Þjóðviljinn - 30.05.1984, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 30.05.1984, Qupperneq 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐYILJINNÍMiðvikudagur 30. mai 1984 DIÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglysingastjori: ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir.Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Óskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglysingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Markaðsbrask í skólakerfinu í viðtölum við Þorstein Pálsson formann Sjálfstæðis- flokksins um verkefni ríkisstjórnarinnar á næstu mán- uðum hefur komið fram mikil óvissa um stefnuáhersl- ur. Þó hefur formaðurinn tekið fram að á einu sviði væri verið að vinna tímamótaverk. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra hefði nú tekið forystuna fyrir al- gerri uppstokkun í skólakejfi og menningarmálum. Þorsteinn Pálsson útskýrði hins vegar ekki í hverju þessar mikilvægu breytingar væru fólgnar en í Þjóðvilj- anum í gær er greint frá því hvernig Sjálfstæðisflokkur- inn er á fullri ferð við að innleiða markaðsbraskið sem vinnulögmál í stefnu og starfi íslenskra skóla. í frétt Þjóðviljans kemur fram að menntamálaráð- herra hefur látið gera skýrslu um grundvallarbreytingar á gerð og dreifingu námsefnis. I tillögum Ragnhildar Helgadóttur er að finna forskrift að innreið markaðsb- rasksins í skólana. Samning á námsefni, m.a. á kennslu- bókum, á ekki lengur að fara fram innan Námsgagnast- ofnunar heldur á að efna til útboða á markaðsgrund- velli og síðan velja úr tilboðum á sama hátt og Davíð Oddsson braskar með lóðauppboðin í Reykjavík. Samkvæmt þessum tillögum Sjálfstæðisflokksins á ríkið ekki lengur að taka þátt í kostnaði við útgáfu námsbóka. Foreldrar og sveitafélög eiga nú að borga þann brúsa. Á þá engu að skipta þótt fjárhagur foreldra og litlu sveitafélaganna geti verið mjög bágborinn. Markaðshyggjan hefur ætíð verið miskunnarlaus í garð hinna efnaminni. Formaður Kennarasambands íslands fordæmir í við- tali við Þjóðviljann vinnubrögð menntamálaráðherra við þessa tillögugerð og telur að samkvæmt þessum hugmyndum sé stefnt að því að auka verulega mismun- inn í þjóðfélaginu. Markaðsbraskið með námsefnið er bara einn þáttur þeirra breytinga sem Þorsteinn Pálsson var að fagna í viðtali við Morgunblaðið um síðustu helgi. Þegar for- maðurinn var framkvæmdastjóri VSÍ predikaði hann ágæti hinna hörðu markaðslögmála á öllum sviðum. Nú telur hann greinilega Sjálfstæðisflokknum helst til tekna að völdin í menntamálaráðuneytinu geri kleift að útrýma jafnaðarstefnunni í íslenska skólakerfinu og setja markaðsbraskið í hásæti. Skólarnir verði vett- vangur útboða, tilboða og uppboða þar sem afl hinna fjársterku verði alls ráðandi. Verðlagsráð hafnar hug- myndum Jónasar Fyrir nokkrum mánuðum skýrði Þjóðviljinn frá því að Jónas Bjarnason settur forstöðumaður Framleiðslu- eftirlits sjávarafurða væri að reyna að pína í gegn nýjar reglur á mati, svonefnt punktakerfi, án þess að hafa samráð við sjómenn og fiskverkendur. Varaði Þjóðvilj- inn við því að efnt væri til stríðs og átaka á þessu viðkvæma en mikilvæga sviði. Engu að síður gaf Jónas Bjarnason út stóryrtar stríðsyfirlýsingar og lét frá sér fara skammaflaum í garð forystumanna sjómanna og fiskverkenda. Nú er komið í ljós að bæði kaupendur og seljendur í Verðlagsráði sjávarútvegsins hafa algerlega hafnað hugmyndum Jónasar Bjarnasonar um punktakerfi í fiskmati og hefur sjávarútvegsráðherra fengið bréf um þessa niðurstöðu. Jónas Bjarnason heldur hins vegar áfram fyrri vinnu- brögðum og segir í viðtali við Þjóðviljann í gær að forystumenn sjómanna og útgerðarmanna hafi ekki skilning á málinu. Þessi vinnubrögð hafa komið um- ræðum um breytingar í algert óefni. klippt 58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29.1 Varla verjandi að krakkai geti lokið 9. bekk án þess að vita hvað tölva er Rætt við Þráin Guömundsson hjá Fræðsluráði um tölvukennslu í grunnskólum borgarinnar „ÚtbúAu forrit sem lætur tölvu margfalda tölur. Sídan bíður hún eft- ir svari þfnu og skrifar RÉIT ef viA á, annars REYNDU AFTUR. Þú ‘ ur þrjár ágiskanir, en svariA birt. og byrjaAi aftur verkefni sem ner. Laugalckjarskóla í síAasta tölvufræi skólaári. Tölvukennsla á hefur í vetur farið grunnskólum Breiöholtsskóla og skóla. Er þar um at fyrir nemendur í 9. fyrir utan hefur / Reykjavíkur boðið uj námskeið fyrir ungling sem töivur skólanna . notaðar í tómstundast enda og foreldra. Kennsi unum tveimur hefur ve raunaskyni og aðstande< tö>- væðingu skólanna þannig að alli nemend'— ' þessum aldri eigi kos tjón af því hvað tölv leyti er það varl \r að krakkar gei lanámi án þess a er. Vinnumarka? meira og minn mörg hver hald 'um 9. bekk. Þa a grunnskólan iu fari ekki út byggir á tækr % og hafa ekl Tölvudýrð Það fer víst ekki fram hjá neinum að við lifum á tölvuöld. Tölvukennsla er m.a. komin inn í tvo grunnskóla borgarinnar og er viðtal um þau mál í Morgunblað- inu í gær við Þráin Guðmundsson hjá Fræðsluráði Reykjavíkur. Hann segir á þá leið að það sé markmið þessarar kennslu að gera fólk „tölvulæst“ sem kallað er. Hann bætir svo við: „Fyrir mitt leyti er það varla verjandi lengur að krakkar geti lokið grunnskólanámi án þess að vita hvað tölva er. Vinnumarkað- urinn í dag er meira og minna tölvuvæddur og mörg hver halda út á hann að loknum níunda bekk. Það hiýtur því að vera grunnskólans að sjá til þess að þau fari ekki út á vinnumarkað sem byggir á tækni sem þau ekki þekkja og hafa ekki átt kost á að kynnast". Hœpnar staðreyndir Hér eru saman komnar margar staðhæfingar sem rétt er að gera athugasemd við. Það er rangt að það þurfi að kenna á tölvur í grunnskólum til að börn viti hvað tölva er. Börn vita sem betur fer af miklu fleiri hlutum en þeim, sem fjallað er um í grunnskólum: aldrei vafðist það til dæmis fyrir þeirri kynslóð sem upplifði tæknibyltingu á borð við flugið að átta sig á því hvað þá var að gerast, eins þótt flug væri ekki á dagskrá í skólum. Það er mjög hæpin kenning að ekki megi senda börn út á vinnu- markað „sem byggir á tækni sem þau ekki þekkja“. Ef þessi kenn- ing væri rétt hefði fyrir löngu átt að taka fræðslu um t.d. bfla, með- ferð á þeim og viðgerðir á þeim, upp í almennum skólum, því ekk- ert hefur verið talið „hagnýtara“ bæði á vinnumarkaði og í einka- lífí en að hafa full tök á bflagaldri. Sannleikurinn er sá, að það er vonlítið að ætla að leysa uppeldis- vanda með því að grunnskólar séu á hverjum tíma að eltast við þær breytingar sem verða á vinn- umarkaði og þeirri tækni sem þar er tekin upp. Viðleitni til að „fylgjast með tímanum“ er vitan- lega eðlileg og skiljanleg. En menn veita hinu síður athygli, að hver og einn lærir ótrúlega mikið af því sem til starfa þarf, eftir að hann byrjar að vinna. Og svo er á hitt að líta: það er dýrt og seinvirkt að breyta heilu skóla- kerfí í takt við tæknina. Og árangurinn hæpinn meðal annars vegna þess, að þegar breyting- arnar eru komnar í gegnum skólakerfið hefur tæknin gert þær úreltar: eins víst að námið sé ávís- un á kunnáttu sem hefur þegar týnt notagildi. Eitt er nauðsynlegt Það er vitanlega ekkert á móti því að böm skemmti sér við að leika sér að tölvum. Hitt er svo hrollvekjandi, hve vel innræting- armeisturam hefur tekist að koma þeirri ár fyrir borð, að hver sá sem ekki kann á tölvu sé glat- aður maður í nútímasamfélagi. Sá sölumennskusigur segir meira en flest annað um ráðleysi samtí- mans. Eða dettur engum það í hug, að það er hægt að hamast svo rækilega við að gera börn tölvulæs að það farist fyrir að gera þau læs á bækur? Og það er satt að segja aðeins eitt sem er „ekki verjandi" í ís- lenskum skólum: Og það er að gefast upp við að kenna börnum íslensku. Því hvað stoðar það ungling þótt hann kunni að fara með eitt eða þrjú tölvumál ef hann hefur misst tökin á eigin tungu? Spillingin í borgarkerfinu Þjóðviljinn hefur undanfarið gert nokkra grein fyrir því hvern- ig Sjálfstæðisflokkurinn í borgar- stjórn Reykjavíkur skirrist ekki við að láta ættartengsl einstakra borgarfulltrúa sinna hafa forgang umfram hagsmuni borgarbúa. Þetta kom berlega í ljós í af- skiptum flokksins af Hamarshús- inu, þar sem heimilaðar vora breytingar sem munu hafa í för með sér dágóðan fjárhagslegan ávinning fyrir fyrirtæki sem bróðir eins borgarfulltrúans, Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar veitir forstöðu. Málið er enn soralegra fyrir þá sök, að Vilhjálmur veitir forstöðu þeirri nefnd borgarinnar sem þurfti að samþykkja breytingarnar, til að þær gætu orðið að veraleika. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson svaraði uppljóstranum Þjóðvilj- ans hér í blaðinu með heldur ó- sannfærandi hætti, og gerði ekki drjúga tilraun til að afneita því að fjölskylda hans átti hagsmuna að gæta í þeim ákvörðunum sem hann sjálfur var aðili að, og mælti raunar fyrir, bæði á vettvangi Skipulagsnefndar og í borgar- stjórn. Þögn Morgun- blaðsins Það er nokkur trygg þumal- fingursregla, að þegi Morgun- blaðið þegar sakir eru bornar á fulltrúa S j álfstæðisflokksins í stjórnkerfi, þá eru ásakanirnar á rökum reistar. Morgunblaðið, þrátt fyrir allt, hefur sínar siða- reglur sem það stígur ekki út fyrir þó í húfi sé pólitísk virðing og frami einstakra flokksmanna. Það er því nokkurrar athygli vert, að í gervallri umræðunni um Hamarshúsmálið og afskipti borgarfulltrúa Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar af því, þá hefur ekki birst einn stafkrókur um málið í Morgunblaðinu, meira að segja ekki í Staksteinum, sem þó era nokkurs konar pólitískur forar- pyttur blaðsins sem ekki hefur alltaf greint vel mörkin milli þess sem siðlegt er og siðlaust. Og spyrja má: Er ekki Morg- unblaðið með því að láta hjá líða að bregða skildi til varnar téðum borgarfulltrúa, í rauninni að fall- ast á að ósæmileg hagsmuna- tengsl kunni að hafa blandast inn í þá ákvörðun að leyfa hinar mjög svo umdeildu breytingar á Ham- arshúsinu? -ÖS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.