Þjóðviljinn - 25.05.1984, Side 9

Þjóðviljinn - 25.05.1984, Side 9
Föstudagur 25. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Hversvegna þessar dylgjur og rangfœrslur? Undanfarna daga hefur Þjóövilj- inn veriö altekinn af skrifum um Hamarshúsiö svokallaöa, eða um þá ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að heimila að skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði skyldi breytt í íbúðarhúsnæði. Hafa spjótin einkum beinst að undirrituðum og greinilegt að Össuri Skarphéðinssyni, blaða- manni Þjóðviljans er mikið kapps- mál að koma höggi á formann skip- ulagsnefndar Reykjavíkur. Nú geri ég mér ljóst að lítill kærleikur er á milli Þjóðviljans og formanns skip- ulagsnefndar og e.t.v. á Alþýðu- bandalagið og Þjóðviljinn ein- hverra harma að hefna. Slíkar eru dylgjurnar og rangfærslurnar að eícki verður hjá því komist að ræða þau atriði, sem Þjóðviljinn dylgjar mest með. Ef fréttaflutningur Þjóðviljans af máli þessu er brotinn til mergjar eru það eftirfarandi atriði sem þykja mestu máli skipta: 1. Að Einar Þ. Vilhjálmsson, bróðir minn sé giftur systur Ól- afs Björnssonar byggingar-' meistara sem.hyggst innrétta í- búðir í Hamarshúsinu og þar að auki starfsmaður hans. 2. Að grunsamlegt þyki að undir- ritaður hafi vitneskju um að fyr- irtækið Uppbygging hf. sé fram- kvæmdaraðili að umræddum breytingum. 3. Að samþykkt breyting gangi í berhögg við staðfest aðalskipu- lag. 4. Að undirritaður hafi „keyrt“ málið í gegnum borgarkerfið, jafnvel með óeðlilegum hætti. Ef fyrsta atriðið er skoðað er það rétt, að Einar Þ. Vilhjálmsson, bróðir minn er giftur systur Ólafs Björnssonar. Við það get ég að sjálfsögðu ekki ráðið. Einar hefur ennfremur verið starfsmaður Ólafs, hans aðalstarf hefur verið framkvæmdastjóri Rörsteypunnar ht. í Kópavogi, undanfarin 7 ár. Hann er ekki og hefur aldrei verið eignaraðili að fyrirtækjum Ólafs. Varðandi annan lið hér að ofan þá er vitneskja mín um að Uppbygging hf. standi að fram- kvæmdum við Hamarshúsið ein- faldlega tilkomin þannig, að Ólafur Björnsson óskaði eftir fundi með formanni og varaformanni skipulagsnefndar til að fá að kynna þeim hugmyndir sínar um að innrétta íbúðir í Hamarshúsinu. Á þeim fundi skýrði hann undirrituð- um frá því að fyrirtækið Uppbyg- ging hf. sem hann hefði stofnað hygðist standa fyrir þessum fram- kvæmdum. En um þetta atrjði finn- ur Þjóðviljinn hvatir hjá sér til að dylgja með í löngu máli og reynir af fremsta megni að gera undirritað- an mjög tortryggilegan vegna þess að hann víti að fyrirtækið Upp- bygging hf. sé til. Þjóðviljinn hampar því óspart að sú ákvörðun að heimila að innréttaðar verði íbúðir í Hamars- húsinu sé ólögleg og standist ekki gagnvart aðalskipulagi Reykjavík- ur. Ennfremur er því haldið fram að Hamarshúsið sé á hafnarsvæð- inu svokallaða. Ofangreindar full- yrðingar eru báðar rangar. Hamarshúsið stendur ekki á merktu hafnarsvæði. Skipulags- nefnd gerði einnig ávallt ráð fyrir því, að sækja þyrfti um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur ef af þessu yrði enda segir eftirfarandi í lok bókunar skipulagsnefndar sem samþykkt var í borgarráði og borg- arstjórn: „Skipulagsnefnd felur Borgar- skipulagi að öðru leyti að safna gögnum utn hús og aðstæður á reitnum og í framhaldi af því, gera tillögur að deiliskipulagi af reitnum ogjafnframt að gangafrá nauðsynlegum breytingum á aðal- skipulagi Reykjavíkur ’67“. I fjórða lagi er gefið í skyn að völd og áhrif undirritaðs séu slík að hann einn hafi fengið því ráðið að Aðhaldsblaðamennska og fjölskylduhagsmunir Tvennt er athyglisvert við svar Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar. í fyrstalagi að hann hrekur enga af staðhæfingum Þjóðviljans sem fram hafa komiö í úttekt blaðsins á afskiptum.hans af Hamarshúsmálinu. í öðru lagi gerir hann enga tilraun til að afneita því, að meðlimir í fjölskyldu hans áttu hagsmuna að gæta í sambandi við veitingu borgarstjórnar á leyfi til breytinga á margnefndu Hamarshúsi. Vert er að benda á eftirtalin atriði: 1. Það er rangt hjá Vilhjálmi að einungis Alþýðubandalagið líti af- skipti hans af Hamarshúsmálinu gagnrýnum augum. Bæði fulltrúi Kvennaframboðsins og Alþýðuflok- ksins töluðu um „annarlega hagsmuni" í umræðum um málið í Skipulagsnefnd og í borgarstjórn. 2. Varðandi þá ásökun að ég hafi reynt að gera vitneskju hans um Upp- byggingu h/f tortryggilega er það eitt að segja, að enginn sem ég ræddi við hafði af því heyrt. nema Vilhjálmur sjálfur. Ekki einu sinni Ingimundur Sveinsson arkítekt, sem er varafor- maður Skipulagsnefndar fyrir utan að vera góðuroggegn Sjálfstæðismaður. Þó segir Vilhjálmur í svari sínu að Ingimundur hafi verið á þeim fundi þar sem þáttur Uppbyggingar h/f í breytingum Hamarshússins var rædd- ur. Um þetta atriði spurði ég Ingi- mund tvisvar, og hann gaf mér santa svarið í bæði skiptin. Við eftirgrennslan komst ég hins vegar að því að Uppbygging h/f var gervifyrirtæki sem hvergi er til nema í pósihólfi 177 í Kópavogi. Það ágæta pósthólf er líka notað af tveimur öðrum fyrirtækjum. Og hver skyldi nú vera fjármálastjóri annars og framkvæmdastjóri hins? Jú. Einar bróðir, sem Viíhjálmur staðhæfði við mig að vissi ekkert um Uppbyggingu h/f (þó í stma læsi téður Einar síðar upp úr kaupsamningi Uppbvggingar á Hamarshúsinu fyrir mig, líklega til að kóróna sambandsleysi sitt við fyr- irtækið). Sá grunur gerist því áleitinn að vitneskja Vilhjálms um fyrirhug- aðan þátt þessa merkilega fyrirtækis í breytingunum á Hamarshúsinu stafi eingöngu af því að þaö býr í pósthólf- inu hjá Einari bróður. Þess má líka gcta, að Vilhjálmur staðhæfði við mig að það væri þetta fyrirtæki sem hefði sótt um breyting- arnar. Það voru hrein ósannindi - staðfest var af embættismanni borg- arinnar að nafn þess kæmi hvergi fyrir. 3. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson staðhæfir að það sé ekki rétt með far- ið að Hamarshúsið sé á hafnarsvæði. Þetta er hreint ótrúlega klén frammi- staöa hjá manni sem á að heita for- maður Skipulagsnefndar borgarinn- ar. Veit hann virkilega ekki að á stað- festu aðalskipulagi er húsið norðan við hina fyrirhuguðu Geirsgötu og þarrneð á hafnarsvæði? Eða hvers vegna heldur formaður Skipu- lagsnefndar að borgarstjórn hafi rok- ið til í síðuslu viku og sótt um „breytta landnotkun" fyrir þá lóð sem húsið stendur á? Einfaldlega vegna þess að samkvæmt staðfestu skipulagi er hún á hafnarsvæði", en til að gera megi breytingar sem meirihlutinn hefur nú samþykkt þá þarf að breyta því \ „íbúðarsvæði"! Að lokum þetta: Þær upplýsingar sem ég hef sett fram um Hamars- húsmálið benda einfaldlega rnjög sterklega til þess að ættartengsl for- ráðamanna Hamarshússins inn í borgarmálaflokk Sjálfstæðisflokksins hafi vaidið því að leyfi fyrir hinurn mjög svo umdeildu breytingum fékkst fram, þrátt fyrir að það, eins og Davíð Oddson borgarstjóri sagði á borgarstjórnafundi fyrir skömmu, „orki tvímælis". Það cr skylda blaðs sem stundar aðhaldsblaðamennsku eins og Þjóð- viljinn reynir að gera, að benda fólki á slík tengsl. Það höfum við gert og það munum við gera, jafnvel þó það haldi áfram að pirra Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson og vini hans. Hins vegar er það fráleitt að ég hafi ncitt á móti Vilhjálmi persónulega, né vilji konta á hann höggi eins og hann heldur fram, þvert á móti óska ég honurn góðs gengis í starfi sínu hjá Þjóðþrif- astofnuninni SÁÁ. _______________Össur Skarphéðinsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- fulltrúi. þetta mál var samþykkt, bæði í borgarráði og borgarstjórn. Þessar fullyrðingar eru auðvitað bros- legar. Undirritaður óskaði ekki eftir stuðningi eins einasta borgar- fulltrúa við þetta mál, hvorki hjá Sjálfstæðisflokki eða Framsóknar- flokki, en málið var samþykkt í borgarstjórn með atkvæðum Sjálfstæðismanna og Gerðar Steinþórsdóttur, fulltrúa Fram- sóknarflokksins. Kristján Bene- diktsson, fulltrúi Framsóknar- flokksins sat hjá en aðrir borgar- fulltrúar greiddu atkvæði á móti, þannig að 13 borgarfulltrúar voru sammála, 7 voru á móti og 1 sat 'hjá. Að lokum vil ég segja þetta. Ég er sannfærður um að þétting byggðar í miðbænum sé af hinu góða. Á þeim reit sem Hamarshús- ið stendur á er þegar fyrir hendi veruleg íbúðarbyggð og því af hinu góða að íbúðir komi í Hamarshús- ið. Mér er ekki kunnugt um að íbú- ar í Hafnarbúðum, sem er í næsta nágrenni þykir slæmt að búa þar og ég er viss um að sama verður um þá íbúa sem koma til með að eiga heimili sitt í Hamarshúsinu. Það er auðvitað mál Þjóðviljans, hvers vegna hann te'.ur henta að slunda pólitískar ofsóknir gagnvart formanni skipulagsnefndar Reykjavíkur með þeim dylgjum og rangfærslum sem raun ber vitni um. Ég mun hinsvegar halda áfram að starfa að skipulagsmálum borg- arinnar í þeim anda sem ég hef unnið undanfarin tvö ár, jafnvel þótt það kosti stöðugan skæting og gremju af hálfu Þjóðviljans. Vilhjálmur P. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Rvík. NATÓ-bíó í Frá forsýningu á mynd USIS-Friður — Atlantiska loforðið- sem sýnd verð- ur í kvöld í sjónvarpinu. Fréttamennirnir Einar Sigurðsson og Ögmundur Jónasson ásamt tæknimönnum og forstjóra Menningarstofnunar Bandaríkj- anna í gerfihnattasambandi við höfustöðvar Bandarísku upplýsingaþjón- ustunnar í Washington. í kvöld fá íslenskir sjónvarps- áhorfendur að sjá hluta af NATÓ-bíói, sem bandaríska upplýsingaþjónustan sendi út um gervihnött frá Washington í gær til NATO-ríkjanna fjórtán. Fjölmiðlafólk og starfsmenn sendiráða fengu forskot á sæl- una í gær og fylgdust með beinni útsendingu og móttöku hjá íslenska sjónvarpinu. Blað- amenn frá öllum NATO- ríkjunum fengu tækifæri til þess að spyrja George Schultz utanríkisráðherra Bandaríkj- anna og Leo Tindemann utan- ríkisráðherra Belgíu, svo og að skjóta inn spurningum í við- ræðum stjórnmálaritstjóra Le Monde, La Stampa, Die Zeit, bandaríska sendiherrans hjá NATO, Richard Pearle, eins æðsta manns bandaríska varn- armálaráðuneytisins og Ric- hard Luga öldungadeildarþing- manns, sem er Republikani og í utanríkissamskiptanefnd öld- ungadeildarinnar. íslenska framlagið Ögmundur Jónasson var fulltrúi íslenska sjónvarpsins í útsending- unni sem mjög gaf til kynna mögu- leika nútíma fjölmiðlunar við að tengja saman heimshornin. Það var enginn viðvaningsbragur á hlut íslenska sjónvarpsins, því enska Ögmundar og íslenska tæknihliðin fengu sérstakt hrós hjá útsending- arstjórum í Washington. Þetta NATO-bíó, sem sent var út í tilefni 35 ára afmælis Atlants- hafsbandalagsins, byrjaði með sögulegri upprifjun. Það er veikasti hlekkur útsendingarinnar, svo gatslitin plata að engir nema þeir sem hafa atvinnu af því að reka áróður fyrir NATO nenna að leggja við eyru. Útþenslustefna So- vétríkjanna er undirrót allrar fram- vindu í vígbúnaðarmálum og Atl- antshafsbandalagið hefur ekki gert annað en að bregðast eðlilega og skynsamlega við frá upphafi. Var- sjárbandalagið er árásarbandalag en NATO varnarbandalag. Þó að almenningur hafi ef til vill sæst á þessa mynd, þá vita menn líka að sjaldan veldur einn þá tveir deila, og varla yrði það NÁTO að aldur- tila þó þess væri getið að í lok síðari heimsstyrjaldarinnar skiptu bandamenn Evrópu í tvö áhrifa- svæði og virðast í megindráttum hafa virt það óformlega samkomu- lag síðan. Þá er þess ekki getið að Bandaríkin hafa haft frumkvæði að smíði nýrra vopnategunda allt frá stríðslokum öðruvísi en með orða- laginu að NATO hafi jafnan lagt meiri áherslu á gæði en magn. Almennur Schultz Blaðamannafundurinn með Ge- orge Schultz gefur ekki mikið í aðra hönd. Þetta er ákaflega ró- lyndur og staðfastur maður, sem segir að NATO sé sterkt, samein- kvöld • að, hafi haldið jafnvægi milli austurs og vesturs í 35 ár, og ekki standi á því að það afmái kjarnork- uvopn af jarðarkringlunni geri So- vétmenn slíkt hið sama. Svör hans eru þó alltof almenn og fyrirsjáan- leg til þess að vekja athygli. Spurn- ingu um ísland, sem Ögmundur Jónasson ber fram, svarar banda- ríski utanríkisráðherrann með út- úrsnúningi. Sameinaðir stöndum vér Panelumræðurnar á eftir þar sem fréttamenn voru líka með á priki eru til muna áhugaverðari. Þar og í viðtölum við fólk á götum úti kemur í ljós að deilu- og áhorfs- málin innan NATO eru mörg og stór. Það sem upp úr stóð var að flestir þátttakenda lögðu áherslu á að nú væri tími umhugsunar og yfirvegunar eftir síðasta snúning- inn í vopnakapphlaupinu. Ekkert myndi gerast fram yfir forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum sem máli skipti. Á meðan reyna menn að velta upp ýmsum leiðum til þess að setja viðræður aftur á stað milli ris- aveldanna og koma til umræðu í þættinum m.a. friðarfrumkvæði 6 leiðtoga úr fjórum heimsálfum og nýjar tillögur sem NATO er sjálft að baxa með og Tindemann segir vera í anda þeirrar kenninga sem heitnar eru eftir Pierre Harmel forvera hans um að NATO eigi að vera sterkt og sameinað, en halda jafnan dyrum opnum fyrir sam- ræður og samninga. Það er raunar megintónninn í orðræðum þeirra herramanna sem sjónvarpsáhorf- endur fá að kynnast í kvöld. Þetr taka ekkert illa í friðarfrumkvæði, en telja til lítils að hver fari einn og sértil Moskvu með friðmælgi. Evr- ópuritstjórarnir hrósuðu Reagan- stjórninni fyrir að vera farna að kunna mannasiði í samskiptum við bandalagsríkin í Evrópu. Og það var ekki laust við að Richard Pe- arle, einn aðalhaukurinn í Was- hington á fyrstu stjórnarárum Re- agans, væri orðinn friðsamlegri í framan og legði mesta áherslu á samstarf, samráð og gagnkvæma tillitsemi í samskiptum innan NATO. Veramáað þarnasé settur upp kosningasvipur, en hitt segja sumir að Reagan-haukarnir séu farnir að lækka flugið. Það þarf hinsvegar ekki að þýða stefnubreytingu af neinu tagi, þó tónninn hafi breyst. Og ekki var Pearle á því að frysting kjarnorku- vopna gerði neina stoð. Helsta rök- semd hans í því efni var sú að bandarísk kjarnorkutól væru að 75% 15 ára eða eldri, en sovésku tólin að 75% fimm ára eða yngri. Það sæu allir að ekki væri hægt að kalla það jafnræði ef þetta ástand ætti að frysta. (Einhver hefði kannski sagt að bandarísku vopnin væru almennt 10 árum á undan þeim sovésku í tæknilegu tilliti og þessvegna mætti því jafna þarna á milli, en blaðamenn komast ekki að með eftirfylgju í NATO-bíói). Mörg fleiri álitamál komu fram í panelumræðunum, sem Sandy Call frá ITN í Bretlandi stýrði, en ekki er vert að ljóstra upp um meira ef einhverjir skyldu enn sitja við sjón- varpstækin í kvöld og horfa á NATO-bíó, eftir að kvöldmynd- inni um Lækninn á lausum kili lýk- ur kl. 22.40. _ ekh.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.