Þjóðviljinn - 30.05.1984, Side 8

Þjóðviljinn - 30.05.1984, Side 8
S SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Migvikudagur 30. mai 1984 Miðvikudagur 30. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Kantadorum Slgurðar Guðmundssonar. Ólíkar sýningar á Kj ar valsstöðum Fjölbreytni var aðalmarkmið Listahátíð- ar, þegar ákvörðun var tekin um það hvaða tíu myndlistarmönnum búsettum erlendis skyldi boðið heim til að sýna verk sín. Þjóð- viljinn fór á fund fjögurra þeirra til að for- vitnast um hvað þeir vaeru með í poka- horninu. Þórður Ben — myndlist og arkitektúr - Ég hef síðan 1978 unnið mest að mynd- Hst út frá arkitektúr og skipulagsmálum. Sérstaklega hef ég haft áhuga á arkitektúr á íslandi, sem sprettur af sérkennilegum ís- lenskum aðstæðum. Árið 1981 hélt ég hér sýningu sem fjallaði um arkitektúr og skipulagsmál aðallega í Reykjavík. Þar kom ég fram með athugasemdir um skipu- lag Reykjavíkur, auk þess sem ég var með uppkast að öðrum möguleikum en nú eru. Þau verk sem ég er með hér núna hafa orðið til eftir þá sýningu og eru einskonar framhald af henni. Málverkin sýna íslensk- an arkitektúr í íslenskri stemmningu, t.d. með tilliti til birtu sem er mjög sérkennileg á íslandi, og annars slíks. Síðustu ár hef ég aðallega fengist við verk af þessu tagi og hef mestan áhuga á myndlist út frá menningar- heimspeki, náttúrufræði og vistfræði. Hreinn Friðfinnsson — nota Ijósmyndina mikið - Það er nú ekki hægt að segja að mín verk tilheyri neinni einni stefnu. Það má kalla mig algerlega stefnulausan. Ég vinn verk mín eftir ýmsum aðferðum og úr ýms- um efnum, öllu blandað saman. Við þetta nota ég mikið ljósmyndir sem ég blanda við önnur efni og aðferðir. Ekki vil ég samt kalla þetta skúlptúr, því þetta eru nær ein- göngu tvívíddarverk. Eiginlega kalla ég þessa tegund myndlistar bara Myndir. Hef ekki þrengri merkingu. Þær my ndir sem hér eru, eru ailra nýjustu verk mín, flest unnin frá 1980 til ársins í ár, en auk þeirra er smá viðbót af eldri verkum, alveg frá 1975-6. Ég var með þessi verk á sýningu nú nýlega í París, en hef reyndar verið að sýna vítt og breitt um Evrópu. Sigurður Guðmundsson — skúlptúr og blýants- teikningar Ég er hér með þrjá skúlptúra og þrjár blýantsteikningar, mjög stórar. Myndefnin eru úr ýmsum áttum, landslag, dýr og alls konar fígúrur. Ein myndin sem ég er með kalla ég t.d. Katanesdýrið og fékk hugmyndina í Öld- inni 19. Katanesdýrið sást hér 1876, það kom upp úr sjónum og át lömb og kindur. Aðra teikningu kalla ég Gunnar Carnac. Steinninn sem teikningin er af stendur í Camac í Frakklandi. An árangurs var ég búinn að leita að steini til að vera fyrirmynd í verkið, í löndunum í kringum Holland og fann hann svo í Carnac, þar sem franskir villimenn höfðu tekið upp á því fyrir kann- ski tvö þúsund árum að reisa hundruði steina upp á rönd þannig að fyrir mig var úr nógu að velja. Nú hvað ég er að fara með þessum verk- um mínum. Yfirleitt veldur svar mitt við svona spumingum vonbrigðum. Ég hef tekið eftir því að gáfaðra fólkið dregur jafn- an þá heimskulegu ályktun af svari mínu að ég lumi á skilgreiningu á verkinu og að ég vilji halda henni leyndri. Ég má kannski nota tækifærið hér til að segja að ef verk er ekki misheppnað er meiningin í því mér alltaf hulin. Tryggvi Ólafsson — ein- hverskonar yrkingar - Þetta eru allt saman acrylmálverk á striga. Myndefnið er úr öllum áttum. Ég set saman hluti sem ég finn á öllum mögulegum stöðum, bæði úr bókum og í ruslahrúgum og set saman í samhengi. Myndirnar sem ég er með hér eru allar unnar á sl. tveimur árum, í þær hef ég sótt vissa hluti frá börn- um og allt upp í pressuljósmyndir. Ég er t.d. hér með eina mynd sem heitir Þulan. Hún er sambland af bamaþulu og nútímanum. Ég byrjaði þetta sem smá- mynd handa barnabarni mínu, en hún svona smástækkaði. Ég hef heyrt það sagt að myndirnar séu táknrænar. Fyrir mér er þetta dálítið eins og að semja texta, án þess að þær séu „illust- ration“ við texta, svona eins og gítarleikari sem býr bæði til ljóð og lag, einhverskonar yrkingar. Stefnur og stílar interessera mig ekki neitt. Það er augljóst að maður lærir af öllum mögulegum hlutum, síðan fer maður eigin götur. Éfg tek það þó fram að ég er ekki að segja að ég hafi fundið upp neitt nýtt. ss. Tíu myndlistarmenn sem búa erlendis sýna á Kjarvalstöðum Myndlist á Listahátíð Listahátíð mun, nú í júnf, standa fyrir sýningu á Kjarvalsstöðum sem nefnist Tíu gestir á Listahátíð. Er það sýning á verkum tíu listamanna, sem búsettir eru, eða hafa verið er- lendis undanfarna áratugi. Fjölda- margir íslenskir listamenn búa er- lendis núna, svo nokkur vandi hefur verið að ákveða hverjum skyldi boð- ið heim. Ekki var það þó tilviljun ein sem réði valinu, heldur aðallega húsnæðið, auk þess sem áhersla var lögð á að sýningin yrði sem fjölbreyttust. Þeir listamenn sem sýna á þessari sýningu eru Erró, Hreinn Friðfinns- son, Jóhann Eyfells, Kirstín Eyfells, Krist- ján Guðmundsson, Louisa Matthíasdóttir, Sigurður Guðmundsson, Steinunn Bjama- dóttir, Tryggvi ólafsson og Þórður Ben Sveinsson. Erró, sem hefur verið búsettur í Frakk- landi frá því árið 1958, er með fimm stórar myndir í anddyri Kjarvalsstaða, sem lýsa stríði og ofbeldi. Það má sjá glöggt af nöfnum myndanna, sem eru m.a. Pólland, Beirút og Falklandseyjar. Erró hefur sýnt áður á Islandi, í Listamannaskálanum í Reykjavík árin 1957, 1960 og 1965. Hann var gestur Listahátíðar á Kjarvalsstöðum 1978 og árið 1982 sýndi hann á Kjarvals- Qtnðum Louisa Matthíasdóttir er aldursfor- seti þeirra Iistamanna sem sýna á Kjarvals- stöðum á Listahátíð. Hún nam myndlist í New York, París og Kaupmannahöfn. Á stríðsárunum fluttist hún til Bandaríkjanna þar sem hún hefur verið búsett síöan. Hún hefur lítið sýnt á íslandi, en var þó gestur á sýningu á vegum Félags myndlistarmanna árið 1974. Hún hefur lengi verið að undir- búa sýningu á ísiandi og er því hennar hlutur stærstur á þessari sýningu og verður hún með 50 olíumyndir í austursal. Louisa hefur komið til íslands á sumrin og málað og er myndefni hennar því aðallega ís- lenskt. Hún hefur sl. 20 ár sýnt annaðhvert ár í Robert Schoelkopf Gallery í New York, en það er eitt af stærstu galleríum á Man- hattan. Þar stendur nú yfir sýning á verkum hennar þessa dagana, þar sem hún sýnir málverk með íslensku mótívi. Tryggvi Ólafsson, sem hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn í 23 ár, var við myndlistamám í Reykjavík og Kaup- mannahöfn. Á þessari sýningu er hann með 12 nýjar myndir. Tryggvi hefur haldið fjöl- margar einkasýningar á Islandi, allt frá ár- inu 1969, mest hjá Gallerí SÚM, auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum í Listsmunahúsinu, Listasafni íslands og á Kjarvalsstöðum. Kristín Eyfells nam myndlist í San Fransisco og New York, en hefur auk þess BFA-gráðu í sálfræði. Hún hefur búið í Bandaríkjunum frá stríðslokum (ásamt eiginmanni sínum Jóhanni Eyfells sem einnig tekur þátt í sýningu Listahátíðar). Kristín er myndhöggvari, en hefur aðallega fengist við að mála sl. ár. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum er hún með seríu af mannamyndum. Hún hefur áður sýnt verk sín á íslandi, árin 1964 og 1968 sýndi hún, ásamt eiginmanni sínum, í Listamannaskái- anum í Reykjavík og árið 1975 tók hún þátt í listsýningu kvenna í Norræna húsinu í Reykjavík. Jóhann Eyfells nam arkitektúr, bygg- ingarlist og myndlist í Kaliforníu, lauk námi í keramik frá Lista- og handíðaskóla Kali- i form'u, Oakland 1959, B. Arch. gráðu í ark- itektúr frá Flórídaháskóla, Gainesville 1953 og M.F.A. prófi í skúlptúr árið 1964. Hann hefur verið prófessor í myndlist við Flórídaháskóla í Orlando frá 1969. Hann hefur verið við nám og starf í Bandaríkjun- um frá árinu 1946, að undanskildum árun- um 1965-1969 þegar hann kenndi við Myndlistarskólann í Reykjavík. Á sýning- unni á Kjarvalsstöðum sýnir hann teikning- ar og skúlptúrverk. Jóhann hefur lítið sýnt á íslandi undanfarin ár, en árið 1961 sýndi hann höggmyndir, málverk og teikningar á sýningu í Reykjavík 1964 og 1968 ásamt eiginkonu sinni í Listamannaskálanum og árið 1974 tók hann þátt í sýningunni „ís- lensk myndlist í 1000 ár“ á Kjarvalsstöðum. Steinunn Bjamadóttir (Steina) hefur verið búsett í New Mexico frá árinu 1980. Hún var við nám í tónlistarháskólan- um í Prag 1959-1963, spilaði síðan með Sin- fóníuhljómsveit íslands í eitt ár, en hélt til Bandaríkjanna 1965, þar sem hún hefur verið síðan. Þar komst hún, ásamt eigin- manni sínum Woody Vasulka, tékkneskum kvikmyndagerðarmanni, inn í hóp lista- manna, sem fékkst við tilraunir með raf- eindalist og myndbönd, og urðu þau brátt þekkt sem frumherjar á því sviði, voru t.d. með í því að stofna „The kitchen", þekkta listamiðstöð á Manhattan. Steinunn hefur ekki sýnt áður á íslandi en á þessari sýningu verður hún með allsérstætt verk, „Vestrið", sem krefst flókins útbúnaðar, tveggja sjón- varpstækja, átta til tíu myndskjáa og segul- banda. Verður verk hennar í fundarher- bergi Kjarvalsstaða. Þeir fjórmenningarnir Hreinn Friðfinns- son, Sigurður Guðmundsson, Kristján Guðmundsson og Þórður Ben Sveinsson eru félagar frá því í „gamla daga“. Þeir stóðu saman að stofnun SÚM, en fóru síðan 1964-65 allir til Hollands. Þóröur Ben hefur verið búsettur í Dusseldorf í Þýskalandi síðasta áratuginn. Hann var við myndlistarnám í Reykjavík og í Amsterdam. Hann hefur nokkrum sinn- um sýnt hér heima, árið 1967 á U.M. í Laugardalshöll, SÚM 111 í Gallerí SÚM árið 1968, og var með útisýningu í Reykja- vík 1969. Árið 1969 var Þórðurmeðsýningu sína Gúmmífrelsi (sviðsverk) bæði í Vest- mannaeyjum og í Gallerí SÚM í Reykjavík og árið 1981 var hann með sýningu um ark- itektúr og skipulagsmál á Kjarvalsstöðum. Hreinn Friófinnsson hefur verið bú- settur í Amsterdam síðan árið 1971, hann stundaði myndlistarnám í Reykjavík og Amsterdam þar sem hann var einn af stofn- endum In Out Center. Hreinn hefur haldið tvær einkasýningar á íslandi, 1974 í Gallerí SÚM og 1977 í Gallerí Suðurgata 7, Reykjavík. Hann hefur einnig tekið þátt í þrem samsýningum á vegum SÚM en það var árin 1965, 1969 og á Listahátíð 1972. Siguróur Guómundsson hefur stundað myndlistamám í Reykjavík og Amsterdam, og er nú dósent í nútímalista- deild listaskólans í Enschede í Hollandi. Hann hefur haldið tvær einkasýningar í Reykjavík, árin 1969 og 1977 á vegum Gall- erí SÚM og tekið þátt í tveim samsýningum á vegum SÚM, árið 1969 og á Listahátíð 1972. Sigurður er, ásamt Kristjáni og Hreini, einn af stofnendum In Out Center í Amsterdam. Kristján Gu&mundsson var búsett- ur í Amsterdam frá 1970 til 1979, en er nú fluttur til íslands. Hann nam myndlist í Reykjavík og Amsterdam, þar sem hann var einn af stofnendum In Out Center. Kristján hefur haldið fjölda einkasýninga á fsiandi, í Reykjavík, á ísafirði, Akureyri og Húsavík, auk þess sem hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, m.a. U.M. í Laugardalshöll árið 1967, SÚM II and SÚM III, Gallerí SÚM, skúlptúr á Skóla- vörðuholti 1969 og á Listahátíð í Reykjavík árið 1972. Þeir fjórmenningarnir sýna í vestursal Kjarvalsstaða á Listahátíð og hafa skipt salnum bróðurlega á milli sín og sýna þeir verk eftir eigin vali. ss. Tryggvi við mynd sína, Þula. íslenskur arkitektúr og skipulagsmál eru myndefni Þórðar Ben. Hreinn setur upp eltt af listaverkum sínum. Slgurður Guðmundsson við mynd sem Kristín Eyfells hefur málað af honum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.