Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐV ILJINN Helgin 2. 3. júní 1984 Ingimundur Magnússon hefur fest kaup á 10 tonna hát og œtlar sjálfur í smáútgerð Treysti mér frekar í þetta en vera hásetiá góðum bát „Þetta gekk hálfilla. Vertíð- in var léleg hjá okkur. Nú ætla ég að fara út í þetta sjálfur. Athuga hvort ekki gangi bet- ur“, sagði Ingimundur Magnússon sem var að dytta að 10 tonna bát sem hann keypti nýlega. í vetur var Ingimundur háseti á Vörðu- nesinu GK en í sumar ætlar hann að gera út sjálfur með öðrum. Við verðum annað- hvort á handfærum eða drag- nót. Ég er að fríska uppá bát- inn. Hann er í ágætisstandi og hann fer að verða klár“, sagði Ingimundur þegar hann gaf sér tíma til að líta upp frá störfum og spjalia litillega við blaðamenn Þjóð- viljans. Ég er búinn að vera við þetta í 37 ár og ég treysti mér frekar til að gera þennan bát út heldur en að vera háseti ágóðum netabát. Þann- ig er nú ástandið orðið. Hreinlega ryksuga þetta upp Við fengum kvótann og aðeins meira til á vertíðinni. Það var lítið til skiptanna. Mér fannst vera al- menn óánægja með kvótann en hann var ágætur að vissu marki. Hins vegar fannst mér aðlögunar- tíminn ekki nógu langur. En aflinn hefur óumræðilega farið minnkandi og mér sýndist sumir eiga nóg með að ná þessum kvóta. Ástæðan fyrir þessu? Jú ég er ekki í neinum vafa um að skuttog- araævintýrið ræður þarna mestu um. Ég sagði þetta fyrir 20 árum og nú er þetta að rætast. Þeir hrein- lega ryksuga þetta upp. Alveg ryk- suga smáfiskinn upp. Að lifa af vertíðinni? Nei bless- aður vertu. Þetta er alveg búið spil. Ég veit ekki annað en menn hafí almennt verið með lítið annað en trygginguna. Ég hafði sjálfur 120- 130 þúsund krónur fyrir 3l/i mánuð og mikla vinnu. Tíðin var erfið í vetur og það var hart sótt. Þetta þykir ekki mikið fyrir þá vinnu. Skiptahluturinn? Það er orðið lítið eftir af honurr. fyrir okkur sjó- menn. Það þarf að fara að gera eitthvað í þeim efnum áður en þetta verður allt tekið framhjá okkur. Nei það þýðir ekkert annað en að reyna að kroppa þetta sjálfur. ég er hræddur um að öllum þessum stóru bátum verði lagt. Það fæst enginn maður lengur upp á þessi skipti. Allir í smábátaútgerð Það er orðið mikið um það héma í Grindavík að menn fari út í smá- bátaútgerð. Ég gæti trúað að hérna væru komnar um 100 trillur. Menn hafa verið að kroppa þetta 1 tii 2 tonn á færin. Þeir eru héma í kring- um Reykjanesið og út af Krísuvík- urbjarginu. Hann er frekar smár fískurinn núna á vorin, en hann gefur sig samt. Við getum staðið í þessu á smærri bátunum frá miðj- um mars og fram í nóvember. Stanslaus vertíð. Þetta er það eina sem dugir orðið. Fara út í smábát- aútgerðina. Inglmundur Magnússon: Hafftl 120-130 þúsund krónur fyrlr vertíðlna. Það þykja ekki há laun fyrlr þessa vlnnu og harða sókn. Mynd: Loftur. Erfiður fyrir utan Aðstaðan? Nei hún er ekki alveg nógu góð ennþá. Þett er skal ég segja þér viðlagabryggjan svokall- aða þar sem menn leggja að. Hún var byggð þegar Eyjaflotinn kom hingað eftir gosið. Hún er ekki al- veg nógu góð fyrir þessa smærri báta það þarf að bæta úr þessu. Höfnin hérna er ein sú besta á landinu, þegar inn er komið, en hann getur verið erfiður hérna fyrir utan. Þreyttur á þessu? Jú, ég er nú aðeins farinn að þreytast eftir þessi 37 ár. Þess vegna vil ég frekar vera í þessu smádútli og geta þá ráðið mínum tíma sjálfur. Tíðin í vetur var alveg ferleg. Ég man bara ekki eftir öðru í langan tíma. -tg. Erling Ómar Erlingsson loðnusjómaður stundar skakveiðar í sumar „ Maður verður að prófa og treysta á gæfuna “ Það er mikið bjartara hljóð í mönnum núna eftir loðnu- vertíðina. Menn eru farnir að gera sér vonir um að þetta verði trygg veiði í framtíð- inni. Það hefði verið mikil blóðtaka ef ekki hefði verið bætt við kvótann eftir ára- mótin. Þessi viðbót bjargaði alveg vertíðinni, segir ungur maður Erling Ómar Erlings- son sem verið hefur á loðnu í fimm vertíðar og á trolli þess í millum. Þegar blaðamenn hittu Ómar að máli var hann að taka upp vélina í trillubát sem hann hefur nýlega keypt sem hann ætlar að gera út ásamt félaga sínum á handfæri í sumar. Norskur bassabátur Ég er nýbúinn að fá þennan bát. Þetta er norskur bassabátur og var áður gerður út frá Kópavogi. Nei, ég hef ekki áður verið á svona smá- bát. Maður verður að prófa þetta og treysta á gæfuna. Eg ætla að reyna að komast út núna um helg- ina (þ.e. sl. helgi) Þeir hafa verið að gera það gott á handfærin með þetta 11/2-2 tonn í róðri. Þú ætlar aftur á loðnuna í haust? - Já ég er alveg ákveðinn í því. Okkur gekk ágætlega á Þórshamri en það hefði mátt ganga betur. Vertíðin fyrir áramót og janúar gaf vel af sér. Febrúar var sæmilegur en mars alveg glataður. Menn kvörtuðu undan loðnu- verðinu ekki satt? - Jú þeir hljóta að geta greitt það sama hérna og færeysku verk- smiðjurnar gera. Sjómenn eru ekki nógu harðir að stræka á þetta og fá sín mál í lag eins og þegar Akur- eyrarfundurinn var haldinn hérna um árið. Nú ertu kominn í trilluútgerð. Fá menn einhverja fyrirgreiðslu til að kaupa sér svona bát? - Nei það þýðir ekki annað en reyna í bönkunum. Faðir minn hef- ur aðallega stutt mig í þessu. Þú ert búinn að vera alla þína tíð á sjó? - Já ég er búinn að vera 6 ár á sjó og alltaf á sumrin meðan ég var í skóla. Ég er búinn að taka 1. stigið í Vélaskólanum. Ætli ég láti það ekki nægja og prófi seinna að fara í eitthvað annað nám. Fjarvistir frá heimili - Það eru þessar löngu fjarvistir frá fjölskyldunni. Það er ekkert vafamál. Við erum að meðaltali heima hjá okkur 2-3 daga í mánuði. Þetta verður ágætt í sumar þá verð- ur maður miklu meira heima við. Finnst þér munur á fiskgengd frá því þú byrjaðir á sjónum og eins og staðan er í dag? - Já það er mikill munur þar á. Það er búiö að drepa þetta allt. Ég er alveg inni á því að togararnir drepa allt of mikið af smáfiski. Það er alveg rosalegt hvemig farið er með smáfiskinn á vestfjarðarmið- um. Það verður að fara að stoppa þetta, sagði Erlingur Ómar og bograði sig síðan aftur yfír vélina. -•g- Erling Ómar Erllngsson: Alveg ákveðlnn í að fara aftur á loðnuna í haust. Mynd: Loftur. / miú t-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.