Þjóðviljinn - 10.05.1984, Page 5
Fimmtudagur ÍÖ. maí 1984 í>JÓÍ)VÍlj’ilVN‘ - SÍ6Á 5
Kollsteypa sem
leiðir til hins verra
„Sjávarútvegsráðherra viUfá nýja stofnun þar sem
hanngetursjálfurráðiðstaifsfólkt.d. aðgeðþóttaog
ég held að SÍS verði þar ekki útundan“.
„Gildandifyrirkomulag hefur verið mjög gott. Það
hefur verið aðhaldskerfi og haldið stjómmála-
mönnum í hœfilegrifjarlcegð...“.
sögðu þeir Guð-
mundurJ. Guð-
mundsson og
Guðmundur H.
Garðarsson
„Þetta frumvarp felur í sér al-
gera kollsteypu varðandi afstöðu
fískmats. Frá upphafí hefur verið
gengið út frá þeirri grundvallar-
forsendu að fiskmatið sem er í
starfí sínu úrskurðaraðili milli inn-
lendra seljenda og erlendra
kaupenda væri óháð
hagsmunaaðilum. Samkvæmt
þessu frumvarpi eins og það er sett
fram af ráðherra er stofnunin sett
undir stjórn Fiskmatsráðs þar sem
hagsmunaaðilar eru hæstiréttur í
deilum og ágreiningi er upp kann
að koma. Þetta er gjörbreyting á
stöðu fískmats, algjör kollsteypa“,
sagði Guðmundur J. Guðmunds-
son m.a. í ítarlegri ræðu sem hann
hélt á alþingi á dögunum um frum-
varp sjávarútvegsráðherra um
ríkismat sjávarafurða.
Guðmundur H. Garðarsson vara-
þingmaður og blaðafulltrúi Sölu-
miðstöðvar Hraðfrystihúsanna tók
undir með nafna sínum og sagði að
gildandi fyrirkomulag fískmats
væri rrýög gott og gæfist íslending-
um vel og það yrði að tryggja áfram
að við lýði væri ríkismat óháð bæði
hagsmunaaðilum og hinu pólitíska
valdi.
Óháð ríkismat
ávallt meginstefnan
í nærri þriggja klukkustunda
ræöu rakti Guðmundur J. Guð-
mundsson sögu fiskmats hérlendis
og stöðu okkar á því sviði varðandi
gæði fiskframleiðslu á erlendum
mörkuðum sem hefði skilað ís-
lenskum fiskafurðum mun hærra
verði en aðrar þjóðir hefðu náð á
sömu mörkuðum.
Fyrstu lögin um fiskmat litu
dagsins ljós árið 1904 og í nokkur
skipti síðan hefðu verið gerðar
breytingar á þeim lögum en alltaf
og alla tíð hefði það verið megin-
stefnan að hafa hér óháð ríkismat.
Einn harðasti maður þeirrar stefnu
hefði verið Ólafur heitinn Thors
sem hefði beitt sér gegn öllum til-
lögum um afnám sjálfstæðis fisk-
matsins.
Það frumvarp sem nú lægi fyrir
alþingi væri illa samið, fullt af mót-
sögnum og hroðvirknislega unnið.
Væri nánast hneyksli að ráðherra
skyldi leggja jafn illa unnið frum-
varp fyrir Alþingi.
Fyrirmynd
keppinautanna
Sagði Guðmundur undarlegt að
á sama tíma og Kanadamenn væru
að byggja upp hjá sér óháð ríkis-
mat að íslenskri fyrirmynd til að
tryggja gæði í sinni fiskvinnslu og
auglýstu vendilega hvaðan fyrir-
myndin væri fengin, þá væru
stjórnarliðar að keyra í gegnum
þingið að framleiðendur fái að
stjórna ríkisfiskmati á íslandi.
Minnti hann þingmenn á að það
háa verð sem við höfum fengið
fyrir fiskvöru okkar, jafnt sfld sem
botnfisk, byggðist á góðri verkun
og hörðu mati sem erlendir kaup-
endur vissu að þeir gætu treyst.
Nú ætti að skipa sérstakt Fisk-
matsráð þar sem fjórir af sjö
mönnum væru úr röðum
hagsmunasamtaka. Ráðherra-
frumvarpið væri síðan þannig úr
garði gert að þar væri þetta ráð allt í
senn umsagnaraðili, stjórn og
dómstóll allt eftir því í hvaða laga-
grein væri vitnað. Þessi óskapnað-
ur hefði að mestu verið felldur nið-
ur í breytingartillögum nefndar.
Þá væri lagt til að leggja iður
hreinlætis- og búnaðardeild en það
væri samdóma álit kunnugra að
starf þessarar deilar hefði skilað
hvað bestum árangri af deildum
Framleiðslueftirlitsins.
Einrœðisvald
ráðherra
17. grein frumvarpsins gerði ráð
fyrir sérstöku framleiðsluleyfi frá
sjávarútvegsráðherra. Með þessu
móti væri verið að færa ráðherra
eitt það mesta vald sem nokkur
ráðherra hefur haft fyrr eða síðar.
Enginn mætti lengur verka fisk á
íslandi nema með sérstöku leyfi
ráðherra. Þetta ætlaði Sjálfstæðis-
flokkurinn að styðja. Frelsið færi
að verða lítið hjá flokki frelsisins.
Guðmundur ítrekaði þá skoöun
sína í lok ræðunnar að gildandi lög
um Framleiðslueftirlitið væru betri
en þau forkastanlegu illa unnu lög
sem nú lægju fyrir Alþingi. „Ég tel
því æskilegt að Alþingi afgreiði
ekki þetta frumvarp, miklu frekar
væri að athuga þetta mál en gera
ekki einhverjar skóbætur á óhæfu
frumvarpi". Hvergi væri gripið á
þeim vanda sem eftirlitið ætti við
að stríða og þetta frumvarp myndi
ekki bæta fiskmatið í landinu.
Vill nýtt fólk
að eigin geðþótta
„Ég held að það kapp, sem sjá-
varútvegsmálaráðherra leggur á að
fá þetta frumvarp afgreitt, sé ekki
nema að takmörkuðu leyti af þeim
hvötum runnið að hann vilji bæta
fiskmatið í landinu, þó ég efist ekk-
ert um að til þess hafi hann vilja.
Ég held að það sé til þess að fá nýja
stofnun sem hann getur sjálfur
ráðið að nýtt starfsfólk t.d. að geð-
þótta og ég held að SÍS verði þar
ekki útundan“, sagði Guðmundur
J. Guðmundsson.
Hörð
gagnrýniá
frumvarp
sj ávarút-
vegsráð-
herra um að
leggj a niður
hið óháða
ríkismat og
færa eftirlitið
í hendur
framleið-
enda.
Guðmundur H. Garðarsson
sagðist taka heilshugar undir með
nafna sínum að óháð ríkismat hefði
gefist íslendingum vel og með
frumvarpinu væri verið að fara í
verra fyrirkomulag.
„Gildandi fyrirkomulag hefur
verið mjög gott, það hefur verið
aðhaldskerfi og það hefur bæði
veitt framleiðendum mjög gott að-
hald og haldið stjórnmálamönnum
í hæfilegri fjarlægð frá framkvæmd
þessara mála“, sagði Guðmundur.
Hann sagði það ekki vera neitt
leyndarmál að oft kæmi til árekstra
milli hagsmunasamtaka og starfs-
manna fiskmatsins. „Þá skiptir það
miklu máli fyrir þá sem eiga að
framkvæma fiskmatið að hags-
munasamtökin nái ekki til þessara
manna, sem vinna oft mjög erfitt
og vanþakklátt starf, sem er að
framkvæma fiskmat og úrskurða
oft á tíðum vöru óhæfa til sölu er-
lendis eða hráefni ónothæft í
vinnslu".
Þegar haft væri í huga hvernig
Fiskmatsráð yrði skipað þá væri
ljóst að þar yrði um valdamikla
stofnun að ræða. Með því fyrir-
komulagi sem nú gilti í þessum efn-
um væri hins vegar tryggt að allir
sætu við sama borð og mönnum
yrði ekki mismunað í sambandi við
framleiðslu, vinnslu sjávarafurða
og útflutning.
„Fróðlegt að
sjá matið“
„Það verður fróðlegt að sjá
hvernig á að framkvæma matið á
minni stöðum“, sagði Guðmundur
er hann vitnaði til lagagreinar þar
sem segir að framleiðendur skuli
hafa í sinni þjónustu matsmenn.
„Hvernig verða slíkir menn óháðir
í litlu kauptúni sem telur 200, 300,
400 manns?“
Guðmundur benti á í lok ræðu
sinni að Sölusamband hraðfrysti-
húsanna hefði átt mjög gott sam-
starf við þá stofnun sem nú væri
boðað að yrði lögð niður. Stórfé
hefði verið varið í alls konar
fræðsluefni um vöruvöndun í sam-
starfi við ferskfiskeftirlitið og
þriðja hundrað myndböndum ver-
ið dreift hér heima og erlendis.
„Menn væru ekki að leggja þetta á
sig, ef þeir teldu að það mat sem
hefur verið í þessum efnum, sér-
staklega í sambandi við fiskmatið,
væri þess eðlis að það væri ekki
hægt að sýná það erlendum aðilum
eða vinna samkvæmt því“, sagði
Guðmundur H. Garðarsson að
lbkum.
- lg.