Þjóðviljinn - 01.05.1984, Side 23
Þriðjudagur 1. mai 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 23
1. maí
1. maí ávarp Samtaka kvenna á vinnumarkaði
mikið
mæltu samningunum. Má þar nefna Sókn, Snót í
Vestmannaeyjum, kennara og fóstrur, aö Dags-
brún ógleymdri.
Nú erum við konur búnar að fá nóg. Við munum
sýna þessum herrum að við sættum okkur ekki
lengur við annan launaflokk fyrir fyrsta flokks vinnu.
Launaliðir samninganna eru lausir 1. september.
Við látum ekki segja okkur enn á ný að það sé
eingöngu hlutverk okkar að bjarga þjóðarskútunni
og stoppa í fjárlagagöt ríkisstjórnarinnar. Við
skulum heldur nýta þann kraft sem í okkur býr og
berjast ótrauðar áfram fyrir rétti okkar. Reynt er að
telja okkur trú um að konur, sem eru í vinnu utan
heimilis, eigi ekkert sameiginlegt. Tölurnar sem
nefndar voru hér að framan tala sínu máli um það
að alls staðar í öllum félögum er konum og kvenn-
astörfum raðað neðst. Það eru konur sem bera
ábyrgð á umönnun barna og heimila og búa þannig
við tvöfalt vinnuálag. Svokölluðum kvennamálum
er líka oftast haldið utan við verkalýðsbaráttuna og
konur hafa almennt átt erfitt uppdráttar í verkalýðs-
félögunum. Félagsform þeirra er ekki árennilegt
fyrir konur og því auðgert að draga úr trú þeirra á
getu sína á þessum vettvangi. En við erum margar
og saman getum við stutt hver aðra og sýnt hvað í
okkur býr. Við byrjum á því strax í dag með því að
taka virkan þátt í störfum verkalýðshreyfingarinnar,
halda fram okkar málum þar og styðja við bakið á
þeim sem tala þarokkar máli. Við munum keppaað
því að launaliðum samninganna verði sagt upp 1.
september og kröfugerð undirbúin. Við munum
búa okkur undir að fylgja kröfum okkar eftir með
aðgerðum. Við höfum ótal vopn; við eigum bara
eftir að ákveða hvernig við notum þau. Hvað myndi
t.d. gerast ef konur í bönkum minnkuðu vinnuhraða
sinn um helming í nokkra daga, ef skæð flensa færi
að herja á fóstrur og ræstingakonur á sjúkrahúsum
sinntu aðeins þeim hluta starfs síns sem þær höfðu
áður en núverandi uppsagnir og „hagræðingarfyr-
irkomulag“ var tekið upp?
í kvennaverkfallinu árið 1975 lamaðist allt at-
vinnulíf þegar við lögðum niðurvinnu. - Afl okkar er
mikið þegar við stöndum saman og beitum
samtakamætti okkar. Nú er mælirinn fullur, þolin-
mæði okkar er á þrotum. Við látum ekki lengur
fögur fyrirheit eða fagurgala forystumannanna villa
okkur sýn. Konur og karlar, sameinumst í baráttu
fyrir réttlátum kröfum kvenna um að afnema launa-
misrétti kynjanna.
Því fleiri, þeim mun sterkari, og þeim mun
meiri árangur.
er
Afl okkar
Hver er staða kvenna á vinnumarkaðinum og í
launamálum nú á dögum? Á síðastliðnu ári hafa
augu fólks og athygli beinst talsvert að þessum
þáttum. Ráðstefnur hafa verið haldnar og kannanir
gerðar til þess að fá það fram, svart á hvítu, hvernig
staðan er. Útkoman hefur fæstum komið á óvart,
og nú þegar eitt ár er eftir af kvennaáratugnum,
leynist engum að staða kvenna á vinnumarkaðin-
um er síst betri en í uþþhafi hans.
Ástandið er í stuttu máli þannig: Yfir80% kvenna
í landinu vinna utan heimilis. Meðallaun karla eru
52% hærri en meðallaun kvenna. Algengustu störf
kvenna eru við fiskvinnslu, veitingastörf, þvotta-
störf og ræstingu.afgreiðslu og skrifstofustörf og
umönnunar og uppeldisstörf. Þetta eru hin dæmi-
gerðu kvennastörf og launin fyrir þau eru á bilinu
12-15.000 krónur á mánuði. Þetta sýnir mat ráða-
manna á störfum okkar kvenna. Ef nánar er litið á
þessar tölur kemur í Ijós að í Oþinberri þjónustu eru
meðallaun karla 49% hærri en laun kvenna. Meðal
bankamanna er mismunurinn 57% körlunum í vil
og í fiskvinnslu bera þeir 27% meira úr býtum en
konur.
í vetur hafa konur enn á ný bundist samtökum til
þess að berjast fyrir afnámi þessa ranglætis.
Nú eru kjarasamningar nýlega afstaðnir. Þeir
voru gerðir í kjölfar 42% launaskerðingar ríkis-
valdsins. Eftir allt talið og tölurnar um stöðu kvenna
og annarra láglaunahópa trúðu ýmsir því að reynt
yrði að bæta eitthvað fyrir kaupránið. En hvað
gerðist? Atvinnurekendur og verkalýðsforystan
breiddu úr sér á sjónvarpsskerminum, í útvarpi og
blöðum og lýstu því yfir að vegna slæmrar stöðu
þjóðarbúsins þyrfti að spara og við skyldum bara
vera glöð og ánægð með 5% launahækkun (og
von um einhver fá prósent viðbót á næstu mánuð-
um). I þessum samningum voru kröfur kvenna um
kjarabætur hundsaðar og gengið enn frekar á hlut
þeirra. Þannig skiluðu samningarnir konu með
13.000 króna mánaðarlaun um 650 króna launa-
hækkun en þeir betur settu með 40.000 króna
mánaðarlaun fengu allt að 2.000 króna launa-
hækkun. Vinnuálag kvenna í ákvæðisvinnu er stór-
aukið, vilji þær reyna að haida sambærilegum
launum og þær höfðu fyrir samningana. Verkalýð-
sforystan skrifaði sigurreif undir samninga sem
skertu laun ungs fólks og þeirra sem komu nýir út á
vinnumarkaðinn.
Þegar innihald þessara samninga varð kunnugt
kom í Ijós að ekki var allt launafólk stungið því
svefnþorni sem forystan hafði treyst á. Stórir hóþar
kvenna og kvennastétta létu í sér heyra og mót-
Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja
sendir félagsmönnum sínum og
íslenskri alþýðu baráttukveðjur
á hátíðisdegi launafólks