdóttir. Leikstjóri er Hjalti Rögnvaldsson. Áætlað er að ferðast með leikritið eitthvað um Austurland og verða þær sýningar auglýstar síðar. Þetta leikrit var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1968. Formaður Leikfélags Fljótsdalshéraðs er Kristrún Jóns- dóttir. um helgina myndlist Ásmundarsalur: ( gær föstudag opnaði Karvel Gráns myndlistarsýningu á annarri hæð húss- ins nr. 41 við Freyjugötu, Reykjavík. Á sýningunni eru 55 olíumálverk, ásamt myndum með útskýringum um lögmál fljúgandi diska. Sýningin er opin alla sýningardagana frá kl. 14.30 - 22 en henni lýkur sunnudaginn 6. maí. Gallerí Gluggi: Laugardaginn 28. apríl opnar Alda Lóa Leifsdóttir sýningu á pappírsskúlptúrum I Gallerí Glugga á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Sýningin eropin allan sól- arhringinn og stendur til 12. maí. Hafnarborg: Nú um helgina lýkur málverkasýningu Jóns Þórs Gislasonar sem staðiö hefur yfir í Hafnarborg í Hafnarfirði, í nýja sýn- ingarsalnum að Strandgötu 34. Á sýn- ingunni eru 18 verk öll unnin með olíu- litum á striga. Sýningin er opin daglega frá kl. 2 - 7 en síðasti sýningardagur verðursunnudaginn 29. apríl. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Kjarvalsstaðir: I dag, laugardag, kl. 14 hefst á Kjarvals- stöðum sýning fjórða árs nema Myndlista- og handiöaskóla (slands. Tveir erlendir gestir verða með á sýning- unni, þau Kunito Nagoka frá Japan og Arthur Baker frá Bandarikjunum. Sýn- ingin verður opin fram á næstu helgi. Nýlistasafnið: ( Nýlistasafninu stendur nú yfir sýning á verkum Peters Angermanns og er þetta síðasta sýningarhelgi. Angermann, sem er Þjóðverji, hefur áður sýnt verk sín í Nýlistasafninu, á Listahátið '82 með Mil- an Kunc. Sýningin í Nýlistasafninu verð- ur opin daglega frá kl. 16 - 20 og um helgar frá kl. 16 - 22. Henni lýkur 3. maí. Gerðuberg: Nú stendur yfir sýning 18 súrrealista frá Norðurlöndum. Nefnist hún Átök, hneyksli og nekt á Apaplánetunni. Á sýningunni eru um 120 verk, og eru flest verkanna til sölu. (tengslum við sýning- una verða kvikmyndasýningar, ávörp, breakdansar, óhöpp, verðlaunagetraun og fleira. Sýningin er opin virka dga frá kl. 16 - 22 og um helgar frá kl. 14 - 18. Sýningunni lýkur þann 13. maí. Hallveigarstígur 1: (tilefni 25 ára afmælis Byggingarþjón- ustunnar er haldin sýning á verkum ís- lenskra arkitekta í húsakynnum Bygg- ingarþjónustunnar. Sýningin er opin alla virka daga kl. 10 -18, frá 24. apríl til 28. maí. Gallerí Grjót: Magnús Tómasson hefur nú opnað sýn- ingu á verkum sínum í Galleríi Grjóti við Skólavörðustíg. Þar sýnir hann „Fjölva" sem hann nefnir svo, þ.e. verk unnin að mestu úr pappír og kartoni í þrívídd. Flest verkanna eru unnin á árunum 1968-69. Sýningin í Gallerí Grjóti er opin alla virka dagaírákl. 12-18ogumhelgarfrákl. 14 - 18 fram til mánaðamóta. Akranes: (bókasafninu á Akranesi stendur nú yfir sýning þeirra Bjarna Jónssonar mynd- listarmanns og Astrid Ellingsen hann- yrðarkonu. Verk Bjarna á sýningunni eru olíumálverk og vatnslitamyndir af ís- lensku þjóðlífi til lands og sjávar, en Ast- rid sýnir þar handprjónaða módelkjóla úr íslensku einbandi. Sýningin er opin frá kl. 14 - 22, en henni lýkur að kvöldi sunn- udagsins 29. apríl. Llstasafn ASf: Þar stendur yfir sýning Valgerðar Hauksdóttur og Malcolm Christhilf. Þau sýna grafík, teikningar og myndir unnar með blandaðri tækni. Opið alla virka daga kl. 16 - 22, og um helgar kl. 14 - 22. Listasafn íslands: I tilefni af 100 ára afmæli safnsins stend- ur þar yfir sýning á verkum fjórtán ungra myndlistarmanna. Sýningin stendurtil 6. maí. Hafnarfjörður: Nú stendur yfir sýning á verkum Jóns Þórs Gíslasonar í Hafnarborg, Strand- götu 34. Myndirnar eru unnar með olíu- litum á striga. Jón Þór hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, en þetta er önnur einkasýning hans. Listmunahúsið: „Leir og lín“ nefnist myndlistasýning í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2. Þar sýna 14 listakonur leirmuni og textíl. Sýningin er opin frá kl. 14 - 22 alla helg- ina, en henni lýkur á morgun, sunnudag, 29. apríl. Hveragerði: ( Eden í Hveragerði stendur nú yfir sýn- ing á verkum Jónasar Guðmundssonar og sýnir hann rúmlega 30 myndir, flestar málaðar á þessu og síðasta ári. Sýningin er opin daglega á sama tíma og gróðra- stöðin en henni lýkur sunnudag 29. april. Gallerí Lækjartorg: Guðrún Edda Káradóttir og Fred, Frið- ríkur Róbertsson, sýna nú verk sin í Gall- erí Lækjartorgi. Á sýningunni, sem ber heitið „Aprílsól á bláum himni", sýna þau olíumálverk, pastelmyndir, vatnslita- myndir og collage-myndir. Sýningin er opin frá kl. 14 - 18 alla daga nema fimmtudaga og laugardaga frá kl. 14 - 22. Norræna húsið: I bókasafni Norræna hússins stendur nú yfir sýning á teikningum barna frá El Sal- vador og er hún á vegum Kennarafélags Reykjavíkur. Mokka: Nú stendur yfir Ijósmyndasýning Einars Garibalda Eiríkssonar á Mokka kaffi. Hún mun standa fram I miðjan maí og er opin á venjulegum opnunartíma kaffi- hússins. leiklist Leikfélag Reykjavikur: Guð gaf mér eyra, laugardagskvöld allra síðasta sýning. Aðalhlutverk Berg- lind Stefánsdóttir og Sigurður Skúlason. Bros úr djúpinu, 6. sýning sunnudags- kvöld. Aðalhlutverk Hanna María Karls- dóttir og Sigurður Skúlason. Leikrit þetta þykir óvenju nærgöngult á skoðanir og tilfinningar fjölskyldu nokkurrar. Skagaleikflokkurinn: Dýrin f Hálsaskógi 4. sýning laugardag kl. 15. Þjóðleikhúsið: Gæjar og píur, geysivinsæll söngleikur. Uppselt hefur verið á allar 8 fyrstu sýn- ingarnar og er einnig svo um þá níundu sem er í kvöld, laugardagskvöld, og þá tíundu á sunnudagskvöldið. Amma þó! eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur verður á dagskrá á sunnudaginn kl. 15. Fáar sýn- ingar eftir. Tómasarkvöld, dagskrá byggð á Ijóðum T ómasar Guðmundsson og sönglögum Sigfúsar Halldórssonar og Gylfa Þ. Gislasonar, sunnudags- kvöld, næst siðasta sýning. tónlist Austurbæjarbíó: í dag laugardag halda frönsku lista- mennirnir Annie Balmayer, sellóleikari, og Olivier Penven, píanóleikari, tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavik. Á efnisskrá eru sónötur eftir Beethoven, Brahms og Debussy. Tónleikarnir hefj- ast kl. 19 og verða aukamiðar seldir við innganginn. Islenska óperan: La Traviata, allra siðasta sýning laugar- dagskvöld kl. 20 á einni af vinsælustu óperum Verdis. Háteigskirkja: Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Háteigskirkju sunnu- daginn 29. apríl kl. 6 síðdegis. Stjórnandi verður Guðmundur Emilsson. Á tón- leikunum verður m.a. frumflutt nýtt hljómsveitarverk eftir Kjartan Ólafsson sem byggt er á Gunnlaugssögu Orms- tungu, en það er lokaverkefni hans í Tónfræðadeild skólans. Einnig leikur Guðni Franzson einleik í klarínettkonsert eftir Krommer, en það er fyrri hluti ein- leikaraprófs hans frá skólanum. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Norræna húsið: Dönsku listamennirnir Benny Andersen og Poul Dissing halda á laugardag kl. 17 tónleika í Norræna húsinu. Er það í ann- að sinn sem þeir félagar leika þar, en 1974 fluttu þeir Svantes viser þar. Norræna húsið: Þriðjudaginn 1. maí halda þær Elísabet F. Eiríksdóttir söngkona og Lára S. Rafnsdóttir píanóleikari tónleika í Nor- ræna húsinu og hefjast þeir kl. 20.30. Elísabet hefur m.a. komið fram með Sin- fóníuhljómsveit Islands, tekið þátt í upp- færslum bæði í Þjóðleikhúsinu og Is- lensku óperunni. Lára hefur einnig kom- ið fram á fjölda tónleika hérlendis sem erlendis. Nú starfa þær báðar við Söng- skólann í Reykjavík. Á efnisskránni verða sönglög eftir Jón Ásgeirsson, Jór- unni Viðar, Grieg, Sibelius, Mahler, Strauss og Brahms. ýmislegt Gerðuberg: Sunnudaginn 29. apríl heldur Medúsufé- lagið „Geimfaraball" fyrir alla hressa krakka í Gerðubergi. Mælst er til þess að allir komi með álpappír og límband en þaö er ekki skylda. Búningar verða hannaðir og síðan stiginn dans til kl. 6 síðdegis. Aðgangur ókeypis. Vorleikjamót: Á sunnudaginn, 29. april, mun JC- Reykjavik standa fyrir vorleikjamóti í íþróttasal Kennaraháskóla (slands. Á boðstólum verða léttir leikir fyrir börn. Mótið hefst kl. 14 og lýkur kl. 17. Að- gangur ókeypis. Borgartún 6: Menntun og hagsæld, nýjar hugmyndir í efnahagslífinu er yfirskrift ráðstefnu sem Bandalag háskólamanna stendur fyrir á laugardaginn 28. apríl. Hefst hún kl. 10. Það verða m.a. flutt erindi um nýjar hug- myndirí eftirtöldum atvinnugreinum: sjá- varútvegi, landbúnaði, iðnaði, verslun og markaðsmálum, verktakastarfsemi og bankastarfsemi. Meðal framsögu- manna er Björn Dagbjartsson, Ingjaldur Hannibalsson og Þráinn Þorvaldsson. Ráðstefnunni lýkur með pallborðsum- ræðum undir stjórn Guðmundar Einars- sonar verkfræðings. Ráðstefnan er öllum opin.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.