Þjóðviljinn - 01.05.1984, Page 9

Þjóðviljinn - 01.05.1984, Page 9
1. maí Þriðjudagur 1. maí 1984 'ÞJÓÐVILJINN *— SÍÐA 9 „Við getum vel hugsað okkur að fiskvinnslan, hugsanlega sjávarútvegurinn allur, yrði talin ein starfsgrein. Þarsemfélögineigaaðgrundvallastástarfsgreinumsamkvæmtþessuskipulagiyrði að mynda stéttarfélög starfsfólks í fiskvinnslu eða sjávarútvegi." öflugum þjónustumiðstöðvum um allt land. Ýmiskonar blöndur af öllum þessunt kost- um geta auðvitað einnig komið til greina. - Myndi fyrirkomulag af þessu tagi ekki auka á fámennisvald? Jú það er vissulega hætt við því. Mér sýnist líka að engum muni detta í hug í alvöru að þær reyndust framkvæmanlegar. Verður einhverju breytt? - En er nokkur sérstök ástæða til að gera veigamiklar brcytingar á verkalýðshreyf- ingunni? •- Um það eru auðvitað skiptar skoðanir. Ég held þó, að samtöl manna um þessi efni nú í vetur hafi leitt í ljós að ástæða sé til að gera einhverjar lagfæringar. Það er svo annað mál hvort þær eiga að vera á starfs- háttum eða skipulagi. Eg tel ekki, að gera eigi breytingar breytinganna vegna. Verði þær gerðar þurfi þær að þjóna ákveðnum grundvallaratriðum. - Hvaða grundvallaratriðum? - Fyrst og fremst þeim að verða að gagni fyrir félagsmenn verkalýðssamtakanna, geri hreyfinguna betra baráttutæki og öflugri þjónustustofnun, því að þessum hlutverkum báðum verður hún að geta sinnt af myndugleik í þjóðfélagi nútímans. - Sinnir verkalýðshreyfíngin félagslegum þörfum fólks? - Ekki í nægilega ríkum mæli. Á þeim vettvangi hafa þó á undanförnum árum ver- ið gerðar ýmsar áhugaverðar tilraunir sem Menningar- og fræðslusambandið hefur haft forgöngu um, en auk þess hafa ýmis félög bryddað upp á markverðum nýjung- um í því efni. Hópurinn sem tekið hefur þátt í þessu starfi er hins vegar allt of lítill. Ég tel að verkalýðsfélögin eigi að sinna afar fjölbreyttu félagsstarfi og verða með því raunverulegur valkostur fyrir fólk í frí- stundum. Samkeppnin á því sviði er afar hörð en verkalýðsfélögin verða að vera reiðubúin til að taka þátt í þeirri samkepp- ni. Baráttuhæfni þeirra byggist fyrst og fremst á því að félagsmennirnir hafi áhuga, finni sig í að félögin séu þeirra félög og komi þeim við. í því þjóðfélagsástandi sem orðið er á íslandi dugir ekki að verkalýðshreyfingin byggi starf sitt eingöngu á áhuga félags- manna fyrir kaupi og kjaramálum almennt. Hvað sem öllu skipulagi líður mun afl hreyfingarinnar, félagslegur styrkur og hæfni til að sækja fram og veita skjól alltaf ráðast af félagslegum áhuga félagsmann- anna sjálfra og vilja þeirra til að leggja eitthvað af mörkum, þó að fjárhagslegur ávinningur fyrir hvern og einn sé ekki endi- lega augljós í andartakinu. Gíffurleg... Framhald af bls. 7 • öllu svo haganlega fyrirkomið að enginn mannlegur máttur fái nokkru umþokað. Nauðsynlegt er að hafa í huga að við kjör í trúnaðarstöður gilda í aðalatriðum tvenns- konar reglur. Annars vegar bein kosning á fundi. Þannig eru langsamlega flestar stjórnir verkalýðsfélaganna kjörnar og þannig eru líka fulltrúar flestra félaga kjörnir á hin ýmsu þing samtakanna. Hins vegar eru svo allsherjaratkvæða- greiðslurnar sem eru algengari í stórum fé- lögum. Báðar þessar aðferðir hafa kosti og galla. Sú fyrri hefur þann kost að þeir sem áhugasamastir eru og mæta á fundi taka á sig meiri ábyrgð á félögunum en hinir sem engan áhuga sýna. Með henni er einnig mjög auðvelt að skipta um fólk í trúnaðar- stöðum. Gallinn er hins vegar sá að hætt er við að raunverulegur vilji hins mikla fjölda sem í félögunum er komi ekki fram, vegna þess að vel getur verið að menn vilji gera breytingar þó þeir ekki láti sjá sig á fundum. Aðalókostur allsherj ar-atkvæðagreiðsl- unnar er einfaldlega sá hve mikið fyrirtæki hún er. Kosturinn er hins vegar sá, að með henni eru gerðar kröfur um almennan vilja. Verulegur hópur þarf að standa á bak við framboð og hún gefur betri kost á almennri þátttöku. Ég held því að kosningaaðferð- irnar séu alls ekki ástæðan fyrir hægfara skiptum í forystuliði. - Lýðræði er fleira en kosningar, ekki satt? - Já vissulega. Ég er ekki í vafa um að breytingar á starfsháttum eru nauðsyn- legar. Félagar sem vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri, hafa áhrif á það sem gert er í hinu daglega starfi, verða að hafa til þess aðstöðu. Þess vegna skiptir allt vinnu- lag og starfshættir mjög miklu máli. Fjölþætt fundahöld á döfinni - Hvaða tilgangi þjóna atvinnugreina- fundirnir, sem ætlunin er að halda á næst- unni? - Með þeim er ætlunin að leita svara við þeirri spurningu hve mikið samstarf sé nauðsynlegt innan atvinnugreinarinnar og hvaða skipulagsform henti best slíku sam- starfi. - Koma margir skipulagskostir til greina? - Já áreiðanlega. Fyrir nú utan þann kost sem við þekkjum, það er að segja að verka- lýðshreyfingin sé í aðalatriðum skipulögð eftir starfi og menntun með faglærða menn í sérstökum félögum, ófaglærða í öðrum og skrifstofufólk í enn öðrum o.s.frv. þá mætti hugsa sér atvinnugreinaskipulag eins og margumræddar tillögur gera ráð fyrir. Það þýðir að allir á sama vinnustað eru í sama stéttarfélagi. Rétt er að leggja áherslu á að í slíku skipulagi er ekki gert ráð fyrir að fé- lögin verði jafn mörg vinnustöðunum eins og tillögur Vilmundar heitins Gylfasonar gengu í raun og veru út á. Þá má nefna að hreyfingin yrði einskonar deildaskipt landsfélag. Mætti þá hugsa sér að í hverju kjördæmi starfaði eitt félag sem allir væru í sem þýddi miðað við núverandi kjördæma- skipan að deildirnar yrðu átta talsins. Svo mætti einnig hugsa sér að Alþýðusam- bandið væri landsfélag án deilda en í báðum síðastnefndu tilvikunum yrði að koma upp „Uppbygglng verkalýöshreyfingarinnar hefur sáralitlum breytingum tekið á öllu æviskeiði Alþý&usambandsins. Mættl kallast í meira lagi merkilegt, ef ekki reyndist nauðsynlegt a& gera nokkrar lagfæringar, laga hreyfinguna að breyttu þjóðfélagi. Þessa er ekki síst að gæta nú, þegar tölvubyltingin er nýlega hafin á íslandi, með ófyrirsjáanlegum afleiðlngum.“ (Úr kynningarbæklingi ASÍ)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.