Þjóðviljinn - 28.04.1984, Síða 25
f-Wi Inqíf V.v
Aíil?. tS
Helgin 28. - 29. apríl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25
útvarp
laugardagur
7.00 veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar.
Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón-
leikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Amfriður Guðmundsdóttir tal-
ar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephen-
sen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregn-
ir). Óskalög sjúklinga frh.
11.20 Hrimgrund Stjórnandi: Sigríður Eyþórs-
dóttir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Hermann Gunn-
arsson.
14.00 Listalíf Umsjón: Sigmar B. Hauksson.
15.10 Listapopp - Gunnar Salvarsson. (Þátt-
urinn endurtekinn kl. 24.00).
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 íslenskt mál Jón Hilmar Jónsson sér
um þáttinn.
16.30 Nýjustu fréttir af Njálu Umsjón: Einar
Karl Haraldsson.
17.00 Síðdegistónleikar a. „Kveðja Óðins"
og „Logaseiður" úr Valkyrjunni, óperu eftir
Richard Wagner. Simon Estes syngur með
Suisse Romande-hljómsveitinni; Horst
Stein stj. (Hljóðritun frá svissneska útvarp-
inu). b. Sinfónía nr. 4 í e-moll op. 98 eftir
Johannes Brahms. Fílharmoníuhljómsveitin
í Ðertín leikur; Seiji Osawa stj. (Hljóðritun trá
Beriínarútvarpinu).
18.00 Ungir pennar Stjómandi: Dómhildur
Sigurðardóttir (RÚVAK)
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Heimaslóð. Ábendingar um ferðaleiðir.
Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson.
20.00 Rita Streich syngur lög ur óperettum
og kvikmyndum með Promenade-
hljómsveitinni í Beriin; Hans Carste stj.
20.20 Útvarpssaga barnanna: „Veslings
Krummi“ eftir Thöger Birkeland Þýðandi:
Skúli Jensson. Einar M. Guðmundsson les
(6)
20.40 Norrænir nútímahöfundar 8. þáttur:
Bente Clod Hjörtur Pálsson sér um þáttinn
og flytur inngangsorð, en skáldkonan segir
frá sjálfri sér og les úr verkum sínum.
21.15 A sveitalínunni Þáttur Hildu Torfadótt-
ur, Laugum i Reykjadal (RÚVAK).
22.00 „Drottinn blessi heimilið", smásaga
Guðrunar Jacobsen Höfundur les. Tón-
leikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins
22.35 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjarni Mar-
teinsson.
23.05 Létt sígild tónlist
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00.
sunnudagur
8.00 Morgunandakt Séra Fjalarr Sigurjóns-
son prófastur á Kálfafellsstað flytur ritning-
arorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.).
8.35 Létt morgunlög Filharmoniusveitin I
Vinarborg leikur; Lorin Maazel stj.
9.00 Fréttir.
9.05 Morguntónleikar a. Brandenborgar-
konsert nr. 5 i D-dúr ettir Johann Sebastian
Bach. Kammersveit Jean-Francois Paillard
leikur. b. „Te deum" eftir Antonio Vivaldi.
Agnes Giebel og Marga Höftgen syngja
með kór og hljómsveit Feneyjaleikhússins;
Vittorio Negri stj. c. Óbókonsert i c-moll eftir
Giovanni Pergolesi. Han de Vries og Ein-
léikarasveitin í Zagreb leika.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Út og suður Þáttur Friðriks Páls Jóns-
sonar.
11.00 Messa f Laugarneskirkju Prestur Ing-
ólfur Guðmundsson. Organleikari: Sigriður
Jónsdóttir. Hádegistónleikar.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurlregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
13.30 Vikan sem var Umsjón: Rafn Jónsson.
14.15 Gagnvegir - Samskipti ungra og
gamalla Umsjónarmenn: Agnes M. Sigurð-
ardóttir, Eðvarð Ingólfsson, Niels Ámi Lund
og Þór Jakobsson.
15.15 (dægurlandi Svavar Gests kynnir tón-
list fyrri ára. I þessum þætti: Lög eftir Jimmy
McHugh.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Um vísindi og fræði. Franskar bók-
menntir á millistriðsárunum. Þórhildur Ól-
afsdóttir lektor flytur sunnudagserindi.
17.00 Síðdegistónleikar a. Pinókonsert nr. 4 í
g-moll ettir Sergej Rakhmaninoff. Zoltán
Kocsis og Sinfóníuhljómsveitin í San Fran-
cisco leika; Edo de Waart stj. b. „Concierto
como un divertimento'' fyrir selló og hljóm-
sveit eftir Joaquin Rodrigo. Julian Lloyd
Webber og Filharmoníusveit Lundúna leika;
Jesús Lópes-Cobos stj.
18.00 Um fiska og fugla, hunda og ketti og
fleiri íslendinga Stefán Jónsson talar.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvðldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Bókvit Umsjón: Jón Ormur Halldórs-
son.
19.50 „Og það var vor“, Ijóð etir Þuríði Guð-
mundsdóttur Elín Guðjónsdóttir les.
20.00 Útvarp unga fólksins Stjórnandi: Guð-
rún Birgisdóttir.
21.00 John Speight og verk hans Sigurður
Einarsson ræðir við tónskáldið og flutt verða
tónverk eftir Speight.
21.40 Útvarpssagan „Þusund og ein nótt“
Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr
safninu I þýðingu Steingríms Thorsteins-
sonar (2).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Kotra Stjórnandi: Signý Pálsdóttir (RÚ-
VAK). (Þátturinn endurtekinn í fyrramálið kl.
11.30.).
23.05 Franska vísnasöngkonan Andrea
syngur á tónleikum i Norræna húsinu I fe-
brúar 1983; fyrri hluti. - Kynnir: Ýrr Bertels-
dóttir.
23.50 Fréttir. Dagskrá.
mánudagur
7.00 Veðurlregnir. Fréttir. Bæn. Kristján
Bjömsson flytur (a.v.d.v.). Á virkum degi -
Stefán Jökulsson - Kolbrún Halldórsdóttir -
Kristín Jónsdóttir. 7.25 Leikfimi. Jónina Ben-
ediktsdóttir (a.v.d.v.).
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð-
Helgi Þoriáksson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Hnifapara-
dansinn" eftir Jón frá Pálmholti Hófundur
les (3).
9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Tón-
leikar.
11.00 „Eg man þá tíð“ Lög frá liðnum árum.
Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson.
11.30 Kotra Endurtekinn þáttur Signýjar Páls-
dóttur frá sunnudagskvöldi (RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
13.30 Nýtt og nýlegt popp
14.00 Ferðamlnningar Sveinbjarnar Egils-
sonar; seinni hluti Þorsteinn Hannesson
les (13).
14.30 Miðdegistónleikar Pinchas Zukerman
leikur á fiðlu „Ástarsorg” eftir Fritz Kreisler
og „Inngang og Rondó capriccioso'' eftir
Camille Saint-Saéns; Konunglega fílharm-
oníusveitin og Sinfóniuhljómsveitin i Lund-
únum leika með. Stjómendur: Pinchas Zuk-
erman og Charles MacKenas.
14.45 Popphólfið - Sigurður Kristinsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar St. Martin-the-
Fields hljómsveitin leikur balletttónlist eftir
Wolfgang Amadeus Mozart; Neville Marrin-
er stj./Boris Christoff syngur ariur úr óperum
eftír Verdi og Gluck með hljómsveitinni Fíl-
harmoníu; Jerzy Semkov stjVMargaret
Price syngur ariur úr óperum eftir Wolfgang
Amadeus Mozart með Ensku kammer-
sveitinni; James Lockhart stj.
17.10 Síðdegisvakan Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson og Borgþór S. Kjæmested.
18.00 Visindarásin Þór Jakobsson ræðir við
Pál Halldórsson eðlisfræðing um áhrif jarð-
skjálfta á Islandi.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál Sigurður Jónsson talar.
19.40 Um daginn og veginn Ólafur Byron
Guðmundsson talar.
20.00 Lög unga fólksins Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. „Endurfundir" Sigurður
Sigurmundsson i Hvitárholti les erindi eftir
Grétar Fells. b. Minningar og svipmyndir
úr Reykjavík Edda Vilborg Guðmundsdóttir
les úr samnefndri bók Ágústar Jóseps-
sonar. Umsjón: Helga Ágústsdóttir.
21.10 Nútímatónllst Þorkell Sigurbjömsson
kynnir.
21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og ein nótt“
Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr
safninu í þýðingu Steingrims Thorsteins-
sonar (3).
22.15 Veðurlregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins
22.35 Skyggnst um á skólahlaði Umsjón:
Kristín H. Tryggvadóttir.
23.00 Kammertónlist - Guðmundur Vil-
hjálmsson kynnir.
23.45 Fréttir. Dagskráriok.
Rás 2
Mánudagur
30. apríl
10.-12.00 Morgunþáttur. Stjómendur: Páll
Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ól-
afsson.
14.00-15.00 Dægurflugur. Stjómandi:
Leopold Sveinsson.
15.00-16.00 Á rólegu nótunum. Stjórnandi:
Amþrúður Karlsdóttir.
16.00-17.00 Laus í rásinni. Stjórnandi: Andrés
Magnússon.
17.00-18.00 Asatími (umferðarþáttur) Stjóm-
and|- Tryggvi Jakobsson.
sjónvarp
laugardagur______________________
15.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
16.15 Fólkáförnum vegi23. Matseld.
Enskunámskeið í 26 þáttum.
16.30 fþróttir - framhald
18.10 Húslð á sléttunni Ungur i ann-
að sinn. Bandarískur framhalds-
myndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingi-
marsson.
18.55 Enska knattspyrnan
19.45 Fróttaágrip á táknmáli
20.00 Fróttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Við feðginin. Ellefti þáttur.
Breskur gamanmyndaflokkur i
þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
21.10 Enn á ný lætur Dave Allen
móðan mása. Breskur
skemmtiþáttur. Þýðandi Guðni Kol-
beinsson.
21.55 Níu til fimm. (Nine to Five)
Bandarísk gamanmynd frá 1980.
Leikstjóri Colin Higgins. Aðalhlutverk:
Jane Fonda, Dolly Parton og Lilly
Tomlin. Þrjár skrifstofustúlkur, sem
oft hafa fengið að kenna á kúgun og
karlrembu vinnuveitanda síns, taka
saman höndum um að veita honum
verðuga ráðningu. Þýðandi Ragna
Ragnars.
23.50 Dagskrárlok.
sunnudagur
18.00 Sunnudagshugvekja. Jóhanna
Sigmarsdóttir flytur.
18.10 Stundin okkar. Umsjónarmenn:
Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn
Marelsson. Stjórn upptöku: Tage Am-
mendrup.
19.00 Hló
19.45 Fróttaágrip á tóknmáli
20.00 Fróttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Sjónvarp næstu vikur. Umsjón-
armaður Guðmundur Ingi Kristjáns-
son.
20.55 Tökum lagið. Fjórði þáttur. Kór
Langholtskirkju ásamt gestum í
Gamla biói syngur undir stjórn Jóns
Stefánssonar. Þessi þáttur er tileink-
aður kvæöum um vorið og sumarið.
Umsjón og kynning: Jón Stefánsson.
Stjórn uppstöku: Tage Ammendrup.
21.30 Gönguleið í Búrfellsgjá. Ekki
þarf ávallt að fara langt inn í óbyggðir
til að finna fagra og sérkennilega staði
til gönguferða. Einn slíkur er í grennd
við Hafnarfjörð og nefnist Búrfell og
Búrfellsgjá. Myndin, sem Sjónvarpið
lét taka sumarið 1982, sýnir göngu-
leið á þessar slóðir. Leiðangursstjóri
er Baldur Hermannsson. Hljóð: Böðv-
ar Guðmundsson. Þulur: Guðmundur
Ingi Kristjánsson. Kvikmyndataka,
texti og stjórn: Baldur Hrafnkell Jóns-
son.
22.10 Nikuiás Nickleby. Sjötti þáttur.
Leikrit f níu þáttum gert eftir sam-
nefndri sögu Charles Dickens. Þýð-
andi Kristmann Eiðsson.
23.10 Dagskráriok
mánudagur
19.35Tommi og Jenni. Bandariskteiknimynd.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 (þróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson.
21.15 Astir á skrifstofunni. (Office Romanc-
es). Breskt sjónvarpsleikrit eftir William Tre-
vor. Leikstjóri: Mary McMurray. Aðalhlut-
verk: Judy Parfitt, Ray Brooks og Suzanne
Burden. Þar sem kariar og konur starfa sam-
an fer ekki hjá því að ástin rugli einhverja i
riminu á vinnustað. Þýðandi Ragna Ragn-
ars.
22.10 Nótt kólíbrifuglanna. Heimildamynd frá
breska sjónvarpinu um atburði sem gerðust
í Þýskalandi 30. júní 1934 og nefndir hafa
verið „nótt löngu hnífanna". Þá gerði Hitler
upp sakir við fyrri félaga sina i stormsveitun-
um, braut veldi þeirra á bak aftur og lét taka
foringja þeirra af lífi. Þýðandí Gylfi Pálsson.
23.10 Fróttir i dagskrárlok.
Sjónvarp mánudag kl. 22.10:
Nótt hinna
löngu hnífa
„Nótt kólíbrífuglanna“ heitir
bresk heimildarmynd, sem sjón-
varpið sýnir á mánudagskvöld kl.
22.10. Þýðandi er Gylfi Pálsson.
í dögun 30. júní 1934 renndu
Mercedis-bifreiðar hljóðlega að
hóteli nokkru við stöðuvatn í Ba-
varíu í Þýskalandi. Þetta var ári
eftir að Nasistar komust til valda í
Þýskalandi og uppgjör var hafið
innan flokksins. Vikum saman
höfðu þeir Hitler, Göring og
Himmler skrifað hjá sér nöfn,
sem þægilegt væri að losa sig við,
nöfn manna sem hásettir voru
innan Stormsveitanna. Þeim var
gefið að sök að hafa blásið til and-
stöðu við forystuna, en stað-
reyndin var sú, að Hitler vildi
herða enn frekar tök sín á flokkn-
um. Foringjarnir kölluðu áætlun
sína Kólibrífuglana - og henni
var hrint í framkvæmd hinn 30.
júní 1934. Atburður þessi hefur á
spjöldum sögunnar verið kallað-
ur „nótt hinna löngu hnífa“.
Á hótelinu voru saman komnir
margir forystumenn innan
Stormsveitanna. Þeir voru ýmist
skotnir á staðnum eða dregnir
burtu í fangabúðir þar sem þeir
urðu að þola miklar pyntingar.
Hundruð manna, sem unnið
höfðu með Hitler, voru leiddar
fyrir dauðasveitir - margir þeirra
hrópuðu „Heil Hitler“ þegar
kúlnaskothríðin hófst.
Utvarp sunnudag kl. 14.15:
Gagnvegir
ungra og gamalla
Gagnvegir - Samskipti ungra og
gamalla heitir þáttur, sem er á
dagskrá Rásar 1 á sunnudag kl.
14.15. Ungir jafnt sem aldnir ís-
lendingar ættu að geta haft mikið
gagn af þættinum, því í honum er
einmitt fjallað um þessa fjöl-
mennu aldurshópa.
Umsjónarmenn þáttarins eru
Agnes M. Sigurðardóttir, Eð-
varð Ingólfsson, Níels Árni Lund
og Þór Jakobsson. Þór sagði í
samtali við Þjóðviljann að þau
fjögur hefðu skiptulagt í vetur
viðtöl við fólk eldra en 70 ára og
fengið ungt fólk til þess að taka
viðtölin. Áætlað er að viðtölin
komi út á bók á næsta ári.
I þættinum verða lesnir valdir
kaflar úr þessum viðtölum og
einnig verða flutt viðtöl við fólk,
er dvelur á DAS, um ævi þess og
uppvöxt. Þá verður einnig spjall-
að við ungt fólk unfeldri kynslóð-
ina og ung stúlka á viðtal við
gamla konu. Á milli verða leikin
tónverk.
Sjónvarp laugardag kl. 21.55:
Þrjár skrifstofusúlkur
og atvinnurekandinn
Kvikmyndin sem sjónvarpið
sýnir í kvöld, laugardagskvöld, er
hin þekkta bandaríska gaman-
mynd Níu til fímm (Nine to Five)
sem sýnd var í kvikmyndahúsi í
Reykjavík eigi alls fyrir löngu.
Leikstjóri er Colin Higgins og að-
alhlutverkin leika ekki minni
stjörnur en Jane Fonda, Dolly
Parton og Lilly Tomlin. Dolly er
reyndar þekktust fyrir kúreka-
söngvana sína, en hefur fengist
nokkuð við kvikmyndaleik og
það með ágætum.
Dolly Parton er þekktust fyrir
kúrekasöngvana sína, en þykir
elnnig vel llötæk leikkona. Hún
spreytir slg (sjónvarpsmyndinni í
kvöld ásamt Jane Fonda og Lilly
Tomlln.
Myndin segir af þremur konum
er vinna á skrifstofu og hafa oft
fengið að kenna á kúgun og
karlrembu atvinnurekandans.
Þær taka höndum saman um að
veita honum ærlega ráðningu -
með prýðilegri skemmtan fyrir
áhorfendur.